Fćrsluflokkur: Spaugilegt

Bráđskemmtileg bók

 

  Út var ađ koma bókin "Hann hefur engu gleymt... nema textunum!"  Undirtitillinn er "Gamansögur úr íslenska tónlistarheiminum".  Höfundur er Guđjón Ingi Eiríksson.  Undirtitillinn lýsir bókinni.  Gamansögunum fylgja áhugaverđir fróđleiksmolar um tónlistarmenn og heilmikil sagnfrćđi.

  Sögurnar eru fjölbreyttar og skemmtilegar.  Spanna marga áratugi og ná til margra músíkstíla. Örfá dćmi:

  "Hljómsveitin Upplyfting á sér langa sögu og merka og hafa margir velt ţví fyrir sér hvernig best vćri ađ ţýđa nafn hennar,  ef hún ákvćđi nú ađ herja á útlönd.  Hinir sömu hafa vćntanlega allir komist ađ sömu niđurstöđunni,  nefnilega... Viagra!

  Karlakórinn Fóstbrćđur fór í söngferđ til Algeirsborgar í Alsír fyrir margt löngu síđan.  Ţegar kórinn kom aftur heim varđ Bjarna Benediktssyni,  ţáverandi forsćtisráđherra, ađ orđi:  "Ţá er Tyrkjaránsins hefnt!"

  Nokkrum árum eftir ađ Megas hafđi búiđ á Siglufirđi,  eins og fyrr greinir,  hélt hann tónleika ţar.  Opnunarorđ hans voru:  "Mér er sagt ađ ég hafi einhvern tímann búiđ hérna." 

  Hann hefur engui

 


Sökudólgurinn gripinn glóđvolgur

  Í árdaga tölvunnar var sett upp tölvustofa í Háskóla Íslands.  Tölvurnar voru frumstćđar og kostuđu skildinginn.  Fljótlega kom upp sú stađa ađ lyklaborđin biluđu.  Ţetta var eins og smitandi sýki.  Takkar hćttu ađ virka eđa skiluđu annarri niđurstöđu en ţeim var ćtlađ.  Ţetta var ekki eđlilegt.  Grunur kviknađi um ađ skipulögđ skemmdarverk vćru unnin á tölvunum.  Eftirlitsmyndavélum var komiđ fyrir í stofunni svo lítiđ bar á.  Ţćr fundu sökudólginn.  Hann reyndist vera rćstingakona;  afskaplega samviskusöm og vandvirk međ langan og farsćlan feril. 

  Á hverju kvöldi skóladags ţreif hún tölvustofuna hátt og lágt.  Međal annars úđađi hún yfir tölvurnar sótthreinsandi sápuúđa sem hún ţurrkađi jafnharđan af.  Hún úđađi einnig vökvanum yfir lyklaborđin.  Vandamáliđ er ađ enn í dag - nálćgt 4 áratugum síđar - eru lyklaborđ afskaplega viđkvćm fyrir vökva.  Ég votta ţađ.

tölva ţvegin

 

 


Hótel Jórvík

  Á tíunda áratug síđustu aldar átti ég erindi til Ţórshafnar á Langanesi.  Var međ skrautskriftarnámskeiđ ţar.  Gisti á Hótel Jórvík.  Hótelstýran var hölt öldruđ kona.  Hún var hálf heyrnarlaus.  Lá ţví hátt rómur.  Auk mín dvöldu á hótelinu flugmađur og dúettinn Súkkat. 

  Ég kom mér fyrir í hótelinu síđdegis á föstudegi; hafđi herbergisdyrnar opnar.  Ég heyrđi ađ hótelsíminn hringdi.  Kerla svarađi.  Viđmćlandinn var auđheyranlega ađ bjóđast til ađ hjálpa til.  Hótelstýran hrópađi í tóliđ:  "Ég slepp létt frá kvöldmatnum.  Ég er bara međ nýja kalla sem komu í dag.  Hinir fóru í morgun.  Ég get ţess vegna hitađ upp afganginn af karríkjötinu frá ţví á mánudaginn og nýju kallarnir fatta ekki neitt!"

  Um kvöldiđ var karríkjötsréttur í matinn. 

  Hótelstýran lét okkur vita ađ hún hefđi bjór og vín til sölu.  Viđ gestirnir pöntuđum eitthvađ af veigum.  Enginn var barinn.  Konan sótti drykkina inn í hliđarherbergi.  Hún bar ţá ekki fram í umbúđum heldur í vatnsglösum. 

  Nokkrum árum síđar var forsíđufrétt í DV um ađ viđ húsleit í Hótel Jórvík hefđi fundist töluvert magn af heimabrugguđum bjór og víni ásamt bruggtólum.  Hótelstýran sagđist ekki selja áfengi.  Hún vćri ađ geyma ţetta fyrir sjómann sem hún vissi ekki hvađ hét. 

Hótel Jórvík

 

 


Smásaga um gamlan mann

  Jói Jóns er 97 ára.  Hann er ern og sjálfbjarga.  Býr einn í hrörlegu einbýlishúsi.  Ţađ er gamalt og kallar á stöđugt viđhald.  Jói er međvitađur um ţađ.  Honum ţykir skemmtilegt ađ dytta ađ ţví.  Hann hefur hvort sem er ekki margt annađ fyrir stafni.

  Ađ ţví kom ađ Jói ţurfti ađ tjarga ţakiđ til ađ verja ţađ betur gegn vćtu.  Er langt var liđiđ á verk missti hann fótanna á bröttu ţakinu.  Sveif á hausinn.  Viđ ađrar ađstćđur hefđi hann rúllađ fram af ţakinu og kvatt ţennan heim á stéttinni fyrir neđan.  Í ţessu tilfelli límdist hann viđ blauta tjöruna.  Svo rćkilega ađ hann gat sig hvergi hrćrt.  Hékk bara límdur á ţakinu.  Ţađ var frekar tilbreytingalaust.   Hann kallađi á hjálp.  Röddin var veik og barst ekki langt utan hússins.

  Kallinn kvartađi ekki undan veđrinu.  Ţađ var honum hagstćtt.  Nokkrum klukkutímum síđar áttu barnungir strákar leiđ framhjá húsinu.  Ţeim ţótti einkennilegt ađ sjá mann límdan viđ húsţak.  Komnir heim til sín sögđu ţeir frá ţessu sérkennilega ţakskrauti.  Mamma eins ţeirra hringdi í lögguna.  Löggan er ţaulvön ađ bjarga köttum ofan úr trjám.  Henni ţótti ekki meira mál ađ bjarga ellilífeyrisţega ofan af húsţaki. 

  Kominn niđur af ţakinu tók Jói stađfasta ákvörđun um ađ fara aldrei aftur upp á ţak.  Hvorki á sínu húsi né öđrum. 

gamall mađur


Einfaldur skilnađur - ekkert vesen

  Hver kannast ekki viđ illvíga hjónaskilnađi?  Svo illvíga ađ hjónin ráđa sér lögfrćđinga sem fara međ máliđ til skiptastjóra.  Matsmenn eru kallađir til.  Ţeir telja teskeiđar, diska og glös.  Tímakaupiđ er 30 ţúsund kall.  Heildarkostnađurinn viđ skilnađinn er svo hár ađ allar eigur eru seldar á brunaútsölu til ađ hćgt sé ađ borga reikningana.  Ţađ sem eftir stendur er lítiđ eđa ekkert handa hjónunum.   

  Miđaldra bóndi í Kambódíu valdi ađra leiđ er hjónabandiđ brast eftir tuttugu ár.  Hann sagađi húsiđ í tvennt.  Öđrum eigum skipti hann í fjóra hluta.  Ţau eiga nefnilega tvo syni.  Ţessu nćst lét hann flytja sinn helming hússins heim til aldrađra foreldra sinna.  Ţar klambrađi hann hálfhýsinu utan á hús ţeirra. 

  Konan býr međ sonunum í sínu hálfhýsi ţar sem stóđ.

  Mađurinn átti frumkvćđiđ ađ skilnađinum.  Hann sakar konuna um ađ hugsa ekki nógu vel um sig.  Hann hafi veriđ vanrćktur eftir ađ hann fárveiktist andlega.  

halft_hus 

 


Górillur "pósa"

  Flestir reyna ađ koma ţokkalega fyrir ţegar ţeir verđa ţess varir ađ ljósmyndavél er beint ađ ţeim.  Ekki síst ţegar teknar eru svokallađar sjálfur.  Ţetta er greinilegt ţegar kíkt er á sjálfurnar sem flćđa yfir fésbókina. 

  Svona hegđun er ekki einskorđuđ viđ mannfólkiđ.  Ţetta á líka viđ um górillurnar í ţjóđgarđinum í Kongó.  Ţćr hafa áttađ sig á fyrirbćrinu ljósmynd.  Ţćr "pósa";  stilla sér upp bísperrtar og eins virđulegar og mannlegar og ţeim er unnt.

  Á međfylgjandi mynd er önnur górillan eins og hún sé međ hönd í vasa.  Afar frábrugđiđ eđlilegri handstöđu apans.  Hin hallar sér fram til ađ passa upp á ađ vera örugglega međ á mynd.  Undir öđrum kringumstćđum gengur gorillan á fjórum fótum.

apamyndapamnd 1 

 


Leyndarmálin afhjúpuđ

  Hver hefur ekki velt ţví fyrir sér hvernig sólin liti út ef hún vćri blá?  Eđa hvernig útsýniđ vćri ef Júpíter vćri jafn nálćgt jörđinni og tungliđ?  Mér er ljúft og skylt ađ svipta hulunni af leyndarmálunum.  Ekki ađeins međ orđum heldur öllu heldur međ ljósmyndum.

  Sólin er á vinstri myndinni.

blá sóljúpíter 


Dularfull bilun

  Ég ók í rólegheitum á mínum ţrettán ára gamla bíl.  Eđlilega er hann orđinn dálítiđ lúinn,  blessađur.  Ég kem ađ rauđu ljósi.  Í útvarpinu - Rás 1 - hljómađi ljúfur og djassađur píanóleikur.  Skyndilega er eins og bensíngjöfin sé stigin í botn.  Ţađ hvín í vélinni.  Ég var ekki međ fót á bensíngjöfinni.  Ég leit á hana.  Hún var uppi.  Ţetta hafđi ţví ekkert međ hana ađ gera.

  Ég ákvađ ađ bruna ađ verkstćđi sem er ţaulvant ađ gera viđ bílinn.  Í sama mund breytist hljóđiđ.  Ţá átta ég mig á ţví ađ hljóđiđ kom úr útvarpinu.  Kontrabassi hafđi bćst viđ píanóleikinn.  Hófst međ langdregnum tóni sem hljómađi glettilega líkt vélarhljóđi bílsins. 

  Ţegar lagiđ var afkynnt kom í ljós ađ ţarna var á ferđ bassasnillingurinn, Íslands- og Fćreyjavinurinn Niels-Henning heitinn Örsted Pedersen.

  Ég finn ekki lagiđ á youtube.  Sem gerir ekkert til.  Det var en lördag aften er skemmtilegra.

 

 

           


Fullur ţingmađur

  Eitt sinn er ég brá mér á Ólafsvökuna í Fćreyjum ţá var íslenskur alţingismađur í sömu flugvél.  Bćđi á leiđinni út og á heimleiđinni.  Hann var blindfullur.  Hann átti ađ ávarpa fćreyska lögţingiđ.  Hvernig ţađ gekk fyrir sig hef ég ekki hugmynd um.  Ég sá hann ekki aftur fyrr en á heimleiđinni.  Ţá var hann blindfullur.  Hann stillti sér upp framarlega í vélinni og hóf ađ rađa farţegum í sćti:  "Sest ţú hérna, góđi minn" og "Sest ţú ţarna, góđa mín."  Fólkiđ hlýddi.  Flugfreyjan stökk ađ honum og öskrađi:  "Hvern djöfulinn heldurđu ađ ţú sért ađ gera?  Allir eru međ sćtanúmeriđ sitt prentađ á flugmiđann!"

  Ţingmađurinn svarađi hinn rólegasti:  "Ég var nú bara ađ reyna ađ hjálpa til."


Smásaga um bíleiganda

  Jóhann og frú Ţuríđur eiga gamlan fólksbíl.  Ađ ţví kom ađ ýmislegt fór ađ hrjá skrjóđinn.  Um miđjan janúar gafst hann upp.  Ţuríđur fékk kranabíl til ađ drösla honum á verkstćđi.  Ţar var hann til viđgerđar í marga daga.  Bifvélavirkjunum tókst seint og síđar meir ađ koma honum í lag.

  Verkstćđiseigandinn hringdi í frú Ţuríđi.  Tilkynnti henni ađ bíllinn vćri kominn í lag.  Ţetta hefđi veriđ spurning um ađ afskrifa bílinn - henda honum ónýtum - eđa gera hann upp međ miklum kostnađi.  

  Verkstćđiseigandinn útlistađi ţetta fyrir frú Ţuríđi.  Sagđi:  "Öll viđvörunarljós lýstu í mćlaborđinu.  Ţú hlýtur ađ vita ađ rautt ljós í mćlaborđi kallar á tafarlausa viđgerđ á verkstćđi.  Annars skemmist eitthvađ."

  Frú Ţuríđur varđ skömmustuleg.  Hún svarađi međ semingi:  "Fyrstu ljósin kviknuđu í október.  Ţau voru appelsínugul.  Svo fjölgađi ljósunum í nóvember.  Ţar bćttust rauđ viđ.  Hámarki náđu ţau í desember.  Okkur Jóhanni ţótti ţetta vera í anda jólanna, hátíđar ljóss og friđar.  Ţetta var eins og jólasería.  Viđ erum mikil jólabörn.  Viđ ákváđum ađ leyfa ţeim ađ lýsa upp mćlaborđiđ fram á ţrettándann ađ minnsta kosti.  Blessađur bíllinn stóđ sína plikt og rúmlega ţađ.  Ekki kom á óvart ađ hann reyndi sitt besta.  Viđ gáfum honum nefnilega ilmspjald í jólagjöf."

ađvörunarljós   


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband