Sunnudagsbros

  Dýralæknir var kallaður á heimili gamallar konu sem bjó í stórri blokk á höfuðborgarsvæðinu.  Kisan hennar var veik.  Læknirinn fann strax út að kisan var kettlingafull.  "Það getur ekki verið,"  mótmælti gamla konan.  "Kisan er alltaf hér inni.  Hún fær bara að fara út á svalir þar sem ég fylgist með henni.  Hún hefur nákvæmlega ekkert samneyti við ketti."

  En læknirinn var viss í sinni sök,  án þess að reyna frekar að leysa gátuna.

  Á leið sinni út kemur hann auga á kisa sem sefur makindalega í forstofunni.  Læknirinn kallar á konuna, bendir á köttinn og segir:  "Hér er ástæðan fyrir því að kisan er kettlingafull." 

  Konan gapti af undrun og hreytti hneyksluð út úr sér:  "Ertu eitthvað verri?  Þetta er bróðir hennar!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn Hafliðason

Steinn Hafliðason, 9.3.2008 kl. 16:59

2 Smámynd: Dísa Dóra

Dísa Dóra, 9.3.2008 kl. 17:02

3 Smámynd: Ragnheiður

hehehe blessað sakleysið

Ragnheiður , 9.3.2008 kl. 17:03

4 identicon

Er hægt að verða sér út um einn sifjaspells kettlinginn? ( greindarskertan kannski vegna innræktunar... kemur þó ekki að sök f. kattaeigandann) 

Ari (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 19:15

5 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 9.3.2008 kl. 19:17

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Kitty 4Góður þessi,bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.3.2008 kl. 19:35

7 identicon

Þetta er sannkölluð fjöl-skylda.

Steini Briem (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.