15.10.2007 | 14:35
Allt í drasli eða Allt í plati?
Í raunveruleikaþættinum Allt í drasli á Skjá 1 er kíkt í heimsókn til fólks sem hefur misst tök á draslinu heima hjá sér. Fólk með hreinlætisáráttu þrífur íbúð viðkomandi hátt og lágt og gefur góð ráð. En ekki er allt sem sýnist. Raunveruleikinn er sá að draslstaðan er viljandi ýkt. Það er samið við heimilisfólkið um að þrífa ekkert heima hjá sér í 3 vikur áður en kvikmyndatökuliðið mætir á staðinn. Það má hvorki strjúka af gólfum né vaska upp.
Á venjulegu heimili þar sem flestar máltíðir eru borðaðar heima hlaðast óhrein matarílát upp í dágóða hrúgu þegar ekki er vaskað upp í 3 vikur. Ryk og önnur óhreinindi eru líka fljót að safnast upp á gólf sem ekki er strokið af í 3 vikur. Vissulega er meira drasl betra sjónvarpsefni en minna drasl í þætti sem heitir Allt í drasli. En samt smá svindl.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski
- Sérkennilegur vinsældalisti
- Sparnaðarráð
- Niðurlægður
- Safaríkt 1. apríl gabb
- Svangur frændi
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt
- Stórhættulegar Færeyjar
- Aldeilis furðulegt nudd
- Frábær kvikmynd
- Kallinn sem reddar
- Af hverju hagar fólk sér svona?
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
Nýjustu athugasemdir
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Sigurður I B, segðu! jensgud 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Stefán, hún var einbúi og dugleg að hringja í útvarpsþætti. Á... jensgud 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Hún hefi nú alveg getað bætt fasteignagjöldunum við!!! sigurdurig 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Kerla hefur legið í símanum á milli þess sem hún hlúði að kindu... Stefán 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Jóhann, Anna frænka var snillingur! jensgud 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Þetta kallar maður að bjarga sér og að vera snöggur að hugsa og... johanneliasson 16.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Jóhann (#9), kærar þakkir fyrir þessa greiningu og umsögn. jensgud 12.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Ég er alltaf jafn hrifinn af því hvað þú svarar öllum athugasem... johanneliasson 11.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Jósef, vinsældalistar og listar yfir bestu plötur eru ágætir s... jensgud 10.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Það er töluverður munur á vinsælarlistum og listum yfir bestu p... jósef Ásmundsson 10.4.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 19
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 1191
- Frá upphafi: 4136286
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 993
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Hver nennir eiginlega að horfa á svona kjaftæði...
DoctorE (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 15:08
Það var ljómandi gaman að þáttunum tveimur um tiltektina heima hjá Önnu frænku minni á Hesteyri í Mjóafirði. Ég horfði meira að segja á endursýninguna á þeim þáttum líka. Og hló.
Jens Guð, 15.10.2007 kl. 15:18
Mikið var nú og bölvað basl,
í bólið mitt að útvega drasl,
átta kærustur geysi gamlar
og Gunna í rúminu svamlar.
Steini Briem (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 15:53
Það er að verða nokkuð augljóst, að þú ætlar ekki að láta líta framhjá þér í næsta prófkjöri/uppstillingu Frjálslynda Flokksins. (Svona miðað við linnulaust blogg, um allt og ekkert)
Ég er einn af þeim sem að hefur komið inná fleiri en 1 og fleiri en 10 heimili þar sem ekki var búið að taka til, ryksuga eða vaska upp í töluvert lengri tíma en 3 vikur !
Þannig að ég held að það sé bull að fólk sé beðið um að sleppa því að "þrífa" í ákveðinn tíma. En ef svo er, þá er þáttagerðarfólkið í röngum húsum. Því viðbjóðurinn sem finnst á mörgum heimilum í landinu, er ótrúlegur.
Svo að frænku þinni henni Önnu í Mjóafirði, þá vill svo til að ég þekki aðeins til hennar. Og það þarf enginn að segja mér að eitthvað "pakk að sunnan" hafi hringt í hana og beðið hana um að sleppa því að þrífa í 3 vikur ! Hún hefði lagt tólið á, ef hún hefði fengið slíkar hringingar. Svo er það nú bara þannig, að hún hefur hreinlega ekkert þurft að sleppa því að þrífa í 3 vikur, ef þú skilur mig !
Ingólfur Þór Guðmundsson, 15.10.2007 kl. 16:00
Mér finnst að það ætti að senda "Allt í Drasli" til að taka aðeins til hjá Sjálfstæðisflokkunum. Þó ekki væri nema til að sjá hvort ekki finnist fleiri Villar til að dusta rykið af.
Egill Harðar (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 16:48
Egill - ég veit ekki betur en að menn hafi tekið til hendinni og dustað rykið af R-listanum í síðustu viku...
Annars er þessi þáttur, sem og flestir aðrir "raunveruleika"þættir, tær viðurstyggð.
Ingvar Valgeirsson, 15.10.2007 kl. 17:42
Þetta með að taka ekki til í nokkrar vikur áður en þeir mæta á svæðið er ég búin að heyra á nokkrum stöðum .Vissulega er til fólk sem er alveg sama í hvernig umhverfi það sefur en ég held nú að flestallir sem eru komnir yfir gelgjuna vilji hafa þokkalega snyrtilegt í kringum sig .
Ingólfur ég þekki þig ekki neitt en held að þú sért eitthvað pirraður í dag
Guðný GG, 15.10.2007 kl. 18:29
Høfum svona tått hér í dk sem heitir Rent hjem alveg ótolandi sjónvarpsefni!
Gulli litli, 15.10.2007 kl. 19:04
Ingólfur, það er hellingur til af heimilum þar sem óuppvöskuð matarílát hlaðast upp vikum saman og gólf eru ekki þrifin nema fyrir jólin. Fæstir á þeim heimilum opna heimili sitt upp á gátt fyrir sjónvarpstökuliði.
Ég stend við mín orð um vinnubrögð þáttarins. Þær upplýsingar hef ég frá fyrstu hendi. Ég veit hinsvegar ekkert hvernig staðið var að þættinum um Önnu á Hesteyri. Sá þáttur var um margt óvenjulegur. Sennilega hefur einhver frá sjónvarpsstöðinni heimsótt hana til að kanna aðstæður. Og þá líkast til séð að ekki þyrfti að ýkja neitt varðandi draslið á Hesteyri.
Gulli, ég verð var við að þeir eru með svona þátt í BBC líka. Þetta virðist vera vinsælt sjónvarpsefni.
Jens Guð, 15.10.2007 kl. 22:04
Get ekki horft á svona þætti, datt samt inní einn í gær þar sem Andrea Jóns var viðfangsefnið og ég horfði bara af því þetta var hún, íslenska rokkmamman sem hlustar á góða tónlist. Draslið hjá henni var trúverðugt, kassar með dóti og geilsadiskar út um allt, nákvæmlega sama vandamál og ég hef, hauga bara dóti í kassa og nenni ekki að díla v. þá og ég rugla alltaf í diskunum mínum fram og tilbaka.
ari (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 18:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.