11.1.2008 | 23:20
Ljósmynd sem segir sögu
Þessi mynd er af 7 milljón króna jeppa sjónvarpspredikarans og -stjórans á Omega. Myndin staðfestir sögusagnir um að sjónvarpspredikarinn telji sig ekki þurfa að taka tillit til fatlaðra ökumanna. Hann leggur hiklaust í bílastæði merkt fötluðum með bros á vör og Jesú í hjarta.
Þessi mynd á eftir að koma upp í hugann þegar fylgst er með predikaranum á skjánum. Hún segir meira en mörg orð. Lýsir svo mörgu.
Ef smellt er á myndina stækkar hún og verður skýrari.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 18.8.2024 kl. 15:54 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
Nýjustu athugasemdir
- Passar hún?: Stefán, Steinn Steinarr klikkar ekki! jensgud 24.1.2025
- Passar hún?: Nýlega sköpuðust miklar umræður hér á þessu bloggi um hunda óme... Stefán 24.1.2025
- Passar hún?: Elskuleg. L 24.1.2025
- Passar hún?: L, takk fyrir skemmtilegt ljóð. jensgud 24.1.2025
- Passar hún?: Í ástarinnar Ômmu er allt í stakasta lagi. Skapaðar að hanna g... L 23.1.2025
- Passar hún?: Stefán, eins og svo oft ber enginn ábyrgð! jensgud 23.1.2025
- Passar hún?: Önnur og verri saga: ,, Litlu leikskólabörnin urðu fárveik af ... Stefán 22.1.2025
- Passar hún?: Jóhann, heldur betur! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Já þessar jólagjafir eru stundum til vandræða......... johanneliasson 22.1.2025
- Passar hún?: Sigurður I B, góð saga! jensgud 22.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 80
- Sl. sólarhring: 113
- Sl. viku: 1206
- Frá upphafi: 4121894
Annað
- Innlit í dag: 62
- Innlit sl. viku: 1003
- Gestir í dag: 55
- IP-tölur í dag: 54
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Nú ert þú þú með ofstæki og ofsóknir og vegur að grundvelli íslenskrar þjóðmenningar og veltir um kennsluborðum kristninnar Jens. Skammastu þín. Meira af þessu því það er víst að það er miklu meira að finna um þennan viðbjóð, sem menn bendla við trú og trúboð.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.1.2008 kl. 23:32
Já gleymdi því að þetta er líka ódrengileg aðför að Kristnum gildum og grundvallarsiðgæði vorrar þjóðar, svo það sé á hreinu. Skamm aftur.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.1.2008 kl. 23:33
Hva ! má hann ekki skulda í bíl eins og aðrir???
Sigríður Svavarsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 23:37
Jón Steinar, ég dauðskammast mín. Bara svo það sé á hreinu.
Sigríður, ertu ekki að meina að hann skuldi sektir fyrir að taka bílastæði frá fötluðum? Hann staðgreiddi bílinn. Hefurðu ekki fylgst með því hvað fjársöfnunin gengur vel hjá Ómega?
Jens Guð, 11.1.2008 kl. 23:47
Meiri parturinn af þessu liði eru loddarar, hættulegir loddarar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.1.2008 kl. 23:52
Já, ef rétt er þá er stæðistakan auðvitað glæpurinn stóri. Fólki er hins vegar frjálst að láta nappa sig til fjárgjafa mín vegna og þessi herramaður má eiga sinn jeppa mín vegna. En fróður ertu þykir mér um hvernig kaup hans fóru nákvæmlega fram!
Hann kannski "predikað" um þau sérstaklega á stöðinni sem "gjöf frá guði" eða eitthvað?
Magnús Geir Guðmundsson, 11.1.2008 kl. 23:54
Reyndar kostar svona bíll engar 7 milljónir.
Markús frá Djúpalæk, 12.1.2008 kl. 00:06
En það ætti að kosta 7 milljónir að leggja í svona stæði án þess að vera fatlaður. Ég hef reyndar lengi haft á tilfinningunni að Omega stjórinn sé það.
Markús frá Djúpalæk, 12.1.2008 kl. 00:07
Nú verður mér til spurnar, öfundar Jensinn bensinn ven minn, bílinn, merkið, eða áhorfið ?
Steingrímur Helgason, 12.1.2008 kl. 00:10
Jenný, nú ertu að grínast. Þetta er heilagt fólk.
Magnús, mikið rétt. Ég þekki manninn. Og hef þekkt í yfir 30 ár. Sá meira að segja um auglýsingar fyrir hann árum saman.
Markús, það er rétt að ég var ónákvæmur. Bíllinn kostaði 6,9 milljónir.
Jens Guð, 12.1.2008 kl. 00:14
Steingrímur, ég samgleðst velgengni sjónvarpspredikarans. Þó að sælir séu fátækir því að þeirra er himnaríki og að erfiðara sé fyrir ríkan mann að komast í himnaríki en fyrir úlfalda að skríða afturábak í gegnum nálarauga þá er það ekki algilt. Það þurfa að vera til undantekningar svo reglan sé sönnuð.
Eins og ég nefni í "kommenti" #10 þá sá ég um auglýsingamál Eiríks á árum áður einmitt til að tryggja honum og hans starfsemi velgengni. Mín gleði gengur út á að mín markaðsráðgjöf skili árangri.
Jens Guð, 12.1.2008 kl. 00:21
Jens, þú mátt ekki gleyma því að í sömu færlsu er bent á að maður sem segist einnig fylgja kennisetningum fátæklingsins Jesú Jósepssonar hafi keypt eins bíl. Sex stafa orð, maður hegðar sér öfugt við þá stefnu sem maður segist fylgja: _ _ _ _ _ _
Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.1.2008 kl. 00:35
Er Eiríkur ekki fatlaður?
Eva Benjamínsdóttir, 12.1.2008 kl. 00:36
Jesus saves - for a Jeep
Pálmi Gunnarsson, 12.1.2008 kl. 00:39
Hjalti, ertu viss um að Jesú sé Jósepsson? Ég hef heimildir um annað.
Eva, sem betur fer er Eiríkur sprækur sem lækur til líkamlegrar heilsu.
Pálmi, vel orðað!
Jens Guð, 12.1.2008 kl. 00:47
Vona að Eiríkur kunni að skammast sín og geri þetta aldrei aftur í lífinu, hann getur gengið He can walk!
Eva Benjamínsdóttir, 12.1.2008 kl. 00:56
Jesú er ekki Jósepson. María var alla tíð mey. Jesú átti samt fjölda bræðra og systra. Skýringin? Jú hér leita kristnir í kóraninn, sem var ritaður 700 árum síðar, en þar segir að Jósef hafi verið ekkill, sem sýndi af sér þá ótrúlegu gæsku að taka að sér ólétta konu, til að bjarga henni frá grýtingu, þótt hann hafi verið afar íþyngdur fyrir sem ekkill með 6-10 börn. Gott að eiga kóraninn að í hallæri.
Það væri fróðlegt að sjá afrek þessara manna á framtalsskránni, svona miðað við hús og bíleignir. Vantrúarmenn gætu komist í feitt, með að grafa aðeins dýpra.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.1.2008 kl. 00:59
Sæll Jens Guð
Enn sem komið er, þá skil ég ekki þessa mynd sem þú sýnir. Ekkert bílnúmer, engin árgerð af bílnum, og mér finnst fatlaðramerkið vægast sagt grunsamlegt.
En þar sem ég tel að þú hljótir að vera maður heiðarlegur og ólyginn, þá hvet ég þig til að birta bílnúmerið á bílnum ásamt því að tilgreina hvar myndin er tekin.
Égskil nú annars ekki hvers vegna myndin er ekki skýrari , þar sem þú tekur sérstaklega fram að með því að smella á myndina þá sjáist allt betur og skýrar.
Vigfús Pálsson, 12.1.2008 kl. 01:02
Eva, hann getur meira að segja gengið á vatni.
Jón Steinar, ég er fáfróður um Jesú þó ég gluggi í mína Biblíu. Þar kemur ekki annað fram en að hann hafi verið eingetinn án þátttöku Jósefs. Samt hefst nýja testamentið á því að forfeður hans eru taldir upp frá og með Jósefi til Abrahams. Einnig mun vera til heimild um tvíburabróðir hans, Tómas. En þessi gömlu rit eru svo sem ónákvæm og full af innbyrðis mótsögnum. Enda mörg hundruð árum eldri en Íslendingasögurnar sem fæstir taka sem nákvæma sagnfræði.
Vigfús, ég er hvorki heiðarlegur né ólyginn. Þvert á móti ef út í það er farið. Myndina tók ég af www.vantru.is. Þó að aðstandendur Vantrúar hafi ruglað bílnúmerið þá kannast ég við það og bílinn. Hann stendur iðulega fyrir utan Grensásveg 8 bakatil.
Jens Guð, 12.1.2008 kl. 01:16
Ég "ruglaði" bílnúmerið áður en myndin fór á vefinn, mér þótti óþarfi að birta bílnúmerið opinberlega. Áður en við birtum myndina á Vantrú staðfestum við að þessi bíll væri skráður á Eirík.
Ef einhver vill staðfesta þetta getur hann haft samband við mig og ég skal senda mynd með órugluðu númeri.
Matthías Ásgeirsson, 12.1.2008 kl. 01:27
Það er langur vegur milli orða og gjörða.
Hafþór H Helgason, 12.1.2008 kl. 01:42
...ruglaður sjónvarpspredikari með ruglað bílnúmer ruglaðist á bílastæði. Hljómar eins og hann sé í ruglinu
Páll Geir Bjarnason, 12.1.2008 kl. 01:45
Satt að segja á ég erfitt með að gera það upp við mig hvor hópurinn er aumkunaverðari, þetta lið á Omega eða þessir guttar í Vantrú. Báðir eru uppfullir af sama ofstækinu og sömu blindu trú á eigin málstað. Vantrú er eins og Þórbergur Þórðarson lýsir hjálpræðishernum, með sitt "vantrúboð" úti á götu að ergja almenna borgara með einhverju sem enginn hefur áhuga á. Hvað er með nafnið á þennan sértrúarsöfnuð? Nú er vanmáttugur maður ekki máttlaus, eru vantrúarmenn þá ekki trúlausir?
Annars er þessi Matthías algjör perla, "mér þótti óþarfi aða birta númerið en ég fékk staðfest að eigandi bílsins er Eiríkur". Var þá bílnúmerið viðkvæmt fyrir birtingu persónuupplýsinga um sjálft sig? Kannski felst trú vantrúarmanna á að virða einkalíf bílnúmera en ekki persóna?
bjarni (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 01:47
Matthías, takk fyrir þetta innlegg. Ég er þér sammála um að það var góð ákvörðun að brengla bílnúmerið. Myndin talar sínu máli betur en mörg orð án þess að bílnúmerið sé auglýst.
Hafþór, það virðist að minnsta kosti mörgum reynast erfitt að samræma orð og gjörðir. Þetta er línudans hjá mörgum og margir skransa á línunni.
Jens Guð, 12.1.2008 kl. 01:52
Flott að sýna þessa hræsnara en því miður mun fólk halda áfram að gefa peninga til manna með smeðjuleg bros, demantshringa bla bla bla og jepplinga fyrir guð
Þið verðið að gæta að því að Eiríkur er svona level 1 guðsmaður og hefur því réttindi samkvæmt því með að leggja í stæði fatlaðra, guð mun launa fötluðum manni sem fær ekki stæði vegna bíls hans; tak staf þinn og gakk in da name of the looorrdd
Furðulegt að Bjarni sjái engan sérstakan mun á Omega og Vantrú... munurinn gæti ekki verið meiri
DoctorE (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 01:59
Af hverju var enginn fatlaður einstaklingur í farþegasætinu þennan örlagaríka dag? Einhver?
Siggi Lee Lewis (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 01:59
Páll, sjóvarpspredikarinn er ekkert ruglaðri en gerist og gengur í þeirri deild. Gott fól sem vill öllum vel. Nema vitaskuld þeim sem ekki styrkja trúboðið, stöðina og aðstandendur hennar. Enda er það fólk sem á ekkert betra skilið en brenna í vítislogum til eilífðar. Þeir hafa sjálfir sagt mér að það sé mjög sársaukafull og erfið lífsreynsla.
Bjarni, ég er ekki talsmaður Vantrúar. Ég er virkur í Ásatrúarfélaginu. En ég kann vel við heimasíðu Vantrúar. Það er alltaf gott að fólk sé með efasemdir og gagnrýnið. Margur góður maðurinn hefði gott af því í hinum ýmsu trúfélögum.
Jens Guð, 12.1.2008 kl. 02:00
Matthías.
Mér finnst vægast sagt ótrúlegt að lesa þessi skrif.
Bílnúmerið er þurrkað út vegna þess að það er óþarfi að birta það opinberlega !!!
Svo er fullyrt að bíllinn sé í eigu Eiríks
Enn sem komið er, ér ég alveg tilbúnn að trúa því að bíllinn er í eigu Eiríks, en hvers vegna er bílnúmerið þurrkað út ???
Er það af manngæsku við Eirík ?
Hvers vegna er fatlaðramerkið skakkt á myndinni ?
Hvers vegna ekki að sýnt hvar myndin er tekin með því að birta meira af myndinni?.
Ég neita að TRÚA því að þetta er EINA MYNDIN af þessum atburði.
Jens Guð. Þú ættir að lesa aðeins betur það sem ég rita. Ég geng út frá því að þú er bæði heiðarlegur og ólyginn.
Það eina sem ég fer fram á, eru sannanir. Að halda því fram að myndin eins og hún er birt sé sönnun, er fjarstæða. Matthíasi eða þér ætti ekki að vera skotaskuld úr því að birta óvéfenganlega mynd á þessum vettvangi. Enn sem komið er, er myndin vægast sagt tortryggileg, en þar sem ég er sannfærður um að þið hafið sannleikann í hávegum, þá fá lesendur á þessum vef að betri myndir mjög fljótlega.
Vigfús Pálsson, 12.1.2008 kl. 02:01
Helvítis bull um einhvern LandCruiser sem leggur í stæði fatlaðra! Hvaða máli skiptir það þó einhver trúaður maður leggi þar??
Var kannski enginn fatlaður um borð? Hvað veit maður um það?????
Siggi Lee Lewis (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 02:04
DoctorE, það er aldrei verulegur skortur á fólki sem er reiðubúið að gefa allar sínar eigur til svona trúfélaga. Þannig telur það sig vera að kaupa aðgang að himnaríki, sem að mér skilst er mikið sælusamfélag. Þar er ekki þverfótað fyrir englum sem fljúga lóðréttir, þrátt fyrir litla vængi, og spila á þriggja strengja hörpur eða blása í þriggja takka lúðra. Ekkert þungarokk á þeim bæ en þeim mun meira af hallelúja-kvaki.
Siggi, það eru engir fatlaðir í Omega. Þeir læknast allir á samkomum hjá Benny Hinn eða hvað þeir heita þessir galdrakarlar.
Jens Guð, 12.1.2008 kl. 02:08
Jens, ég var alls ekki að halda því fram að þú værir einhver málsvari Vantrúar. Mér fannst þetta innlegg Matthíasar bara fáránlegt, að blörra númerið á bílnum en gefa upp nafn eigandans. Eins og að blörra skónúmer meints glæpamanns en birta andlitið, heimilisfang og símanúmer. Hvaða fíflagangur er þetta?
En stend við það sem ég sagði áður, það er í grundvallaratriðum engin munur á þessum öfgahópum, báðir eru sannfærðir um réttmæti eigin trúar og telja sig þurfa að frelsa náungann frá einhverju illu, hvað sem það nú er. Ofstæki er ofstæki og báðar þessar leiðindagruppur eru sekar um ofstæki.
bjarni (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 02:20
Vigfús, þú ert að gera því skóna að myndin sé fölsuð. Er það ekki? Merki fatlaðra er ekki skakkt. Ég hef unnið á auglýsingastofu og sett upp margar merkingar. Merkið er klárlega rétt upp sett miðað við gluggann fyrir ofan.
Ég ítreka að ég er hvorki heiðarlegur né ólyginn. Ég er bæði óheiðarlegur og hraðlyginn. Með tilliti til þess hafa sögur gengið um þennan tiltekna bíl að honum sé lagt hér og þar utan löglegra bílastæða. Ég er ekki bara að tala um bílastæði merkt fötluðum. Þessi mynd kemur heim og saman við það.
Kannski þurfum við yfirlýsingu frá sjónvarpspredikaranum um að hann hafi aldrei séð jeppa, ferðist um á ryðguðu reiðhjóli eða rölti um með þungan trékross á herðum. Málið dautt?
Jens Guð, 12.1.2008 kl. 02:22
Hippókratis, það er einmitt praktískt fyrir fatlaðan ökumann að komast ekki í stæði merkt fötluðum en mæta á samkomu og taka sæng sína og gakk. Alheilbrigður eftir að hafa gefið Omega aleiguna.
Bjarni, ofstæki er vont hvaðan sem það kemur. Efasemdir eru betri og gagnrýnin hugsun ennþá betri.
Jens Guð, 12.1.2008 kl. 02:28
Hann hefur kannski ruglast karlinn, haldið að dekkið á hjólastólnum þarna á þessu merki væri geislabaugur
DoctorE (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 02:38
Jens að lokum, ef hann getur gengið á vatni, hvert eigum við þá að stefna honum til að sannfærast? hið töfrandi Elliðavatn (hugmynd).
Hann á engan rétt né afsökun til að réttlæta þessa ósvífni og leti og verður að biðjast afsökunar. Hann veit ekki að ég er oft með fatlaða vinkonu á Öryrkjabíl
framvegis ætla ég að hafa með myndavél. Sektin er mikil. Og við höfum oft lent í þrasi og leiðindum...hvað halda þessir menn að þeir séu að fíflast með fífl?
Eva Benjamínsdóttir, 12.1.2008 kl. 02:40
DoctorE, svona heilagur og smurður maður þarf bara ekkert á veraldlegum merkingum að halda. Þær eru eitthvað sem mölur og ryð fá grandað en ekki það sem fram vellur úr munni guðsmanna.
Eva, hann getur meira að segja hlaupið á vatni ef út í það er farið. Og skautað á Elliðavatni.
Jens Guð, 12.1.2008 kl. 02:49
En sennilega er þessi bíll innan við 5 milljón kr. virði og mér finnst nú þetta fatlaðra merki duló!
Markús frá Djúpalæk, 12.1.2008 kl. 02:55
Bara að vesaligurinn skauti ekki út í aðra vökog aftengist guði almáttugum
Eva Benjamínsdóttir, 12.1.2008 kl. 03:03
Vottað skal satt & kórrétt að umræddur eigandi skrafskjóðu þessarar er bæði verulega óheiðarlegur & er líka hraðlyginn.
En hann hefur verulega gott skemmtanagildi í leiðinni, sem að ekki ber að vanmeta,
Steingrímur Helgason, 12.1.2008 kl. 03:19
Markús, þú ert bílasali og ég geri ekki ágreining við sérfræðing í bílasölu. Veit ekkert um bíla og þekki ekki rúðupiss frá varadekki. Það er ýmis góður aukabúnaður í bílnum. En þú ert á heimavelli. Ekki ég. Ég nenni ekki að fletta upp á verðskrá bílaumboðsins og held engu til streitu um verðið.
Eva, guðsmaðurinn aftengist ekki þó að hann skauti framhjá einu og öðru.
Jens Guð, 12.1.2008 kl. 03:22
Steingrímur, hann á þá mér sammerkt að vera óheiðarlegur og hraðlyginn. En hefur skemmtanagildið umfram mig. Þar játa ég mig sigraðan.
Jens Guð, 12.1.2008 kl. 03:24
Hippókrates, ég er bara að bulla af fullkomnu ábyrgðarleysi.
Jens Guð, 12.1.2008 kl. 03:27
Rétt er að nefna að þessir menn hafa helstu tekjur sínar af því að hrella og skelfa fatlaða, aldraða og aðra minnihlutahópa og hafa af þeim peninga. Ég sá m.a. um daginn að Eiríkur lofaði ekki einvörðungu himnavist fyrir framlög, heldur einnig margfaldri ávöxtun fjárins á himnum. Ekki slæmt það. En án alls gamans, þá ætti fyrir löngu að vera búið að taka þetta fólk úr umferð fyrir fjásvik og loddaraskap. Pólitíið þarf ekki annað en að setjast með lögmanni fyrir framan tækið einn dag á meðan á þessum nánast stöðugu fjársöfnunum stendur, þá gætu þeir sett þá alla í grjótið.
Þeir eru endalaust að safna fyrir sendum og gerfihnattarrásum fyrir efnið til að endurvarpa um vanþróaðar þjóðir , arabaþjóðir Kína etc, þar sem enginn skilur náttúrlega bofs af þessu. Mér sýnist þetta allt gert í "samvinnu" við ameríska evangelista, sem koma hér til að hjálpa við söfnunina og hnykkja á hótunum um helvítiselda. Það er því rannsóknarefni á öðrum level hvort Omegaskríllinn sé leiksoppur annarra fjársvikamanna, enda gerir einfeldni þeirra það afar trúarlegt. Enginn skyldi segja að Eiríkur og kollegar séu miklar mannvitsbrekkur.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.1.2008 kl. 03:31
Þarna tekur nú félagi minn & ven, Jón Steinar feilbloggerí.
OMEGA hefur nefnilega verið útbreiddasta sjónvarpstöð á Íslandi í mörg ár, þökk sé Thor II, & útbreidd víðar en í Evrópu.
Minnir nú að kaninn þeirra borgir yrir einhverjar rásir í einhverjum asíuhnöttum líka, en heima við, safnar bara hver fyrir sig & sína.,,.
Með ágætum árangri ..
Flottustu Harley mótorhjólin á landinu má sjá fyrir utan Fíladelfíu, á góðvirðisdegi.
Voruð þið vantrúaðir búnir að blogga um það ?
Steingrímur Helgason, 12.1.2008 kl. 03:43
Hippókrates, þú hittir naglann á höfuðið. Á þessum tíma sólarhrings er stemmningin önnur en til að mynda þegar þynnkan að morgni bankar á dyrnar.
Jón Steinar, ég þekki fátækt andlega veikt fólk sem hefur gefið allar sínar eigur til Omega og skyldra safnaða. Jafnvel selt íbúð til að öðlast sæluvist í himnaríki. Dálítið sorglegt þegar það fólk fattar ekki trixið.
Sem unglingur vann ég í Straumsvík. Einn vinnufélagi minn keypti gamla bíla og endurseldi á yfirverði. Verði sem var í engu samræmi við gangverð bílsins. Fyrir honum var þetta leikur og aukapeningur. Slagorð hans var: "Síðasti bjáninn er ekki ennþá fæddur."
Jens Guð, 12.1.2008 kl. 03:46
Ég tek undir það sjónarmið að það er arfavitlasut að blörra bílnúmerið. Er verið að gefa tillitssemi í skyn? Uppgerð og sýndarmennska! Hins vegar finnst mér myndbyrtingin eiga fullan rétt á sér og ber hreinlega að þakka fyrir hana. Margir þessara sjónvarpspredikara lifa í vellistingum praktuglega og narra fé út úr fólki sem síst má við því.
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.1.2008 kl. 03:46
Sæll sveitungi!
Bara af því að þú sagðir: „Það þurfa að vera til undantekningar svo reglan sé sönnuð.“ Þetta er auðvitað fjarstæða og sprottin af því að í ensku er málsháttur, kominn úr latínu, sem svo hljóðar: The exeption proves the rule. Það sem sá ágæti maður flaskaði á sem málsháttinn þýddi var að í þessu tilviki þýðir „proves“ alls ekki „sannar“ heldur „prófar“ þeas „reynir á“(probant á latínunni). Af því leiðir auðvitað að því fleiri undantekningar sem eru frá reglu þeim mun ótrúverðugri verður hún en ekki öfugt ef undantekningarnar sönnuðu eitthvað en reyndu ekki á. Þessi almenni misskilningur er auðvitað rökfræðileg þvæla eins og sést á því að það virkar ekki sérlega skynsamlegt að segja: „NN er hinn besti maður og sérlega dagfarsprúður eins og sést á því að hann lemur konuna sína einstöku sinnum.“
Libbðu svo heill
T
Tobbi (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 08:39
Hippókrates, þér væri alveg óhætt að eiga viðskipti við mig á hvorn veginn sem er. En ef við eigum að halda áfram að munnhöggvast um verðgildi bifreiðarinnar, sem er í sjálfu sér samt aukaatriði í allri þessarri umræðu langar mig að færa rök fyrir þessarri tölu sem ég nefndi. Ef við lítum á verðlista Toyota og gefum okkur að þetta sé dýrasta gerð af LandCruiser 120 sem er þá VX með bensínvél. Þannig bíll kostar NÝR í umboðinu 6.350.000 Kr. Þessi bíll er klárlega ekki nýr þar sem á honum er gulur skoðunarmiði. Hann er því í yngsta lagi árgerð 2005. Utanfrá virðist þessi bíll ekki hlaðinn neinum aukabúnaði þannig að hann kostar ekki mikið meira en þetta sem ég nefndi. Ef við reiknum nú bílinn niður fremur mildilega frá þessu verði um eitt ár þá verður verðgildið ca 5,5 milljónir. Síðan er hægt að reikna verðið niður um 1% á mánuði frá janúar 2006 til að fá rétt verðgildi.
Markús frá Djúpalæk, 12.1.2008 kl. 10:53
Jens, það er pottþétt til góð ástæða fyrir því að þessi bíll sé í þessu stæði. Af hverju má Eiríkur ekki leggja þarna? Af hverju var hann ekki með fatlaðan einstakling í farþegasætinu? Hvernig vita menn alla sögu myndarinnar?
Eins og bloggið þitt er nú mikil snilld, finnst mér þetta nú frekar dapur bloggfærsla elsku karlinn minn...Kannski er svona lítið að gerast í þjóðfélaginu...
Siggi Lee Lewis (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 11:35
Ef myndin er stækkuð vel upp þá má vel sjá að þetta merki ekki af upprunalegri mynd, svo sést það líka ánþess að stækka hana upp, ef þetta merki hefði verið sett upp á þennann vegg, þá hefur sá sem setti það upp ekki verið með hallarmál eða fullur, því ef þú berð efra horn og neðra horn á merkinu við útlínuna á veggnum, þá er það verulega skakkt miðað við vegginn, lengi lifi Lúkas !
Sævar Einarsson, 12.1.2008 kl. 12:41
Dagsetning á mynd 01/09/2008
já, tíminn líður aldeilis hratt :o)
Margrét Hrönn Þrastardóttir, 12.1.2008 kl. 13:11
Hvað er að þessari dagsetningu Margrét... ekkert nema að hún er ekki á okkar format
Það er létt að laga þetta fyrir þig: 09/01/2008
Vona að þú sjáir þetta hjá mér áður en þú gefur Eirík pening ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 13:28
Þetta P-merki er dálítið vafasamt. Það passar við gluggann að ofan en ekki vegginn við hliðina. Hinsvegar er það alveg hornrétt við myndina sjálfa og gæti því alveg hafa verið sett inn eftir á. Núna þyrfti sá sem tók þessa mynd að koma með aðra af sama stæði sem sýnir að merkið sé í alvöru í svona afstöðu við bæði gluggann og vegginn.
Sjónvarpsprédikarar eru að mörgu leyti vafasamar kindur og eru eflaust bæði til góðir og slæmir. Hinsvegar verður að passa vel upp að fara vel með og nota ekki vafasamar heimildir.
Margrét Birna Auðunsdóttir, 12.1.2008 kl. 14:17
Ok spyrjum Matta: Er þetta fölsuð mynd?
Ég trúi varla að þeir falsi svona, hvernig ætti það að hjálpa málstaðnum...
DoctorE (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 14:31
Það er reyndar engu líkara en að það hafi verið "brush-að" í kringum merkið ef maður rýnir í þetta. Nú verða menn að sanna sitt mál!
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.1.2008 kl. 14:33
Hættið nú þessu bulli þið sem leitið hér mest sannleikans, hvernig væri til dæmis að fara bara á staðin og gá?
Man ekki betur en stæðið sé staðsett í færsluni eða í einhverri athugasendinni?
En ef ekki, þá hlýtur nú einhver að kannast við þetta!
Magnús Geir Guðmundsson, 12.1.2008 kl. 15:04
Maðurinn er breyskur. Sammála að verstir séu falsspámennirnir sem þykjast vera betri en aðrir og taka sér þann rétt að tala í nafni Guðs.
Calvín, 12.1.2008 kl. 15:06
Niðurstaða:
1. Arkitektinn Beinlínis hefur ekki teiknað þetta hús.
2. Sjónvarpspredikarinn ekur um á bíl með blörruðu bílnúmeri og parkerar þar sem honum sýnist.
3. Sjónvarpspredikarinn fer beinlínis til Helvítis og svolgrar þar tvöfaldan vodka í kóki ásamt allsberum meyjum úr Skagafirði.
Ökumenn Íslandspósts halda þeim uppi selskap, því ég hef séð þá parkera í bílastæði fatlaðra við Kringluna og Eiðistorg. Þeir sem hafa leyfi til að leggja í slík stæði eiga að vera með P-merki fatlaðra á bílnum.
Steini Briem (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 16:43
Að sjálfsögðu er myndin ekki fölsuð. Á eftir skal ég setja fleiri myndir teknar á sama tíma í athugasemd á Vantrú.
Varðandi það að hylja bílnúmerið. Ef þú hefur númer bifreiðar getur þú fengið allskonar upplýsingar um það, ég hef því hingað til litið á bílnúmer sem einkamál. Þannig hef ég t.d. stundum hulið númerið á mínum bíl þegar ég hef birt mynd af honum á vefnum.
Vel má vera að þetta sé bölvuð vitleysa í mér. Ef ég hefði birt mynd af heimili Eiríks hefði ég ekki gefið upp heimilsfang og ef ég hefði verið að vitna í símtal hefði ég ekki gefið upp símanúmer hans. Jafnvel þó þessar upplýsingar séu opinberar.
Menn sem gefa í skyn að þessi mynd sé fölsuð eru varla með réttu ráði. Af hverju í ósköpunum ættum við að falsa svona mynd? Af nógu er að taka og engin ástæða fyrir Vantrú að skálda upp efni til að skrifa um.
Matthías Ásgeirsson, 12.1.2008 kl. 17:36
Ein ágæt pæling, fólk er tilbúið að trúa öllu í gamalli bók sem óþekktir fornmenn skrifuðu en efast svo um heiðarleika Matthíasar :)
Aldrei efast trúaðir um bókina sína... er þetta ekki fyndið :)
DoctorE (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 17:55
Hér eru fleiri myndir.
Matthías Ásgeirsson, 12.1.2008 kl. 18:05
Ef menn eru í vafa er alltaf hægt að fá sér bíltúr niður í Bolholt 6, ég held þeir séu þar til húsa.
Theódór Norðkvist, 12.1.2008 kl. 18:15
Nei, stæðið er á Grensásvegi 8, bakatil.
Jens Guð, 12.1.2008 kl. 18:44
Siggi Lee, Umferðarstofa og fleiri eru stöðugt að vekja athygli á því að þeir einir megi leggja í bílastæði fatlaðra sem hafa til þess tiltekna merkingu í framrúðu bílsins. Menn kannast ekki við þannig merki í bíl sjónvarpspredikarans. Enda er hann við góða líkamlega heilsu.
Ég kannast við að ófatlaður bílstjóri með fatlaðan farþega hafi laumast inn á bílastæði merkt fötluðum. Þar hefur þeim fatlaða verið hjálpað út úr bílnum en bílstjórinn jafnóðum flýtt sér við að rýma bílastæði fatlaðra og fundið bíl sínum stað á löglegu stæði áður en þeim fatlaða er hjálpað sinna erinda.
DoctorE, þetta er góður punktur hjá þér. Ekki síst vegna þess að menn teygja sig töluvert langt í hugmyndaflugi og afneitun til að "sanna" að merki fatlaðra sé "feikað" inn á myndina. Samt þekkja margir til bílastæðanna við Grensásveg 8 og kannast við merkinguna. Fyrir utan að auðvelt er að renna þangað, glápa vantrúaður á merkið eins og það eigi ekki að vera þarna og henda í leiðinni 50 þúsund króna styrk til Ómega til að tryggja sér aðgöngumiða að himnaríki. Dýrara er það nú ekki. Nema menn vilji forsetasvítuna þar. Hún kostar meira.
Jens Guð, 12.1.2008 kl. 19:03
Já, þeir eru komnir á Grensásveginn, sá það í símaskrá, voru reyndar áður í Bolholti. Ef mér skjátlast ekki er það gamla húsnæði Orðs lífsins.
Theódór Norðkvist, 12.1.2008 kl. 19:25
þeir sem gefið hafa til Omega ættu að gleðjast nú þegar þeir sjá að einhver er virkilega að njóta peninganna.!!!!
Ei-rikur stendur ekki undir nafni og fer ekki eftir eigin boðskap enda gera þeir það fæstir sem þykjast vera ofsatrúar. Þeir vilja bara að allir aðrir geri það og þeir eru tilbúnir að taka við gjöfunum fyrir hönd Guðs.
Halla Rut , 12.1.2008 kl. 20:17
Úff :S
Ragga (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 20:57
Já það fólk sem gefur þeim peninga og fær loforð um bætt líf, hús, bíl + ticket to heaven ætti að gleðjast yfir því að Eiki er á bílnum og í húsinu að lifa lífinu sem hann lofaði þeim, guð getur ekki gefið Eika og Omega peninga beint aðeins beint á ská í gegnum aðra, aðalástæðan fyrir þessu er að guð er ekki til, ef hann væri virkilega til þá myndi hann gefa skít í félagsskap eins og Omega og einnig í alla þá sem telja sig getað borgað sig inn í himnaríki og eða styjða við svona starfssemi...
Er ekki magnað hversu vitlausan og forneskjulegan trúaðir gera guð sinn, þarfir hans eru að engu ólíkar þörfum tilbúinnar veru þar sem Britney Spears er blandað saman við galdralækni úr frumskógum amason
DoctorE (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 21:03
tek undir með Höllu...
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.1.2008 kl. 21:09
Komið þið sæl !
Jens ! Þörf hugvekja; hjá þér. Það eru einmitt svona helvítis hræsnarar, eins og Omega hyskið, sem kemur óorði á kristindóminn.
Hvar ertu núna; stórvinur minn, Jón Valur ??????????????????????????????????
Mbk., sem ætíð / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 21:28
Var Britney spíran að sýna á sér píkuna í Omega? Hins vegar merkir norræna nafnið Eiríkur trúlega "alltaf voldugur" eða "mjög voldugur" og sænskar myndir þess eru til dæmis Erik og Jerker.
Steini Briem (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 21:37
tja, hún er mörg fötlunin
Brjánn Guðjónsson, 12.1.2008 kl. 22:01
"Lúkas" einhver? " voff voff..ok smá grín
Best að hringja bara í Eirík og fá þetta hreint. Er kannski einhver þegar búin að því..et tu Jens ekki Guð!!!
Linda, 12.1.2008 kl. 22:03
Komið þið sæl, að nýju !
Linda mín ! Þú hlýtur; að sjá í gegnum sóðaskap þessa mykjuhaugs, sem Eiríkur þessi, stendur fyrir. Ítreka enn, þakkir mínar, sem annarra, til Jens Guð(s), að vekja máls á þessum déskota.
Mbk., sem oftar / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 22:16
Bílastæði fyrir fatlaða eru fyrir fatlaða, punktur. Hinsvegar fyrir þá sem ekki vita þá var Eiríkur í aðgerð að mig minnir í Nóvember eða Des einhver mikil aðgerð, hann gæti hafa haft límmiða til að leggja þar sakir þess, ef þetta reynist vera hans bíll. En, hvað sem því líður þá er þetta mál sem óþefur lekur af og minnir einna helst á Lúkasar málið. Talið við Eirík áður en lengra er haldið.
Linda, 12.1.2008 kl. 22:27
Linda mín. Please ekki segja mér að þér finnist í lagi hvernig Omega hefur í gegn um tíðina platað peninga út úr fávísu fólki með því að lofa því syndaraflausn? Stöð2 kom sýndi fyrir nokkrum árum hvernig þeir létu renna texta stanslaus yfir skjáinn hjá sér sem bauð fyrirgefningu allra synda og öruggt himnaríki gegn því að fólk borgaði inna tiltekinn bankareikning.
Halla Rut , 12.1.2008 kl. 23:16
Linda, það var enginn miði í bílnum sem veitir aðgang að stæði fatlaðra. Umræðan um þetta hefur verið tekin upp í fjölmiðlum í dag, bæði útvarpi og visir.is. Sjónvarpspredikarinn liggur áreiðanlega undir feldi og á eftir að koma seint og síðar meir með yfirlýsingu að hætti Árna M. Mathiesen og bandarískra sjónvarpspredikara sem staðnir hafa verið að alvarlegri hrösun. Það er til að mynda alltaf hægt að kenna hinum fallna engli, Satani, um lævísleg brögð.
Jens Guð, 12.1.2008 kl. 23:31
Ég sé fyrir mér auglýsingu stöðvar 2...
(Gasp) = Þegar Bjöggi dregur andann á milli setninga
Misstu ekki af stöð 2 í febrúar(Gasp) við sýnum extreme makeover home edition(Gasp) og svo extreme makeover(Gasp) og svo amazing race...(Gasp) allt þetta fyrir x á mánuði(Gasp) og í kaupbæti færðu eilíft líf(Gasp)(Gasp)
Stöð 2(Gasp) besta dagskráin er á stöð 2(Gasp)(Gasp)
DoctorE (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 23:59
Það er stanslaust verið að sníkja peninga á Omega og alið á því að fólk sem hefur fengið "blessun" eigi að gefa til stöðvarinnar og svo auðvitað líka það fólk sem hefur ekki fengið "blessun". Það er meira að segja talað um að fólk sem hefur "frelsast" undan fíkn eigi nú að fara að gefa peninga í guðsríkið af því að nú sé það ekki lengur í fíkniefnum og hafi meiri peninga til umráða Forkólfar Omega hafa sagt það að þeir lifi bara á sínum launum fyrir vinnu sem þeir stunda fyrir utan Omega og veit ég ekki hvað er satt í því en varla vinna þeir myrkranna á milli þar sem þeir eru svo oft á stöðinni. Það væri athugandi hvort sjónvarpsstöðin sem slík ætti skráðar eignir, eins og bíla sem dæmi, sem forkólfarnir fái afnot af sem sendibíla þegar þeir eru að fara með söfnunarféð í bankann og skreppa út að borða og svoleiðis eða bara rúnta með fjölskylduna.
Mér finnst þessi starfsemi ein svikamylla og finnst það til skammar að stjórnvöld geri ekkert til að stoppa þetta. Ég veit að félög sem starfa að geðverndarmálum hafa lent í miklu basli með þessa fjárplógstarfsemi, þegar skjólstæðingar þeirra hafa verið plataðir til að gefa þessa litlu hýru sem þeir fá. Það hikar enginn hjá Omega að taka fé af öreigum og mjög veiku fólki með einhverjum gylliboðum byggðum á svokölluðu guðsorði. Það bara eitt og sér er ljótara en orð fá að lýsa.
Þetta er bara viðbjóður.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 13.1.2008 kl. 02:47
Það sem ég er að segja Halla mín er þetta við skulum bíða átekta, ég er viss um að allt mun líta dagsins ljós. Engin er neyddur til að gefa peninga til Omega heldur gerir fólk slíkt sjálf viljugt, ég hef ekki séð þá segja að fólki komist til himna með því að greiða til Omega, þannig að ég get ekki dæmt um slíkt, ég á mína uppáhalds predikara þarna og aðra horfi ég ekki á, velmegunar boðskapurinn t.d. fer rosalega fyrir hjartað á mér.
Jens "ekki Guð" Það má vel vera að ekki séu til límmiðar, það hinsvegar dregur ekki úr því að maðurinn var í aðgerð á sínum tíma sem gæti útskýrt þörfina fyrir að leggja inn á bílastæði fatlaða hvorki ég, þú eða neinn annar hér inni veit nákvæmlega hvað skeði þarna á þessum deigi og því erum við í raun ekki dómbær eða réttlát í þessu tilfelli, hvað þá er varðar Matta og persónu njósnir sem varða við lög býst ég við.
Það er ekkert réttlátt hér í þessari umræðu og ég vona svo sannarlega að enginn ykkar þurfi að sitja undir svona dómi eins og hér kemur fram. Óháð því hver mín afstaða er til Eiríks þá blöskrar mér þessi framkoma og hún er engum sæmandi.
Þó viðurkenni ég fúslega að bíllinn veldur mér hugarangri, ég vona svo sannarlega að það sé útskýring á þessu, svona á ekki að fara með peninga fólks og slíkt tek ég aldrei undirég býð átekta..
Linda, 13.1.2008 kl. 03:42
Þetta er nú verulega sorglegt - það er og verður alltaf til fólk sem siglir undir fölsku flaggi. Eiríkur og aðrir Omegastjórar virðast setja upp flagg Guðs á skútuna sína en ættu að flagga flaggi Mammons miðað við hvernig þeir haga sér. ...
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.1.2008 kl. 08:20
Hann er náttúrulega andlega fatlaður, þannig séð.
Lind (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 09:50
Já og þá má hann alveg leggja þarna (verandi andlega fatlaður). Þið hafið því öll haft rangt f. ykkur!
Ari (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 11:58
Óskaplega er ég nú orðinn þreyttur á þessari lygi með "meyfæðinguna", mér finnst ennþá skrýtnara að fólk skuli trúa þessu kjaftæði, í biblíunni er talað um Jesú af ætt Davíðs, það er hvergi staf um það að finna í biblíunni að María hafi verið af ætt Davíðs en Jósep var það víst. Svo í sambandi við bílastæði fatlaðra: Þau eru ætluð fyrir þá sem eru líkamlega fatlaðir, það eru önnur úrræði fyrir þá sem eru andlega fatlaðir.
Jóhann Elíasson, 13.1.2008 kl. 13:57
Linda það skiptir engu í hvaða ástandi Eiríkur var á þessum tíma, hann hefur ekki rétt til að leggja í stæði fyrir fatlaða nema var líkamlega fatlaður og þu færð ekkert merki um líkamlega fötlun eftir aðgerð?
Benna, 13.1.2008 kl. 14:34
Þar sem ég bý í dag hef ég ekki aðgang að Omega. En þegar ég gat kíkt á þá merku stöð gerði ég það reglulega til að bæta mitt geð. Það er algjör brandari að horfa upp á þessa loddara og það merkilegasta er að það eru alltaf einhverjir kjánar sem trúa þeim og láta þá plata út úr sér peninga til að þeir geti lifað sínu kóngalífi á endalausum sníkjum.
Gísli Sigurðsson, 13.1.2008 kl. 14:51
Sóðlegt. Hann hefur sífellt talað um að fjármagnið nægji rétt til að framfleyta örfáum einstaklingum sem hafa helgað vinnu sinni algerlega Omega. En það sé aðeins til að þeir geti haldið sér tileinkuðum stöðinni allar stundir.
Hreint út sagt sóðalegt
Jakob (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 15:01
Benna, ég búin að segja það annar staðar hér inni, að leggja í stæði fatlaða væri ekki við hæfi..!!! En við vitum samt ekki neitt um þetta nema það sem menn sem stunda persónu njósnir hafa sett hér inn. Andaðu rólega.
Linda, 13.1.2008 kl. 15:17
Komið þið sæl, að nýju !
Linda, og annað einlægt kristið fólk ! Ómega er pestarbæli síngirni og hræsni, meðfram öðrum óþokkaskap. Hinum Hvíta- Kristi mesti greiði gerður, og hans kenningu allri, með lokun þessarrar illu stöðvar.
Mbk., sem ætíð / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 15:40
Linda segir að Eiríkur sé nýlega kominn úr mikilli aðgerð.
Hvernig má það vera að maður sem flytur Benny Hinn til Íslands, en Benni þessi Hinn ku lækna blindu, lömun, krabbamein og jafnvel allar heimsins pestir, þarf að leita til lækna og fara í aðgerð? Stutt er síðan Eiríkur flutti hér inn svertingja nokkurn, sem var jafnvel enn öflugri en áðurnefndur Hinn.
Sé það rétt hjá Lindu að Eiríkur þurfi á veraldlegum læknum að halda, eru þá Benny Hinn og surturinn bara loddarar?
Maður spyr sig.
Hjalti Garðarsson, 13.1.2008 kl. 15:49
Hafið hugfast, Íllt umtal er betra en ekkert!
Magnús Geir Guðmundsson, 13.1.2008 kl. 16:03
Hjalti alveg eins og næsti maður, læknar eru blessun líka. Benny Hinn er eitthvað allt annnað..euwwww..
Linda, 13.1.2008 kl. 17:23
Var það ekki Janis Joplin sem söng O lord won't you buy me a mercedes bens?
Kolgrima, 13.1.2008 kl. 17:40
Sæll Jens
Getur verið að einhver sé að draga rangar ályktanir vegna þessa?
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 13.1.2008 kl. 18:13
Góður Hjalti.
Halla Rut , 13.1.2008 kl. 19:00
Það er mjög gott að það skuli vera umræða um þessa sjónvarpsstöð og þá peningahyggju sem þar ræður ríkjum.
Ég bið þess samt að umræðan verði ekki dregin niður í ræsið.
Það er full ástæða fyrir efnahagsbrotadeildina að fara að rannsaka þessa sjónvarpsstöð.
Theódór Norðkvist, 13.1.2008 kl. 19:46
Svo vilja sumir auðvitað meina að þeir á Omega séu andlega fatlaðir og hafi því fullan rétt á að leggja svona.
Púkinn, 13.1.2008 kl. 19:53
ójú, hin ómótstæðilega bomba Janis Joplin söng óð ungu stúlkunnar til guðs að gefa sér Mercedes Bens, litasjónvarp og fleira til!
Magnús Geir Guðmundsson, 13.1.2008 kl. 21:09
Hjalti er að rugla saman Bennum, Það var Benny Hill sem læknaði halta, skakka og skælda. Það var hinn Benninn, Benny Hinn sem hljóp á eftir alsberum kellingum, eða var eltur af alsberum kellingum. Þeir sem ekki eru skakkir og skældir eiga sér þann draum að vera eltir af alsberum kellingum, þeir tilbiðja þennan Benny Hinn, hinir geta bara haldið áfram að vera skakkir og skældir.
bjarni (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 02:42
Nei, þú ert að ruggla Bennunum saman Bjarni. Það var alveg öfugt, Hinn segist lækna en Hill elti berar konur. Ja nema Hinn geri það líka, bara ekki í sjónvarpinu. Annars eru þeir báðir skemmtiefni
Arnold (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 10:48
Tek undir með Vigfúsi að myndin er grunsamleg. Þar á ég við skýrleika merkisins m.v. birtuskilyrði. Þetta er kannski eitt af þessum velupplýstu merkjum.
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 11:25
Guðmundur, það er gott þegar fólk er tortryggið og gagnrýnið. Gleypir ekki við öllu hráu. Betur færi að fólk hlustaði á boðskap Ómega í þeim stellingum.
Allt sem þér og Vigfúsi þykir grunsamlegt við þessa mynd er auðveldara að sannreyna en mörg þúsund ára gamlar þjóðsögur gyðinga. Það eina sem þarf að gera er að renna á Grensdásveg 8 og skoða þetta vel merkta bílastæði í bílastæðunum bakatil.
Jens Guð, 14.1.2008 kl. 11:39
Þess má geta að það er búið að gera marga rannsóknarþætti um Benny Hinn, m.a. af sjónvarpsstöðinni CBS. Sagt er að starfslið hans handvelji "sjúklinga" til að koma upp á svið og passar að velja örugglega heilbrigt fólk (a.m.k. líkamlega.)
Sýnt er þegar hann lýsir því yfir að ekki sent af gjöfum til starfsins renni til hans persónulega, en síðan bent á glæsivillu hans við sjávarsíðuna, þar sem fasteignaverð er hvað hæst, einkaþotu hans og þá staðreynd að hann gistir á dýrustu hótelunum í hverri borg sem hann kemur til að lækna hina sjúku og ógæfusömu.
Theódór Norðkvist, 14.1.2008 kl. 11:42
Í athugasend 59 frá 12, var ég nú búin að segja "hinum vantrúuðu" að hunskast bara og skoða sjálft og sannfærast. En það fólk er grenilega enn í letigírnum eða getur ekki, hefur ekki getað, sent einhvern á staðin fyrir sig!?
Meiri langavitleysan!
Magnús Geir Guðmundsson, 15.1.2008 kl. 16:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.