Fćrsluflokkur: Lífstíll

Minningarorđ um Kristínu Guđmundsdóttur

  Í dag er til moldar borin ástkćr skólasystir,  Kristín Guđmundsdóttir í Grindavík.  Viđ vorum samferđa í Hérađsskólanum á Laugarvatni á fyrri hluta áttunda áratugarins.

  Allir strákarnir í skólanum nema einn voru skotnir í Stínu.  Ekki ađeins vegna ţess ađ hún var gullfalleg.  Líka vegna hennar geislandi persónuleika.  Hún var glađvćr,  jákvćđ, hlý og afskaplega skemmtileg.

  Nemendum á Laugarvatni var skipt upp eftir kynjum.  Drengjaheimavistir og stúlknaheimavistir.  Stranglega var bannađ ađ flakka ţar á milli.  Slík ósvífni kostađi brottrekstur úr skólanum.

  Stína bjó á heimavist sem hét Hlíđ.  Nauđsyn braut lög.  Reglur viku fyrir ljúfum eftirmiđdögum um helgar.  Fátt var skemmtilegra en heimsćkja Stínu og ađrar á hennar vist síđdegis á helgardögum.  Bara ađ spjalla saman,  vel ađ merkja.  Ekkert annađ.   Ţađ var góđ skemmtun.

  Fyrir nokkrum árum tókum viđ skólasystkini frá Laugarvatni upp á ţví ađ hittast af og til.  Meiriháttar gaman.  Skugga bar á síđasta endurfund er Stína var fjarri vegna baráttu viđ krabbamein.  Hennar er nú sárt saknađ.  Ein skemmtilegasta og indćlasta manneskja sem ég hef kynnst.  Ég ţakka fyrir frábćr kynni.

 

KristínLaugarvatn


Rokkhljómsveit er eitt ćđsta form vináttu

  Flestar rokkhljómsveitir eru stofnađar af vinahópi.  Bestu vinir međ sama músíksmekk,  sömu viđhorf til flestra hluta og sama húmor taka vinskapinn á hćrra stig međ ţví ađ stofna hljómsveit. 

  Ţegar hljómsveitin nćr flugi taka hljómleikaferđir viđ.  Langar hljómleikaferđir.  Vinirnir sitja uppi međ hvern annan dag eftir dag,  mánuđ eftir mánuđ.  Jafnvel árum saman.  Iđulega undir miklu álagi.  Áreitiđ er úr öllum áttum:  Svefnröskun vegna flakks á milli tímabelta;  flugţreyta,  hossast í rútu tímum saman...

  Er gítarleikarinn Gunni Ţórđar stofnađi Hljóma - eina merkustu hljómsveit íslensku tónlistarsenunnar - ţá réđ hann besta vin sinn,  Rúna Júl,  á bassagítar.  Rúnar hafđi fram ađ ţví aldrei snert hljóđfćri.  Vinirnir leystu ţađ snöfurlega:  Gunni kenndi Rúna á bassagítar - međ glćsilegum árangri.  

  Bresku Bítlarnir eru gott dćmi um djúpa vináttu.  Forsprakkinn,  John Lennon,  og Paul McCartney urđu fóstbrćđur um leiđ og ţeir hittust 16 ára.  Ţeir vörđu öllum stundum saman alla daga til fjölda ára.  Ţeir sömdu saman lög á hverjum degi og stússuđu viđ ađ útsetja ţau og hljóđrita.  Sólógítarleikari Bítlanna,  George Harrison,  var náinn vinur Pauls og skólabróđir.  Í áranna rás varđ hann reyndar meiri vinur Johns.  

  Hvađ um ţađ.  Frá fyrstu ljósmyndum af Bítlunum á sjötta áratugnum og myndböndum fram til 1968 ţá eru ţeir alltaf brosandi,  hlćjandi og hamingjusamir.  Vinskapur ţeirra var afar sterkur.  Ţegar hljómsveitin tók frí ţá fóru ţeir saman í fríiđ.  Hvort heldur sem var til Indlands eđa Bahama.   

  Ţessi hugleiđing er sprottin af hljómleikum Guns ´n´ Roses í Laugardal í vikunni.  Liđsmenn hljómsveitarinnar eru ítrekađ sakađir um ađ stússa í hljómleikahaldi einungis vegna peninganna.  Ég hafna ţví ekki alfariđ ađ liđsmenn hljómsveitarinnar kunni vel ađ meta ađ vera nćst tekjuhćsta hljómleikahljómsveit rokksögunnar (á eftir the Rolling Stones).  Bendi ţó á ađ á rösklega ţriggja áratuga löngum ferli hefur hljómsveitin selt vel á annađ hundrađ milljón plötur.  Liđsmenn hljómsveitarinnar eru auđmenn.  Ég veit ekki til ađ neinn ţeirra hafi dýrt áhugamál.  Ja,  ef frá er taliđ ađ framan af ferli voru allir liđsmenn stórtćkir harđlínudópistar og drykkjuboltar.  

  Hljómleikaferđ Gunsara lauk hérlendis eftir ađ hafa varađ frá 2016.  Hljómleikarnir stóđu í hálfan fjórđa tíma.  Ţađ er tvöfaldur tími hefđbundinna rokkhljómleika.  Áheyrendur skynjuđu glöggt ađ hljómsveitin naut sín í botn. Liđsmenn hennar hefđu komist léttilega frá ţví ađ spila ađeins í tvo tíma. En ţeir voru í stuđi og vildu skemmta sér í góđra vina hópi.  

 

 


Sló Drake heimsmet Bítlanna?

  Í fréttum hefur veriđ sagt frá ţví ađ Drake hafi slegiđ met Bítlanna.  Met sem fólst í ţví ađ voriđ 1964 áttu Bítlarnir fimm lög í fimm efstu sćtum bandaríska vinsćldalistans.  Hiđ rétta er ađ Drake hefur ekki slegiđ ţađ met.  Hann hefur aldrei átt fimm lög í fimm efstu sćtum bandaríska vinsćldalistans. 

  Metiđ sem hann sló og ratađi í fréttir er ađ í síđustu viku átti hann sjö lög í tíu efstu sćtum bandaríska vinsćldalistans.   Ţar af voru "ađeins" ţrjú í fimm efstu sćtunum.  Öll drepleiđinleg.  Efstu sćtin - til ađ mynda fimm efstu - hafa mun meira vćgi en neđri sćti.  Á bak viđ efstu sćtin liggur miklu meiri plötusala,  miklu meiri útvarpsspilun og svo framvegis.

beatles-top-5-chart-650

 

 


Fólk kann ekki handaţvott

  Bandaríska landbúnađarráđuneytiđ stóđ á dögunum fyrir vandađri rannsókn á handaţvotti.  Fylgst var leynilega međ 393 manns matreiđa kalkúnaborgara og salat.  97% kokkanna fengu falleinkunn. Af helstu klúđrum var ađ ţvo ađeins fremsta hluta fingra en ekki á milli ţeirra.  Annađ algengt klúđur var ađ ţvo ekki hendur eftir ađ hafa fiktađ í nefi eđa öđrum andlitshlutum né eftir ađ hafa hóstađ eđa hnerrađ í lófa.  Ţriđja algenga klúđriđ var ađ skola puttana ađeins lauslega í alltof stutta stund.  Fjórđa klúđriđ er ađ sniđganga ţumalinn.  Vegna sóđaskapar starfsmanna á veitingastöđum fá margir illt í magann eftir heimsókn ţangađ.

  Svona á ađ ţvo hendur:

  - Fyrst skal bleyta hendurnar rćkilega í vatni og nugga ţćr fram og til baka.  Klúđur er ađ byrja á ţví ađ sápa ţćr.  Sápan dreifist aldrei nógu vel ţannig.

  - Nugga sápu og vatni vel yfir báđar hendur.  Gćta sérlega vel ađ ţví ađ ţvo á milli fingra.   

  -  Stóra máliđ er ađ gleyma ekki ađ sápa og ţvo ţumalinn. 

ţvottur

 

 


Fćreyskur húmor

  Fćreyingar eru góđir húmoristar.  Ţeir eiga auđvelt međ ađ koma auga á eitthvađ spaugilegt.  Ţegar ţeim dettur í hug eitthvađ sprell ţá framkvćma ţeir ţađ ţrátt fyrir ađ stundum kalli ţađ á mikla vinnu og fyrirhöfn.  Dćmi:

  Rétt utan viđ höfuđborgina,  Ţórshöfn,  er risastór saltgeymsla eyjanna niđur viđ sjó.  Ţegar ekiđ er til eđa frá Ţórshöfn ţá liggur ţjóđvegurinn ofan viđ saltgeymsluna.  Ţak hennar blasir viđ vegfarendum.  Einn mánudagsmorgun blasti viđ ţeim ađ einhver eđa einhverjir höfđu málađ snyrtilega og fagmannlega stórum stöfum á ţakiđ orđiđ PIPAR. 

  Ţétt austur af Ţórshöfn er Nólsey.  Hún tilheyrir sveitarfélaginu Ţórshöfn.  Hún skýlir höfninni í Ţórshöfn fyrir veđri og vindum.  Íbúar eru hátt í 300.  Margir ţeirra vinna í Ţórshöfn. 

  Í Fćreyjum hefur til átta ára veriđ rekinn sumarskóli í kvikmyndagerđ.  Í ár er hann starfrćktur í Nólsey.  Af ţví tilefni brugđu tveir vinir á leik og settu í gćr upp risastórt skilti á eyjunni međ orđinu NÓLLYWOOD.  Framkvćmdin tók marga daga og var dýr.  En vinirnir segja ađ ţetta sprell eigi ađ endast í mörg ár.

  Eins og glöggt má sjá á myndinni hér fyrir neđan ţá er skiltiđ afrit af frćgasta skilti í Los Angeles í Bandaríkjum Norđur-Ameríku.  Neđst til vinstri á myndinni sést hús.  Af ţví má ráđa hver stćrđ skiltisins er. 

Nólsoy

 

hollywood-sign


Verstu lönd fyrir konur

 

  548 sérfrćđingar á snćrum Thomson Reuters Foundation hafa tekiđ saman lista yfir verstu lönd heims fyrir konur ađ búa á.  Ekki kemur á óvart ađ Indland sé allra landa verst.  2016 voru 40 ţúsund nauđganir kćrđar ţar.  Ţrátt fyrir ađ lítiđ komi út úr kćrunum.  Kćrđar nauđganir eru ađeins lítiđ brot af ástandinu.  Hátt hlutfall nauđgana eru hópnauđganir.  Hátt hlutfall nauđgana er gegn barnungum stelpum.  Ennfremur er algengt ađ fórnarlömb séu myrt í kjölfar nauđgunar.  

  Verst er stađa svokallađra stéttlausra stelpna á Indlandi.  Nánast er almennt viđhorf ađ ţćr séu réttlausar međ öllu.  Ţćr eiga á hćttu ađ vera lamdar eđa nauđgađ á ný á lögreglustöđ ef ţćr kćra nauđgun.  Allra síst geta ţćr búist viđ ađ kćra leiđi til refsingar.    

  Ţetta eru 10 verstu lönd fyrir konur:

1.  Indland

2.  Afganistan

3.  Sýrland

4.  Sómalía

5.  Sádi-Arabía

6.  Pakistan

7.  Kongó - Kinsasa

8.  Jemen

9.  Nígería

10. Bandaríkin

  Eflaust er óverulegur stigsmunur á milli allra efstu löndunum.  Sláandi er ađ af 193 löndum Sameinuđu ţjóđanna sé Sádi-Arabía í flokki međ 5 verstu löndum fyrir konur.  Ţökk sé Bretum sem beittu sér af hörku fyrir ţví ađ skipa Sáda yfir mannréttindaráđ samtakanna. 

   


Dularfullt hvarf Fćreyinga

  Tveir ungir Fćreyingar hurfu á dularfullan hátt í Kaupmannahöfn á ţriđjudaginn.  Lögreglan hefur síđan leitađ ţeirra.  Án árangurs.  

  Fćreyingarnir áttu bókađ flugfar til Fćreyja.  Ţeir skiluđu sér hinsvegar ekki í innritun.  Ţađ síđasta sem vitađ er um ţá er ađ annar rćddi viđ vin sinn í síma nokkru fyrir flugtak.  Hann sagđi ţá vera á leiđ út á Kastrup flugvöll.  

  Annar drengjanna ćtlađi ađ flytja aftur til Fćreyja.  Hinn ćtlađi ađeins ađ kíkja í heimsókn.

  Frá ţví ađ hvarf ţeirra uppgötvađist hefur veriđ slökkt á símum ţeirra.  Jafnframt hafa ţeir ekki fariđ inn á netiđ.

  Uppfćrt kl. 15.50:  Mennirnir eru fundnir.  Ţeir eru í Malmö í Svíţjóđ.  Máliđ er ţó ennţá dularfullt.  Af hverju mćttu ţeir ekki í innritun á Kastrup?  Af hverju stungu ţeir af til Malmö?  Af hverju hefur veriđ slökkt á símum ţeirra?  Af hverju létu ţeir ekki áhyggjufulla ćttingja ekki vita af sér dögum saman?

Fćreyingarnir


Brjóstagjöf gegn matvendni

  Ţví lengur sem börn eru á brjósti ţeim mun síđur verđa ţau matvönd.  Ţeim mun lystugri verđa ţau í grćnmeti.  Ástćđan er sú ađ bragđiđ á brjóstamjólk sveiflast til eftir matarćđi móđurinnar.  Brjóstmylkingurinn venst ţví ađ matur sé fjölbreyttur.  Ţegar matarćđi sex ára barna er skođađ kemur í ljós ađ börn alin á brjóstamjólk sćkja í tvöfalt fjölbreyttara fćđi en börn alin á vatnsblandađri ţurrmjólk.  Jafnframt eru brjóstmylkingarnir viljugri til ađ prófa framandi grćnmeti.  

matur


Íslenska leiđin

  Mađur sem viđ köllum A var fyrirtćkjaráđgjafi Glitnis.  Hann gaf fátćkum vinum olíufyrirtćkiđ Skeljung.  Ţetta var sakleysisleg sumargjöf.  Hún olli ţó ţví ađ A var rekinn međ skömm frá Glitni.  Eđlilega var hann ţá ráđinn forstjóri Skeljungs.  Um leiđ réđi hann ţar til starfa nokkra vini úr bankanum.  Ţeirra í stađ rak hann nokkra reynslubolta.  Hinsvegar er hjásvćfa hans ennţá í vinnu hjá Skeljungi.  Ţađ er önnur saga og rómantískari.

  Skeljungur keypti Shell í Fćreyjum.  Nokkru síđar var starfsmađur fćreyska Shell ráđinn forstjóri Skeljungs.  Síđan er fyrirtćkinu stýrt frá Fćreyjum.  Ţetta ţótti einkennilegt.  Hefđin var sú ađ framkvćmdastjóri tćki viđ forstjórastóli. 

  Fyrsta verk fćreyska forstjórans var ađ kaupa hlutabréf í Skeljungi á undirverđi og selja daginn eftir á yfirverđi.  Lífeyrissjóđir toguđust á um ađ kaupa á yfirverđinu.  Kauđi fékk í vasann á einum degi 80 milljónir eđa eitthvađ.  Ţetta er ólíkt Fćreyingum sem öllu jafna eru ekki ađ eltast viđ peninga. 

  Persóna A var óvćnt orđin međeigandi Skeljungs.  Hann (kk) og vinirnir seldu sinn hlut í Skeljungi á 830 milljónir á kjaft. 

  Ţetta er einfalda útgáfan á ţví hvernig menn verđa auđmenn á Íslandi.

magn

 

 


Undarlegir flugfarţegar

  Sumt fólk hagar sér einkennilega í flugvél og á flugvöllum.  Íslendingar eiga frćgasta flugdólg heims.  Annar íslenskur flugdólgur var settur í flugbann nokkrum árum áđur.  Hann lét svo ófriđlega í flugvél yfir Bandaríkjunum ađ henni var lent á nćsta flugvelli og kauđa hent ţar út. Hann var tannlćknir í Garđabć.  Misţyrmdi hrottalega vćndiskonu sem vann í hóruhúsi systur hans á Túngötu.

  Ekki ţarf alltaf Íslending til.  Í fyrradag trylltist erlendur gestur í flugstöđinni í Sandgerđi.  Hann beit lögregluţjón í fótinn.

  Á East Midlands flugstöđinni í Bretlandi undrast starfsfólk hluti sem flugfarţegar gleyma.  Međal ţeirra er stór súrefniskútur á hjólum ásamt súrefnisgrímu.  Einnig má nefna tanngóm,  stórt eldhúshnífasett og stór poki fullur af notuđum nćrbuxum.  Svo ekki sé minnst á fartölvu,  síma og dýran hring.

flugdólgur


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband