Fćrsluflokkur: Lífstíll

Fćreyska velferđarríkiđ blómstrar

  Fćreyjar eru mesta velferđarríki heims.  Fćreyingar mćlast hamingjusamasta ţjóđ heims.  Atvinnuţátttaka kvenna er hvergi meiri í Evrópu,  82%.  Ţar af flestar í hlutastarfi. Ţćr vilja vera fjárhagslega sjálfsstćđar.  Til samanburđar er atvinnuţátttaka Dana,  karla og kvenna,  75%.   

  Fćreyskar konur eru ţćr frjósömustu í Evrópu.  Fćreysk kona eignast 2,5 börn.  Íslensk kona eignast 1,7 barn.

  Til áratuga voru Fćreyingar um 48 ţúsund.  Í ársbyrjun urđu ţeir 50 ţúsund.  Á Ólavsvöku 29. júlí urđu ţeir 51 ţúsund.  Ćtla má ađ í eđa um nćstu áramót verđi ţeir 52 ţúsund.

  Aldrei áđur hafa jafn fáir Fćreyingar flutt frá Fćreyjum og nú.  Aldrei áđur hafa jafn margir brottfluttir Fćreyingar flutt aftur til Fćreyja.  Ástćđan er sú ađ hvergi er betra ađ búa. 

  Framan af öldinni heimsóttu 40 - 80 ţúsund erlendir ferđamenn Fćreyjar á ári.  2015 og 2016 brá svo viđ ađ sitthvort sumariđ stóđu 500 Sea Shepherd-liđar misheppnađa vakt í Fćreyjum.  Reyndu - án árangurs - ađ afstýra hvalveiđum.  Ţess í stađ auglýstu ţeir í ógáti Fćreyjar sem ćvintýralega fagrar eyjar og óvenju gott og kćrleiksríkt samfélag.  

  Áróđur SS-liđa gegn fćreyskum hvalveiđum snérist í andhverfu.  Fćreyjar urđu spennandi.  Í fyrra komu 160.000 ferđamenn til Fćreyja. Miđađ viđ bókanir nćstu ára má ćtla ađ erlendir ferđamenn í Fćreyjum verđi 200 ţúsund 1920.   

  Vandamáliđ er ađ gistirými í Fćreyjum svarar ekki eftirspurn.  Í Fćreyjum er ekki til neitt sem heitir eignaskattur.  Ţess vegna er algengt ađ Fćreyingar eigi 2 - 3 hús til ađ lána vinum og vandamönnum í heimsókn.  38,9% gistinátta í fyrra voru í Airb&b.  Í skođanakönnun Gallup upplýstu gestir ađ ekki hafi veriđ um ađra gistimöguleika ađ rćđa.  Allt uppbókađ.


Ennţá fleiri gullmolar úr "Ekki misskilja mig vitlaust!"

  "Ţrír skór á verđi tveggja."  Útvarpsauglýsing frá íţróttavöruversluninni Under Armour voriđ 2018.

  "Komiđ ţiđ sćl - ég verđ ţví miđur ađ afbođa forföll á sambandsţingiđ - óska ykkur góđs gengis.  Kv. Vigdís."  Vigdís Hauksdóttir.

  "Ţađ er hver höndin upp á móti annarri viđ ađ hjálpa hinni."  Ţórarinn Kristjánsson frá Hólum í Geiradal ađ lýsa hjálpsemi sveitunga sinna.

  "Hann var frćndi minn til fjölda ára,  flutti svo háaldrađur til Reykjavíkur og lést ţar á besta aldri."  Langi-Sveinn (Sveinn Sveinsson) vörubílstjóri á Selfossi.

  "Ég er í vandrćđum međ ađ fá föt á stelpuna ţví hún er svo ermalöng."  Ína frá Víđidalsá í Steingrímsfirđi (Ţorsteinsína Guđrún Gestsdóttir) ađ kaupa peysu á dóttur sína.

  "Ţetta voru ekki góđ mistök hjá Herđi."  Bjarnólfur Lárusson í knattspyrnulýsingu á Stöđ 2.

ekki misskilja mig vitlaust 


Bruđlsinnar leiđréttir

  Guđmundur Ingi Kristinsson,  ţingmađur Flokks fólksins,  hefur varpađ ljósi á einn anga bruđls međ fé skattborgara.  Hann var sendur til Grćnlands viđ tíunda mann á fund Norđurlandaráđs.  Ţar voru samţykktar eldri ályktanir.  Snúnara hefđi veriđ ađ samţykkja ţćr rafrćnt.  Óvisst er ađ allir kunni á tölvu. 

  Guđmundi var stefnt til Nuuk tveimur dögum fyrir ráđstefnuna.  Ţar dvaldi hann í góđu yfirlćti á dýrasta hóteli sem hann hefur kynnst;  144 ţúsund kall fyrir vikudvöl.  Rösklega 20 ţúsund kall nóttin.  

  Bruđlsinnar vísa til ţess ađ einungis sé flogiđ til Nuuk frá Íslandi einu sinni í viku.  Ţess vegna hafi íslenskir ráđstefnugestir neyđst til ađ vćflast í reiđuleysi í einhverja daga umfram ráđstefnudaga.     

  Vandamáliđ međ dýra hótelgistingu sé ađ einungis eitt hótel finnist í Nuuk.

  Hiđ rétta er ađ flogiđ er til og frá Nuuk og Reykjavík ţrisvar í viku. Ađ auki er ágćtt úrval af gistingu í Nuuk.  Ekki allt 5 stjörnu glćsihótel;  en alveg flott gistiheimili á borđ viđ Greenland Escape Acommodation.  Nóttin ţar er á 11 ţúsund kall. 

  Skođa má úrvaliđ HÉR.

  Góđu fréttirnar - sem allir eru sammála um - eru ađ ráđstefnugestir fengu í hendur bćkling prentađan á glanspappír međ litmyndum.  Ţar sparađist póstburđargjald.


Fékk sér sushi og missti hönd

  Suđur-kóreskur gutti slapp í sushi á dögunum.  Skipti engum togum ađ í kjölfariđ mynduđust stórar blöđrur á annarri hendi hans.  Ţćr voru fylltar blóđi.  Lćknar stungu á blöđrurnar og hleyptu blóđinu úr ţeim.  Ţá bćttust viđ stór opin sár.  Ţeim fjölgađi jafnt og ţétt upp höndina án ţess ađ hćgt vćri ađ stöđva sýkinguna.  Neyđarráđstöfun var ađ fjarlćgja höndina af til ađ bjarga öđrum hluta líkamans.

  Hrár fiskur er varasamur.  Hrái fiskurinn í sushi inniheldur iđulega bakteríur og orma.  Ţađ gerir heilsuhraustum ekki mein ađ ráđi.  Í mesta lagi smávćgileg magaóţćgindi í einn eđa tvo daga.  Verra er ţegar um heilsulitla er ađ rćđa.  Eins og í ţessu tilfelli.  Mađurinn er međ léleg nýru og sykursýki 2.  Ţar ađ auki er hann á áttrćđisaldri og hlustar á Bee Gees.   

bakteríusýking


Veitingaumsögn

 - Veitingastađur:  PHO Vietnam Restaurant,  Suđurlandsbraut 6,  Reykjavík

 - Réttir:  Grísakótelettur og lambakótelettur

 - Verđ:  1890 - 3990 kr.

 - Einkunn: **** (af 5)

  Móđir mín á erfitt međ gang eftir ađ hún fékk heilablóđfall.  Vinstri hluti líkamans lamađist.  Öllum til undrunar - ekki síst lćknum - hefur henni tekist ađ endurheimta dálítinn mátt í vinstri fót.  Nćgilegan til ađ notast viđ göngugrind.  Henni tekst jafnvel ađ staulast afar hćgt um án grindarinnar. 

  Ţetta er formáli ađ ţví hvers vegna ég fór međ hana á PHO Vietnam Restaurant.  Hún er búsett á Akureyri en brá sér í dagsferđ til borgarinnar.  Henni ţykir gaman ađ kynnast framandi mat.  Ég ók međ hana eftir Suđurlandsbraut og skimađi eftir spennandi veitingastađ međ auđveldu ađgengi fyrir fatlađa.  Vietnam Restaurant virtist vera heppilegt dćmi.  Ég ók upp á gangstétt og alveg ađ útidyrahurđinni.  Ţar hjálpađi ég mömmu út úr bílnum og sagđi henni ađ ég yrđi eldsnöggur ađ finna bílastćđi. 

  Mamma var ekki fyrr komin út úr bílnum en ungur brosmildur ţjónn stađarins spratt út á hlađ, studdi hana inn og kom henni í sćti.  Ađdáunarverđ ţjónusta.  Ţetta var á háannatíma á stađnum;  í hádegi.

  PHO Vietnam Restaurant er fínn og veislulegur stađur. 

  Ég fékk mér grillađar grísakótelettur.  Mamma pantađi sér grillađar lambakótelettur.  Međlćti voru hvít hrísgrjón,  ferskt salat og afar mild súrsćt sósa í sérskál.  Á borđum var sterk chili-sósa í flösku.  Viđ forđumst hana eins og heitan eld.  Ţóttumst ekki sjá hana.  

  Réttirnir litu alveg eins út.  Ţess vegna er undrunarefni ađ minn réttur kostađi 1890 kr. en lambakóteletturnar 3990 kr.  Vissulega er lambakjöt eilítiđ dýrara hráefni.  Samt.  Verđmunurinn er ekki svona mikill.

  Kóteletturnar litu ekki út eins og hefđbundnar kótelettur.  Engin fituarđa var á ţeim.  Fyrir bragđiđ voru ţćr dálítiđ ţurrar.  Vegna ţessa grunar mig ađ ţćr hafi veriđ foreldađar.  Sem er í góđu lagi.  Ég var hinn ánćgđasti međ ţćr.  Mömmu ţóttu sínar ađeins of ţurrar.  Ađ auki fannst henni ţćr skorta íslenska lambakjötsbragđiđ;  taldi fullvíst ađ um víetnamskt lamb vćri ađ rćđa.  Ég hef efasemdir um ađ veitingastađur á Íslandi sé ađ flytja til Íslands lambakjöt yfir hálfan hnöttinn.  Nema ţađ sé skýringin á verđmuninum.

  Kóteletturnar,  ţrjár á mann,  voru matarmiklar.  Hvorugu okkar tókst ađ klára af disknum. 

  Ađ máltíđ lokinni sagđi ég mömmu ađ hinkra viđ á međan ég sćkti bílinn.  Er ég lagđi aftur upp á stétt sá ég hvar brosandi ţjónn studdi mömmu út.  Annar en sá sem studdi hana inn.  Til fyrirmyndar.

víetnamskar kóteletturPHO Vietnam Restaurantborđ á VRyfirlit VR


Minningarorđ um Kristínu Guđmundsdóttur

  Í dag er til moldar borin ástkćr skólasystir,  Kristín Guđmundsdóttir í Grindavík.  Viđ vorum samferđa í Hérađsskólanum á Laugarvatni á fyrri hluta áttunda áratugarins.

  Allir strákarnir í skólanum nema einn voru skotnir í Stínu.  Ekki ađeins vegna ţess ađ hún var gullfalleg.  Líka vegna hennar geislandi persónuleika.  Hún var glađvćr,  jákvćđ, hlý og afskaplega skemmtileg.

  Nemendum á Laugarvatni var mismunađ gróflega eftir kynjum.  Drengjaheimavistir og stúlknaheimavistir.  Stranglega var bannađ ađ flakka ţar á milli.  Slík ósvífni kostađi brottrekstur úr skólanum.

  Stína bjó á heimavist sem hét Hlíđ.  Nauđsyn braut lög.  Reglur viku fyrir ljúfum eftirmiđdögum um helgar.  Fátt var skemmtilegra en ađ heimsćkja Stínu og vinkonur hennar síđdegis um helgar.  Bara ađ spjalla saman,  vel ađ merkja.  Ekkert annađ.   Ţađ var góđ skemmtun.  Ţarna varđ til sterk lífstíđarvinátta.

  Fyrir nokkrum árum tókum viđ skólasystkini frá Laugarvatni upp á ţví ađ hittast af og til.  Meiriháttar gaman.  Skugga bar á síđasta endurfund er Stína var fjarri vegna baráttu viđ krabbamein.  Hennar er nú sárt saknađ.  Ein skemmtilegasta og indćlasta manneskja sem ég hef kynnst.  Ég er ţakklátur fyrir frábćr kynni.

 

KristínLaugarvatn


Rokkhljómsveit er eitt ćđsta form vináttu

  Flestar rokkhljómsveitir eru stofnađar af vinahópi.  Bestu vinir međ sama músíksmekk,  sömu viđhorf til flestra hluta og sama húmor taka vinskapinn á hćrra stig međ ţví ađ stofna hljómsveit. 

  Ţegar hljómsveitin nćr flugi taka hljómleikaferđir viđ.  Langar hljómleikaferđir.  Vinirnir sitja uppi međ hvern annan dag eftir dag,  mánuđ eftir mánuđ.  Jafnvel árum saman.  Iđulega undir miklu álagi.  Áreitiđ er úr öllum áttum:  Svefnröskun vegna flakks á milli tímabelta;  flugţreyta,  hossast í rútu tímum saman...

  Er gítarleikarinn Gunni Ţórđar stofnađi Hljóma - eina merkustu hljómsveit íslensku tónlistarsenunnar - ţá réđ hann besta vin sinn,  Rúna Júl,  á bassagítar.  Rúnar hafđi fram ađ ţví aldrei snert hljóđfćri.  Vinirnir leystu ţađ snöfurlega:  Gunni kenndi Rúna á bassagítar - međ glćsilegum árangri.  

  Bresku Bítlarnir eru gott dćmi um djúpa vináttu.  Forsprakkinn,  John Lennon,  og Paul McCartney urđu fóstbrćđur um leiđ og ţeir hittust 16 ára.  Ţeir vörđu öllum stundum saman alla daga til fjölda ára.  Ţeir sömdu saman lög á hverjum degi og stússuđu viđ ađ útsetja ţau og hljóđrita.  Sólógítarleikari Bítlanna,  George Harrison,  var náinn vinur Pauls og skólabróđir.  Í áranna rás varđ hann reyndar meiri vinur Johns.  

  Hvađ um ţađ.  Frá fyrstu ljósmyndum af Bítlunum á sjötta áratugnum og myndböndum fram til 1968 ţá eru ţeir alltaf brosandi,  hlćjandi og hamingjusamir.  Vinskapur ţeirra var afar sterkur.  Ţegar hljómsveitin tók frí ţá fóru ţeir saman í fríiđ.  Hvort heldur sem var til Indlands eđa Bahama.   

  Ţessi hugleiđing er sprottin af hljómleikum Guns ´n´ Roses í Laugardal í vikunni.  Liđsmenn hljómsveitarinnar eru ítrekađ sakađir um ađ stússa í hljómleikahaldi einungis vegna peninganna.  Ég hafna ţví ekki alfariđ ađ liđsmenn hljómsveitarinnar kunni vel ađ meta ađ vera nćst tekjuhćsta hljómleikahljómsveit rokksögunnar (á eftir the Rolling Stones).  Bendi ţó á ađ á rösklega ţriggja áratuga löngum ferli hefur hljómsveitin selt vel á annađ hundrađ milljón plötur.  Liđsmenn hljómsveitarinnar eru auđmenn.  Ég veit ekki til ađ neinn ţeirra hafi dýrt áhugamál.  Ja,  ef frá er taliđ ađ framan af ferli voru allir liđsmenn stórtćkir harđlínudópistar og drykkjuboltar.  

  Hljómleikaferđ Gunsara lauk hérlendis eftir ađ hafa varađ frá 2016.  Hljómleikarnir stóđu í hálfan fjórđa tíma.  Ţađ er tvöfaldur tími hefđbundinna rokkhljómleika.  Áheyrendur skynjuđu glöggt ađ hljómsveitin naut sín í botn. Liđsmenn hennar hefđu komist léttilega frá ţví ađ spila ađeins í tvo tíma. En ţeir voru í stuđi og vildu skemmta sér í góđra vina hópi.  

 

 


Sló Drake heimsmet Bítlanna?

  Í fréttum hefur veriđ sagt frá ţví ađ Drake hafi slegiđ met Bítlanna.  Met sem fólst í ţví ađ voriđ 1964 áttu Bítlarnir fimm lög í fimm efstu sćtum bandaríska vinsćldalistans.  Hiđ rétta er ađ Drake hefur ekki slegiđ ţađ met.  Hann hefur aldrei átt fimm lög í fimm efstu sćtum bandaríska vinsćldalistans. 

  Metiđ sem hann sló og ratađi í fréttir er ađ í síđustu viku átti hann sjö lög í tíu efstu sćtum bandaríska vinsćldalistans.   Ţar af voru "ađeins" ţrjú í fimm efstu sćtunum.  Öll drepleiđinleg.  Efstu sćtin - til ađ mynda fimm efstu - hafa mun meira vćgi en neđri sćti.  Á bak viđ efstu sćtin liggur miklu meiri plötusala,  miklu meiri útvarpsspilun og svo framvegis.

beatles-top-5-chart-650

 

 


Fólk kann ekki handaţvott

  Bandaríska landbúnađarráđuneytiđ stóđ á dögunum fyrir vandađri rannsókn á handaţvotti.  Fylgst var leynilega međ 393 manns matreiđa kalkúnaborgara og salat.  97% kokkanna fengu falleinkunn. Af helstu klúđrum var ađ ţvo ađeins fremsta hluta fingra en ekki á milli ţeirra.  Annađ algengt klúđur var ađ ţvo ekki hendur eftir ađ hafa fiktađ í nefi eđa öđrum andlitshlutum né eftir ađ hafa hóstađ eđa hnerrađ í lófa.  Ţriđja algenga klúđriđ var ađ skola puttana ađeins lauslega í alltof stutta stund.  Fjórđa klúđriđ er ađ sniđganga ţumalinn.  Vegna sóđaskapar starfsmanna á veitingastöđum fá margir illt í magann eftir heimsókn ţangađ.

  Svona á ađ ţvo hendur:

  - Fyrst skal bleyta hendurnar rćkilega í vatni og nugga ţćr fram og til baka.  Klúđur er ađ byrja á ţví ađ sápa ţćr.  Sápan dreifist aldrei nógu vel ţannig.

  - Nugga sápu og vatni vel yfir báđar hendur.  Gćta sérlega vel ađ ţví ađ ţvo á milli fingra.   

  -  Stóra máliđ er ađ gleyma ekki ađ sápa og ţvo ţumalinn. 

ţvottur

 

 


Fćreyskur húmor

  Fćreyingar eru góđir húmoristar.  Ţeir eiga auđvelt međ ađ koma auga á eitthvađ spaugilegt.  Ţegar ţeim dettur í hug eitthvađ sprell ţá framkvćma ţeir ţađ ţrátt fyrir ađ stundum kalli ţađ á mikla vinnu og fyrirhöfn.  Dćmi:

  Rétt utan viđ höfuđborgina,  Ţórshöfn,  er risastór saltgeymsla eyjanna niđur viđ sjó.  Ţegar ekiđ er til eđa frá Ţórshöfn ţá liggur ţjóđvegurinn ofan viđ saltgeymsluna.  Ţak hennar blasir viđ vegfarendum.  Einn mánudagsmorgun blasti viđ ţeim ađ einhver eđa einhverjir höfđu málađ snyrtilega og fagmannlega stórum stöfum á ţakiđ orđiđ PIPAR. 

  Ţétt austur af Ţórshöfn er Nólsey.  Hún tilheyrir sveitarfélaginu Ţórshöfn.  Hún skýlir höfninni í Ţórshöfn fyrir veđri og vindum.  Íbúar eru hátt í 300.  Margir ţeirra vinna í Ţórshöfn. 

  Í Fćreyjum hefur til átta ára veriđ rekinn sumarskóli í kvikmyndagerđ.  Í ár er hann starfrćktur í Nólsey.  Af ţví tilefni brugđu tveir vinir á leik og settu í gćr upp risastórt skilti á eyjunni međ orđinu NÓLLYWOOD.  Framkvćmdin tók marga daga og var dýr.  En vinirnir segja ađ ţetta sprell eigi ađ endast í mörg ár.

  Eins og glöggt má sjá á myndinni hér fyrir neđan ţá er skiltiđ afrit af frćgasta skilti í Los Angeles í Bandaríkjum Norđur-Ameríku.  Neđst til vinstri á myndinni sést hús.  Af ţví má ráđa hver stćrđ skiltisins er. 

Nólsoy

 

hollywood-sign


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband