Færsluflokkur: Lífstíll

Stórmerkilegur launalisti

Woodstock_poster 

  1969 var haldin merkasta hljómleikahátíð sögunnar.  Hún fór fram í Woodstock í New York ríki.  Yfirskriftin var "3ja daga friður og tónlist".  Þegar á reyndi teygðist dagskráin yfir fjóra daga. 

  Í upphafi var áætlað að hátíðin gæti laðað 15 þúsund manns að.  Er nær dró var ljóst að töluvert fleiri kæmu.  Aðstaða var þá bætt og gerð fyrir 25 þúsund gesti.

  Svæðið og næstu sveitabæir hurfu í mannhafi.  Hátt í hálf milljón mætti (á milli 470 - 480).  Allt fór í klessu:  hreinlætisaðstaða,  matur og drykkir...  Rigning og troðningurinn breyttu jarðvegi í drullusvað. 

  Eitt af mörgu sem gerði hátíðina merkilega er að allt fór friðsamlega fram.  Engar nauðganir eða annað ofbeldi.  Enginn drepinn. 

  Forvitnilegt er að skoða í dag hverjar voru launakröfur tónlistarfólksins:

Jimi Hendrix:  18 þúsund dollarar (7 milljón ísl kr. á núvirði).

Blood, Sweat & Tears15.000 dollarar.

Creedence Clearwater Revival og Joan Baez:  10.000 dollarar hvor.  

Janis Joplin,  Jefferson Airplane og The Band7500 dollarar hver.

The Who, Richie Havens,  Canned Heat og Sly & The Family Stone7000 dollarar hver.    

Arlo Guthrie og Crosby, Stills,  Nash & Young 5000 dollarar hvor.

Ravi Shankar:  4500 dollarar. 

Johnny Winter:  3750 dollarar.

Ten Years After:  3250 dollarar.

Country Joe and the Fish og The Grateful Dead:  2500 dollarar hvor. 

Incredible String Band:  2250 dollarar. 

Tim Hardin og Mountain:  2000 dollarar hvor. 

Joe Cocker:  1375 dollarar.    

Sweetwater:  1250 dollarar.

John Sebastian:  1000 dollarar.

Melanie og Santana:  750 dollarar hvor

Sha Na Na:  700 dollarar.

Keef Hartley:  500 dollarar.

Quill:  375 dollarar.


Hver mælti svo?

  Eftirfarandi gullmolar hrukku upp úr einum og sama manninum fyrir nokkrum árum þegar hann var áberandi í umræðunni.  Hver er það?

  - Ég veit að manneskja og fiskur geta átt friðsamleg samskipti!

  - Sífellt meira af innflutningi okkar kemur frá útlöndum!

  - Eitt það frábæra við bækur er að stundum innihalda þær flottar myndir!

  - Ég held að við getum verið sammála um að fortíðin er liðin!

  - Hvað hef ég heilsað mörgum með handabandi?

  - Ég vona að við komumst til botns í svarinu.  Ég hef áhuga á að vita það.

  - Ef þú hefur engan málstað að verja þá hefur þú engan málstað að verja!

  - Washington DC er staðurinn þar sem fólk stekkur út úr tófugreninu áður en fyrsta skotinu er hleypt af!

  - Þegar ég tala um mig og þegar hann talar um mig þá erum við báðir að tala um mig!


Gapandi hissa

  Ég veit ekkert um boltaleiki.  Fylgist ekki með neinum slíkum.  Engu að síður fer ekki framhjá mér hvað boltafólk gapir mikið.  Það er eins og stöðug undrun mæti því.  Það gapir af undrun.  Að mér læðist grunsemd um að einhverskonar súrefnisþörf spili inn í.  Fólkið berjist við - í örvæntingu - að gleypa súrefni.  Þetta er eins og bráðasturlun.

bolti 1boltamóibolti 2bolti 3boltagaparibolti 4boltakappibolti 5boltagaurbolkti 6bolti dboltabullur 


Anna frænka og hraðsuðuketillinn

  Þegar móðir Önnu frænku,  Lára,  féll frá varð hún einstæðingur.  Faðir hennar féll frá einhverjum árum áður.  Hún sló á einmanaleikann með því að hringja oft og títt í innhringitíma Rásar 2.  Fyrir ofan síma hennar voru spjöld með símanúmerum nánustu ættingja.  Eitt spjaldið var tvöfalt stærra en hin.  Símanúmer Rásar 2 fyllti út í það.

  Lára var jörðuð í fjölskyldugrafreit á Hesteyri,  eins og afi minn og amma.  Að jarðarför lokinni fylgdi Anna presthjónunum inn í kaffi.  Þar setti hún hraðsuðuketil í samband.  Rafmagnsnúran var klædd tauefni.  Einhverra hluta vegna hafði hún slitnað í sundur.  Anna splæsti hana saman með álpappír.   

  Anna bauð prestfrúnni að grípa um álpappírinn. 

  "Það er svo gott að koma við hann þegar ketillinn er í gangi,"  útskýrði Anna og skríkti úr hlátri.  "Hí hí hí,  það kitlar!"

anna á Hesteyri 


Metnaðarleysi

  Einhver allsherjar doði liggur yfir Íslendingum þessa dagana.  Meðal annars birtist það í áhugaleysi fyrir komandi forsetakosningum.  Innan við sjötíu manns eru byrjaðir að safna meðmælendum.  Það er lágt hlutfall hjá þjóð sem telur nálægt fjögur hundruð þúsund manns.  Að vísu þrengir stöðuna að frambjóðandi verður að vera 35 ára eða eldri.  Einnig þurfa kjósendur að vera 18 ára eða eldri.  Samt. 

kórona

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Steinunn Ólína byrjuð að safna undirskriftum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir góðir saman!

  Fyrir nokkrum árum stálpuðust barnabörn mín.  Þau lærðu að lesa og lásu mikið;  allskonar blöð,  tímarit, bækur og netmiðla.  Gaman var að fylgjast með því.  Nema að mér varð ljóst að margt í fjölmiðlum er ekki til fyrirmyndar.  Þá datt mér í hug að setja sjálfum mér reglu:  Að skrifa og segja aldrei neitt neikvætt og ljótt um neina manneskju.

  Þetta var U-beygja til góðs.  Það er miklu skemmtilegra að vakna og sofna jákvæður og glaður heldur en velta sér upp úr leiðindum.  Til viðbótar ákvað ég að hrósa einhverjum eða einhverju á hverjum degi.  Svoleiðis er smitandi og gerir öllum gott.

        


Ánægjuleg kvikmynd

  -  Titill:  BOB MARLEY: One Love

  -  Einkunn:  **** (af 5)

  Bob Marley ólst upp í mikilli fátækt á Jamaica.  Hann vann sig upp í að verða skærasta,  stærsta og í raun eina ofurtónlistarstjarna þriðja heimsins.  Súperstjarna ofarlega á lista yfir merkustu tónlistarmenn sögunnar. Kvikmynd um 36 ára ævi hans var fyrir löngu tímabær.

  Kvikmyndin stendur undir væntingum.  Í og með vegna þess að músíkin er yndisleg.  Hljóðheimur (sánd) Kringlubíós er frábær.  Sérlega skilar hann bassagítar flottum.

  Einstaka sena er allt að því full róleg.  Þannig er það með myndir sem byggja á raunverulegum söguþræði.  Enski leikarinn Kingslay Deb-Adir túlkar Marley.  Hann er ágætur.  Honum tekst þó ekki fullkomlega að fanga sjarma Bobs.  Það er ómöguleiki.     

  Blessunarlega upphefur myndin Bob ekki sem breyska guðlega veru.  Né heldur ofhleður hana með rasta-trúarbrögðum hans.  Sem samt voru stór þáttur í lífi hans.  

  Margt má segja um myndina gott og misgott.  Eftir stendur að ág mæli með henni sem skrepp í kvikmyndahús og upplifa "feel good").

marley     

 


Kallinn reddar

  Í samfélagi mannanna má jafnan finna kallinn sem græjar hlutina; lagar það sem úrskeiðis fer.  Hann er engin pjattrófa.  Hann grípur til þess sem hendi er næst og virkar.   Það eitt skiptir máli.  Útlitið er algjört aukaatriði.  Sama hvort um er að ræða stól,  handstýrða rúðuþurrku,  flöskuopnara,  farangursskott með læsingu,  klósettrúllustatíf eða hurð í risinu.  Það leikur allt í höndunum á honum.

kallinn sem reddar stæði fyrir stólinnkallinn reddar handstýrði rúðuþurrkukallinn reddar upptakarakallinn reddar farangursskotti með læsingukallinn kom klósettrúllunni snyrtilega fyrirkallinn græjar hurðina í risinu


Jólatiktúrur afa - 3ji hluti

  Afi keypti ekki jólakort fyrr en á milli jóla og nýárs.  Þá fékk hann þau á góðum afslætti í Kaupfélaginu á Sauðárkróki.  Hann hældi sér af því hvað hann náði að kýla verðið niður.  Jafnframt sagði hann:  "Ég ætla ekki að spandera jólakorti á einhvern sem sendir mér ekki kort.  Það kemur ekki til greina!"  

  Eftir borðhald á heimilinu,  uppvask og frágang voru pakkar opnaðir.  Um það leyti fékk afi alltaf spennufall - eftir margra daga stanslausa tilhlökkun.  Hann hnussaði og hneykslaðist yfir öllum gjöfum.  Það var skemmtiefni fyrir okkur hin að fylgjast með fussinu í afa:  "Hvaða endemis rugl er þetta?  Hvað á ég að gera með bók?  Ég hélt að allir vissu að ég væri löngu hættur að lesa.  Ég á ekki einu sinni bókahillu.  Ég hef ekkert geymslupláss fyrir bækur!"  

  Ein jólin fékk afi pakka með sokkum og nærbuxum.  Hann ætlaði að springa úr vanþóknun:  "Hvaða fíflagangur er þetta?  Hvað á ég að gera við stuttar nærbuxur?  Ég hef aldrei á ævi minni farið í stuttar buxur.  Þetta eru unglingabuxur.  Þvílíkt og annað eins.  Er fólk að tapa sér?"

  Við gátum ekki varist hlátri er afi dró upp úr næsta pakka forláta síðar nærbuxur.  "Þú hefur verið bænheyrður," skríkti mamma í stríðni.  Afi hafði ekki húmor fyrir þessu:  "Hverjum dettur í hug að ég fari að ganga í útlendum bómullarbuxum?  Ég hef aldrei klæðst nema íslenskum prjónanærbuxum.  Ég breyti því ekki á grafarbakkanum.  Hvað eiga svona heimskupör að þýða?"  

  Ég man ekki hvort það var úr næsta eða þar næsta pakka sem afi fékk dýrindis prjónanærbuxur.  Mamma hrópaði:  "Þetta er þitt kvöld.  Þú ert stöðugt bænheyrður."

  Afi varð vandræðalegur.  Hann skoðaði buxurnar í bak og fyrir;  stóð upp og mátaði við sig stærðina og annað.  Allt virtist eins og best var á kosið.  Pabbi grínaðist með þetta:  "Þetta eru söguleg tíðindi.  Það er ekkert að buxunum."

  Afi hafði ekki sagt sitt síðasta:  "Hverjum dettur í hug að hafa svona frágang á buxnaklaufinni?  Hún er hneppt eins og skyrta.  Ég hélt að allir vissu að á prjónanærbuxum á að vera áfast stykki sem er hneppt þvert yfir til hægri.  Á þessum buxum er eins og hálfviti hafi verið að verki.  Þvílíkt klúður!  Það er eins gott að fólk sjái mig ekki í þessari hörmung.  Ég yrði að athægi!"


Slegist í Húnaveri

  Um og upp úr miðri síðustu öld var landlægur rígur á milli næstu byggðarlaga.  Hann birtist meðal annars í því að í lok dansleikja tókust menn á.  Ólsarar slógust við Grundfirðinga,  Reyðfirðingar slógust við Eskifirðinga,  Skagfirðingar slógust við Húnvetninga og svo framvegis.  Þetta voru ekki hrottaleg átök.  Lítið var um alvarleg beinbrot eða blóð.  Liggjandi maður fékk aldrei spark í höfuðið.  Þetta var meira tusk.  Í mesta lagi með smávægilegu hnjaski.  

  Skagfirðingur einn lét sig sjaldan vanta í tuskið.  Hann var jafnan drjúgur með sig.  Mundi framgöngu sína hetjulegri en aðrir.  Eitt sinn tuskaðist hann við Húnvetning fyrir aftan Húnaver.  Sá felldi hann í jörðina og hélt honum niðri.  Sama hvað okkar maður ólmaðist þá var hann í skrúfstykki.  Hann kallaði á félaga sína:  "Strákar, rífið mannhelvítið af mér áður en ég reiðist!" 

tusk

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband