Fćrsluflokkur: Matur og drykkur

Fćreyingar innleiđa ţorrablót

  Ţorrablót er gamall og góđur íslenskur siđur.  Ungt fólk fćr tćkifćri til ađ kynnast fjölbreyttum og bragđgóđum mat fyrri alda.  Ţađ uppgötvar ađ fleira er matur en Cocoapuffs,  Cheerios,  pizzur,  hamborgarar,  djúpsteiktir kjúklingabitar og franskar kartöflur.  Flestir  taka ástfóstri viđ ţorramat.  Ţannig berst ţorramatarhefđin frá kynslóđ til kynslóđar.

  Víđa um heim halda Íslendingafélög myndarleg ţorrablót.  Í einhverjum tilfellum hefur fámennur hópur Íslendinga í Fćreyjum haldiđ ţorrablót.  Nú bregđur svo viđ ađ Fćreyingar halda ţorrablót nćsta laugardag.  

  Skemmtistađurinn Sirkus í Ţórshöfn,  kráin Bjórkovin (á neđri hćđ Sirkuss) og Borg brugghús á Íslandi taka höndum saman og bjóđa Fćreyingum og Íslendingum á ţorrablót.  Allar veitingar ókeypis (ţorrablót á Íslandi mćttu taka upp ţann siđ).  Bođiđ er upp á hefđbundinn íslenskan ţorramat, bjórinn Surt, snafs og fćreyskt skerpukjöt.

  Gaman er ađ Fćreyingar taki ţorrablót upp á sína arma.  Hugsanlega spilar inn í ađ eigandi Sirkus og Bjórkovans,  Sunneva Háberg Eysturstein,  vann sem dyravörđur á íslenska skemmtistađnum Sirkus viđ Klapparstíg um aldarmótin.  Hér kynntist hún ţorrablótum.

ţorramatur 

    


Eggjandi Norđmenn

  Ólympíuleikar voru ađ hefjast áđan í Seúl í Suđur-Kóreu.  Međal ţátttakenda eru Norđmenn.  Međ ţeim í fylgd eru ţrír kokkar.  Ţeir pöntuđu 1500 egg.  Íbúar Kóreu eru um 100 milljónir eđa eitthvađ álíka.  Nágrannar eru 1400 milljónir Kínverjar og skammt frá 1100 milljónir Indverjar.  Til samanburđar eru 5 milljónir Norđmanna eins og smáţorp.  Ţess vegna klúđruđu kóresku gestgjafarnir pöntun norsku kokkanna.  Í stađ 1500 eggja fengu Norsararnir 15.000 egg.  Matarćđi norskra keppenda á Ólympíuleikunum verđur gróflega eggjandi.

  Hvađ fá ţeir í morgunmat?  Vćntanlega egg og beikon.  En međ tíukaffinu?  Smurbrauđ međ eggjum og kavíar.  Í hádeginu ommelettu međ skinkubitum.  Í síđdegiskaffinu smurbrauđ međ eggjasalati.  Í kvöldmat ofnbakađa eggjaböku međ parmaskinku.  Međ kvöldkaffinu eggjamúffu međ papriku.  Millimálasnakk getur veriđ linsođin egg.     

egg_1.pngegg_2.jpgegg_3.jpgegg_4.jpgegg_5.jpgegg_6.jpgegg_7.jpgegg_8.jpgegg_9.jpgegg_10.jpgegg_11.jpgegg_13.jpgegg_14.jpgegg_16.jpgegg_17.jpg


Íslenskar vörur ódýrari í útlendum búđum

  Íslensk skip hafa löngum siglt til Fćreyja.  Erindiđ er iđulega fyrst og fremst ađ kaupa ţar olíu og vistir.  Ţannig sparast peningur.  Olían er töluvert ódýrari í Fćreyjum en á Íslandi.  Meira ađ segja íslenska landhelgisgćslan siglir út fyrir íslenska landhelgi til ađ kaupa olíu í Fćreyjum.  

  Vöruverđ er hćst á Íslandi.  Svo einkennilegt sem ţađ er ţá eru vörur framleiddar á Íslandi oft seldar á lćgra verđi í verslunum erlendis en á Íslandi.  Ţađ á viđ um íslenskt lambakjöt.  Líka íslenskt lýsi.  Hér fyrir neđan er ljósmynd sem Ásmundur Valur Sveinsson tók í Frakklandi.  Hún sýnir íslenskt skyr, eitt kíló, í ţarlendri verslun.  Verđiđ er 3,39 evrur (417 ísl kr.).

  Hátt vöruverđ á Íslandi er stundum réttlćtt međ ţví ađ Ísland sé fámenn eyja.  Ţess vegna sé flutningskostnađur hár og markađurinn örsmár.  Gott og vel.  Fćreyjar eru líka eyjar.  Fćreyski markađurinn er ađeins 1/7 af ţeim íslenska.  Samt spara Íslendingar međ ţví ađ gera innkaup í Fćreyjum.

  Hvernig má ţađ vera ađ skyr framleitt á Íslandi sé ódýrara í búđ í Frakklandi en á Íslandi - ţrátt fyrir háan flutningskostnađ?  Er Mjólkursamsalan ađ okra á Íslendingum í krafti einokunar?  Eđa niđurgreiđir ríkissjóđur skyr ofan í Frakka?   

isl_skyr_i_frakklandi.jpg


Ármúli ţagnar

  Framan af ţessari öld voru Ármúli 5, 7 og 9 heitasta svćđi landsins.  Ţar var fjöriđ.  Í Ármúla 5 (sama húsi og Múlakaffi) var Classic Rock Sportbar.  Einn stćrsti og skemmtilegasti skemmtistađur landsins.  Hundruđ manna góndu á boltaleiki á stórum tjöldum.  Tugir pílukastara kepptu í leik.  Danshljómsveitir spiluđu um helgar.  Ţess á milli voru hljómleikar međ allt frá hörđustu metal-böndum til settlegri dćma.  Málverkasýningar og fleira áhugavert slćddist međ.  Inn á milli voru róleg kvöld.  Ţá spjallađi fólk saman viđ undirleik ljúfra blústóna.  Ţađ var alltaf notalegt ađ kíkja í Classic Rock Sportbar.

  Í nćsta húsi,  á annarri hćđ í Ármúla 7 var rekinn hverfisbar sem gekk undir ýmsum nöfnum:  Jensen,  Wall Street,  Pentagon (Pentó, Rússneska kafbátaskýliđ),  Elvis (Costello),  Bar 108,  Chrystal...  Hverfispöbb međ karókí og allskonar.  Mikiđ fjör.  Mikiđ gaman.  

  Á neđri hćđinni var Vitabarinn međ sveittan Gleym-mér-ei hamborgara og bjór.  Síđan breyttist stađurinn í Joe´s Diner og loks í ljómandi góđan filippseyskan stađ, Filipino.

  Í sama húsi en húsnúmeri 9 var Broadway (Breiđvangur).  Stćrsti skemmtistađur Evrópu.  Ţar var allt ađ gerast:  Stórsýningar í nafni Queen, Abba og allskonar.  Hljómleikar međ Yardbirds, the Byrds, Slade, Marianne Faithful og dansleikir međ Geirmundi.  

  Ţó ađ enn sé sama öld ţá er hún önnur.  Classic Rock Sportbar hefur breyst í asískan veislusal.  Ég kíkti ţangađ inn.  Salurinn stóri hefur veriđ stúkađur niđur í margar minni einingar.  Enginn viđskiptavinur sjáanlegur.   Ađeins ungur ţjónn í móttöku.  Hann kunni ekki ensku né íslensku.  Viđ rćddum saman í góđa stund án ţess ađ skilja hvorn annan.  Hann sýndi mér bjórdćlu.  Ţađ gerđi lítiđ fyrir mig.  Ég hef oft áđur séđ bjórdćlu.  Ég svarađi honum međ hendingum úr "Fjallgöngu" Tómasar Guđmundssonar (Urđ og grjót upp í mót) og "Ţorraţrćl" Kristjáns Fjallaskálds (Nú er frost á fróni).

  Ég rölti yfir í nćsta hús.  Allt lokađ.  Filipino horfinn.  Gott ef löggan lokađi ekki Chrystal fyrir meintan nektardans eđa vćndi eđa hvorutveggja.  Broadway hefur breyst í sjúkrahús,  Klínik.  Allt hljótt.  Ármúli hefur ţagnađ;  ţessi hluti hans.

classic rock sportbarármúli nr 5broadway

         

      


Nauđsynlegt ađ vita um hćnur

  -  Ef allar hćnur heims eru taldar saman ţá eru ţćr yfir 25 milljarđar.

  -  Ef öllum hćnum heims er skipt jafnt á međal manna ţá gerir ţađ 3,5 á hvern.

  -  Gainesville í Georgíu í Bandaríkjum Norđur-Ameríku er alifuglahöfuđborg heims.  Ţar er bannađ međ lögum ađ nota hnífapör viđ át á djúpsteiktum kjúklingi.  Hann er og skal vera fingramatur.

  -  Hćna verpir ađ međaltali 255 eggjum á ári.

  -  Rannsókn leiddi í ljós ađ hćna getur léttilega ţekkt yfir 100 andlit.  

  -  Lagiđ "Fugladansinn" - einnig ţekkt sem "Hćnsnadansinn" - var samiđ af Swisslendingnum Weren Thomas um 1960.

  -  1980 náđi "Fugladansinn" vinsćldum í Hollandi.

  -  1981 var lagiđ einkennislag fyrir Októberfest í Oklahoma undir heitinu "Hćnsnadansinn".

 

 

 


Međ 639 nagla í maganum

  Matarćđi fólks er allavega.  Sumir eru matvandir.  Setja sér strangar reglur um ţađ hvađ má láta inn fyrir varirnar.  Sneiđa hjá kjöti.  Sneiđa hjá öllum dýraafurđum.  Sumir snćđa einungis hráfćđi sem hefur ekki veriđ hitađ yfir 40 gráđum.  Sumir sneiđa hjá sykri og hveiti.  Ađrir lifa á sćtindum og deyja.  Enn ađrir borđa allt sem á borđ er boriđ.  Jafnvel skordýr.

  Fáir borđa nagla.  Hvorki stálnagla né járngaura.  Nema 48 ára Indverji.  Honum var illt í maganum og fór til lćknis.  Viđ gegnumlýsingu sást fjöldi nagla í maga og ţörmum.  Er hann var skorinn upp međ hrađi reyndust naglarnir vera 639.  Flestir 5 - 6 cm langir.  

  Mađurinn hafđi veriđ blóđlítill.  Hann kannađist ráđiđ um ađ taka inn járn viđ ţví.  Naglar virtust hentugri en annađ járn.  Ţađ var auđvelt ađ kyngja ţeim međ vatni.  Til tilbreytingar át hann dálítiđ af járnauđugri mold af og til.  

  Ţetta virtist virka vel.  Ţangađ til ađ honum varđ illt í mallakútnum.

  Eigandi litlu byggingarvöruverslunarinnar í hverfinu óttast ađ kallinn hćtti ađ kaupa nagla af sér.  Ţađ var einmitt hann sem frćddi kauđa um nauđsyn ţess ađ taka inn járn viđ blóđleysi.

međ nagla í maganaglar

.


Allt er ţá ţrennt er

  Útlendir ferđamenn á Íslandi hafa stundum á orđi ađ Ísland sé mjög ameríkanserađ.  Hvert sem litiđ er blasi viđ bandarískar keđjur á borđ viđ KFC,  Subway,  Dominos og svo framvegis.  Í matvöruverslunum svigni hillur undir stćđum af bandarísku morgunkorni, bandarísku sćlgćti og ropvatni á borđ viđ Coca-Cola, Pepsi og Sprite.  Ekkert nema gott um ţađ ađ segja.

  Á skjön viđ ţetta gerđust um áriđ ţau undur ađ flaggskip bandarísks ruslfćđis,  McDonalds,  kafsigldi á Íslandi.  Var ţađ í fyrsta skipti í sögunni sem McDonalds hrökklađist úr landi vegna drćmra viđskipta.  

  Nokkru síđar hvarf keppinauturinn Burger King á braut af sömu ástćđu.  Nú er röđin komin ađ Dunkin Donuts á kveđja.  Krummi í Mínus og frú voru forspá er ţau köstuđu kveđju á kleinuhringjastađinn viđ opnun.  Svo skemmtilega vill til ađ ţau eru ađ opna spennandi veitingastađ í Tryggvagötu,  Veganćs.  Bć, bć Dunkin Donuts.  Helló Veganćs!

krummi mótmćlir DD


mbl.is Loka Dunkin' Donuts á Laugavegi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Grófasta lygin

  Ég laug ekki beinlínis heldur sagđi ekki allan sannleikann.  Eitthvađ á ţessa leiđ orđađi ţingmađur ţađ er hann reyndi ađ ljúga sig út úr áburđi um ađ hafa stoliđ ţakdúki, kantsteinum, fánum, kúlupenna og ýmsu öđru smálegu.  Í ađdraganda kosninga sćkir margur í ţetta fariđ.  Kannski ekki ađ stela kantsteinum heldur ađ segja ekki allan sannleikann.  Viđ erum vitni ađ ţví ítrekađ ţessa dagana.

  Grófasta lygin kemur úr annarri átt.  Nefnilega Kópavogi.  Í Hjallabrekku hefur löngum veriđ rekin matvöruverslun.  Í glugga verslunarinnar blasir viđ merkingin "10-11 alltaf opin".  Hiđ rétta er ađ búđin hefur veriđ harđlćst undanfarna daga.  Ţegar rýnt er inn um glugga - framhjá merkingunni "10-11 alltaf opin" - blasa viđ galtómar hillur.

 

   


Dularfullt mannshvarf

  Fyrir mánuđi gagnrýndi ég - á ţessum vettvangi - veitingastađ Ikea í Garđabć fyrir ađ bjóđa ekki upp á lambakjöt.  Viđbrögđ voru snöfurleg.  Lambakótelettur voru ţegar í stađ settar á matseđilinn.  Síđan hef ég ítrekađ kvittađ fyrir mig međ heimsókn í Ikea.

  Í gćr snćddi ég ţar kótelettur utan matmálstíma.  Klukkan var ađ ganga ţrjú.  Fámennt í salnum.  Á nćsta borđi sat aldrađur mađur.  Skömmu síđar bar ađ annan aldrađan mann.  Án ţess ađ heilsa spurđi hann hinn:

  - Hefur ţú nokkuđ séđ hópinn minn?

  - Hvađa hóp? spurđi hinn á móti.

  - Ég er međ tuttugu manna hóp.  Viđ vorum ađ koma af Úlfarsfelli.  Ég leit af honum í smástund áđan hérna niđri.  Svo var hann bara horfinn.  Ég er búinn ađ leita ađ honum.  Finn hann ekki.

  Hinn kom ekki međ neitt ráđ.  Eftir ađ hafa tvístigiđ um hríđ settist komumađur viđ borđiđ hjá honum og sagđi:

  - Ég hinkra hérna.  Ég hélt ađ hópurinn ćtlađi ađ fá sér bita.  Hann hlýtur ţá ađ dúkka upp hér.

  Mennirnir ţekktust greinilega.  Ţeir spurđu frétta af sameiginlegum kunningjum.  Nokkru síđar var ég mettur.  Stóđ upp og gekk á brott.  Hópurinn var ekki búinn ađ skila sér.  Á útleiđ skimađi ég eftir honum.  Án árangurs.  Ég hefđi viljađ benda honum á ađ hann vćri týndur. 

kotilettur  

  


Óhugnanlegt dýraníđ

  Umrćđa hefur kviknađ um hryllilegt dýraníđ á Íslandi.  Upphaf ţess má rekja til Fésbókarfćrslu Tinnu Bjargar Hilmarsdóttur.  Hún lýsir hrćđilegri međferđ á fé.  Hún fór í réttir.  Varđ hálf lömuđ og full af sorg og reiđi yfir ţví sem fyrir augu bar.  

  Tinna Björg er félagi í Aktivegan - samtökum um réttindi dýra til lífs og frelsis.  Full ástćđa er til ađ lofa og fagna öllum sem láta sig velferđ dýra varđa.  Dýraníđingar ţurfa sjaldnast ađ axla ábyrgđ á gjörđum sínum.

  Tinna Björg segir féđ hafa veriđ skelfingu lostiđ og verulega stressađ.  Hún fullyrđir ađ kindur og lömb deyi iđulega vegna streitunnar sem smölun fylgir.  Sum slasist.  Fjölskyldur tvístrist.  Lamb tróđst undir.  Kindum var fleygt eins og tuskudúkkum.  Nokkrar kindur höltruđu.  Ađrar voru međ blćđandi sár.  Ein međ skaddađ auga.  Sláturtrukkar biđu eftir ţeim.  Ţćr sáu ekki fram á neitt annađ en dauđa eđa ţurfa ađ hírast í skítugu fjárhúsi í allan vetur.  

  Ég dreg ekki í efa neitt af ţessu.  Ég hef ekki fariđ í göngur og réttir síđan á fyrri hluta áttunda áratugarins.  Ţá var ţetta allt öđru vísi.  Kindurnar fögnuđu okkur smölunum.  Ţćr hlakkađi til ađ komast í réttina.  Lögđu ţegar í stađ í átt ađ henni.  Ţćr komu óţreyttar á áfangastađ.  Ţćr röltu léttar í spori niđur fjalliđ á gönguhrađa smalanna.  Ţađ vorum viđ sem ţurftum ađ klífa brattar fjallshlíđar.

  Í réttunum urđu fagnađarfundir.  Kindurnar hittu ćskufélaga sína og jörmuđu ákaft af fögnuđi.  Lömbin hittu fjölda nýrra lamba.  Ţađ var algjört ćvintýri ađ kynnast nýju lömbunum.  Allir skemmtu sér hiđ besta.  Líka smalarnir sem sumir voru fullir og vildu slást.  Kindurnar hlógu ađ ţeim.

  Ađ hausti eru kindurnar ađ mestu hćttar ađ skipta sér af lömbum.  Lömbin hinsvegar sćkja í návist móđur.  Fyrst og fremst af vana.  Ţau eru fyrir löngu síđan hćtt á spena og ţurfa ekkert á mömmu ađ halda.  Ţetta skiptir ţau engu máli.

 Ég hef aldrei séđ blóđgađ fé í réttum.  Hinsvegar hefur í réttum uppgötvast ađ horn er ađ vaxa inn í höfuđ á kind eđa lambi.  Líka ađ kind er í vandrćđum vegna ullarreyfis.  Ein var međ brunna snoppu eftir ađ hafa asnast upp á jökul og ekki fattađ ađ hann endurvarpađi sólarljósi.  Henni ţurfti ađ sinna og grćđa brunasár međ Aloe Vera geli.  Aldrei dó fé vegna streitu.  Enda féđ sultuslakt - ţrátt fyrir hvađ ţví ţótti rosalega gaman.

  Ég vissi ekki dćmi ţess ađ ekiđ vćri međ lömb beint úr rétt í sláturhús.  Venja var ađ fita lömbin í nokkra daga á káli og öđru góđgćti síđustu daga fyrir slátrun.  Ţađ var ţeim góđ skemmtun ađ ferđast á vörubílspalli.  Flestum skepnum ţykir ţađ gaman; ađ vera kyrr á sama stađ en samt á ferđ.  Ţau upplifa heillandi töfra.

  Sjaldan eđa aldrei voru lömb leidd beint af vörubílspalli til slátrarans.  Algengara var ađ ţau fengju ađ slaka á.  Jafnvel yfir nótt.  Ţau voru ekkert óróleg eđa kvíđin.  Frekar ađ ţau vćru spennt ađ vita hvađa nćsta ćvintýri biđi ţeirra.

  Er kólna tók í veđri urđu ćrnar afskaplega ţakklátar fyrir ađ komast í húsaskjól.  Ţar var dekstrađ viđ ţćr.  Heyi hlađiđ á garđa.  Stundum gómsćtu mjöli blandađ saman viđ.  Einkum síđvetrar.  Ţá fengu ţćr líka síld.  Ţvílíkt sćlgćti.  Ţvílík hamingja.

     


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband