Upprisa hljómsveitar

   Það er skammt stórra högga á milli í upprisumálum stórhljómsveita.  Fyrst voru það tröllin í Led Zeppelin sem endurreistu þessa bestu hljómsveit rokksögunnar með aðstoð Jasons Bonhams,  sonar trommusnillingsins Johns heitins Bonhams.  Flokkur íslenskra þursa lét sitt ekki eftir liggja og endurvakti Þursaflokkurinn.  Og núna á 27 ára afmæli hljómsveitarinnar Lexíu frá Laugabakka í Húnavatnssýslu - og aldarfjórðungi eftir að hljómsveitin lagði upp laupana - er komið að lagþráðri upprisu.  Lexía var vinsælasta ballhljómsveitin á Íslandi sumrin 1981 og 1982.  Kíkið á heimasíðuna www.lexia.blog.is og fylgist með upprisunni,  ásamt því að fræðast betur um hljómsveitina.

  Sendið þangað inn ljósmyndir af Lexíu og af húðflúruðu nafni hennar á hinum ýmsu líkamspörtum aðdáendaskarans.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Lex" á latínu þýðir "lög" og ég kalla kvenkyns lögfræðinga alltaf lexíur. Ekkert rex og ekkert pex, segja lexíur!

Steini Briem (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 20:38

2 identicon

Það verður ekki af þér skafið Jens að þú ert spaugari með skemmtilegan húmor, ég segi ekki meira....

Bubbi J. (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 21:37

3 Smámynd: Jens Guð

  Steini,  þetta er snilldar nafn yfir kvenlögfræðinga.  Er jafnvel dálítið sexý.

  Guðjón Viðar,  Lúdó og STEFÁN eru ennþá á fullu.  Siggi Lee Lewis fór á dansleik hjá þeim á Kringlukránni í fyrra og sagði að þeir hafi verið í góðu formi.

  Bubbi,  já,  ég reyndi að vera fyndinn þegar ég skrifaði um flokk íslenskra þursa.  Það er í anda Þursanna.  Þeir voru alltaf dálítið fyndnir.

Jens Guð, 9.3.2008 kl. 22:10

4 identicon

Aldrei hafði ég heyrt á þessa hljómsveit Lexíu minnst, fyrr en ég heyrði farið yfir gamla plötu með þeim í þættinum Geymt en ekki Gleymt á Rás 2 síðastliðinn Laugardag. Þeir hljómuðu svo sem ekki verr en megnið af öðrum íslenskum ballhljómsveitum svo sem t.d. Brimkló og Sálin Hans Jóns Míns. Gaman fyrir Lexíu að vera nefnd hér í sömu andrá og Led Zeppelin. 

Stefán (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.