Horfđi á fótinn lengjast

  Ţessa dagana kryddar danskur kraftaverkapredikari tilveru Fćreyinga.  Hann heitir Hans Berntsen og fer eins og stormsveipur um eyjarnar međ fyrirbćnir og kraftaverk.  Fréttamađurinn Snorri Brend segir á Fésbók frá heimsókn sinni til predikarans á ţriđjudaginn.  Sá greindi ţegar í stađ ađ annar fóturinn vćri nokkrum cm styttri en hinn.  Ţađ kallađi á bćn og kraftaverk.  

  Svo bćnheitur var Hans ađ Snorri horfđi međ eigin augum á fótinn lengjast um 4 cm.  Síđan hefur hann sofiđ vćrar um nćtur en í langan tíma.  Áđur hafđi hann ekki hugmynd um ađ fćturnir vćru mislangir.  

.


Hvar er dýrast ađ búa?

  Í gćr opinberađi The Economist Intelligence Unit lista yfir ţađ hvar dýrast er ađ búa.  Listinn er áhugaverđur.  Hann er afmarkađur viđ borgir.  Stađa ţeirra á listanum er útskýrđ.  Samantektin nćr yfir laun,  matvćlaverđ,  eldneytisverđ og eitthvađ svoleiđis.

  Ţetta eru dýrustu borgirnar í Vestur-Evrópu (ţćr sem viđ berum okkur helst saman viđ):

1  Zúrich í Swiss

2-3  Geneva í Swiss

2-3  París í Frakklandi

4  Kaupmannahöfn í Danmörku

5  Osló í Noregi

6-7  Helsinki í Finnlandi

6-7  Reykjavík

8  Vín í Austurríki

9  Frankfurt í Ţýskalandi

10 London í Englandi

11 Dublin á Írlandi

12 Mílan í Ítalíu

13 Hamborg í Ţýskalandi

14-15 Munich í Ţýskalandi

14-15 Róm í Ítalíu

16-18 Dusseldorf í Ţýskalandi

16-18 Barcelona á Spáni

16-18 Brussel í Belgíu

  Athygli vekur ađ Berlín kemst ekki á listann.  Ađrar ţýskar borgir slá höfuđborginni viđ.

  Dýrtíđin í Reykjavík er útskýrđ međ lítilli innanlandsframleiđslu.  Íslendingar verđi ađ flytja flestar vörur inn frá útlöndum.  Ţađ kosti sitt.

   


Af hverju páskaegg strax eftir jól?

  Mörgum var illilega brugđiđ á dögunum ţegar fullorđinn mađur gekk í skrokk á páskaeggjum í verslun vestur á Seltjarnarnesi.  Ekki vegna ofbeldisins.  Ţađ er alvanalegt ađ páskaegg séu mölbrotin.  Ekki síst á Seltjarnarnesi.  Viđbrögđin beindust fyrst og fremst ađ ţví ađ páskaegg vćru komin í verslanir mörgum mörgum vikum fyrir frjósemishátíđina.

  Fólk var hneykslađ.  Jafnvel reitt.  Ađallega samt undrandi.  Ótal spurningar vöknuđu.  Vangaveltur teygđu verulega á athugasemdaţráđum viđ Fésbókarfćrslur og blogg.  

  Ég kannađi máliđ.  Snéri mér eldsnöggt og fumlaust ađ afgreiđsludömu í matvöruverslun.  Yfirheyrđi hana frá öllum hliđum.  Hún mćlti:

  Ţađ er ágćt sala í páskaeggjum ţetta langt fyrir páska.  Verslanir eru ađ mćta eftirspurn.  Páskaegg eru vinsćl tćkifćrisgjöf.  Ţau eru ekki til sölu nćstu níu til tíu mánuđi eftir páska.  Mjög algengt er ađ fólk grípi međ sér páskaegg til útlanda.  Ţá er veriđ ađ gleđja ţarlenda ćttingja og vini međ íslensku páskaeggi.  Íslensku páskaeggin eru miklu veglegri og betri en útlend.  Útlend páskaegg eru ađeins á stćrđ viđ hćnuegg.  Ţau eru ekkert skreytt.  Bara pökkuđ inn í mislitan álpappír.  

  Ţví má bćta viđ ađ víđa erlendis er súkkulađikanínum hampađ sem frjósemistákni umfram súkkulađiegg.  Ţćr eru ekkert merkilegri.  Ađ vísu súkkulađimeiri og fallegri fyrir augađ.  Komast ţó ekki međ tćrnar ţar sem glćsileg íslensk páskaegg hafa hćlana.

páskaeggPáskaegg opiđeaster-egg-hunt páskakanína     


Heil! Heil! Chuck Berry!

 

  Hann var einn af frumherjum rokksins á sjötta áratugnum.  Hann átti drjúgan ţátt í hönnun rokksins.  Ekki síst hvađ varđar gítarleik og laglínur.  Allir sungu söngva hans:  Presley, Jerry Lee Lewis, Little Richard...

  Bítlahljómsveitir sjöunda áratugarins voru ekki síđur uppteknar af Chuck Berry.  Allar  spiluđu söngva hans:  Bítlarnir,  Byrds,  Rolling Stones,  Beach Boys...

  Söngvar hans áttu stađ í hipparokkinu.  Einnig ţungarokki áttunda áratugarins.  Líka í pönkbylgjunni og reggae-senunni.  Líka hjólabrettapönki ţessarar aldar.  Tónlist hans umvefur allt og fellur aldrei úr gildi.

  Ekki má gleyma ađ textar hans eru dágóđir.  Ţeir skerptu á unglingauppreisninni sem rokkiđ var í árdaga,  svo sem titillinn "Roll over Beethoven" undirstrikar. 

  John Lennon komst ţannig ađ orđi:  Ef rokkiđ fengi nýtt nafn ţá yrđi ţađ Chuck Berry.

  


mbl.is Stjörnurnar votta Berry virđingu sína
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ungur og efnilegur tónlistarmađur - sonur rokkstjörnu

  Fátt er skemmtilegra en ađ uppgötva nýtt, efnilegt og spennandi tónlistarfólk;  ungar upprennandi poppstjörnur.  2015 kom út hljómplatan "Void" međ ungum rappara.  Listamannsnafn hans er Andsetinn,  hressilega frumlegt nafn.  Raunverulegt nafn er Arnar Jóhann Ţórđarson.  Hann hefur veriđ ađ kynna ný lög á samfélagsmiđlinum Soundcloud.  

  2015 fór platan "Void" alveg framhjá mér.  Samt reyndi ég ađ hlusta á flestar plötur ţess árs. Međal annars vegna ţess ađ fjölmiđlar óska jafnan eftir mati mínu á bestu íslensku plötum ársins.  Áreiđanlega vissu ađrir álitsgjafar fjölmiđla ekki af plötunni heldur.  Ţetta er dálítiđ snúiđ.  Ţađ koma kannski út 500 plötur.  Viđ sem erum álitsgjafar í áramótauppgjöri heyrum varla helming af ţeim.

  Andsetinn á fjölmennan og harđsnúinn ađdáendahóp.  Myndbönd hans hafa veriđ spiluđ hátt í 28 ţúsund sinnum á ţútúpunni.  Lögin hafa veriđ spiluđ 100 ţúsund sinnum á Soundcloud.  

  Ţegar ég kynnti mér nánar hver ţessi drengur vćri ţá kom í ljós ađ hann á ekki langt ađ sćkja tónlistarhćfileikana.  Fađir hans,  Ţórđur Bogason (Doddi Boga),  var áberandi í rokksenu níunda og tíunda áratugarins.  Einkum ţeirri sem var međ annan fótinn í söngrćnu ţungarokki.  Hann var söngvari hljómsveita á borđ viđ Foringjana, Rickshaw, Skytturnar,  Ţukl,  Ţrek,  Rokkhljómsveit Íslands,  DBD og Warning.  Eflaust er ég ađ gleyma einhverjum.  Hann rak jafnframt vinsćla hljóđfćraverslun,  Ţrek,  á Grettisgötu.  Hún gekk síđar inn í Hljóđfćrahús Reykjavíkur.

  Ţórđur er ennţá ađ semja og syngja tónlist.  Á til ađ mynda besta jólalag síđustu ára,  "Biđin eftir ađfangadegi".  Ţađ hentar ekki ađ blasta ţví hér í mars.  En fyrir ţá sem átta sig ekki á um hvađa lag er ađ rćđa ţá er hćgt ađ hlusta á ţađ međ ţví ađ smella HÉR   

  Mig rámar í slagtog Dodda međ bandarísku hljómsveitinni Kiss.  Međ ađstođ "gúggls" fann ég ţessa ljósmynd af ţeim Paul Stanley.     

 Paul-Stanley-Thordur-Bogason

     

       


Umhugsunarverđ umrćđa

  Breska götublađinu Daily Mail barst bréf á dögunum.  Bréfritari var kona sem sagđi farir sínar ekki sléttar.  Hún hafđi gengist undir mjađmaskipti á sjúkrahúsi (hvar annarsstađar?).  Ţar deildi hún herbergi međ annarri konu.  Sú fór í uppskurđ.  Vandamáliđ var ađ hún talađi ekki ensku.  Mađur hennar ţurfti ađ ţýđa allt fyrir hana.

  Bréfritari spurđi manninn hvađ konan hafi lengi búiđ í Englandi.  Svariđ var:  Í 21 ár.  Bréfritari fékk áfall.  Lét ađ ţví liggja ađ ţetta vćri hneyksli sem ćtti ekki ađ líđa.

  Blađamađurinn tekur undir:  Ţegar flutt er til annars lands ćtti nýbúinn ađ lćra mál innfćddra.  Ţetta hafi Bretar hinsvegar aldrei gert.  Ţeir óđu á skítugum skóm yfir Indland og fjölda afrískra landa.  Ţađ hvarflađi aldrei ađ ţeim ađ lćra mál innfćddra.  Innfćddir urđu ađ lćra ensku til ađ eiga samskipti viđ ţá.  Mörg ţúsund Bretar eru búsettir á meginlandi Evrópu.  Ţar af flestir í Frakklandi og á Spáni.  Enginn ţeirra hefur lćrt frönsku eđa spćnsku.  Ţeir halda sig út af fyrir sig,  blandast ekki innfćddum og tala einungis ensku.  

  Í lokaorđum svarsins er hvatt til ţess ađ Bretar endurskođi tungumálakunnáttu sína fremur en kasta steinum úr glerhúsi. 

segđu til


Heimsfrćg hljómsveit spilar íslenskan slagara

  Í gćr bloggađi ég um konu sem spilar á trommur.  Hún er ađeins sjö ára brazilísk stelpuhnáta.  Konur fá iđulega ástríđu fyrir trommuleik á ţeim aldri.  Uppáhalds hljómsveit brazilísku telpunnar er bandaríska ţungarokkshljómsveitin System of a Down.  Ţađ er hiđ besta má.  System of a Down er flott hljómsveit.  Ein vinsćlasta og ferskasta rokkhljómsveit heims.  

  Víkur ţá sögu ađ sígildu íslensku dćgurlagi,  "Sá ég spóa".  Hér er ţađ í flutningi Savanna tríós.

       

  Ég skammast mín fyrir ađ hafa sem krakki slátrađ plötum föđur míns međ Savanna tríói.  Ég notađi ţćr fyrir flugdiska (frisbie).  Ţćr ţoldu ekki međferđina.

  Hlerum ţessu nćst lagiđ "Hypnotize" međ System of a Down.  Leggiđ viđ hlustir á mínútu 0.12.  

       


Kona spilar á trommu

  Konur tromma.  Ţćr elska ađ spila á trommur.  Ekki allar, vel ađ merkja.  En margar.  Ein er brazilískur krakki.  Ađeins sjö ára stelpuskott, Eduarda Henklein.  Hún var varla byrjuđ ađ skríđa ţegar trommuástríđan braust út.  Hún trommađi á allt sem hönd á festi.  Foreldrarnir gáfu henni litiđ leikfangatrommusett.  Hún skildi ţađ ekki viđ sig.  Lúbarđi ţađ allan daginn.    

  Ţegar hún var fjögurra ára bćttu foreldrarnir um betur;  gáfu henni alvöru trommusett.  Hún hefur nánast ekki stađiđ upp af trommustólnum síđan.  Ekki nema til ađ setja ţungarokksplötur á fóninn.  Henni drepleiđist létt og einföld tónlist.  Hún sćkir í rokklög sem eru keyrđ upp af afgerandi trommuleik ţar sem allt rommusettiđ fćr ađ njóta sín.  Hún elskar taktskiptingar og "breik".  Litlu fćturnar hamast af sama ákafa og hendurnar.     

  Uppáhalds hljómsveitir hennar eru System of a Down og Led Zeppelin.  Hún kann líka vel viđ Metallica, AC-DC,  Slipknot og Guns N Roses.  

  Ţađ er gaman ađ horfa á hana spila.  Út úr andlitinu skín gleđi og svipur sem gefur til kynna ađ trommuleikurinn sé án fyrirhafnar.  Hér spilar hún - sennilega 5 ára - syrpu úr smiđju Ac-Dc, Bítlanna og System of a Down.    

 


Mćtir sterkur til leiks

gummi hebb

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Hvađ gerist ţegar grípandi tónlist U2 og Coldplay er blandađ saman ásamt tölvupoppi og söngrödd Herberts Guđmundssonar?  Útkoman gćti hljómađ eitthvađ í humátt ađ ţví sem heyrist í myndbandinu hér fyrir neđan.  Flytjandinn kallar sig Wildfire.  Raunverulegt nafn er Guđmundur Herbertsson.  "Up to the Stars" er hans fyrsta lag.  Flott lag.

  Eins og einhvern grunar eflaust er Guđmundur sonur poppstjörnunnar Hebba Guđmundssonar.  Sonurinn hefur erft söngrödd föđur síns og hćfileikann til ađ semja snotur "syngjum međ" lög.  Til hamingju međ sterkt byrjendaverk, Guđmundur!

 


Samviskusamur ţjófur

  Fyrir fjórum áratugum ratađi í fjölmiđla krúttleg frétt af ţjófnađi í skemmtistađnum Klúbbnum í Borgartúni í Reykjavík.  Svo framarlega sem ţjófnađur getur veriđ krúttlegur.  Ţannig var ađ í lok dansleiks uppgötvađi karlkynsgestur á skemmtistađnum ađ seđlaveski hans var horfiđ.  Sem betur fer voru ekki mikil verđmćti í ţví.  Ađeins eitthvađ sem á núvirđi gćti veriđ 15 eđa 20 ţúsund kall.

  Nokkrum dögum síđar fékk mađurinn seđlaverskiđ í pósti.  Án penings.  Ţess í stađ var handskrifađ bréf.  Ţar stóđ eitthvađ á ţessa leiđ:  

  Ég biđst fyrirgefningar á ţví ađ hafa stoliđ af ţér veskinu.  Ég var í vandrćđum:  Peningalaus og ţurfti ađ taka leigubíl til Keflavíkur.  Ég vona ađ ţú virđir mér til vorkunnar ađ ég skili ţér hér međ veskinu - reyndar án peningsins.  En međ ţví ađ skila veskinu spara ég ţér fyrirhöfn og kostnađ viđ ađ endurnýja ökuskírteini, vegabréf, nafnskírteini og annađ í veskinu.  Strćtómiđar og sundkort eru ţarna

  Ţví má bćta viđ ađ eigandi veskisins var hinn ánćgđasti međ ţessi endalok.  


mbl.is Ţjófur skildi eftir skilabođ og peninga
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvernig getum viđ blóđmjólkađ ferđamenn?

  Fyrir örfáum árum aflađi sjávarútvegurinn lungann af gjaldeyristekjum Íslands. Erlendir ferđamenn voru sjaldgćf sjón.  Nema yfir hásumariđ.  Ţá brá nokkrum bakpokaferđalöngum fyrir sjónir.  Ţeir tjölduđu uppi á örćfum og létu lítiđ fyrir sér fara.  

  Nú er öldin önnur.  Á ţessu ári koma 2,3 milljónir ferđamanna til Íslands.  7 sinnum fleiri en íbúar landsins.  Ţeir koma međ alla vasa fulla af gjaldeyri.  Dreifa honum út um allt land, eins og ţegar frćjum er sáđ í mold.  Til samans skilja ţeir eftir í landinu 560 ţúsund milljónir (nćstum 7 milljónir á hverja 4ra manna fjölskyldu).  Ţetta er nćstum ţví helmingur af öllum gjaldeyristekjum ţjóđarbúsins.  Til samanburđar er sjávarútvegurinn lítilfjörleg tómstundariđja.

  Einhverjum gćti dottiđ í hug ađ ţessar gríđarmiklu nýju gjaldeyristekjur af túrisma - hreinar og klárar viđbótartekjur - gćfu svigrúm til ađ lćkka allskonar skatta,  álögur,  tolla og gjöld á íslenska ţegna.  Nýja gjaldeyrisgullnáman gćti niđurgreitt allt svoleiđis um helming.  Allir Íslendingar fengju ókeypis gleraugu og heyrnartćki.  Nei,  slíkt hvarflar ekki ađ neinum.  Ţess í stađ keppast landsmenn jafnt sem stjórnmálamenn viđ ađ stinga upp á nýjum álögum,  sköttum,  tollum og gjöldum:  Komugjöldum,  vegatollum,  gistináttagjöldum,  reisupössum,  klósettsköttum,  útsýnisgjöldum,  tryggingagjöldum,  flugmiđasköttum,  náttúrupössum og allskonar.

  Keppnin gengur út á ađ finna sem flestar leiđir til ađ blóđmjólka ferđamenn - og Íslendinga í leiđinni.  Hugmyndin er sú ađ ferđamađurinn muni glađur í bragđi borga sömu krónuna aftur og aftur viđ hvert fótmál.  Eftir ţví sem hann borgar fleiri gjöld ţeim mun dýpra fer hann í vasa sinn og dregur upp sömu krónuna í hvert sinn.  

  Annar ávinningur verđur sá ađ í atvinnuleysiskorti landsins hefjist stórfelldur innflutningur á útlendingum til ađ rukka fyrir okkur alla sem nálćgt landinu koma.  Allt umhverfis höfuđborgarsvćđiđ verđi reistar margar risastórar og gulli slegnar tollheimtustöđvar.  Líka viđ alla helstu ferđamannastađi landsins.  Prentsmiđjur framleiđi dag og nótt glćsilega passa og skírteini af öllu tagi.  Út um allar grundir hlaupi eftirlitsmenn og gćti ađ ţví ađ ferđamenn laumist ekki til ađ horfa ókeypis á landiđ.

     


mbl.is Ferđast 334 km til ađ ţrífa kamra
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hrikalegar ofsóknir

  Tölvunarfrćđingur vann um tíma viđ skjalavörslu.  Ţar varđ hann fyrir einelti.  Hann heldur úti heimasíđu og gerir grein fyrir ţeim raunum og öđrum.  Ţađ er svakaleg lesning.  Ég vil ekki gefa upp nafn eđa slóđ síđunnar.  Ástćđan er sú ađ ţar er margt nafngreint fólk boriđ ţungum sökum.

  Í kćru til landlćknis segir frá einkennilegum vinnubrögđum tannlćknis.  Sá borađi fjórar holur í tennur mannsins án ţess ađ fylla upp í ţćr.  Mađurinn varđ sjálfur ađ kaupa kröftugt lím og trođa í holurnar.  Ein holan varđ eftir.  Hún er í endajaxli og örđugt ađ komast ađ henni.  Eđlilega telur mađurinn fullvíst ađ tannlćknirinn sé á mála hjá dönsku krúnunni.

  Í framhjáhlaupi upplýsir hann landlćkni um eineltiđ á vinnustađnum.  Kynntir eru til sögunnar gerendur.  Ţeir eru:  Fulltrúi dönsku krúnunnar á Íslandi;  frímúrari;  fyrrum skátahöfđingi;  svo og mađur sem myrđir íslenska ţegna fyrir dönsku krúnuna.

  Ţetta fólk sakađi manninn um sitthvađ misjafnt sem hann er saklaus af.  Svo sem ađ vera gyđing.  Einnig hefur ţađ haft í hótunum.  Ţar á međal ađ hann:

  - verđi laminn í klessu međ kúbeini.  Ekki ađeins risastóru heldur einnig ryđguđu.

  - verđi skotinn ítrekađ í afturendann međ skammbyssu

  - fái óvart tölvuskjá ofan á hausinn 

  - verđi stunginn í hálsinn og ţađ framanfrá

  - verđi grafinn ofan í holu án ţess ađ mokađ verđi yfir

  - verđi lokađur inni á geđveikrahćli ásamt köngulóm

  - verđi étinn af ísbjörnum á Svalbarđa

  - verđi skilinn eftir fáklćddur uppi á hálendi

  Reynsla af lögreglunni hefur veriđ slćm.  Í skýrslum skráir hún hann ónákvćmt hitt og ţetta og ţar á međal kvíđasjúkling.  Hiđ rétta er ađ hann hefur ađeins einu sinni fengiđ kvíđakast.  Ţá var hann ađ keyra međ pizzu.

flatbaka 

  


Níđst á varnarlausum

hrekktur - á herđatré

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Hóflega drukkiđ vín gleđur mannsins hjarta hóflega.  Gróflega drukkiđ vín gleđur mannsins hjarta gróflega.  Ofurgróflega drukkiđ vín getur valdiđ ţví ađ vínsmakkarinn lognist út af;  sofni ölvunarsvefni.  Í ţví ástandi er hann eins og rotađur.  Getur hvorki hreyft legg né liđ.  Veit ekki af sér.  

  Ţađ er upplagt í einrúmi eđa innan um traust og hrekklaust fólk.  Verra er ţegar drykkjufélagarnir eru ósvífin hrekkjusvín.  Ţá er tćkifćriđ nýtt:  Búinn til hrekkur og fórnarlambiđ ljósmyndađ.  

  Á myndinni fyrir ofan hefur ölvađur drengur veriđ hengdur upp til ţerris.  Efsta myndin fyrir neđan er ósköp saklaus.  Ónotuđum túrtappa er stungiđ upp í drenginn.  Ósmekklegra hefđi veriđ ađ rauđmála tappann.

  Á nćstu mynd hafa kanínueyru veriđ sett á höfuđ, raksápuhnođri settur fyrir munn og klámblađi stillt upp.  Gćti veriđ ágćt auglýsing fyrir Playboy.

  Ţriđja myndin sýnir heilsufćđisútfćrslu.  Grćnmeti og ávextir leika ađal hlutverk.  

hrekktur bhrekkur ahrekktur e


Kona stal í búđ

  Sá fáheyrđi atburđur átti sér stađ í Ţórshöfn,  höfuđborg Fćreyja,  í fyrradag ađ kona stal í búđ.  Ţetta gerđist í sjoppu í miđbćnum.  Afgreiđslumađur í búđinni sá út undan sér hvar konan tróđ einhverju ofan í buxur sínar.  Síđan hvarf hún á braut eins og ekkert hefđi í skorist.  Kvaddi ekki einu sinni.

  Afgreiđslumanninum var eđlilega illa brugđiđ.  Hann hringdi umsvifalaust í lögregluna og sagđi tíđindin.  Í ţessu 19 ţúsund manna sveitarfélagi ţekkja allflestir alla.  Kannski ekki endilega persónulega alla.  En vita deili á nánast öllum.  Líka lögregluţjónar.  Ţeir eru meira ađ segja međ símanúmer fingralöngu konunnar.

  Nćsta skref er ađ öđru hvoru megin viđ helgina ćtla ţeir ađ hringja í konuna.  Ćtla ađ freista ţess ađ semja viđ hana um ađ skila ţýfinu.  Ef hún fellst á ţađ fćst góđ lending í máliđ.  Ţangađ til harđneitar lögreglan ađ upplýsa fjölmiđla um ţađ hverju konan stal.

  Elstu Fćreyingar muna ekki til ţess ađ ţarlend kona hafi áđur stoliđ úr búđ.  Hinsvegar eru dćmi ţess ađ Íslendingar hafi stoliđ úr búđum og bílum í Fćreyjum.

  Međfylgjandi myndband er ekki frá Fćreyjum.

 

  


Manneskjan er vanţroskuđ fram ađ ţrítugu

  Lengi hefur veriđ skrafađ um ađ unglingur taki ekki út fullan ţroska fyrr en átján ára.  Reyndar má hann aka eins og ljón ári fyrr.  Engu ađ síđur fćr hann ekki sjálfrćđi fyrr en átján ára.  Ţrátt fyrir ţađ er honum forbođiđ ađ kaupa áfengi.

  Samkvćmt tímaritinu Neuron hafa nýjar rannsóknir í Harvard háskóla leitt í ljós ađ heilinn er ekki fullţroskađur fyrr en í 30 ára afmćlinu.  Ţetta getur veriđ skýring á ţví hvers vegna margir ţráast viđ ađ flytja úr foreldrahúsi fyrr en ţetta.  Vanţroskinn lýtur ađ ţáttum eins og einbeitingu, athyglisgáfu, ákvarđanatöku, varkárni.  Ţetta er ástćđan fyrir ţví ađ fyrir ţrítugt er mađurinn glanni;  tekur lífshćttulegar áhćttur.  Finnst hann vera ódauđlegur.  Komist upp međ nćstum ţví allt.  

  Ţetta er líka ástćđan fyrir ţví ađ vandrćđagemsar vaxa upp úr glćpahneigđ međ aldrinum. Hlutfallslega miklu fćrri yfir ţrítugt stunda innbrot, bílaţjófnađ og ţess háttar.  Ábyrgđarlausustu einstaklingar breytast í ráđvanda og yfirvegađa manneskju á fertugsaldri.

 


Af hverju allur ţessi saltaustur?

  Í gćr var sprengjudagur.  Ţá var sprengt sem aldrei fyrr í Vađlaheiđargöngum.  Landsmenn fögnuđu međ ţví ađ sötra hnausţykka baunasúpu ásamt ţví ađ japla á saltkjöti, kartöflum og rófum eđa gulrótum.  Í útvarpsauglýsingum hljómađi:  "Saltskert saltkjöt, sama bragđ!" og "Helmingi minna salt, óbreytt bragđ!"

  Getur ţetta stađist?  Eru ađrir kjötsalar - ađrir en ţeir sem auglýstu - ađ bruđla međ salt algjörlega ađ óţörfu?  Ţarf ađeins helming af ţví saltmagni sem áđur var notađ til ađ ná fram nákvćmlega sama bragđi?  Er ţađ af ţví ađ margir eru hćttir ađ nota götusalt (iđnađarsalt) í matinn?

  Hver sem skýringin er ţá grunar mig ađ margir geti tekiđ undir óvćntan fróđleiksmola nćringarfrćđings Landlćknisembćttisins:  "Saltkjöt er í eđli sínu mjög saltrík vara."

saltsaltkjöt og baunir 

  


Einkennileg ţjónustulund hjá N1

Neinn

 

 

 

 

 

 

 

  Kunningjahjón mín áttu erindi í bensínsjoppuna Neinn í Lćkjargötu 46 í Hafnarfirđi.  Ţađ var í gćr.  Ţau ćtluđu ađ steikja sér egg, beikon og bandarískar pönnukökur međ sýrópi, smjöri og bláberjum.  Ţá kom í ljós ađ gaskútur eldavélarinnar var ekki á vetur setjandi.

  Hjónin renndu í Neinn.  Konan skottađist inn. Kom út ađ vörmu spori og sagđi afgreiđslumanninn neita ađ selja sér gas.  Ţađ vćri snjór úti.  Líka ţar sem gasiđ er geymt.

  Húsbóndinn tók tíđindunum illa.  Hann snarađist inn í bensínsjoppuna og endurtók erindiđ.  Hann fékk sama svar.  Ţá spurđi hann hvort ađ máliđ vćri ekki ađ moka snjóinn frá gaskútageymslunni.  "Nei, ţetta er töluverđur snjór," var svariđ. Hann spurđi:  "Er ekki nein skófla á bćnum?"  "Jú, í nćstu dyrum," viđurkenndi starfsmađur á plani fúslega.

  Viđskiptavinurinn gerđi sér lítiđ fyrir:  Sótti skóflu og mokađi frá geymslunni.  Ţađ tók 3 mínútur.  Snjórinn var mjúkur og léttur eins og fiđur.  Ţađ hefđi veriđ auđveldara ađ sópa honum í burt.

  Undir lok snjómokstursins kom starfsmađurinn út.  Hann sagđi:  "Ţađ ţarf ekki ađ moka meira.  Ég nć gaskútnum."  Sem reyndist rétt.  

  Útnefnir Neinn ekki fyrirmyndarstafsmann mánađarins?

  Hvernig er ţađ:  Var Neinn ekki ađ fá einhverja milljarđa afskrifađa vegna tapreksturs eđa eitthvađ svoleiđis?  Kannski vegna vafnings međ aflandskrónur í Dubai.  Eđa hvort ađ ţađ var bótasjóđur Sjóvá.  Eđa hvort ađ ţetta blandađist saman í vafning.

  Annađ tengt snjómokstri:  Bíllinn minn var í morgun innilokađur í 4ra metra snjóskafli sem náđi upp ađ gluggum.  Ég mokađi og mokađi í hálftíma.  Lengst af létt verk vegna ţess hvađ snjórinn var mjúkur og léttur.  Síđasta spölinn syrti í álinn.  Ţar var hár ruđningur frá snjóbíl.  Samanfrosinn pakki.  Bar ţá ađ ungan mann á snjóbíl.  Hann gerđi sér lítiđ fyrir;  tók krók inn á innkeyrsluna hjá mér og ruddi öllum snjó burt.  Sparađi mér ađ minnsta kosti hálftíma snjómoksturspuđ.  Hafi hann bestu ţökk fyrir.

             


mbl.is „Hún ćtlar ađ moka alla götuna“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Einföld og auđveld ađferđ til ađ laga rjómabollur

Noi-Bollur

 

 

 

 

 

 

 

 

  Á morgun,  mánudag,  er bolludagurinn haldinn hátíđlegur um land allt.  Líka í útlöndum.  Einkenni hátíđarhaldanna eru rjómabollur. Allar bragđvondar sykurklessur nema svokallađar vatnsdeigsbollur.  Ţćr sleppa.  Annađ vandamál rjómabollunnar er hvađ hún er asnaleg í laginu:  Eins og hálfur bolti.  Skelfilegt á ađ horfa.    

  Góđu fréttirnar eru ađ auđvelt er ađ laga útlit hennar snöfurlega.  Ţađ eina sem ţarf til er straujárn og álpappír.  Straujárniđ er stillt á hćsta styrk.  Álpappír er lagđur yfir bolluna (vel ađ merkja áđur en trođiđ er í hana sultu og rjóma og ofan á hana glassúri). Síđan er straujárninu haldiđ ţéttingsfast ofan á álpappírinn/bolluna í 83 sek.      

  Árangurinn er sá ađ rjómabollan verđur skemmtilega lík samloku.

bollur   


Ekki er allt sem sýnist

  Fyrirtćkiđ Mmr (Market and media research) stóđ á dögunum fyrir skemmtilegri skođanakönnun.  Ţátttakendum var stillt upp viđ vegg og spurđir:  "Hversu hlynnt/ur eđa andvíg/ur ertu ađ leyft verđi ađ selja eftirfarandi flokka áfengis í matvöruverslunum á Íslandi?"  Flokkarnir sem spurt var um voru: a) sterkt áfengi b) létt vín og bjór.

  Niđurstađan er sú ađ ţriđjungur landsmanna er áhugasamur um ađ fá létt vín og bjór í matvöruverslanir.  15,4% ţyrstir í sterkt áfengi í matvöruverslanir.  

  Ýmsir túlka útkomuna á ţann veg ađ hún sýni stuđning um og yfir helmings landsmanna viđ óbreytt ástand í áfengissölu.  Ţađ er óvarleg túlkun.  Ég kannađi máliđ.  Ţá kom vissulega í ljós ađ meirihlutinn vill ekki áfengi í matvöruverslanir heldur í fataverslanir, skóbúđir og bensínsjoppur.  Einn nefndi ísbúđ.  

 


Hnuplađ međ húđ og hári

  1965 sungu Ellý Vilhjálms og Ragnar Bjarnason - viđ fjörlegan undirleik hljómsveitar Svavars Gests - fjölmörg lög í hljóđveri Ríkisútvarpsins á Skúlagötu.  Ţau komu út á ţremur fjögurra laga plötum,  svokölluđum Ep.  Öll nutu mikilla vinsćlda í óskalagaţáttum útvarpsins til margra ára.  

  Eitt ţessara laga heitir "Sveitin milli sanda".  Höfundur er Magnús Blöndal Jóhannsson.  Testinn er nettur og auđlćrđur.  Hann er nokkur "Aaaaaa". 

  Nćst bar til tíđinda ađ áđan var ég ađ hlusta á ţýska listamenn syngja og leika.  Hraut ţar um lag sem kallast "Die Liebe ist ein Raubtier" međ Nik Page.  Ţađ hljómar kunnuglegt viđ fyrstu hlustun.  Gott ef ţarna hefur ekki veriđ hnuplađ í heilu lagi "Sveitinni milli sanda".  Ćtli STEF viti af ţessu?


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband