Fćrsluflokkur: Matur og drykkur

Dularfullt í Ikea

  Ég átti erindi í Ikea.  Eđa réttara sagt gerđi ég mér upp erindi ţangađ.  Ég átti leiđ um Hafnarfjörđ og fékk ţá snilldar hugmynd í kollinn ađ koma viđ í Ikea og kíkja á veitingastađinn á annarri hćđ.  Ég tek fram og undirstrika ađ ég hef engin tengsl viđ Ikea.  Kann hinsvegar vel viđ verđ og vöruúrval fyrirtćkisins.

  Eftir ađ hafa keypt veitingar settist ég sćll og glađur niđur viđ borđ.  Á nćsta borđi var diskur međ ósnertum hangiskanka,  međlćti og óopnađri Sprite-flösku.  Enginn sat viđ borđiđ.  

  Fyrst datt mér í hug ađ eigandi máltíđarinnar vćri ađ sćkja sér bréfaţurrku eđa eitthvađ annađ.  En ekkert bólađi á honum.  Ekki ţćr 20 mínútur sem ég dvaldi á stađnum.  Ţetta er skrýtiđ.  Ég velti fyrir mér möguleikum:  Hvort ađ viđkomandi hafi veriđ geimvera sem var geisluđ upp áđur en máltíđin var snćdd.  Eđa hvort ađ minnisglöp (Alzheimer) hafi komiđ viđ sögu.  Ţriđji möguleikinn er ađ útlendur ferđamađur hafi keypt matinn.  Tilgangurinn hafi ekki veriđ ađ borđa hann heldur taka ljósmynd af honum til ađ pósta á Fésbók;  sýna vinum og vandamönnum hvernig séríslensk máltíđ lítur út.  Hlutverk gosdrykksins hafi ţá veriđ ţađ eitt ađ sýna stćrđarhlutföll. Eđa hvađ?

skanki    


Hótel Jórvík

  Á tíunda áratug síđustu aldar átti ég erindi til Ţórshafnar á Langanesi.  Var međ skrautskriftarnámskeiđ ţar.  Gisti á Hótel Jórvík.  Hótelstýran var hölt öldruđ kona.  Hún var hálf heyrnarlaus.  Lá ţví hátt rómur.  Auk mín dvöldu á hótelinu flugmađur og dúettinn Súkkat. 

  Ég kom mér fyrir í hótelinu síđdegis á föstudegi; hafđi herbergisdyrnar opnar.  Ég heyrđi ađ hótelsíminn hringdi.  Kerla svarađi.  Viđmćlandinn var auđheyranlega ađ bjóđast til ađ hjálpa til.  Hótelstýran hrópađi í tóliđ:  "Ég slepp létt frá kvöldmatnum.  Ég er bara međ nýja kalla sem komu í dag.  Hinir fóru í morgun.  Ég get ţess vegna hitađ upp afganginn af karríkjötinu frá ţví á mánudaginn og nýju kallarnir fatta ekki neitt!"

  Um kvöldiđ var karríkjötsréttur í matinn. 

  Hótelstýran lét okkur vita ađ hún hefđi bjór og vín til sölu.  Viđ gestirnir pöntuđum eitthvađ af veigum.  Enginn var barinn.  Konan sótti drykkina inn í hliđarherbergi.  Hún bar ţá ekki fram í umbúđum heldur í vatnsglösum. 

  Nokkrum árum síđar var forsíđufrétt í DV um ađ viđ húsleit í Hótel Jórvík hefđi fundist töluvert magn af heimabrugguđum bjór og víni ásamt bruggtólum.  Hótelstýran sagđist ekki selja áfengi.  Hún vćri ađ geyma ţetta fyrir sjómann sem hún vissi ekki hvađ hét. 

Hótel Jórvík

 

 


Spornađ gegn matarsóun

  Matarsóun er gríđarmikil á Íslandi - eins og víđa um heim allan.  Algengt er ađ fólk kaupi of mikiđ matarkyns fyrir heimiliđ.  Maturinn rennur út á tíma og skemmist.  Sama vandamál hrjáir matvöruverslanir.  Svo eru ţađ veitingastađirnir.  Einkum ţeir sem bjóđa upp á hlađborđ.  Margir hrúga óhóflega á diskinn sinn og leifa helmingnum.

  Í Hong Kong er veitingastađur sem býđur upp á hlađborđ.  Gestir eru hvattir til ađ taka lítiđ á diskinn sinn;  fara ţess í stađ fleiri ferđir ađ hlađborđinu.  1000 kr. aukagjald er sett á reikning ţeirra sem klára ekki af disknum sínum.  Ţetta mćttu íslensk veitingahús taka upp. 

hlađborđ


5 tíma svefn er ekki nćgur

  Sumt fólk á ţađ til á góđri stundu ađ hreykja sér af ţví ađ ţađ ţurfi ekki nema fimm tíma nćtursvefn.  Ţetta hefur veriđ rannsakađ af New York háskóla í lćknisfrćđi.  Dr. Rebecca Robbins leiddi rannsóknina.  Niđurstađan er sú ađ hugmyndin um ađ fimm tíma svefn sé ekki ađeins bull heldur skađleg.   

  Ţetta stuttur nćtursvefn eykur mjög líkur á fjölda lífshćttulegra heilsubresta,  svo sem hjartaáfalli, heilablóđfalli og almennt ótímabćrum dauđa.  Fólki er ráđlagt frá ţví ađ horfa á sjónvarp fyrir háttatíma.  Jafnframt er upplýst ađ neysla áfengra drykkja undir svefn rýri svefngćđi.  Frá ţessu segir í The Journal Sleep Health en ekki hinu:  Ađ heppilegast sé ađ stunda morgundrykkju samviskusamlega.  

  Rannsóknin byggir á yfir 8000 gögnum.   

 

 


Viđbjóđslegir veitingastađir

  Til margra ára hef ég stundum horft á sjónvarpsţćtti enska matreiđslumannsins  Gordons Ramseys.  Hann heimsćkir bandaríska veitingastađi.  Smakkar mat ţeirra.  Aldrei bregst ađ hann lýsir mat ţeirra sem mesta viđbjóđi er hann hefur séđ og smakkađ.  Ţađ hlýtur ađ ţýđa ađ bandarísk matreiđsla hrörni stöđugt dag frá degi.  Annars gćtu ţessir matsölustađir ekki toppađ alla fyrri ógeđslegu matsölustađi ár eftir ár.

  Áhugavert er ađ hann afhjúpar ćtíđ í leiđinni rosalegan sóđaskap á matsölustöđunum.  Bandrtíska Heilbrigđiseftirlitiđ er ekki ađ standa sig. 

  Svo hundskammar hann alltaf óhćfan eiganda stađarins og kokkinn.  Er mjög ruddalegur og árásagjarn í orđum.  Keyrir ţá upp ađ vegg.  Oftast er tekist hart á í orđum.  Svo gefur hann ţeim góđ ráđ.  Viđkomandi knúsar hann í lok ţáttar og allt verđur gott. Ţetta er ljómandi skemmtilegt sjónvarpsefni.  Eitt ţađ besta er ađ nćgilegt er ađ horfa á tíunda hvern ţátt.  Hinir eru allir eins.


Skemmtilegt verđlag í Munchen

  Ég er enn međ hugann viđ Munchen í Ţýskalandi eftir ađ hafa dvaliđ ţar um páskana.  Ísland er dýrasta borg í heimi.  Munchen hefur til margra ára dansađ í kringum 100. sćti.  Verđlag ţar er nálćgt ţriđjungi lćgra en í Reykjavík ađ međaltali.  Auđveldlega má finna dćmi ţar sem munurinn er meiri.

  Ég fer aldrei inn í verslanir í útlöndum.  Nema stórmarkađi.  Já, og plötubúđir.  Helstu útgjöld snúa ađ mat og drykk.  Í stórmarkađskeđju sem heitir Rewe fann ég Beck´s bjór á 94 kr. (0,69 evrur).  Hálfur lítri. 4,9%.   

  Á Íslandi er Beck´s örlítiđ dýrari,  389 kall í ÁTVR.  Taka má tillit til ţess ađ hérna er hann 5%.  Ţađ telur. 

  1,5 lítra vatnsflaska kostar 41 kr. (0,30 evrur).

  Glćsilegt morgunverđarhlađborđ kostar 667 kr (4,9 evrur).

  Á gistiheimilinu sem hýsti mig kostar hálfur lítri af bjór úr krana á 340 kr. (2,5 evrur) fram á kvöld.  Síđar um kvöldiđ hćkkar verđiđ í 476 kr. (3,5 evrur).

  Ég hef engan áhuga á fínum veitingastöđum.  Nenni ekki ađ sitja og bíđa eftir ađ matur sé eldađur.  Kýs frekar mat sem ţegar er eldađur.  Ég gerđi ţó undantekningu er ég sá ađ á asískum veitingastađ var bođiđ upp á stökka önd (crispy) međ grćnmeti og núđlum.  Sá veislumatur kostar 803 kr. (5,9 evrur).  Enginn málsverđur kostađi mig 1000 kall.  Sá dýrasti var á 952 kr.  Ţađ var lambakjöt í karrý. 

morgunverđur í munchenţýskur morgunverđur 

stökk öndbarinnlamb í karrý


Gleđilega frjósemishátíđ!

Gleđilega páska


Stríđiđ harđnar

  Sumariđ 2014 og 2015 stóđu hryđjuverkasamtökin Sea Sheperd fyrir stórtćkri herferđ gegn marsvínaveiđum Fćreyinga.  500 SS-liđar dvöldu sumarlangt í Fćreyjum.  Vöktuđu alla firđi eyjanna og héldu blađamannafundi međ heimsfrćgu fólki.  Ţar af vakti blađamannafundur kanadísku leikkonunnar Pamelu Anderson mesta athygli. 

  Herferđ SS varđ samtökunum til mikillar háđungar.  Ţau náđu engum árangri í ađ trufla hvalveiđarnar.  Ţess í stađ gerđu Fćreyingar ýmsar eigur ţeirra upptćkar,   svo sem spíttbáta, tölvur, myndavélar og myndbandsupptökugrćjur.  Til viđbótar var fjöldi SS-liđa sektađur sem einstaklingar og gerđir brottrćkir úr Fćreyjum til margra ára.  Hćstu sektir voru um hálf milljón kr.  Flestar voru ţó um 100 ţúsund kall. 

  Athyglin sem herferđin fékk í heimspressunni gerđi ekki annađ en framkalla bylgju ferđamanna til Fćreyja.  Póstar SS-liđa á samfélagsmiđlum lögđu sitt af mörkum.  Ţeir rómuđu náttúrfegurđ eyjanna,  vinalega framkomu heimamanna og sitthvađ fleira sem kom ţeim ánćgjulega á óvart.  M.a. gott úrval af grćnmeti og ávöxtum í versunum.

  Í fyrra reyndu SS ađ hefna harma.  Fćreyska hljómsveitin Týr fór í hljómleikaferđ um Bandaríkin.  SS blésu í lúđra.  Hvatti til sniđgöngu.  Forsprakki samtakanna,  Paul Watson,  hvatti til mótmćlastöđu fyrir utan hljómleikastađina.  Sjálfur mćtti hann samviskusamlega í mótmćlastöđuna.  Aldrei náđu ađrir mótmćlendur 2ja stafa tölu.  Andófiđ gerđi ekki annađ en auglýsa hljómsveitina og hljómleikana.  Hvarvetna spilađi hljómsveitin fyrir fullu húsi.

  Núna er Týr á hljómleikaferđ um Evrópu.  Međ í för er hollenska hljómsveitin Heidevolk og ungverska hljómsveitin Dalriada.  SS hafa beitt sér af fílefldun krafti gegn hljómleikunum.  Hótađ hljómleikahöldurum öllu illu.  Af 22 hljómleikastöđum hafa ţrír lúffađ.  Tveir í Frakklandi og einn í Hannover í Ţýskalandi.  Ţeir hafa ekki aflýst hljómleikunum heldur tekiđ Tý af ţeim.   

  Í gćr brá hljómsveitin á leik.  Laumađist inn í hljómleikahöllina í Hannover og upp á sviđ.  Ţar stilltu ţeir sér upp í skyrtubolum međ áletruninni "Týr ritskođuđ".  Ađ hálfri annarri mínutu liđinni yfirgáfu Týsarar stađinn. 

týr


Fćreyskar kjötbollur

  Allir ţekkja sćnskar kjötbollur.  Flestir sem sćkja veitingastađ Ikea hafa fengiđ sér kjötbollurnar ţar.  Sumir oft.  Einkum sćkja börn og unglingar í ţćr.  Reyndar eru ţćr upphaflega komnar frá Grikklandi.  Sú stađreynd er faliđ leyndarmál.

  Margir ţekkja líka danskar kjötbollur.  Einkum eftir ađ Kjarnafćđi hóf framleiđslu á ţeim.

  Frá ţví ađ íslenskir kjötsalar komust upp á lag međ ađ selja kjötfars hefur nafn íslensku kjötbollunnar fćrst yfir í ađ heita hakkbollur.  Mig grunar ađ kjötfars sé séríslensk uppfinning.  Fyrir hálfri öld eđa svo rak kunningi minn hverfisbúđ međ kjötborđi.  Besti bisnessinn var ađ selja kjötfars.  Uppistöđuhráefniđ var hveiti en hann gat selt ţetta á verđi kj0thakks.  Stundum sat hann uppi međ kjötfars sem súrnađi.  Ţá skellti hann slurki af salti í ţađ og kallađi farsiđ saltkjötsfars.

  Uppistöđuhráefni dönsku kjötbollunnar er svínakjöt.  Svíarnir blanda saman svínakjötinu og nautakjöti.  Á síđustu árum eru Íslendingar farnir ađ fćra sig frá nautakjötshakki yfir í svínakjötshakk ţegar kemur ađ hakkbollu.

  Fćreyingar halda sig alfariđ viđ nautakjötshakkiđ.  Ţeir kalla sínar kjötbollur frikadellur eins og Danir.  Fćreysku frikadellurnar eru betri og frísklegri.

  Hráefni fyrir fjögurra manna máltíđ:

505 grömm nautahakk

2 laukar

2 hvítlauksrif

1 egg

1,7 dl mjólk

78 grömm hveiti (mćli frekar međ hafragrjónum)

1,5 teskeiđ salt

  Einfalt og gott.  Laukurinn og hvítlauksrifin eru söxuđ í smátt.  Öllu er hrćrt saman.  Kokkurinn setur á sig einnota plasthanska og mótar međ ađstođ matskeiđar litlar bollur.  Ţćr smjörsteikir hann uns ţćr eru orđnar fallega brúnar.  Galdurinn er ađ bollurnar séu ekki stórar.  Séu á stćrđ viđ ţćr sćnsku.  Kannski samt pínulítiđ stćrri.

  Heppilegt međlćti er ofnsteikt rótargrćnmeti og kartöflur.  Líka heimalöguđ tómatsósa (ekki ketchup).  

4 smassađir tómatar

1 svissađur laukur

2 svissuđ hvítlauksrif

2 kjötteningar

3 saxađar basilikur

  Ţetta er látiđ malla í 16 mínútur

fćreyskar frikadellur   

 

 

 


Plötuumsögn

 - Titill:  Sacred Blues

 - Flytjandi:  Tholly´s Sacred Blues Band

 - Einkunn: *****

  Hljómsveitin er betur ţekkt sem Blússveit Ţollýjar.  Á komandi hausti hefur hún starfađ í sextán ár.  Ţollý Rósmundsdóttir syngur af innlifun, ásamt ţví ađ semja lög og texta.  Hún hefur sterka, dökka en blćbrigđaríka söngrödd.  Hún sveiflast frá blíđum tónum upp í kröftugan öskurstíl.  Virkilega góđ söngkona.  

  Ađrir í hljómsveitinni eru gítarleikarinn Friđrik Karlsson (Mezzoforte), trymbillinn Fúsi Óttars (Bara-flokkurinn), bassaleikarinn Jonni Ricter (Árblik); og Sigurđur Ingimarsson spilar á ryţmagítar og syngur.  Allir fantagóđir í sínum hlutverkum.  Mest mćđir á Friđriki.  Hann fer á kostum.  Meiriháttar!  Međ sömu orđum má lýsa Sigurđi í ţví eina lagi sem hann syngur á plötunni.

  Hjörtur Howser skreytir eitt lag međ snyrtilegu Hammondorgelspili.  Blásaratríó skreytir tvö lög.  Ţađ er skipađ Jens Hanssyni, Ívari Guđmundssyni og Jóni Arnari Einarssyni.

  Gestahljóđfćraleikararnir skerpa á fjölbreytni plötunnar sem er ríkuleg.  Sjö af tólf lögum hennar eru frumsamin.  Fimm eftir Ţollý og sitthvort lagiđ eftir Friđrik og Sigurđ.  

  Erlendu lögin eru m.a. sótt í smiđju Howlin Wolf, Mahaliu Jackson og Peters Green.  Öll vel kunnar perlur.  Lag Peters er "Albatross",  best ţekkt í flutningi Fleetwood Mac.  Hérlendis kannast margir viđ ţađ af sólóplötu Tryggva Hubner,  "Betri ferđ".  Frumsömdu lögin gefa ađkomulögunum ekkert eftir.

  Textarnir eru trúarlegir.  Ţessi flotta plata fellur ţví undir flokkinn gospelblús.  Ég hef ekki áđur á ţessari öld gefiđ plötu einkunnina 5 stjörnur.

Ţolly' s Sacret Blues Band   

     


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband