Víkverji veitist að Erpi

erpur 

 Á dögunum lýsti Víkverji Morgunblaðsins yfir undrun sinni á því að Erpur Eyvindarson væri álitsgjafi í söngvakeppni sjónvarpsins.  Það var ekki rökstudd frekar heldur lagði Víkverji blessun sína yfir að hinir álitsgjafarnir séu Selma Björnsdóttir og Þorvaldur Bjarni Þorsteinsson.

  Ég ætla ekki að reyna að geta í ástæður þess að Víkverji er ósáttur við Erp.  Erpur hefur yfirgripsmikla þekkingu á músík.  Hann hefur formlega verið sæmdur titlum á borð við poppstjarna ársins og sjónvarpsmaður ársins.  Lög hans og plötur hafa trónað á toppi vinsældalista.  Ein hljómsveitin hans sigraði í Músíktilraunum Tónabæjar og á feril sem geymir titla á borð við söluhæsta plata ársins og hljómsveit ársins.  Til viðbótar er Erpur afskaplega orðheppinn og hress.  Það gustar alltaf af honum.

  Hann hefur allt til að bera sem heppilegur álitsgjafi í söngvakeppni sjónvarpsins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

sammmmmmmmmála

Gulli litli, 25.10.2007 kl. 16:42

2 identicon

Þarna er ég hjartanlega sammála þér og svo má kannski við þetta bæta að hundurinn er líka mjög vel gefinn.  Hann á miklu frekar heima þarn heldur en dansdrottningin en samt fínt að hafa svo ólíka einstaklinga sem álitgjafa á þessari annars ágætu keppni.

Halldór (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 16:54

3 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Sammála.

Gleymum hins vegar ekki að grundvallaratriðið í opnu samfélagi er að menn megi hafa skrítnar skoðanir og jafnvel rangt fyrir sér og halda að það sé rétt svo lengi sem aðgát er höfð í nærveru sálar.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 25.10.2007 kl. 16:58

4 Smámynd: Jens Guð

  Ég er ekkert að banna Víkverja að hafa þessa skoðun.  Langt í frá.  Hinsvegar þótti mér rétt að benda á að Erpur er eins og klæðskerasaumaður í þetta hlutverk. 

Jens Guð, 25.10.2007 kl. 17:14

5 identicon

Algjörlega sammála Þér. Mér finnst Erpur einmitt gott mótvægi við hin tvö og alveg bráðskemmtilegur þar að auki.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 17:31

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Mér finnst nú samt einhvern veginn að Erpur Eyvindarson og Eurovision eigi frekar litla samleið þótt allt byrji þetta á E-i.

Haukur Nikulásson, 25.10.2007 kl. 17:34

7 identicon

Hann er afar heimskur penni,
helvískur úti í Móa og ómenni,
ég held ég fari og hann berji,
hann er algjör api og Víkverji.


Steini Briem (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 17:37

8 Smámynd: Jens Guð

  Anna,  ég kynntist Erpi fyrir 10 - 12 árum vestur á Ísafirði.  Hann var potturinn og pannan í öllu félagslífi unga fólksins á staðnum.  Og það er alltaf þannig að ef maður er einhversstaðar og Erpur mætir á svæðið þá breytist stemmningin samstundis.  Hún lifnar öll við.  Fjörið og hressileikinn taka völd.  Það er einmitt sú stemmning sem þátttaka hans í álitsnefndinni laðar fram.  Erpur þarf ekkert að setja sig í neinar stellingar eða rembast við að vera stuðbolti.  Honum er svo eðlislægt að vera hressi gleðigjafinn.

  Haukur,  ég get tekið undir það að Erpur er ekki fyrsta nafn sem kemur upp í hugann þegar Eurovision ber á góma.

  Steini,  þær eru alltaf vel þegnar þessar stökur þínar. 

Jens Guð, 25.10.2007 kl. 17:54

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Erpur er flottur strákur já og vel gefin, karl faðir hans, Eyvindur P. sömuleiðis mjög góður rithöfundur. En svona bara til að móðga ekki gamlan kunningja, þá er "Flissarinn og brosboltinn" Tod Þorvaldsson, ekki Þorsteinsson!

Magnús Geir Guðmundsson, 25.10.2007 kl. 18:54

10 Smámynd: Jens Guð

  Magnús,  takk fyrir að leiðrétta faðerni Þorvaldar Bjarna.  Eyvindur er margverðlaunaður rithöfundur.  Eyvindur gerir töluvert af því að kveða rímur.  Hann gerði plötu með Hilmari Erni Hilmarssyni fyrir nokkrum árum.  Þeir feðgar,  Erpur og Eyvindur,  eru skemmtilega ólíkir í framkomu.  Eyvindur er hægur og lágvær en Erpur ör og hávær.    

Jens Guð, 25.10.2007 kl. 19:14

11 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

sammála Víkverja

Einar Bragi Bragason., 26.10.2007 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband