Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Auglýsingabæklingar í Grafarvogskirkju

  Vigfús Árnason,  prestur,  hefur bætt sérkennilegum sið inn í skírnarathafnir Grafarvogskirkju.  Um leið og hann gefur barni nafn þá réttir hann foreldrum þess auglýsingabæklinga um barnabílstóla og bifreiðatryggingar.

  Svipaðan hátt hefur Vigfús á við fermingarundirbúning.  Núna hafa væntanleg fermingarbörn sótt tvo fermingarundirbúningstíma í Grafarvogskirkju.  Í öðrum tímanum afhenti Vigfús börnunum auglýsingabækling frá BT en auglýsingabækling frá Rúmfatalagernum í hinum.  Krakkarnir eru farnir að hlakka til að vita hvaða auglýsingabækling Vigfús dreifir á fermingardaginn.  Flestir reikna þeir með að það verði þykkur bæklingur,  til dæmis að taka frá Ikea

  Á dögunum frétti ég af hjónum sem létu Vigfús pússa sig saman.  Hann lét þau fá auglýsingabækling um ljósritunarvélar.

  Fyrir hátt í 2000 árum réðist Jesú á kauphéðna sem ráku bisness í kirkju.  Hann sparkaði borðum þeirra um koll og fordæmdi braskarana fyrir að hafa gert hús pabba hans að ræningjabæli, eins og hann orðaði það.  Þó að margt hafi breyst síðan þá hef ég grun um að Jesú myndi setja auglýsingabæklinga Vigfúsar undir sama hatt og brask kauphéðnanna.        


« Fyrri síða