12.5.2008 | 17:50
Til hamingju með afmælið!
Ég hef grun um að Viðar Júlí Ingólfsson sé á góðri leið með að ná 51 árs aldri í dag. Að minnsta kosti varð hann fimmtugur fyrir sléttu ári. Viðar er fæddur, þokkalega vel upp alinn og búsettur í höfuðborg Austursins, Reyðarfirði. Hann er í hópi fróðustu manna um popp og rokkmúsík. Sem slíkur hefur hann landað nokkur hundruð plötum í spurningaleikjum rásar 2 og Bylgjunnar í áranna rás.
Viðar er ljómandi góður trommuleikari og hefur spilað með ýmsum hljómsveitum, þar á meðal Frostmarki (sem ég var líka í) og Jörlum. Hann er einnig víðfrægur og eftirsóttur DJ (plötusnúður) á skemmtistöðum. Hefur einstakt lag á að koma liðinu út á dansgólfið og ná upp rífandi stemmningu.
Viðari tókst vel upp með erfingja sína. Þeir eru trommusnillingurinn og söngvarinn kröftugi Birkir Fjalar (I Adapt, Stjörnukisi, Döðlurnar, Bisund, Ungblóð og ég man ekki hvað hún heitir níðþunga þungarokkshljómsveitin sem hann er í núna. Það er eitthvað útlenskt nafn) og útvarpsmaðurinn knái og gítarleikarinn Andri Freyr (Fidel, Botnleðja, Bisund).
Viðar, gangi þér vel að komast yfir þessi tímamót, kæri vinur!
------------------------------------------------------------------------------------------------
Ljósmyndina tók Mats Wibe Lund af Reyðarfirði þegar staðurinn var bara lítið þorp.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:21 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Svangur frændi
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt
- Stórhættulegar Færeyjar
- Aldeilis furðulegt nudd
- Frábær kvikmynd
- Kallinn sem reddar
- Af hverju hagar fólk sér svona?
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
Nýjustu athugasemdir
- Svangur frændi: Bjarni, góður punktur! jensgud 15.3.2025
- Svangur frændi: Var ekki kellingarangin bara heppin, engu stolið og pörupilturi... Bjarni 14.3.2025
- Svangur frændi: Stefán, ég kannast við þetta. jensgud 13.3.2025
- Svangur frændi: Tryggingastofnun gleypir t.d. hverja krónu jafnóðum og lífeyris... Stefán 12.3.2025
- Svangur frændi: Stefán, hvað gerði Tryggingastofnun af sér? jensgud 12.3.2025
- Svangur frændi: Það eru nú til stærri og umfangsmeiri afætur en þessi gutti, t.... Stefán 12.3.2025
- Svangur frændi: Jóhann, óheppni eltir suma! jensgud 12.3.2025
- Svangur frændi: Já það er vandlifað í þessari veröld. Það er aldrei hægt að ga... johanneliasson 12.3.2025
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt: Brynjar, þetta vissi ég ekki. Takk fyrir fróðleikinn. jensgud 7.3.2025
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt: Vissirðu að Pósturinn Páll syngur bakraddir á Hvíta albúmi Bítl... Brynjar Emil Friðriksson 6.3.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 22
- Sl. sólarhring: 47
- Sl. viku: 1205
- Frá upphafi: 4129911
Annað
- Innlit í dag: 18
- Innlit sl. viku: 1034
- Gestir í dag: 17
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.5.2008 kl. 17:54
Þetta er lauk rétt. Nú er landsins forni fjandi orðinn 49+2.
Það er bara að óska karlinum til hamingju með daginn og ég vona svo innilega að hann geti staupað sig á eðal whisky og þá meina ég betra en það sem hvarf úr þríhyrndu flöskunni, lokuðu, hér um árið.
Það er svo pínu lítil sögu og landfræðileg villa í færslunni. Reyðarfjörður hefur aldrei verið annað og verður aldrei neitt anað en hjáleiga Eskfirðinga. Það sem við viljum ekki hafa á Eskifirði sendum við inn á Reyðarfjörð. Í staðinn fengu Reyðfirðingar að koma út Eskifjörð og læara að synda. Sumir þurftu líka að læra á sturturnar því þeir reyndu að baða sig í hlandskálunum í karlaklefanum.
Skál gamli
Dunni
Dunni, 12.5.2008 kl. 18:36
Eskifjörður er nafli austurlands, puntur.En vissurðu að í gamla daga þegar fólk dó þá fóru allir til Guðs nema Eskfirðingar sem fóru til Reyðarfjarðar.
Frikkinn, 12.5.2008 kl. 19:09
Kvitt Kvitt
Ómar Ingi, 12.5.2008 kl. 20:02
Til hamingju með daginn, Viðar!
Þorsteinn Briem, 12.5.2008 kl. 20:08
Gaman að sjá Dunna frænda derra sig hérna fyrir ofan en auðvitað myndi hann ekki láta út úr sér svona munnlegt endaþarmskakó nema í krafti netsins. Í raunheimum hefði hann haft sig hægan.
Ég hringdi í pabba áðan og óskaði honum til hamingju. Ég er nokkuð viss um að við höfum ekki rætt tónlist í þessu símtali. Ég hugsa að það sé í fyrsta skipti sem slíkt hefur gerst. Kannski er hann að þroskast blessaður.
Hann er að vinna einhverstaðar í andskotanum í þessum töluðu en er í fanta-fíling.
Birkir Viðarsson (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 22:34
Til hamingju með daginn Viðar!
Hvað væri Eskifjörður án Reyðarfjarðar? .... Lítið stöðuvatn, langt inní landi
Gamall brandari um Eskfiringa var þannig; Afhverju fara Eskfirðingar ekki til Guðs þegar þeir deyja? Af því að þeir trúa allir á Alla. Alli ríki á Eskifirði er ný látinn... blessuð sé minning hans.
Fræg er sagan af Eskfirðingum í kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. Barnmargar fjölskyldur og reyndar margir fleiri, voru þar í miklum vandræðum eins og annarsstaðar á landinu og einhver góðgerðarsamtök sendu þeim töluvert magn af útsæðiskartöflum, svo þeir gætu sett niður um vorið. Eskfirðingar átu allar kartöflurnar strax.
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.5.2008 kl. 22:44
Jensína: þú gleymir gjarnan úber crust punk bandinu Hryðjuverk. Við áttum smelli eins og Kárahnjúkar, Föðurlandssvikari, Stjaksettir Stjórnmálamenn, Til Sölu, Keldur o.fl.
Eftir okkur liggja tvær útgáfur. Samnefndur geisladiskur sem kom út á samnefndri útgáfu og svo lofnings sjötomma með bresku sveitinni Patient Zero en hún var samvinnuverkefni Hryðjuverk records og Holy Shit records.
Birkir Viðarsson (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 23:11
Verandi að Austan get ég sagt ykkur að hvorki Eskivík né Reyðarfjörður eða nærfirðir (eins og nærbuxur nema bara fullir af nobbum og frönsurum) eru nafli jarðarinnar.
Andsk.
Hafið þið aldrei komið í Vesturbæ Reykjavíkur afdala ullarsokkarnir ykkar?
Heilsið öllum heima.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 13.5.2008 kl. 13:39
Birkir Fjalar, þú gleymdir hins vegar að segja Jensínu hvaða bandi þú ert í núna. Celestine (oft kennd við Stínuna hjá gárungunum)
ari (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 00:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.