17.6.2008 | 18:30
Grillsvindlið mikla
Fjöldamargir Íslendingar standa í þeirri trú að matur sem er matreiddur utandyra sé grillmatur. Fyrir bragðið troðast þeir hver um annan þveran við að kaupa færanlegar gaseldavélar á hjólum til að "grilla" utandyra. Staðreyndin er sú að matur lagaður á gaseldavél er ekki grillmatur hvort sem eldavélin er utandyra eða innan.
Þessar færanlegu gaseldavélar á hjólum eru framleiddar fyrir fólk sem býr í hjólhýsi og eldar einungis utandyra. Þær eru ekki grill þó að þær séu kallaðar gasgrill.
Alvöru grillmatur fær sitt góða grillbragð vegna grillkola eða trjákurls. Annað er plat og ómerkileg blekking. Sveiattan.
Myndin sýnir gamlan grillhund.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 18:51 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 5
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 1027
- Frá upphafi: 4111588
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 862
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Menn gera sér grillur...
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 17.6.2008 kl. 18:42
Mikið er ég sammála þér núna.
Ragga (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 19:14
Og ég sem var nýbyrjaður að grilla á nýja gasgrillinu mínu. Jens minn : Þú er í því þessa dagana að eyðileggja drauma mína!!
Himmalingur, 17.6.2008 kl. 19:29
Þetta er svo rétt.
Því miður er úrval grilla mjög takmarkað á Íslandi, (ég á að sjálfsögðu ekki við þessar gaseldavélar).
Ég hef alltaf kolagrillað og fæ gríðarlega falleg komment á matinn.
Því miður eru þessar úti-eldavélar oft varla færar um meira en að hita matinn.
Kallinn (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 19:42
Gasgrilin eru fín ef það er settur nægur hiti á. Þau eru líka miklu þægilegri og hreinlegri gasgrilin eru að vísu misgóð. Það kemur annað bragð af kolagrillunum.
Skattborgari, 17.6.2008 kl. 20:44
Mjög gott gasgrill er mun betra en nokkuð kolagrill eða nokkur eldavél.
Elías (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 20:45
Þessar útieldavélar eru auðvitað bara partur af leikmynd víkingsins sem rembist við að vinna nágrannann í lífsgæðakapphlaupinu. Og það verður ekki unnið nema að þú eigir dýrustu útieldavélina, stærsta jeppann til að drífa yfir hraðahindranir og slyddu innanbæjar, geldasta en jafnframt dýrasta innbúið og flottustu ferðaíbúðina í "úti"-leguna!
...désú (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 20:55
þad verdur ad vera kola-bruna bragd!
Gulli litli, 17.6.2008 kl. 21:30
Úfinn er Jens með ólund,
úldinn snæðir sinn hund,
hann úti grillar,
ættsmár chillar,
með gamalmennum á Grund.
Þorsteinn Briem, 17.6.2008 kl. 21:37
Algerlega sammála þér Jens.. gasgrill er fyrir kerlingar.. kolagrill fyrir karlmenn..
Óskar Þorkelsson, 17.6.2008 kl. 22:30
Sammála, sumarið er komið!
...heyrðu annars Jens
eiga konur eitthvað að vera að grilla?
Júlíus Valsson, 17.6.2008 kl. 23:10
Algjörlega sammála. Nútímatækni er ekki alltaf hlutskarpari en gömul og góð gildi.
Róbert Þórhallsson, 17.6.2008 kl. 23:22
Ég á ekki grill, ekki einu sinni grilldress eða grillhabit eins og Danir kalla það (gamla æfingagalla sem eru orðnir of þröngir). Það kemur svo leiðinleg stybba þegar hitað er á kolum.
Ég hef kynnst grillhundi. Það var hundur á sveitabæ nálægt tjaldsvæðinu í Varmahlíð. Hann mætti í hvert sinn sem einhver á tjaldsvæðinu var að grilla og hann varð mjög hrifinn af bónda mínum.
Eigandi sófahunds sem var þarna, sleppti sínum hundi og setti upp svip fyrst "okkar" hundur gekk laus.
Heidi Strand, 17.6.2008 kl. 23:24
Jens þú gleymir einu kolagrill framleiða mikið af hinu "hættulega" CO2 og eru því að komast á bannlista ásamt mörgu öðru.
Einar Þór Strand, 17.6.2008 kl. 23:39
kol...mikil bræla....loga upp úr öðru hvoru...kvikna passlega í fitunni sem lekur af kjötinu...þetta tilheyrir allt.....gasgrill er bara prump, enda svona eldavélar í öðru hvoru húsi í dag.....stend með þér í þessu Jens.
Haraldur Bjarnason, 18.6.2008 kl. 00:32
sammála íbúðin okkar er útbúin með rafmagnseldavél,eins og 99,9 %heimila.elda minn grillmat þar eða grilla á KOLAgrilli!!!!
HÖRÐUR HALLDÓRSS (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 08:54
Hárrétt hjá þér kallinn minn, kolagrillin eru jú þau einu sönnu en ég vildi nú ekki vera án ,,eldavélar" út á verönd, þar er allavega ekki eldað á neinu öðru hér þessa daga. Við erum líka hér með stóran ofn úti sem hægt er að steikja á kolum en hann er nú hér aðalega notaður til að kveikja upp með viðarbútum til að fá réttu stemmninguna á svæðið. Svona kósí U know.
Keðja inn í daginn
Ía Jóhannsdóttir, 18.6.2008 kl. 10:16
Þetta er bara aðferð til að drífa alla út í góða veðrið, þannig að mér er nokk sama hvort er notað, hef reynslu af báðum gerðum og jú, tek undir að það er braðgmunur, en það er bitamunur en ekki fjár.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.6.2008 kl. 11:38
Glöggir lesendur hafa áttað sig á að þarna átti að standa bragðmunur ...
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.6.2008 kl. 11:43
Ég hef hingað til þverskallast við að kaupa mér svona gasgrill af því að ég vil finna viðarkolabragðið. Mér finnst voðalega lítill munur á því hvort ég steiki á gashellunni inni hjá mér eða úti þegar bragðið er annars vegar en tek undir með nöfnu minni að það má líka líta á þetta sem gott tækifæri til að stunda matseld úti undir berum himni.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 19:15
Ég hef hent gazgrilleríi & er stoltur af þeirri kolefnisójöfnun minni. Kol, já takk.
Steingrímur Helgason, 18.6.2008 kl. 19:49
En heimskulegar pælingar ,, hvað er að er ekkert annað að gera ,, allir á örörku ...???
steiner (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 17:13
Steiner, ég er ekki á "örörku". Ekki ennþá. En grillsvindlið er alvarlegt mál og umræðan um það á erindi langt út fyrir "örörku".
Jens Guð, 13.7.2008 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.