Færsluflokkur: Sveitarstjórnarkosningar
15.6.2010 | 23:01
Pönkbyltingin
Á hippárunum á seinni hluta sjöunda áratugarins talaði ungt fólk stundum með tilhlökkun um það þegar "68-kynslóðin", hipparnir, myndu taka við stjórn landsins. Fólkið sem mótmælti stríði, sagðist kúka á kerfið, boðaði frjálsar ástir og dópaði. Það yrði fjör. Það var heldur ekkert langt í að Davíð Oddsson yrði borgarstjóri, forsætisráðherra, Seðlabankastjóri, ritstjóri Moggans; Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, DJ-drottning, yrði alþingiskona og allskonar; rokkstjarnan Óttar Felix Hauksson - sem rokkaði með nakinni kvenmannsgínu - yrði formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs; Már Guðmundsson yrði Seðlabankastjóri... Og svo framvegis. Og svo framvegis. Tony Blair varð forsætisráðherra Bretlands. Bill Clinton varð forseti Bandaríkjanna.
Vissulega urðu miklar breytingar á vestrænum samfélögum. Frjálsræði jókst og gömul gildi úreltust. En samt. Þetta varð ekki eins og vonir stóðu til. "Eitt sinn hippi, ávalt hippi" varð meira þannig að "nú er hann orðinn kótelettukarl".
1976/77 bylti pönkið hipparokkinu og ný kynslóð, pönkkynslóðin, varð ráðandi afl með nýjum viðhorfum. Gerðu-það-sjálf/ur (Do-it-yourself) var hugmyndafræðin; að kýla á hlutina. Fræbbblarnir og Sex Pistols hraunuðu yfir hippana. Anarkismi var málið.
Nú hefur það gerst sem fáa óraði fyrir: Pönkbyltingin er orðin staðreynd í borgarstjórn Reykjavíkur. Jón Gnarr var áberandi í pönksenunni. Myndin hér efst er af pönksveit hans, Nefrennsli. Óttar Proppe, forsprakki hinnar frábæru pönksveitar Rass, er kominn í borgarstjórn:
Líka Einar Örn. Hann er orðinn formaður Sorpu bs.
Og Dr. Gunni er þarna einnig. Hann er orðinn formaður Strætó bs.
Jón Gnarr með lyklavöldin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt 16.6.2010 kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
31.5.2010 | 21:14
"Hún getur ekkert!"
Það var rosalega gaman að taka þátt í atkvæðatalningu í Ráðhúsinu í borgarstjórnarkosningunum um helgina. Ég var svokallaður "Umboðsmaður framboða". Nokkru munaði að þarna var nóg og gott að bíta og drekka: Lambalæri, smurbrauð af öllu tagi, úrval gosdrykkja, kökur, súkkulaðikex, hnetumix, kaffi, te, bjór, Breezer, koníak, viský... Æ, þarna tók óskhyggjan völd. Síðasttöldu drykkirnir voru ekki í boði.
Því miður varð ég ekki var við eina einustu vísu. Gamalreyndir talningamenn undruðust vísnaleysið. Þess í stað var áhugavert að skoða ógilda atkvæðaseðla. Ýmsir höfðu merkt ákveðið við tiltekinn flokk en strikað yfir nafn eða nöfn hjá öðrum flokki. Það má ekki. Það má einungis eiga við þann lista sem viðkomandi kýs.
Skemmtilegasti ógildi seðillinn sem ég sá var þannig að kyrfilega var merkt við H-listann en við nafn Hönnu Birnu á D-lista hafði verið skrifað skýrum stöfum: "Hún getur ekkert!"
Besti og Samfylking ræða saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
30.5.2010 | 04:29
Glæsilegur kosningasigur Sigurjóns Þórðarsonar og Frjálslynda flokksins
Þvers og kruss um landið urðu sviptingar í pólitíkinni í nótt. Fjórflokkurinn fékk víða skell og rótgrónir meirihlutar féllu kylliflatir. Fyrir utan stórsigur Besta flokksins í Reykjavík og Lista fólksins á Akureyri vekur athygli glæsilegur kosningasigur Sigurjóns Þórðarsonar, formanns Frjálslynda flokksins, í Skagafirði. Frjálslyndi flokkurinn hefur ekki áður átt þar bæjarfulltrúa. Nú er Frjálslyndi flokkurinn með næstum 12% meira fylgi í Skagafirðinum en Samfylkingin.
Ég vissi að Sigurjón nýtur mikils persónulegs fylgis í Skagafirðinum. Þar starfar hann sem heilbrigðisfulltrúi. Úrslitin koma mér því ekki á óvart. Ég er úr Skagafirðinum og þekki til vinsælda Sigurjóns meðal minna gömlu sveitunga. Þetta eru engu að síður tíðindi.
Frjálslyndi flokkurinn vann sömuleiðis kosningasigur á Ísafirði. Þar bauð flokkurinn fram í samfloti með fleirum undir merki Í-lista. Í-listinn náði inn 4 bæjarfulltrúum af 9. Líklegt er að Kristján Andri Guðjónsson og félagar í Í-listanum myndi meirihluta á Ísafirði ásamt bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins.
Það er góð sveifla á Frjálslynda flokknum.
Mætti á margar möppumessur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 16:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.5.2010 | 09:30
Hvað er til ráða?
Vítt og breitt um land gráta menn (og nokkrar konur) fögrum tárum yfir því að geta ekki kosið annað en fjórflokkinn. Fólkinu svíður þetta óréttlæti. Það er í uppnámi og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Sumir íhuga að mæta ekki á kjörstað. Aðrir íhuga að skila auðu. Ég hef hvatt þetta fólk til hleypa andanum á skeið og setja saman vísu. Það má vera hvort sem er staka eða limra. Vísuna skal rita á kjörseðilinn. Þannig má koma skilaboðum á framfæri skýrar en með því að skila auðu eða sitja á gólfinu heima hjá sér.
Reykvíkingar eru lausir við þetta vandamál. Hér stendur valið á milli þriggja álitlegra framboða: H-lista, framboð um heiðarleika og almannahagsmuni; F-lista Frjálslynda flokksins; og Ælist-a Jóns Gnarrs og félaga.
Leiðtogi H-lista, framboðs um heiðarleika og almannahagsmuni, Ólafur F. Magnússon, hefur fyrir löngu síðan sannað að hann er gegnheill hugsjónamaður. Hann hefur aldrei þegið féboð (mútur). Spilling er eitur í hans beinum. Hann hefur barist eins og ljón fyrir áframhaldandi staðsetningu flugvallarins í Vatnsmýri. Hann hefur staðið einarður gegn því að eigur og auðlindir almennings lendi í höndum fégráðugra siðblindra braskara. Bara svo fátt eitt sé nefnt. Þar fyrir utan er Ólafur skemmtilegur og litríkur stjórnmálamaður sem hefur oft lífgað hressilega upp á sjórnmálaumræðuna. Til að mynda er hann mælti af munni fram á borgarstjórnarfundi á dögunum þetta kvæði um borgarfulltrúa Björgólfsfeðga, Hönnu Birnu:
Gírug í ferðir, gráðug í fé
grandvör hvorki er hún né
gætir hófs í gerðum sínum
gjafir fær frá banka fínum
Auðmjúk er við auðvalds fætur
ávallt að þess vilja lætur
Velferð viljug niður sker
víða hnífinn fína ber
sjaldnast nálægt sjálfri sér
sárt í annars bakið fer
Laugaveg, flugvöll láttu kjurrt
lata Hanna farðu burt
í Valhöll heim að vefja þráð
með vinum þínum í síð og bráð
Það getur verið hollt að rifja upp hvernig umræðan var fyrir tveimur árum:
Kjörstaðir opnaðir klukkan 9 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
27.5.2010 | 22:32
Heiðarlegur frambjóðandi
Er ekki eitthvað að þegar fólk segir eftirsjá vera af mútuþega í pólitík? Er afsögn mútuþega ekki fagnaðarefni? Þetta er áfangasigur í baráttunni gegn spillingu. Afsögn Steinunnar Valdísar setur þrýsting á Dag, Gísla Martein, Guðlaug Þór og Hönnu Birnu. Það er bannað með lögum að taka við mútum.
Ólafur F. Magnússon leiðir H-listann, framboð um heiðarleika og almannaheill. Hann er með lengsta starfsaldur í borgarstjórn af þeim sem eru í framboði nú. Það hefur aldrei hvarflað að Ólafi F. að þiggja mútur. Hann er heiðarlegur stjórnmálamaður.
Eftirsjá af Steinunni Valdísi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
25.5.2010 | 13:23
Missið ekki af
Kosningabaráttan hefur verið í daufara lagi. Það er doði yfir öllu. Fólk er eins og dofið eftir allar upplýsingarnar um gengdarlausa spillingu, grófar einkavinavæðingar, mútur, keypta stjórnmálamenn, bankarán, siðblindu og það allt. Og sér hvergi fyrir enda á svindlinu og svínaríinu. - Þó varaformannsefni Sjálfstæðisflokksins, Ólöf Nordal, stappi stálinu í flokksbræður sína með hughreystandi ummælum á borð við: "Þessi Rannsóknarskýrsla og þetta allt saman er að þvælast eitthvað fyrir okkur tímabundið." Gagnrýni á spillinguna líður hjá eins og hver annar þynnkuhausverkur.
Á milli klukkan 4 og 5 í dag verður spennandi dagskrá á Útvarpi Sögu. Þar munu etja kappi Ólafur F. Magnússon, leiðtogi H-lista, framboðs um heiðarleika og almannahagsmuni, og Einar Skúlason, frambjóðandi Framsóknarflokksins. Mér segir svo hugur að þetta verði hressilegur þáttur. Ég spái því að Ólafur muni leggja Einar á hné sér og hýða hann á bossann með upprifjunum um margháttaða grófa spillingu Framsóknarflokksins í Reykjavík (eins og víðar). Af nógu er að taka.
Fyrir þá sem ekki vita sendir Útvarp Saga út á FM 99,4 á suð-vestur horninu. Ég veit ekki með aðra landshluta. Áreiðanlega er hægt að finna upplýsingar um það á www.utvarpsaga.is. Það er sömuleiðis hægt að hlusta á stöðina beint af þeirri heimasíðu.
.
.
Skattar munu hækka eitthvað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.5.2010 | 21:54
Frjálslyndir í meirihluta
Samkvæmt skoðanakönnun er meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fallinn á Ísafirði. Þar er listi Frjálslyndra og óháðra ásamt fleirum (Samfylkingu og Vinstri grænum) kominn með yfirhöndina. Það er allt komið á blússandi siglingu og mikillar uppstokkunnar að vænta þvers og kruss um landið. Fjórflokkurinn á víða undir högg að sækja sem slíkur. Þetta er spennandi.
.
L-listinn stærstur á Akureyri samkvæmt könnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
17.5.2010 | 22:33
Ekki búnir að gera upp við sig hvort þeir kjósa F eða H
Í umræðunni um skoðanakönnun Sjálfstæðisflokksins um fylgi við flokkana sem bjóða fram í Reykjavík í ár virðist sem aðal fréttapunkturinn hafi farið framhjá mörgum. Þar á meðal í fréttinni sem þessi færsla er tengd við. Í henni er ekki stafkrók að finna um að 16% aðspurðra voru ekki búin að gera upp við sig hvort þeir muni kjósa F-lista Frjálslynda flokksins eða H-lista Ólafs F. Magnússonar, framboð um Heiðarleika og almannahagsmuni.
Annað umhugsunarvert: Þessi könnun er gerð áður en kosningamyndband Æ-listans fór í umferð. Myndbandið mun klárlega breyta miklu um hver kýs hvað. En óvíst er á hvaða veg.
Besti flokkurinn stærstur í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt 18.5.2010 kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)