Ég er orðinn afi!

  Nú er allt í gangi.  Daníel sonur minn og Mónika tengdadóttir mín eignuðust síðdegis heilbrigða og hrausta dóttur.  Hún er sem sagt síðdegisbarn.  Þar með er ég í fyrsta - en ekki síðasta - sinn að upplifa þann merka viðburð að verða afi.  Það er heilmikið ævintýri og getur bara orðið skemmtilegra.       

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Til hamingju. Nú getur þú byrjað að ofdekra sonardóttirina.

Offari, 5.11.2009 kl. 19:54

2 identicon

Til hamingju með það ;) Skilar góðri kveðju frá okkur til þeirra...

Tómas H (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 19:56

3 Smámynd: Ragnheiður

Til hamingju með þetta Jens...

Ragnheiður , 5.11.2009 kl. 20:16

4 identicon

ég óska þér innilega til hamingju með afabarnið þvílik snilld :)

Ágúst Hróbjartur (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 20:32

5 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Hugheilar hamingjuóskir, sannarlega ástæða til gleðjast yfir þessum fréttum

Jenný Stefanía Jensdóttir, 5.11.2009 kl. 20:35

6 identicon

Til hamingju, Jens Kristján og gangi þér sem allra best í þínu nýja og mikilvæga hlutverki.

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 20:40

7 identicon

 Kjánalegt af thér ad eldast svona hratt.  Vaeri ekki skynsamlegra af thér ad vera á tvítugsaldrinum?  Sérdu ekki hve heimskulegt thetta er.  Nú er ekki langt í andlátid.

Thar sem ég er gódhjartadur thá óska ég thér til hamingju med littlu stelpuna thrátt fyrir thessi hrapalegu mistök thín.

Gjagg (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 20:55

8 identicon

Til hamingju með það nafni. Ég er víst að smitast af þessum tiltli í janúar en þó á ská samt, verð semsagt stjúpafi.

Jens Kristján (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 20:57

9 identicon

Heill og sæll; Jens !

Til hamingju; með þennan áfanga, í þínu lífi - og beztu óskir, til þín, sem þinnar fjölskyldu, allrar.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 21:00

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

bestu heillaóskir til foreldrana og þín Jens

Óskar Þorkelsson, 5.11.2009 kl. 21:06

11 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Til hamingju með þetta verkefni sem er mikklu mun skemmtilegra en nokkuð annað.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 5.11.2009 kl. 21:10

12 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

til lukku með áfangann. sjálfur á ég enn nokkur ár í þetta en hlakka mikið til

Brjánn Guðjónsson, 5.11.2009 kl. 21:11

13 identicon

Til hamingju með þetta karlinn!

DoctorE (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 21:26

14 identicon

Innilega til hamingju með afatitilinn!

Er sjálf nýorðin amma og það er hreint út sagt meiriháttar gaman.

Sigrún (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 21:30

15 identicon

Til hamingju afi!

Wim Van Hooste (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 22:03

16 Smámynd: Yngvi Högnason

Ja hvur rækallinn, svo gamall má verða.

Yngvi Högnason, 5.11.2009 kl. 22:10

17 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er alldeilis frábært og raunar það besta sem ég gat óskað þér Jens minn.  Ég hlakka til að sjá litlu skvísuna þegar kemur að afahelgi skal ég hjálpa þér. Bara gaman.

Sigurður Þórðarson, 5.11.2009 kl. 22:41

18 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Til hamingju Jens.  Það ku vera mun skemmtilegra að stússast með barnabörnin en sín eigin börn, maður fær þau lánuð, treður út af sykri og öðru "bönnuðu" góðgæti, og þegar gormarnir fara að grenja eða hætta að vera skemmtilegir einhverra hluta vegna, þá skilar maður þeim aftur til foreldranna!

Hjóla-Hrönn, 5.11.2009 kl. 22:51

19 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Til hamingju meistari.

Helga Kristjánsdóttir, 5.11.2009 kl. 22:59

20 identicon

TIL HAMINGJU,FRÁBÆR TILFYNNING AÐ VERÐA AFI.EN ÉG VARÐ AFI FYRIR TÆPUM ÞREMUR ÁRUM SÍÐAN OG ÞVÍLÍK ÁNÆGJA GÆFA OG GLEÐI SEM ÞAÐ ER. 

Númi (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 23:02

21 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Til hamingju með afabarnið Jens. Ég er nú samt nokkru á undan þér þar sem ég á afastrák sem er nýorðinn sex ára.

Þráinn Jökull Elísson, 5.11.2009 kl. 23:29

22 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég óska þér til hamingju með nýja hlutverkið, og sonardótturina. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.11.2009 kl. 23:37

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Velkomin í afaömmuhópinn Jens minn.  Og ég segi þér alveg satt, það er miklu skemmtilegra að verða afi/amma en mamma eða pabbi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.11.2009 kl. 23:38

24 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gratúlera hjartanlega gamli skólabróðir.  Þú hefur eignast fjarsjóð, sem aldrei fengist með streði eða stuldi.  Megir þú njóta þess í tætlur.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2009 kl. 03:30

25 identicon

Til hamingju frá mömmu og co. Hún er búin að missa röddina, þannig að hún getur ekki hringt.

tomi (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 10:11

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

Til hamingju, Jensinn minn!

Afar eru afar góðir.

Þorsteinn Briem, 6.11.2009 kl. 11:57

27 Smámynd: Jens Guð

  Þið öll,  bestu þakkir fyrir góðar kveðjur.  Þetta er ofsalega gaman og mikil gleðistund.

Jens Guð, 6.11.2009 kl. 13:11

28 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Innilega til hamingju Jens! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.11.2009 kl. 13:18

29 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Gleði, gleði, gleði ...  ég gekk um á gleðiskýi þegar ég eignaðist mitt fyrsta ömmubarn fyrir fimm árum, nú á ég tvö og það þriðja á leiðinni! ..

Yndislegt að þú sért búinn að fá að upplifa þessa tilfinning að eignast barnabarn og hjartanlega til hamingju!

Jóhanna Magnúsdóttir, 6.11.2009 kl. 15:52

30 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

P.s. svo á ég eitt "stjúpömmubarn" en sonur fv. sambýlings  kallar mig "Ömmu Jógu" .. og ég slepp nú ekkert frá því hlutverki!

Jóhanna Magnúsdóttir, 6.11.2009 kl. 15:53

31 identicon

Innilega til hamingju með þetta, kallinn.  Nú er bara að smyrja stúlkuna með Banana Boat gúmmelaði og þá mun hún varðveita eilífan æskuljóma - eins og afinn!

Bestu kveðjur,

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 17:55

32 identicon

Hamingjuóskir með litlu stúlkuna.  Var líka að eignast ömmustelpu fyrir fáeinum dögum.  Og litli næstum þirggja ára ömmustrákur er orðinn stóri bróðir.  Þetta er þvílík gleði.  Blessað barnalán eins og þetta fallega orð segir okkur.

Já Jens minn.  Barnabörnin gefa lífinu gildi!  Og nú verðum við að finna leið til að losa þau undan skuldasúpunni vondu.

Auður M (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 19:59

33 Smámynd: Jens Guð

  Kæru vinir,  ég held áfram að þakka fyrir góðar kveðjur.  Þið sem þegar eruð orðin afi eða amma kannist við þá sérkennilegu gleðitilfinningu að vera komin/n í þetta hlutverk.  Fyrir aðra er erfitt að útlista þessa blöndu af gleði,  hamingju og einhverju sem ég upplifi sem stolt eða mont.  Þetta einhvernveginn yfirskyggir allt.  Er náskylt því þegar ég varð í tvígang faðir.  En er samt líka öðruvísi.  Hefur aðra vídd í tilverunni.  Ef ég reyndi að útskýra það yrði ég væminn.  Það er ekki alveg minn stíll.  En,  jú,  samt.  Þetta er meiriháttar ævintýri.   

Jens Guð, 7.11.2009 kl. 00:01

34 Smámynd: Jens Guð

  Svo er næsta skref að standa sig í afahlutverkinu.  Það er nýtt og krefjandi verkefni og spennandi.  Blessuð sonardóttir mín veit ekki enn hvað afi hennar er ruglaður furðufugl.  Það er ágætt verkefni fyrir hana að vinna úr næstu ár.  Ekki auðvelt en vonandi skemmtilegt fyrir okkur bæði.  Ef hún nær að tileinka sér húmor fyrir skrýtna afa.    

Jens Guð, 7.11.2009 kl. 00:09

35 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Það þýðir að við séum móðursynir!

Siggi Lee Lewis, 7.11.2009 kl. 03:11

36 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Innilega til hamingju, afi gamli. Já, afi gamli!

Ingvar Valgeirsson, 7.11.2009 kl. 13:09

37 Smámynd: hilmar  jónsson

Innilega til hamingju gamli pönkari...

hilmar jónsson, 7.11.2009 kl. 18:59

38 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég hlakka til að sjá litlu stúlkuna þína við tækifæri Jens.

Ég spái henni bjartri framtíð, hún mun örugglega haga góðan húmor fyrir "furðuguglinum" honum afa sínum 

Sigurður Þórðarson, 7.11.2009 kl. 19:51

39 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Til hamingju!  Þú verður örugglega frábær afi.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 8.11.2009 kl. 01:45

40 Smámynd: Sverrir Stormsker

Skrítið. Þú ert ekki orðinn fertugur en samt orðinn afi. Þú getur ekki hafa verið mikið eldri en 11 ára þegar þú varst pabbi. Til hamingju engu að síður.

Afi minn renndi sér einusinni niður handrið og það fór illa. Lenti á nagla. Eftir það kallaði ég hann alltaf ömmu.

Sverrir Stormsker, 8.11.2009 kl. 14:34

41 Smámynd: Jens Guð

  Ég held áfram að þakka fyrir góðar kveðjur.  Sverrir,  mér varð á að skella upp úr við söguna af því þegar þú fórst að kalla afa þinn ömmu.

Jens Guð, 8.11.2009 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.