7.8.2007 | 13:43
Hver er hann þessi Ágúst?
Ég sá í dagblaði heilsíðuauglýsingu frá Stöð 2. Þar er fullyrt í fyrirsögn að Ágúst sé skemmtilegri. Í auglýsingunni er enga skýringu að finna á því hver þessi Ágúst er. Né heldur í samburði við hvern hann er skemmtilegri.
Fyrst datt mér í hug að þetta snérist um Ríó tríó. Að Ágúst Atlason sé skemmtilegri en Helgi P eða Óli Þórðar. En ég fann enga vísbendingu um það.
Þá datt mér í hug að þetta snúist um rás 2. Að Ágúst Bogason sé skemmtilegri en Óli Palli eða Guðni Már. Það stenst ekki. Eða þannig. Enda væri það skrýtið af Stöð 2 að auglýsa hver er skemmtilegastur á rás 2.
Gátan er óleyst.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 1026
- Frá upphafi: 4111551
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 862
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Ég þekki Gústa nokkuð vel og er hann talsvert skemmtilegur karlinn, enda á ég afmæli með honum.
Óskar Þorkelsson, 7.8.2007 kl. 14:38
Ég held að þeir eigi við að ágústmánuður verði skemmtilegri en þeir mánuðir sem á eftir koma. Þá ætla þeir alveg að hætta að leggja metnað í dagskrárgerðina hjá sér
Birna Dís , 7.8.2007 kl. 14:59
Veistu, ég er ekki sjálfhverf manneskja en ég held að þetta tengist því að ágúst er afmælismánuðurinn minn. Þér er að sjálfsögðu boðið í flottar tertur og klikkað kaffi á sunnudaginn uppi á Skaga.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.8.2007 kl. 17:17
Getur verið að þarna sé átt við Gústa rótara ? Hann þykir nú ansi skemmtilegur hef ég heyrt. Annars er Ágúst á Rás 2 skemmtilegur. Ég þekki hann af góðu einu saman.
Kannski er átt við að Ágúst Bogason á Rás 2 sé skemmtilegri en Ágúst Héðinsson á Bylgjunni.
Jakob Smári Magnússon, 7.8.2007 kl. 17:30
Jakob "Bassi" hefur áreiðanlega sitthvað til síns máls!
En Gurrí, "Our Girl Of The Month" hefur ALLTAF rétt fyrir sér!
Magnús Geir Guðmundsson, 7.8.2007 kl. 17:38
Neineinei, ég veit hvaða Ágúst er átt við. Hann heitir Ágúst Bjarnasson og á heima á Bíldudal. Hann er miklu skemmtilegri heldur en Elvar Ólafsson húsasmiðjumeistari, einnig á bíldudal. Ekki veit ég þó hvers vegna stöð 2 er að auglýsa þetta. Þetta kemur fólki ekkert við. Nema þeim sem til þeirra þekkja
Siggi Lee Lewis (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 18:54
gæti verið að það vanti einn staf í þetta: að Ágústa sé skemmtilegri. S.b. Jóna Ágústa ?
Jóna Á. Gísladóttir, 7.8.2007 kl. 19:05
Þið eruð aldeilis frábær. Ég held að tillögur ykkar séu réttar.
Jens Guð, 7.8.2007 kl. 20:25
Jens minn Guð, alveg ógúgglað, & óuppflett í þjóðskrá, þá dettur mér til hugar að þú sért jólabarn, fæddur í saltpétursmánuðinum október.
Allt sem að verður til í ágúst, er heitt, sumarlegt, því sveitt, fallegt & skemmtilegt.
Ágústar þessa lands eru fínir, þessi Atlasonur er einn af þeim. Fyrir utan að hafa selt fleiri kassagítara frá Yamaha en aðrir íslendíngar, þá á hann líka perluna 'Tár í tómið´.
Atarna er nú eitt ~listaverk~ í íslenskri poppsögu.
S.
Steingrímur Helgason, 7.8.2007 kl. 22:05
Steingrímur, ég er fæddur 8. maí. Gott ef ég kom ekki undir á frídegi verslunarmanna í ágúst.
Já, samdi Atlason Tár í tómið. Það er ljómandi góð tónsmíð. Ég hef ekki fylgst náið með Ríó tríói. Er meira í harða rokkinu. En ég hef löngum dáðst að góðum textum hjá þeim. Að vísu set ég spurningarmerki við rímið þar sem segir frá pari er sat "á þúst" (til að kallast á við ágúst).
Kominn á sextugsaldur þarf ég að tékka betur á Ríó tríói.
Jens Guð, 7.8.2007 kl. 22:41
Þá stend ég leiðréttari, en feðra þig þó lítt, þó að þú hafir máske komið undir á afmælisdag minn enda er ég miklu yngri en þú, & því víst um eggið & hænuna í því, næstum jafnaldri minn.
Ég á baðswampa sem að eru harðari í rokki en þú, en ég kannast líka við gömlu mýtuna um að bestu ballöðurnar koma úr ranni hörðustu rokkarana.
Jónas Friðrik Guðnason Raufarhafnarbúi er ábyrgur fyrir flestri textasmíð ´Ríó tríó' & þó að hann hafi nú lúffað óverðskuldað í gras fyrir leirburðinum í Þorsteini Eggertssyni sem afkastamesti textasmiður okkar tíma tónlistar, þá ber hann höfðaherðakistil yfir þann málböguvarg.
Mamma & hann eru jafnaldrar & gamlir samherjar í Samvinnuskólanum. Hún deildi með mér nýlega því, að þegar RÍÓ sendi frá sér snilldar tvöfölda albúmið úr Austurbæjarbíói, þá hafi hann komið til hennar skelfdur & sagt,
"Veistu, ég man ekkert eftir því að hafa samið þetta....."
Gullkorn eins & "Hér er kominn gestur, segir prestur..." eða "Það má þekkja þá sem drekka, á þeim félögum sem að þeir þekkja.." eru af því albúmi.
Fyrir utan það, þá orti hann texta fyrir aðra en "Ríó Tríó", hann á til dæmis textann við nýendurútgefnu froðuna hjá Stebba & Eyfa, þar sem þeir endurnauðga gamla 'B.G & Ingjibjörg' laginu "Góða ferð....." , (Bon Voyage), auk þess að hafa þýtt & staðfært marga textana fyrir Bó & Brimkló.
En á þúst, & ágúst, rímar ágætilega miðað við hvað margir hafa nú beyglað íslenska túngu, sér til hægðarauka. Enda bæði þýðir maðurinn snilldarlega, & staðfærir skemmtilega.
S.
Steingrímur Helgason, 7.8.2007 kl. 23:28
Jónas Friðrik kom eitt sinn á skrautskriftarnámskeið hjá mér. Þá var ég feginn að hafa aldrei skrifað illa um Ríó tríó - þrátt fyrir að hafa skrifað illa um flesta sem hafa komið að léttu poppi. Ég kynntist honum þá lítillega sem ljóngáfuðum og bráðfyndnum náunga. Í kjölfar fór ég að leggja betur við hlustir þegar lög með Ríó tríó hljómuðu í útvarpi og áttaði mig betur á hvað hann er virkilega góður textahöfundur. Ræður léttilega við stuðla, höfuðstafi og þann pakka. Og er líka eins fyndinn og ég kynntist honum á Raufarhöfn.
Ég ætla að skjóta því hér inn í að "á þúst" rímið er úr texta eftir Helga P.
Varðandi Þorstein Eggertsson vil ég segja: Eftir hann liggja margir kæruleysislegir textar. Ég hef skrifað allt að því níð um hann sem textahöfund. En ég tek það allt til baka. Þegar betur er að gáð þá er hann "töffari" innan forsenda rokkmenningar.
Jens Guð, 7.8.2007 kl. 23:46
Jónas á alltaf inni fyrir textann um tár í tómið. Hann er eiginlega orðinn sígildur, þó gamall sé, enda lagið sungið yfir mörgum í jarðarförum yfir okkur yngri liðnum líkum, eiginlega.
& melódían smellur við ...
S.
Steingrímur Helgason, 8.8.2007 kl. 00:29
Held ég viti þetta.
Viðkomandi Ágúst hlýtur að vera Gústi Guðsmaður. Þeir á stöð tvö hafa verið að hlusta á Gylfa Ægisson alla verslunarmannahelgina (eins og fólk gerir gjarnan) og komist að því að þessi Ágúst hafi verið með skemmtilegri mönnum.
Og svo er lagið um hann náttúrulega snilld -
kv.G
Gunnar Kristinn Björgvinsson, 8.8.2007 kl. 10:28
Ég vann hér í denn með Ágústi Atlasyni í Ríó. Það var gaman, enda er hann skemmtilegri en flestir. Svo var ég í hljósveit með Ágústi Böðvarssyni, sem var einmitt mágu minn líka. Einkar skemmtilegur og frábær tónlistarmaður. Báðir eru þessir menn skemmtilegri en t.d. Geir Ólafs...
Ingvar Valgeirsson, 8.8.2007 kl. 22:05
Ég veit ekki hver Ágúst Böðvarsson er. En Ágúst Atlason er klárlega skemmtilegri en Geir Ólafs. Án þess að ég þekki þá persónulega.
Jens Guð, 9.8.2007 kl. 01:13
Hvað sem þessum pælingum líður þá er alveg ljóst að Atlason hefur vinninginn yfir Bogason þegar kemur að lúkki og kúlheitum. Þó er Á Atlason nú fulltrúi fyrir heldur mýkri tónlist heldur en Á Bogason, er hann ekki í einhverju bandi sem gefur sig fyrir að vera rokkhljómsveit, veit það ekki.. maður er kannski orðinn gamall en mér þykir Gústi í Ríó alveg alveg rúlla yfir ungmennið þarna með gleraugun. John Lennon var kúl með ömmugleraugun en ÁB er meira eins og hann hafi verið truflaður frá bókasafnsfræðinni þarna á myndinni.
Bjarni Bragi Kjartansson, 12.8.2007 kl. 10:30
Æ, ert þú ekki dálítið grófur, Bjarni, í lýsingu á Bogasyni. Jan Mayen er ljómandi ágæt hljómsveit. Ríó er það líka. Fram eftir öllum aldri hlustaði ég ekki á Ríó. Var - og er ennþá - meira í rokkdeildinni. En kominn á sextugsaldur er ég að átta mig á að Ríó hefur gert margt gott. Einkum eru margir textarnir sem þeir hafa sungið afskaplega góðir. Vel ortir og sumir nokkuð fyndnir. Ríó er hin ágætasta hljómsveit.
Jens Guð, 12.8.2007 kl. 16:47
Sennilega uppgötvarðu ágæti ABBA er þú kemst á sjötugsaldur.
Svartinaggur, 12.8.2007 kl. 16:55
Ég er nú svo sem ekki lagstur í kaup á plötum með Ríó. En þykir þægilegt að heyra eitt og eitt lag með þeim í útvarpinu. Öfugt við það þegar ég heyri lög með Abba. Þau pirra mig. Ég reikna ekki með að það breytist nema ég tapi heilsu og fái heilaskemmd.
Jens Guð, 12.8.2007 kl. 17:07
Jú kannski aðeins Jens, Jan Mayen er fínt band. Atlason bara svo rosalega svalur þarna á myndinni, þykir mér allavega, þannig að Bogason lyggur vel við höggi eins og maðurinn sagði :-)
Bjarni Bragi Kjartansson, 12.8.2007 kl. 19:55
Nei nei nei. Það var hann Jónas Friðrik sem samdi textann við Tár í tómið og Óli Þórðar söng. Eruð þið ekki meðvituð um RÍÓ TRÍÓIÐ??? Lagið við Tár í tómið er líklega erlent. Ágúst Atlason samdi hins vegar fallega lagið og ljóðið "Vetrarnótt" þegar hann var með Nútímabörnum. Fylgjast með, fylgjast með - fara aftur til fortíðar líka!
Anna (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 12:20
Anna, ég kannaði málið. Tár í tómið er eftir bandaríska vísnasöngvarann Tom Paxton (samdi einnig What Did you Learn in School Today? sem Eddie Skoller gerði frægt).
Ég fylgdist aldrei neitt með Ríó tríói. Ég var þungarokkinu. Ríó var meira eins og eitthvað sem pabbi og mamma hlustuðu á.
Jens Guð, 30.8.2007 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.