Aldeilis furðulegt nudd

  Ég hef aldrei farið í nudd.  En í morgun var ég sendur í sjúkranudd.  Reyna átti að nudda bólgu úr fæti á mér.  Ég hafði tilteknar hugmyndir um það hvernig nudd færi fram.  Taldi mig ráma í að hafa séð nudd í bíómyndum.  Hugmyndir mínar reyndust heldur betur á skjön við raunveruleikann.

  Ég var látinn leggjast á bekk.  Þétt upp við bólgna fótinn á mér var lagt eitthvað sem líktist kökudunk eða MaCintosh konfekt dós.  Var samt ekki eins skrautlegt á litinn.  Þessi dunkur var tengdur kassa svipuðum á stærð og nettum ísskápi.  Nuddarinn ýtti á takka,  settist síðan niður og fór að skrifa eitthvað á blað.  Ég hef grun um að hann hafi verið að yrkja ljóð. 

  Ekkert annað gerðist.  Ég benti nuddaranum á að ekkert væri að gerast.  Hann svaraði:  "Þannig á það að vera. Geislar tækisins eru að vinna langt inni í fætinum.  En þú finnur það ekki."   

  Þetta þótti mér ekki sannfærandi.  Þó rengi ég manninn ekki.  En að liggja í hálftíma eða eitthvað án þess að finna að maður sé í sjúkranuddi þykir mér klént.  Hönnuðir tækisins hafa greinilega meira vit á öðru en sálfræði. 

  Ef svona tæki á að virka sannfærandi þarf það að gefa frá sér ýmis hljóð,  aðallega píphljóð.  Einnig ætti það að senda frá sér hita og jafnvel titra örlítið af og til.  Þá fengi maður á tilfinninguna að það væri að gera eitthvað af viti.

  Eftir "nuddið" fann ég engan mun á fætinum.  "Nuddarinn" sagði það vera alveg eins og það ætti að vera.  Þetta væri fyrsti tíminn og ég ætti ekki að finna neinn mun eftir hann.  Svo rukkaði hann mig um tæpan 5000 kall og bókaði mig í næsta tíma. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Glatað Nudd

Ómar Ingi, 3.4.2008 kl. 23:03

2 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Ég er alveg hætt að hafa trú á sjúkranuddi, þú ættir að prófa kínverskt nudd. Sem minnir mig á það, ég þarf að panta tíma hjá þeim...

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 3.4.2008 kl. 23:08

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hmm thai traditional nudd, mæli með því.

Óskar Þorkelsson, 3.4.2008 kl. 23:18

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég skrifa þennann brandara út og ramma inn og set á vegginn hjá mér! hehehehe....

Óskar Arnórsson, 3.4.2008 kl. 23:19

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Kinverkst og Thai nudd er alvöru nudd...sá sem bjó til tækið sem þú varst "Nuddaður" með heitir líklegast Alexander Markús og er prófessor í Skammtafræði (Kvantfyseologi) Hann segist sjálfur, á furðulegasta fyrirlestri sem ég hef farið á, vera frá annari plánetu...gogglaðu honum bara upp og fyndu myndina af tækinu....April Fools Guffaw

Óskar Arnórsson, 3.4.2008 kl. 23:25

7 Smámynd: Jóhann Birgir Þorsteinsson

Við óskum þér góða batta og vonadi lagast þetta fljót  og góða fer út :) ps mast kanski eftir þessu hannda mer :) kveða jói og sissa :)

Jóhann Birgir Þorsteinsson, 3.4.2008 kl. 23:27

8 Smámynd: Jens Guð

  Ómar,  ég varð fyrir vonbrigðum með þetta "nudd".  Ég hélt að einhver manneskja myndi nudda bólguna með varfærnum höndum,  þreyfa á aumum svæðum og finna með fingurgómum hvernig best væri að hrekja bólguna á brott.

  Þuríður,  þú virðist hafa reynslu.  Þetta var hinsvegar minn fyrsti tími þannig að ég hef ekki samanburð við neitt.

  Óskar Arnórsson,  ertu að meina að þarna sé hugsanlega eitthvað plat í gangi?  Þetta er hjá nuddstofu sem heitir svo virðulegu nafni sem Sjúkraþjálfun Reykjavíkur.

  Óskar Þorkelsson,  ég hafði ekki um margt að velja.   Læknirinn á Borgarspítala spurði mig hvort ég vildi sækja sjúkranudd í vesturbænum (þar sem ég bý) eða 108.  Ég valdi vesturbæinn.  Vissi ég þá ekki fyrr en læknirinn lagði í hendur mér umslag merkt Sjúkraþjálfun Reykjavíkur,  Héðinshúsi.  Hann sagði að í umslaginu væri beiðni um sjúkranudd.  Ég kunni ekki við að gægjast í umslagið.  Enda var það límt aftur.

Jens Guð, 3.4.2008 kl. 23:28

9 Smámynd: Jens Guð

  Óskar Arnórsson,  ég setti nafnið Alexander Markús í gúgl-leit og fékk upp næstum 3 milljónir síðna.  Gaurinn virðist eiga ótal nafna út um allan heim.  Ég fann ekki þennan sænska í fljótu bragði.  Hinsvegar er "nuddarinn" sem sjúkra"nuddaði" mig sennilega sænskur.  Hann byrjaði á að ávarpa mig á skandinavísku (ég þekki ekki í sundur sænsku,  norsku eða dönsku) og kynnti sig með skandinavísku nafni sem ég gleymdi strax (minnir að fyrra nafnið sé Kent).  Ég svaraði honum á ensku og sagðist ekki kunna skandinavísku.  Eftir það talaði hann bara á ensku.

  Jói minn,  ég er ekki búinn að gleyma ykkur.  Takk fyrir góða kveðju.

  Korton,  ég óttaðist reyndar að sjúkranuddið yrði sársaukafullt.  Þannig að í aðra röndina varð ég feginn að uppgötva að nuddið var sársaukalaust.  En jafn furðulegt engu að síður.

Jens Guð, 3.4.2008 kl. 23:47

10 identicon

Nægir ekki að nudda í'onum,
með nýju og dýru tækjonum,
hann gervisuð úr griðkonum,
og geislavirkni vill í eistonum.

Steini Briem (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 23:50

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

Bíddu, ætla að finna vefsíðuna hans..en hún er á sænsku. Eitt tækið sem hann fann upp kóperar lían þína þegar þú ert í besta mögulega formi og í góðu skaði, svo færðu flensu eða niðurgang eða bara eitthvað, seturi bara tvo víra á puttana  og kóperar góða skapið og góðu heilsuna til baka.  Annars er vísindakirkjan með svona líkt tæki sem hreinsar neikvæðar hugsanir. Ég prófaði þetta undratæki ú Svíþjóð, og er jafn neikvæður samt sem áðir, þeir vildu fá mig í fleyri tíma og höfðu vísindalegar skýringar á þessu öllu saman..ég fór ekki aftur, enda kostaði þetta einhver ósköp og þeir lintu ekki látum fyrr en ég keypi bók af þeim líka. Hringdu bara í Maattías hjá Laandlækni og spurðu um þetta tæki...hljómar eins og tómt rugl...en ég goggla soldið..

Óskar Arnórsson, 4.4.2008 kl. 00:53

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

http://www.celesteinst.se/eng/clinic.asp  .... Fann þessa slóð á ensku. Kíktu á þetta bara. þarna er heilanuddtæki og virðuleg mótaka  eins og að koma inn í banka. .... láttu bara löppina fyrir framan tölvuskeminn þinn, og þú færð ábygglega það sama út úr því. Tölvuskermur sendir frá  sér segulsvið en sjálsagt mjög hollt...svo er það ódýrara.....

Óskar Arnórsson, 4.4.2008 kl. 01:06

13 identicon

Því miður. Heyrist ekkert, titrar ekkert, finnst ekkert og virkar ekkert.

Hef nokkuð oft "verið send" til sjúkraþjálfara. Ekkert unnist með því nema þeir hafa sumir verið rosalega skemmtilegir og með góðan húmör. Það er auðvitað ekki svo lítið. Maður hlær í sig smá endorfín og líður öllu skár.

Lokuð, límd og þessvegna innsigluð bréf hefurðu fullt leyfi til að opna og lesa, sé það um þig sjálfan! Maður er svo andsk... undirgefinn einstaka sinnum.

Beturvitringur (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 01:19

14 Smámynd: Jens Guð

  Óskar Arnórsson,  þú ert búinn að gera mig tortrygginn út í sjúkra"nuddið" sem ég fékk.  Ég ætla að hringja í Landlæknisembættið á morgun og spyrja út í þetta.  Það er bara af hinu góða að vera á varðbergi.  Þessi sölusíða sem þú vísar á hringir viðvörunarbjöllum.

Jens Guð, 4.4.2008 kl. 01:21

15 identicon

til mótvægis þá er hér einmitt dæmi um síðu sem hringir engum viðvörunarbjöllum ;)

http://www.bathmate.is/

ari (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 01:27

16 Smámynd: Jens Guð

  Beturvitringur,  ertu að gefa í skyn að verið sé að plata mann?  Ég hef alveg trú á því að þegar nuddari nuddar aum og bólgin svæði þá geti það gert gott.  Það hafi eitthvað að gera með blóðflæði,  eitthvað sem mýki vöðvafestingar og svo framvegis.  En,  já,  þetta tæki sem ég kann engin skil á var framandi og ekki sannfærandi.  Samt.  Á maður ekki að treysta því að sérfræðingarnir viti hvað þeir eru að gera.  Eða...?

Jens Guð, 4.4.2008 kl. 01:31

17 Smámynd: Jens Guð

  Ari,  ja,  hérna.  Ætli séu virkilega til menn sem kaupa svona bull?  Jú,  annars væri enginn að gera út á þetta.

Jens Guð, 4.4.2008 kl. 01:35

18 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hehehhe dós á meiddið!   Þú átt að fara í Thai nudd, þá fengir þú að æpa og jafnvel grenja í meðferðinni en það ber þó alla vega árangur.  En góðan bata og farðu vel með fótinn Jens minn.  Kv. inn í bjartan dag.

Ía Jóhannsdóttir, 4.4.2008 kl. 08:00

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér finnst þetta ekki vænlegt til árangurs.  Þetta er líklega bara plat, hehe.

5000 kr.!!!! Ertu ekki að djóka?

Batakveðjur

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.4.2008 kl. 09:46

20 Smámynd: Ragnheiður

Ég var þarna á sínum tíma og í þessum græjum. Skemmst frá að segja að það virkaði ekki, ekki baun. Fór annað og náði miklum bata. Mitt problem þó annað en þitt, almenn vöðvabólga en ekki staðbundin stokkbólga. En dýrt er Drottins orðið. Það er óhætt að segja það.

Ragnheiður , 4.4.2008 kl. 10:40

21 Smámynd: Ragnheiður

Já gleymdi, fékkstu ekki tilvísun frá lækninum ? Og samt svona dýrt ?

Ragnheiður , 4.4.2008 kl. 10:40

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jens minn, að vísu finnst mér þetta vera dýrt, fimmþúsund kall fyrir einn tíma, en ég held að þú ættir að gefa þessu aðeins sjens, því það er alveg sama, allt tekur sinn tíma. En þú verður líka að hafa trú á það þetta virki, það er svo með allt.  Bæði venjulegt nudd, hljóðbylgjur og rafnudd og svo líka óhefðbundnar therapíur.  Ef maður er fullur af tortryggni þá vinnur maður á móti því sem verið er að gera.  Ef þú ferð aftur, farðu þá með jákvæðu hugarfari og viss um að allt muni virka vel.  Gangi þér svo allt í haginn minn kæri.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2008 kl. 11:46

23 identicon

Gastu ekki fengið að sleppa fyrsta tímanum úr því hann gerir svona lítið gagn en kostar samt 5000?

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 14:29

24 identicon

You need to go to a doctor that has the machine that goes "Pinnnggg"

Leifur Python

Þórleifur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 16:17

25 Smámynd: Heidi Strand

Er ekki betra að fara í sogæðanudd?
Annars mæli ég með indverskt nudd sem hægt er að fá á Nordica spa.

Heidi Strand, 4.4.2008 kl. 19:48

26 identicon

Svona rafnudd er alveg til einskis,er sjálfur búinn að fara samtals í röð um tuttugu sinnum,engin árangur er bara verri stýfleiki og pirringur í fót það er það sem ég hef uppskorið eftir þetta gerfinudd .

Númi (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 01:08

27 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þetta er nú með betra gríni sem ég hef lesið.     Er annars ekki óþarfi að 'mannsveskjan' sitji yfir fólki sem er í svona tækjanuddi? Það hlýtur að duga að stilla bara tækið og láta sig hverfa og koma svo aftur eftir áætlaðan tíma?

Annars hef ég farið í hljóðbylgjur og leysigeisla hjá sjúkraþjálfara vegna bólgu í hné. Það virkaði svo vel á sínum tíma að heltin hvarf með öllu. Að visu er hún komin aftur, en það er vegna þess að ég hætti í sjúkraþjálfun og bætti svo gráu ofan á svart með því að fara í 'maraþongöngu' á slæmum skóm. En nú er ég byrjuð aftur í sjúkraþjálfun. Fékk hljóðbylgjur í hnéð og maður finnur fyrir hitanum sem stafar frá þeim. Þær eru sem sagt ekta.

Svava frá Strandbergi , 5.4.2008 kl. 04:02

28 Smámynd: Óskar Arnórsson

Fyrirgefðu jens Guð! Tölvan krassaði og tók heljar tíma að fá í lag aftur..Já, hverju maður á að trúa og hverju ekki? Góð spurning.

Ég kom til Íslands fyrir tæpum 3 árum til að hjúkra móður minni sem var búin að vera á sérfræðingabiðlista í 5 ár.

Hún fékk einhverjar töflur hjá sérfræðingi á sjúkrahúsi, menntaður úr háskóla sem læknir og viðurkenndur af Landlæknir og bla bla bla...en þessi lyf voru sett á eitthvað nýtískulegt tölvuafgreiðslu fyrirbæri búið til af Landlækni sjálfum, svo ég mataði hana samviskusamlega með þessum meðulum sem er í fyrsta lagi eingöngu gefið körlum, samkvæmt öllum tungumálum sem ég hef lesið um í sambandi við leiðarvísara um þetta lyf.

Ég kom til Íslands til að hjúkra móðir minni, en ekki til að drepa hana.

Ef þú nærð sambandi við Landlækni sem svarar engum bréfum, mátu skila til hans að best sé fyrir hann að hoppa upp í rassgatið á sér ef hann mætir mér í reiðikasti. Ég myndi ekki teljast ábyrgur gjörða minna ef ég hitti þetta gerpi í eigin persónu eftir allan þann dónaskap sem hann er búin að sýna mér persónulega.

Kannski ég verði rólegri með tímanum og læt mér nægja að flengja hann! Hann er barn sem lítur út eins og fullorðin..

Farðu alla vega ekki í nudd hjá háttvirtum Landlækni, hann er stórhættulegur fólki og fínt að hann sitji bakvið skrifborð svo hann drepi engan með læknisprófinu sínu...

Óskar Arnórsson, 5.4.2008 kl. 13:28

29 Smámynd: Óskar Arnórsson

Guðný! Bara ábending!  Heitt bað,  setja löppina sem er bólgin fyrir aftan púströr á bíl í gangi,  gefur nákvæmlega sama árangur og  "hljóðbylgjur"  Hljóðbylgjur er kallað stundum músík, svo ef þú átt háatalara, er bara setja á góða músík, löppina við hátalarann og útkommann verður sú sama..   Ég er ekki að grínast! Enn "trúin flytur fjöll"! er það ekki?

Óskar Arnórsson, 5.4.2008 kl. 13:37

30 Smámynd: Óskar Arnórsson

Heyrðu Jens Guð! Ég skoðaði síðunna með líminu!  hehe..In The Garbage

Óskar Arnórsson, 5.4.2008 kl. 13:46

31 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Það hefur augljóslega gleymst að stinga því í samband.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.4.2008 kl. 22:28

32 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

He he 

Langbesta athugasemdin  Helga Guðrún

Gylfi Björgvinsson, 15.4.2008 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.