Ótrúlegt en satt

  mistök14

  Flestir glćpir komast upp.  Ein kenningin er sú ađ flestir fremji afbrot vegna siđblindu og ţađ sé vegna ţessarar sömu blindu sem upp um ţá kemst.  Önnur kenning er sú ađ flestir glćpamenn séu einfaldlega heimskir.  Hver sem ástćđan er ţá er ómögulegt annađ en undrast og brosa yfir sumum.

  - Fyrir mörgum árum var reiđhjóli stoliđ á Sauđárkróki.  Nokkrum dögum síđar var bein sjónvarpsútsending frá Sauđárkróki vegna sveitastjórnakosninga.  Helgi Helgason fréttamađur stóđ fyrir utan félagsheimiliđ Bifröst og sagđi tíđindi.  Ungling bar ţar ađ á reiđhjóli og löngun til ađ sjást í sjónvarpi helltist yfir hann.  Hann hjólađi ţess vegna fram og til baka fyrir aftan Helga. 

  Eigandi stolna hjólsins ţekkti ţarna hjóliđ sitt.  Hann hringdi í lögregluna.  Lögreglustöđin er í nćsta húsi viđ Bifröst.  Ţjófurinn var handtekinn í beinni útsendingu. 

  -Í kvikmyndinni um Lalla Johns segir félagi hans af Litla-Hrauni frá innbroti ţeirra félaga í bifreiđaverkstćđi á Eyrarbakka.  Félaginn endar frásögnina fyrir framan myndavélina međ orđunum:  "Ţetta er eitt af ţeim innbrotum sem aldrei mun komast upp hverjir frömdu."

  - Bandaríski söngvarinn Bobby Brown var gripinn viđ ölvunarakstur.  Hann var skikkađur til ađ yfirgefa ekki Georgíu-ríki fyrr en dómur félli í málinu.  Brot á ţessum fyrirmćlum kosta 8 daga fangelsun.  Nokkrum dögum síđar fylgdist dómarinn í málinu međ beinni útsendingu frá afhendingu bandarísku músíkverđlaunanna Grammy í Los Angeles.  Ţar steig Bobby Brown á sviđ.  Dómarinn hringdi í "kollega" sína í LA og söngvarinn var svo gott sem handtekinn á sviđinu og ţurfti ađ dúsa í fangelsi nćstu 8 daga.  Síđar sagđist Bobby Brown ekki hafa áttađ sig á ađ beina sjónvarpsútsendingin í LA nćđi til Georgíu.

  -Ungur bandarískur kannabisrćktandi montađi sig af árangrinum á myspace-síđu sinni.  Hann setti daglega ţangađ inn nýjar myndir til ađ leyfa lesendum ađ fylgjast međ.  Á myspace-síđu drengsins voru allar upplýsingar um hann sem lögreglan ţurfti til ađ banka upp heima hjá honum.  Fyrir dómi sagđist strákurinn hafa haldiđ ađ löggan hefđi eitthvađ ţarfara ađ gera en hanga á netinu. 

 - Byssumađur braust inn til prests í Bandaríkjunum og heimtađi peninga.  Presturinn var ekki međ reiđufé á sér.  Hann notađi einungis ávísanahefti.  Byssumađurinn krafđist ţess ţá ađ presturinn léti sig fá 5.000 dollara ávísun.  Presturinn benti byssumanninum á ađ ávísunin yrđi ađ vera stíluđ á nafn viđkomandi ţví bankar skipta ekki 5.000 dollara ávísun nema hún sé stíluđ á nafn.  Byssumađurinn rétti prestinum nafnskírteiniđ sitt svo hann myndi örugglega stafsetja ţađ rétt.  Byssumađurinn var handtekinn heima hjá sér áđur en hann framvísađi ávísuninni.

  - Í Illinois tók byssumađur náunga á mótorhjóli í gíslingu og neyddi til ađ keyra međ sig á milli hrađbanka.  Byssumađurinn var fljótt handtekinn ţví hann tók einungis út peninga af sínum eigin reikningi.

  - Í Modesto í Kaliforníu er Steven Richard King frćgur.  Hann ruddist inn í Bank of America og tilkynnti vopnađ rán.  Hann notađi ţumalinn og vísifingur til ađ líkja eftir byssu í vasanum.  Í taugaveiklun varđ honum á ađ taka "byssuna" upp úr vasanum og ógna viđstöddum.

  - Í S-Karólínu gekk mađur inn á lögreglustöđ,  skellti kílói af kókaíni á afgreiđsluborđiđ og óskađi eftir ţví ađ fá ađ leggja fram kćru á hendur sölumanninum.  Kókaíniđ vćri illilega útţynnt.

  Gaman vćri ef ţiđ muniđ eftir fleiri sögur af heimskum glćpamönnum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.