Færsluflokkur: Heimspeki
18.12.2017 | 00:19
Málshættir
Málshættir eru upplýsandi og fræðandi. Nauðsynlegt er að halda þeim til haga. Þeir geyma fyrir komandi kynslóðir gömul rammíslensk orð sem gott er að kunna. Þeir geyma líka gömul orðatiltæki yfir vinnubrögð sem tilheyra fortíðinni en gott er að kunna skil á.
Íslenskir páskaeggjaframleiðendur hafa blessunarlega haldið málsháttum á góðu lífi á frjósemishátíðinni kenndri við frjósemisgyðjuna Easter. Ástæða er til að rifja þá einnig upp á vetrarsólstöðuhátíð ljóss og friðar, kenndri við Jólnir (Óðinn).
Sjaldan fellur eggið langt frá hænunni
Allir hafa eitthvað gott til hunds að bera
Þeir skvetta úr klaufunum sem eiga
Ekki sést í skóinn fyrir hnjánum
Ekki er hún betri lúsin sem læðist
Neyðin kennir nöktum manni að synda
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 01:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.2.2016 | 12:17
Spaugileg réttarhöld
Í réttarsal eru samtöl dómara og lögmanna við sakborning og vitni samviskusamlega skráð og færð til bókar. Eðlilega eru allir misjafnlega upplagðir. Þar getur verið dagamunur á. Að auki er fólk mis rökfast að upplagi og mis klárt í að skilja og skilgreina spurningar og svör viðmælenda.
Eftirfarandi samtöl eru öll tekin upp úr dómsskjölum í Bandaríkjum Norður-Ameríku:
-----------------
Lögmaður: Hvað er sonur þinn gamall, sá sem býr heima hjá þér?
Vitni: 38 eða 35. Ég man ekki hvort.
Lögmaður: Hvað hefur hann búið lengi hjá þér?
Vitni: Í 45 ár.
-----------------
Lögmaður: Hver er fæðingardagur þinn?
Vitni: 18. júlí.
Lögmaður: Hvaða ár?
Vitni: Á hverju ári.
-----------------
Lögmaður: Hvað var það fyrsta sem eiginmaður þinn sagði við þig þennan morgun?
Vitni: Hann sagði: Hvar er ég, Kata?
Lögmaður: Hvers vegna kom það þér í uppnám?
Vitni: Ég heiti Súsanna.
-----------------
Lögmaður: Hefur þessi sjúkdómur nokkuð haft áhrif á minni þitt?
Vitni: Jú.
Lögmaður: Á hvern hátt?
Vitni: Ég gleymi.
Lögmaður: Gleymir? Getur þú nefnt mér eitthvað sem þú hefur gleymt?
-----------------
Lögmaður: Ertu kynferðislega virk?
Vitni: Nei, ég ligg bara þarna.
-----------------
.
Lögmenn með 185 þúsund á tímann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.11.2014 | 18:31
Byssan er saklaus
Byssur drepa engan. Þessu halda margir fram í kjölfar þess að hafa sett upp spekingslegan svip og tekið í nefið. Ef vel er að gáð er það alveg rétt að byssur drepa engan. Ekki fremur en handsprengjur, kjarnorkusprengjur, eldflaugar, eiturefnavopn eða rafmagnsstóllinn. Það er ástæðulaust að agnúast út í þetta dót. Drápstækin eru saklaus uns sekt er sönnuð. Sökin liggur hjá manneskjunum sem misnota leikföngin. Svo geta alltaf orðið slys. Eins og gengur. Þau gera ekki boð á undan sér.
Skotinn til bana fyrir slysni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimspeki | Breytt 18.12.2015 kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2012 | 21:04
Fágætar bækur til sölu
Ég hef verið beðinn um að láta sérlega bókaunnendur vita af nokkrum fágætum bókum úr dánarbúi Jóns Þorleifssonar, rithöfundar og verkamanns. Þessar bækur eru til sölu:
Sögur og sagnir úr Breiðafirði | Bergsveinn Skúlason | 1950 | |||
Hlynir og hreggviðir, þættir úr Húnaþingi | 1950 | ||||
Á Hvalveiðastöðvum, minningar Magnúsar Gíslasonar | 1949 | ||||
Þjóðhættir og ævisögur frá 19 öld | Finnur Jónsson á Kjörseyri | 1945 | |||
Úr byggðum Borgarfjarðar III | Kristleifur Þorsteinsson | 1960 | |||
Æskustöðvar | Jósef Björnsson frá Svarfhóli | 1954 | |||
Skriftamál uppgjafaprest,ritgerðirs | 1962 | ||||
Opinberar aðgerðir og atvinnulífið 1950-1970 | 1974 | ||||
Þjóðlífsmyndir | Gils Guðmundsson | 1949 | |||
Minningarbók, Þorvaldur Thoroddsen | 1922 | ||||
Fagrar heyrði ég raddirnar | Einar Ól. Sveinsson | 1942 | |||
Frá hugsjónum til hermdarverka | Gunnar Benediktsson | 1937 | |||
Það brýtur á boðum | Gunnar Benediktsson | 1941 | |||
Íslenskar þjóðsögur III | Einar Guðmundsson | ||||
Íslensk endurreisn | Vilhjámur Þ. Gíslason | 1923 | |||
Saga Natans Ketilssonar og Skáld Rósu | Brynjúlfur Jónsson | 1912 |
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.3.2012 | 01:47
Gullkorn: Prófsvör barna
Kennarar og prófdómarar hafa löngum haldið til haga broslegum svörum barna á prófum. Oftast er ástæðan fyrir sérkennilegu svari augljóslega sú að barnið hefur ekki skilning á viðfangsefninu en reynir að finna trúverðuga / líklega skýringu. Án þess að hitta á rétt svar. Eða þá að barnið ruglast á orðum sem hljóma líkt. Hér eru nokkur dæmi:
- Úr málfræðiprófi í 5. bekk í Mýrarhúsaskóla: "Hvað nefnast íbúar Húnavatnssýslu einu nafni?"
Eitt svar var: "Sýslumenn"
Annað var: "Húnvettlingar"
- Úr svari á prófi í kristnum fræðum í 7. bekk: "Á hvítasunnudag sendi Jesú lærisveinum sínum heilan anda."
- Úr bókmenntaprófi í 6. bekk: "Hvað merkir nafnorðið sammæðra?"
Eitt svarið var á svofelldan hátt: "Að tvær mæður eigi sama barnið."
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 02:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
28.6.2011 | 22:55
Reglur fyrir konur
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.4.2009 | 12:52
Meira grín!
Þessa brandara fékk ég senda. Mér þykir sjálfsagt að deila þeim með ykkur.
Ljóskan var á bekkjarmóti með skólafélögunum. Ein fyrrverandi bekkjarvinkonan snýr sér að henni og spyr frétta."Hvað áttu svo mörg börn?" spyr hún ljóskuna.
"Ég á átta syni," svarar ljóskan.
"Vá!" segir vinkonan. "Það er aldeilis. Það hlýtur að vera nóg að gera hjá þér. Hvað heita svo drengirnir?"
"Þeir heita Guðmundur," svarar ljóskan.
"Ha? Guðmundur? Varla hefur þú skýrt þá alla Guðmund?"
"Jú, jú," svarar ljóskan. "Það er svo þægilegt að þeir heiti allir sama nafni því þá er ekkert mál að kalla á þá í matinn til dæmis. Ég kalla bara Guðmundur og þá koma þeir allir hlaupandi."
"Ó," segir vinkonan hugsandi. "En hvað ef þú þarft að ná í einhvern einn af þeim?"
"Ekkert mál," segir ljóskan. "Þá kalla ég bara með föðurnafni."
Pabbi gamli ákvað að flytja á elliheimilið.
Sonurinn var í heimsókn til athuga hvernig honum liði.
"Þetta er hreinn unaður," sagði sá gamli. "Maturinn fyrsta flokks og umönnunin ekki síðri."
"Hvernig sefurðu?" spurði sonurinn.
"Eins og steinn," svaraði pabbi. "Klukkan tíu er komið með heitt kakó handa mér og síðan fæ ég eina víagratöflu."
"Víagra?! Pabbi minn, ég trúi alveg að þú fáir kakó fyrir svefninn en mér finnst ótrúlegt að 85 ára karl fái víagra fyrir svefninn."
"Þetta er alveg rétt hjá honum," sagði hjúkrunarfræðingur sem heyrði tal þeirra feðga. "Við gefum kakóbolla til að hann sofi betur og víagratöflu til að hann velti síður fram úr rúminu."
Ég horfði gagnrýnum augum á konuna, sem ég hef verið giftur í 30 ár og sagði:
"Heyrðu elskan fyrir 30 árum áttum við ódýra íbúð, ódýran bíl, við sváfum á sófanum í stofunni, horfðum á 10 tommu svart/hvítt sjónvarp og á hverju kvöldi iðkaði ég bólfarir með viljugri 25 ára stelpu.
Núna á ég 80 milljóna hús, 15 milljóna bíl, rúm á stærð við skeiðvöll og
50 tommu flatskjá en þarf að sætta mig við það á hverju kvöldi, að fara í bólið með þreyttri 55 ára konu. Ég fæ ekki séð að þú hafir haldið í við þróunina hér!"
Ég verð að játa að ég á skynsama konu. Hún leit snöggvast á mig og sagði um leið:
"Ekki vandamálið. Drífðu þig bara út og finndu þér 25 ára viljuga stelpu! Ég sé um að þú fáir hitt aftur: Ódýra íbúð, bíldruslu og ódýrt svart/hvítt sjónvarp! Eftir þessi 30 ár veistu að ég meina það sem ég segi."
Er konan mín ekki frábær? Grái fiðringurinn hvarf á einu andartaki!
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)