Fćrsluflokkur: Trúmál og siđferđi
30.6.2008 | 11:18
Heildarlistinn yfir greind og trúhneigđ
Ég hef rađađ hér upp ţjóđum heims eftir međalgreind ţeirra. Greindarvísitalan er fyrir aftan nafn landsins. Í sviganum ţar fyrir aftan er hundrađshluti viđkomandi ţjóđar sem ekki trúir á guđ. Ţetta er nokkuđ merkilegur og umhugsunarverđur listi ađ skođa. Ţegar litiđ er yfir listann í fljótu bragđi lćđist ađ mér sá grunur ađ greindarvísitöluprófiđ (Raven) sé ónákvćmt. Skekkjumörk ţess séu í hag menntuđum Asíu- og Evrópu- og N-Ameríkuţjóđum en nái síđur ađ mćla ýmsa hćfileika (greind) 3ja heims ţjóđa.
Trúmál og siđferđi | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (44)
24.6.2008 | 23:09
Greind og trúhneigđ - merkileg rannsókn
Í Kristilega dagblađinu í Danmörku fer fram áhugaverđ umrćđa um merkilega niđurstöđu samanburđarrannsóknar 3ja virtra háskólaprófessora. Ţeir báru saman hlutfall trúađra í 137 löndum og međalgreind viđkomandi ţjóđa. Beint samhengi er á milli ţess ađ ţeim mun hćrri sem međalgreindin (IQ) er ţeim mun lćgra hlutfall ţjóđarinnar trúir á guđ. Ţetta hefur kallađ á ýmsar vangaveltur í Kristilega dagblađinu.
Ţó ađ í víđu samhengi sé niđurstađan ţessi ţá er stađreynd ađ margt trúrćkiđ fólk er bráđgáfađ og hćfileikaríkt. Vegnar ákaflega vel í lífinu og ţađ allt. Sömuleiđis er ekkert sem bendir til ţess ađ fólk sem tekur trú međ aldrinum verđi grunnhyggnara viđ ţađ. Niđurstađa rannsóknarinnar kveikir ţess vegna fleiri spurningar en hún svarar. Hugsanleg skýring getur legiđ í sögu og menningu ţjóđanna 137.
Ţađ vćri gaman ađ heyra skođun ykkar á ţessu - án upphrópana. Ţađ er skemmtilegra ađ hafa umrćđu um ţetta á kurteislegum og yfirveguđum nótum, eins og hjá Kristilega dagblađinu. Fyrir ţá sem nenna ađ "gúgla" ţessa rannsókn ţá heita prófessorarnir Richard Lynn, Helmuth Nyborg og John Harvey.
Trúmál og siđferđi | Breytt 25.6.2008 kl. 11:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (137)
22.2.2008 | 03:20
Mikilvćg leiđrétting á bloggfćrslu
Fyrir nokkrum dögum birti ég mynd af ţví ađ Eiríkur Sigurbjörnsson sjónvarpsstjóri Omega lagđi ólöglega í bifreiđastćđi fatlađra. Í gćr hringdi Eiríkur í mig. Viđ erum gamlir vinir til margra ára. Hann ćtlar ađ bjóđa mér í súpu og bađ mér guđblessunar. Frábćr náungi og hann sagđist ekki hafa hringt í mig nema vegna ţess ađ viđ erum góđir vinir.
Ástćđan fyrir ţví ađ Eiríkur lagđi í bílastćđi fatlađra var sú ađ ţađ er aldrei lagt í ţetta bílastćđi viđ Omega. Eiríkur var međ slćmsku í hné og ţurfti ađ styđjast viđ hćkjur eftir ađ hafa gengist undir uppskurđ. Ţegar öll önnur bílastćđi voru upptekin ţá hugsađi Eiríkur: "Ef ég á einhvertímann rétt á ađ leggja í ţetta bílastćđi ţá er ţađ nú."
Ég fellst algjörlega á ţađ ađ Eiríkur var ţarna í rétti ţó ađ hann vćri ekki međ löglega merkingu öryrkja í bílrúđu. Eiríkur er mađur vandađur ađ virđingu sinni og mér er ljúft ađ votta ađ hann er heilsteyptur fyrir ţví sem hann stendur fyrir. Heill, sannur og einlćgur. Ţađ verđur beđiđ fyrir mér á Omega og ekki í fyrsta sinni.
Trúmál og siđferđi | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (48)
11.1.2008 | 23:20
Ljósmynd sem segir sögu
Ţessi mynd er af 7 milljón króna jeppa sjónvarpspredikarans og -stjórans á Omega. Myndin stađfestir sögusagnir um ađ sjónvarpspredikarinn telji sig ekki ţurfa ađ taka tillit til fatlađra ökumanna. Hann leggur hiklaust í bílastćđi merkt fötluđum međ bros á vör og Jesú í hjarta.
Ţessi mynd á eftir ađ koma upp í hugann ţegar fylgst er međ predikaranum á skjánum. Hún segir meira en mörg orđ. Lýsir svo mörgu.
Ef smellt er á myndina stćkkar hún og verđur skýrari.
Trúmál og siđferđi | Breytt 18.8.2024 kl. 15:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (110)
16.12.2007 | 23:47
Biskup níđir Magnús Skarphéđinsson
Í ţar síđustu jólapredikun biskups íslensku ríkiskirkjunnar, Karls Sigurbjörnssonar, sagđi: "...Ég trúi ekki á jólasveininn, fremur en nokkur heilvita, fullorđin manneskja." Ţetta er dálítiđ hrokafull afstađa. Magnús Skarphéđinsson, músa-, geimveru- og hvalavinur, trúir - eins og margir ađrir - á tilvist jólasveina og hefur lýst ţví yfir í viđtali hjá Markúsi Ţórhallssyni á Útvarpi Sögu ađ hann trúi á tilvist gömlu íslensku jólasveinanna. Magnús fćrđi meira ađ segja góđ rök fyrir tilvist ţeirra. Eđa réttara sagt vísađi í frásagnir fólks sem hefur séđ ţá eđa orđiđ vart viđ tilvist ţeirra ađ öđru leyti.
Magnús Skarphéđinsson er merkilegur náungi og ţađ er ljótt af biskupi ađ úrskurđa hann ekki heilvita.
3.12.2007 | 19:42
Snilldar saga
Magnús Skarphéđinsson, músa-, hvala- og geimveruvinur, er međ allra skemmtilegustu mönnum. Hann mćtir alltaf í viđtal hjá Markúsi Ţórhallssyni á Útvarpi Sögu fyrsta mánudag hvers mánađar. Magnús trúir á tilvist gömlu íslensku jólasveinanna og sagđi sögur ţví til stađfestingar hjá Markúsi í dag.
Ein sagan var af manni sem var ađ keyra vörubíl fjarri mannabyggđum. Skyndilega fylltist bílinn af sterkri hangikjötslykt. Hún varđi í klukkutíma. Mađurinn var eđlilega undrandi ţangađ til hann uppgötvađi ađ ţetta var einmitt dagurinn ţegar Kjötkrćkir kemur til byggđa.
![]() |
Stálu sextán tonnum af skinku |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
25.10.2007 | 23:51
Hjúkk! Steinunn rétt slapp viđ ađ hćtta ađ vera kona
Í Silfri Egils á dögunum var Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfundur og leikkona, í sjokki. Ótti hennar var mikill viđ ađ hún yrđi ekki lengur kona ef prestar ríkiskirkjubáknsins myndu fá ađ gefa samkynhneigđa saman í hjónaband. Ekki fylgdi sögunni hvađ Steinunn taldi sig verđa eftir ađ hún yrđi ekki lengur kona. Kannski karlmađur? Eđa sauđur?
Ţađ skiptir kannski ekki öllu máli. Góđu fréttirnar eru ţćr ađ Steinunn hefur sloppiđ - í bili - viđ ađ hćtta ađ vera kona. Ríkiskirkjubákniđ er ađ venju áratugum á eftir samfélaginu í framţróun.
Trúmál og siđferđi | Breytt 26.10.2007 kl. 12:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (15)
31.7.2007 | 23:45
Góđ uppástunga hjá Sigurđi Kára
Margir strákar alast upp viđ ađ lesa ćvintýrabćkur um spennandi leynifélög. Sumir fullorđnast aldrei upp úr ţessum ćvintýraheimi bernskunnar. Ţeir ríghalda í ćvintýraljóma ţess ađ allt sem er leyndó sé skemmtilegast af öllu. Ţví meiri leynd ţeim mun meira gaman.
Ţađ sem fram fer á bakviđ tjöldin í reykfylltum herbergjum er toppurinn á tilverunni. Menn ganga í leynireglur eđa í stjórnmálaflokka ţar sem leynd hvílir yfir fjármálum og öllu sem hćgt er halda leynd yfir. Skjöl merkt TRÚNAĐARMÁL eru sérlega spennandi. Launaleynd, leyniskjöl, leyniţjónusta og allt sem er leyni-eitthvađ kitlar og fullnćgir ćvintýraheimi leyniáráttunnar.
Svo eru ađrir sem reyna ađ skemma ţennan leik međ ţví ađ vilja hafa lýđrćđiđ gegnsćtt og frjálst. Allt uppi á borđum.
Sigurđur Kári, alţingismađur og baráttumađur fyrir leynd, kom međ ansi skemmtilegan vinkil á baráttu sína fyrir launaleynd í útvarpsviđtali í dag. Hann lagđi til ađ fólk myndi nota opinn ađgang ađ álagningaskrá skattsins međ ţví ađ finna út hverjir í hverfinu eru tekjulćgstir. Síđan yrđu börn ţeirra lögđ í einelti vegna lágra tekna foreldranna. Aldeilis ljómandi áhugavert dćmi.
Ţetta er ekki ađeins skemmtilegur leikur heldur veitir hann vesalingunum ađhald. Ţeir myndu reyna ađ hífa upp tekjur sínar međ aukavinnu eđa koma sér í ţokkalega launađa vinnu. Besta ráđiđ er ađ skipta um vinnu međ ţví ađ ná starfslokasamningi í gömlu vinnunni upp á 1600 milljónir. Og máliđ er dautt.
![]() |
Er álagning einkamál? |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Trúmál og siđferđi | Breytt 2.8.2007 kl. 22:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (16)
31.7.2007 | 02:13
Annađ lag međ Gyllinćđ
Trúmál og siđferđi | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
30.4.2007 | 00:20
Draugagangur á Hólum í Hjaltadal
Um miđjan sjöunda áratuginn heimsóttu útlendar kaţólskar nunnur Hóla í Hjaltadal. Ein var dönsk. Önnur bandarísk. Ţađ er eins og mig rámi í ađ sú 3ja hafi veriđ međ í för. Ţori ţó ekki ađ fara međ ţađ.
Erindi nunnanna var heimsókn í kirkjuturninn. Kaţólska kirkjan gaf Hóladómkirkju turninn snemma á síđustu öld. Kirkjan hafđi ţá veriđ turnlaus frá ţví ađ hún var byggđ tveimur öldum áđur.*
Turninn er ekki áfastur kirkjunni. Hann stendur hálf kjánalegur einn og stakur úti á túni. Ástćđan er sú ađ hann er reistur á leiđi Jóns Arasonar, síđasta kaţólska biskupsins yfir Íslandi.
Nunnurnar röltu efst upp í turninn og lögđust á bćn. Ég var 9 eđa 10 ára. Ég vissi ekki af nunnunum uppi í turninum. Ţetta var á virkum degi og fáir á ferli nema presturinn sem vćflađist um kirkjugarđinn.
Turninn er hár og mjór. Bara járn og steypa. Hljómburđurinn er bergmálandi og flottur. Ég hugđi gott til glóđarinnar. Laumađist inn í turninn og klifrađi upp í hann miđjan. Ţar er bergmáliđ kröftugast.
Ég fór ađ leika mér ađ bergmálinu. Sönglađi: "Vavavaaaaa. Vóvóvóóóóó. Vúvúvúúúúú." Ekki hafđi ég lengi sönglađ ţegar ég heyri öskur og gól í nunnunum. Mér brá viđ ţađ. Tók á sprett út úr turninum. Gekk nokkru síđar til prestsins og lét eins og ég vćri nýkominn á svćđiđ. Spurđi af hverju turninn vćri opinn. Hann var varla fyrr búinn ađ segja mér frá nunnunum er ţćr komu út grenjandi af geđshrćringu. Ég skildi fátt af ţví sem ţćr sögđu. Náđi ţó ţví ađ ţćr töluđu um munkasöng.
Löngu síđar barst frá bandarísku nunnunni til Hóla eintak af kaţólsku dagblađi. Ţar var sagt frá pílagrímsferđ nunnanna til Íslands. Í fréttinni kom fram ađ nunnurnar hefđu lagst á bćn og ţá hafi upphafist hávćr munkasöngur í turninum. Samt hafi enginn veriđ í turninum nema ţćr. Síđan var eitthvađ lagt út frá ţví ađ munkasöngurinn hafi veriđ svar viđ bćnum ţeirra. Fólki á Hólum ţótti ţetta merkilegt. Ég ţorđi ekki ađ leiđrétta söguna. Hélt ađ ég yrđi skammađur fyrir hrekkinn. Jafnframt ţví sem mér ţótti ţetta pínulítiđ fyndiđ.
----------------------------------------------------------------------------------------------------
*Kirkjan var byggđ í ţegnskylduvinnu. Bćndur voru teknir úr háannatíma frá heyskap til ađ byggja kirkjuna. Ferja grjót ofan úr Hólabyrđu. Verkstjórinn var Bauni. Skapillur skratti sem varđ hálfu verri eftir ađ barnungur sonur hans hrapađi í kirkjubyggingunni og dó. Bćndurnir tóku sig saman og fóru í verkfall. Klömbruđu kirkjunni saman án turns. Kirkjan var ţví turnlaus í tvćr aldir.
Trúmál og siđferđi | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)