13.5.2008 | 23:32
Léttsteikt smásaga
Það er ofsagt að Jonni sé ekki eins og annað fólk. Til að mynda svipar honum mjög til föðurbróður síns: Sama sljóa augnráðið. Sama lafandi neðrivör og slef í munnvikunum. En fólk forðast samneyti við Jonna. Kannski vegna þess að hann þrífur sig ekki. Fer aldrei í sturtu eða bað.
Jonni hefur ástæðu til. Hann veit að sturtur eru hættulegar og vísar til sturtuatriðis í kvikmynd eftir Alfred Hitchock. Tvívegis hefur Jonni farið í bað. Í bæði skiptin með skelfilegum afleiðingum.
Í annað skiptið var hann næstum drukknaður. Hann er nefnilega ósyndur. Það varð honum til lífs að vatnið í baðkarinu var svo grunnt að höfuðið fór aldrei ofan í það.
Í hitt skiptið gerði hann vel við sig. Keypti nokkrar plastendur og litla leikfangabáta. Með þetta dót fór hann í bað og gleymdi sér í leik við endurnar og bátana. Hann rumskaði ekki fyrr en eftir langan tíma er síminn hringdi. Sem hefur verið mjög langur tími vegna þess að Jonni er ekki með síma. Vatnið var þá orðið ískalt. Jonni skalf eins og víbrator í hæsta gír, fékk lungnabólgu og það sem honum þótti verst: Hann missti matarlyst í 2 daga. En Jonna þykir ekkert betra en taka hraustlega til matar síns. Oftast með þeim afleiðingum að sósur sullast yfir peysuna sem hann fer aldrei úr og sefur í.
Á framhlið peysunnar er ætíð fjölbreytt sýnishorn af misgömlum íssósum, brúnsósum, "dressing" og öðru álíka.
Jonni er hlýr maður. Hann elskar að faðma fólk og smella slefblautum kossi á kinn þess. Þegar Jonni er á vappinu og rekst á einhvern sem hann þekkir þá ljómar hann eins og tungl í fyllingu. Andlitið verður eitt slefandi bros svo skín í gulan og skörðóttan tanngarðinn. Jonni kjagar í átt að viðkomandi með útbreiddan faðm. En einhverra hluta vegna forðar fólk sér undan honum á hlaupum sem myndu skila verðlaunasæti á Ólympíuleikum. Eftir stendur Jonni með grátstaf í kverkum og slefandi bros breytist í slefandi skeifu.
Jonni er afskiptur af foreldrum sínum. Þau (ekki þeir) hafa aldrei samband við hann. Þegar Jonni kvartaði við mömmu sína undan því að hafa ekkert heyrt frá þeim er hann varð 25 ára sagði hún að fyrir handvömm hafi gleymst að færa nafn hans inn í afmælisdagbók heimilisins. Þau hefðu því ekki hugmynd um hvenær hann eigi afmæli.
Fyrir klaufaskap var líka slökkt á farsíma þeirra þennan dag. Þó þau hefðu reynt að hringja hefði það ekki gengið upp vegna þess að Jonni er ekki með síma.
Þegar Jonni hringir í foreldra sína úr tíkallasíma slitnar sambandið alltaf með það sama. Það er stöðugt ólag á þessum tíkallasímum. Nema þegar Jonni pantar pizzur eða annan heimsendan mat.
Eitt sinn náði Jonni þó að eiga símaspjall við mömmu sína. Í því símaspjalli kvartaði hann undan kvenmannsleysi. Mamma hans benti honum á að hann skorti kynþokka. Jonni skildi fyrr en skall í gómi. Hann brá við skjótt. Stal kynþokkanum frá Gilzenegger. Það var eins og við manninn mælt. Gullfalleg kona tók upp sambúð með Jonna. Að auki kom Jonni sér upp tveimur viðhöldum á örfáum dögum: Einni konu og einum karli. En engin/n lítur lengur við Gilzenegger.
Flokkur: Bækur | Breytt 5.8.2008 kl. 00:01 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
Nýjustu athugasemdir
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn: Stefán, ég er meira fyrir vöfflur en brauðtertur. Veit bara e... jensgud 25.11.2024
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn: Einn vinur minn ætlar að ganga á milli flokka í kosningakaffi o... Stefán 25.11.2024
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn: Jóhann, þetta er rétta viðhorfið! jensgud 25.11.2024
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn: Sigurður I B, snill,d! jensgud 25.11.2024
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn: Það eru nú takmörk fyrir því hvað maður lætur ofaní sig, en ég ... johanneliasson 25.11.2024
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn: Þetta minnir mig á... þegar litla flugan hans Fúsa datt oní syk... sigurdurig 25.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 8
- Sl. sólarhring: 395
- Sl. viku: 745
- Frá upphafi: 4112049
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 625
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Datt svona í hug saga sem ég heyrði eitt sinn. Eftir að sturtu atriðið fræga olli martröðum hjá jafnvel hörðustu köppum þá sendi maður Hitchock svohljóðandi bréf: " Eftir að ég fór með eiginkonu mína að sjá mynd yðar er ómögulegt að fá hana til þess að fara í sturtu og með harmkvælum hægt að fá hana til þess að fara í bað, hvað er til ráða?" Hitchock svaraði um hæl," Hafið þér hugleitt þurrhreinsun".
En hvaðan í ósköpunum er sagan af Jonna kominn Jens, ég er ekki frá því að ég hafi kynnst svona karakterum í gegnum tíðina.
Róbert Tómasson, 14.5.2008 kl. 02:20
Egg er Gilzen eggjandi,
alveg er borðleggjandi,
anal býður óðum gandi,
upp á sig í Brúnkulandi.
Þorsteinn Briem, 14.5.2008 kl. 11:41
Skemmtileg lesning
Ómar Ingi, 14.5.2008 kl. 12:34
Þetta minnir mig á mann sem ég þekki......
Gulli litli, 14.5.2008 kl. 12:57
Skemmtileg færsla og frábær mynd.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.5.2008 kl. 18:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.