24.10.2010 | 12:54
Lykillinn fundinn að skilningi á listum og bókmenntum
Ég hef lengi velt fyrir mér hvar lykilinn sé að finna að skilningi á listum og bókmenntum heimsins. Einkum hafa þessar vangaveltur sótt að mér eftir að þingmaðurinn arðgreiðsluglaði, Ásbjörn Ólafsson, lýsti yfir í pontu viðbjóði sínum á listum. Nú hefur biskupinn yfir Íslandi og Vestmannaeyjum svipt hulunni af leyndarmálinu. Það er Nýja testamentið "sem er lykillinn að skilningi á listum og bókmenntum heimsins".
Þetta einfaldar mjög kennslu í listum og bókmenntum. Það þarf aðeins að láta nemendur lesa Nýja testamentið. Þá öðlast þeir skilning á hljómfræði, mynduppbyggingu, litafræði, leiklist og hvað skilur að góðar og vondar bókmenntir.
Þjóðir heims sem lesa ekki Nýja testamentið eru hér eftir aðhlátursefni. Þær hafa engan skilning á listum og bókmenntum. Það er þeim ægileg háðung.
Sá sem hefur ekki lesið Nýja testamentið er algjörlega skilningslaus gagnvart Tunglskinssónötunni. Í hans eyrum er þetta aðeins sundurlaus hávaði.
Vegið að rótum trúarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Spaugilegt, Trúmál, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:58 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
Nýjustu athugasemdir
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Brjánn, takk fyrir þetta. jensgud 19.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: áhugaverður samanburður. https://www.youtube.com/watch?v=1651r_... Brjánn Guðjónsson 18.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, ef þú kannt ekki að meta meistaraverkin eftir Mozart, þ... Stefán 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, þú ert með skemmtilegan flöt á dæminu! jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Ingólfur, bestu þakkir fyrir góðar pælingar. jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Stefán, takk fyrir fróðleikinn. jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Gleymdi - ef ég má vera með kjaft - að ég hef aldrei skilið hve... gudjonelias 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Alveg ljóst að þarna var elítan með sína útsendara tilbúín í læ... gudjonelias 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Skemmtilegur og fróðlegur pistill. Getur verið að egóistinn -... ingolfursigurdsson 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Það má geta þess að George hélt því fram að hugmyndin að nafnin... Stefán 15.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 6
- Sl. sólarhring: 50
- Sl. viku: 1161
- Frá upphafi: 4120980
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1033
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Þetta er frekar fyndi en blasir nú samt við.
K Zeta, 24.10.2010 kl. 13:06
Þetta er einfaldlega staðreynd, og ekki meint á þennan fáránlega hátt eins og afskræming þín á orðum biskups gefur til kynna. Þetta er bara svona. Ef þú ætlar að lesa arabískar bókmenntir og ljóð, og þekkir ekki Kóraninn, verður skilningur þinn yfirborðslegur og sumt táknmálið fer fyrir ofan garð og neðan því þú skilur ekki tilvísanir og hvaðan hlutirnir koma. Eins er ómögulegt að átta sig á Islamskri list nema þú skoðir trúarlegar takmarkanir þær sem hún þróaðist innan, þó fábreytt fegurð eyðimerkurinnar hafa eflaust líka haft sitt að segja um þá þróunn. Klassíska tónlist Indverja er ekki hægt að skilja né meta til fulls ef þú þekkir ekki Hindúisma og hafir ekki lesið Vedabækurnar og svo framvegis, því hún byggir að næstum öllu leyti á honum og er hluti af tónlistarlegu uppeldi þar í landi að öðlast dýpri skilning á goðsögnum Indverja. Og þú getur ekki til fullnustu skilið hvorki Evrópska myndlist né bókmenntir ef þú þekkir ekki Kristna trú, þá muntu aldrei skilja hvorki Da Vinci, Dante eða Goethe, eða neinn annan af stóru vestrænu málurunum og rithöfundum fortíðarinnar, sem og samtíma þíns, því þá er visst táknmál, sem einnig trúlausir listamenn, og jafnvel and-kristnir, nota, sem hluta af sínum menningarlega arfi, svo sem lambið sem tákn sakleysis og svo framvegis, þér framandi og þú munt því aðeins öðlast yfirborðslegan skilning á listum ef þú hefur aldrei nennt að lesa Nýja Testamentið, en hafir þú ekki nennt því telst þú því miður "ómenntaður maður"...í gömlu merkingu þess orðs sem vísaði til einhvers stærra og meira en prófgráðna hér áður fyrr, svo sem menningarstig, fágunnar og glöggskyggni á eigin menningu, en Ítalir og flestar mestu hámenningarþjóðir Vesturlanda nota orðið "ómenntaður" enn þann dag í dag til að vísa einfaldlega til menningarsnauðs manns, en ekki í þessari nýju merkingu að viðkomandi hafi ekki lokið masters prófi í ímyndarfræði fyrirtækja eða tölvunnarfræði eða hvað sem fólki þykir nú koma í stað klassískrar alvöru menntunnar, sem er að verða sorglega algengt viðhorf á Ísland. Hér ríkir mun alvarlegri menningarleg, en fjárhagsleg kreppa, og er þessi tillaga mannréttindarráðs, liður í því að loka fyrir lífstíð dyrum "almúgans" að þeim djúpa skilningi á rótum og sögu eigin menningar sem nauðsynlegur er til að verða fullgildur lýðræðisþegn, en fáfræðin er óvinur lýðræðisins, og um leið að loka dyrunum að musteri lista og annarra afreka mannandans sem ein lyfta okkur upp úr menningarlegum kreppum...
Lýðræði (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 14:01
PS: Fyrst þú nefndir "Tunglskinssónötuna" þá er auðvitað munur á eins abstract listformi og tónlist er, í okkar menningarheimi það er að segja, það gildir ekki um alla tónlist, og myndlist og bókmenntum, nema þá helst abstract myndlist o.s.frv. Ef þú værir hins vegar í raun fróður um klassíska tónlist, myndir þú gera þér grein fyrir hversu mikilvægu hlutverki kirkjan gengdi í sögu hennar, Gregorssöngurinn, sem páfinn frægi hélt því fram að Heilagur Andi hefði sungið í eyra sitt í líki dúfu, varð sá rammi sem fyrstu alvöru tónskáldin á Vesturlöndum störfuðu innan, og út frá honum þróðaist Vestræn tónlistarsaga æ síðan. Ef við vorum svo út í ýmis form klassískrar tónlistar, svo sem óperuna, þá er algjörlega ómögulegt að glöggva sig á verkum eins og Parsival eftir Wagner og ótal fleiri verkum, fyrir þá sem eru fáfróðir um kristna táknfræði.
Lýðræði (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 14:08
Lýðræði - Frábært og greinilega ritað af víðlesnum siðmenntuðum einstakling . Þakkir hafðu!
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 14:33
Voðalega er þetta nú ódýrt hjá þér Jens. Ég tek alveg undir að segja "lykillinn að listum" er mjög kjánalegt en stór hluti listsköpunnar vestrænnar menningar í tvö þúsund ár hefur orðið fyrir miklum áhrifum frá Biblíunni. Fáfræði á Biblíunni er fáfræði á sögu heimsins og listunum.
Mofi, 24.10.2010 kl. 14:43
ha ha ha .. það þarf sko ekkert að lesa bifflíunna eða kóranin til að fatta listir :)
Óskar Þorkelsson, 24.10.2010 kl. 15:55
KZeta, nákvæmlega.
Jens Guð, 24.10.2010 kl. 17:49
Lýðræði, ertu ekki að fatta þetta? Nýja testamentið er LYKILINN að skilningi á listum og bókmenntum. Við það er engu að bæta. Svona er þetta.
Síðan kemur þú með haug af upptalningu á allskonar öðru sem þarf til að skilja listir og bókmenntir. Þú ert að eyðileggja fullyrðingu biskupsins.
Jens Guð, 24.10.2010 kl. 17:52
V. Jóhannesson, einmitt það sem ég ætlaði að segja líka.
Jens Guð, 24.10.2010 kl. 17:52
Mofi, þetta er alveg rétt hjá þér.
Jens Guð, 24.10.2010 kl. 17:53
Óskar, nú ertu að tala gáleysislega.
Jens Guð, 24.10.2010 kl. 17:54
Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, segir samþykkt mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar vega að rótum trúar, siðar og hefðar
Hver er "rót" trúar, sidar og hefdar?
„Kerfisbundið virðist vera unnið að því að fela þá staðreynd og víða ráða för skefjalausir fordómar og andúð á trú, sér í lagi kristni og þjóðkirkju. Trúfrelsi er skilgreint sem útilokun trúar frá hinu opinbera rými, uppeldi og kennslu. Sem mun þó einungis stuðla að fáfræði, fordómum og andlegri örbirgð,“ sagði Karl.
Gaman vaeri ad fá útskýringu á thví hvernig farid er ad thví ad fela eitthvad á kerfisbundinn hátt. Ef unnid hefur verid ad thví ad fela thá STADREYND kerfisbundid ad vída ráda för skefjalausir fordómar og andúd á trú...hvernig veit hann thá af thessum skefjalausu fordómum og andúd á trú? Hverjir hafa unnid ad thví ad fela thá "STADREYND" kerfisbundid?
Af hverju studlar "útilokun trúar" frá hinu opinbera rými, uppeldi og kennslu ad fáfraedi, fordómum og andlegri örbirgd?
„Þetta má sannarlega sjá í nýlegri samþykkt mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar sem krefst þess að lokað verði á aðkomu kirkjunnar að skólunum, kirkjuferðir verði bannaðar. Sálmasöngur og listsköpun í trúarlegum tilgangi sömuleiðis. Ættarmótið leynir sér ekki.“
Hvada "thetta" má sannarlega sjá?
AEttarmótid leynir sér ekki....hvad á Kalli vid med thví?
Karl vakti einnig athygli á því að samkvæmt bókun mannréttindaráðsins verði Gídeonfélaginu bannað að afhenda skólabörnum Nýja testamentið að gjöf en Gídeonfélagið hefur gefið skólabörnum ritið í tæp sextíu ár.
„Mannréttindaráð vill í nafni mannréttinda banna það að Gídeonfélagið megi afhenda grunnskólabörnum Nýja testamentið að gjöf. Á vettvangi skólans skal börnunum meinað að kynnast því riti sem er lykillinn að skilningi á listum og bókmenntum heimsins, kristinni trú og sið Íslendinga. Sem grunnskólinn á reyndar að lögum að byggja á og fræða um. Nú þykir brýnt að halda þeirri bók fjarri skólabörnum og leggja það rit að jöfnu við auglýsingabæklinga. “
Hlutverk skóla er ekki ad vera stadur thar sem trúarruglukollar geti nálgast börn til thess ad afhenda theim trúarkjaftaedisrit sem kemur menntun ekkert vid. Ad thetta hafi verid gert í 60 ár skiptir engu máli.
Já...já já ja....Hve margir milljardar manna aetli hafi ekki lesid NT og eru algerlega skilningslausir thegar kemur ad listum og bókmenntum heimsins.
„Eins skal í nafni mannréttinda ekki lengur kalla til presta og djákna þegar áföll verða heldur svonefnda „fagaðila.“ Með þessu er gert lítið úr menntun og reynslu kirkjunnar þjóna hvað varðar sálgæslu og samfylgd við syrgjendur sem flestir Íslendingar kjósa reyndar að þiggja. Þetta er illa dulbúin atlaga að faglegum heiðri presta og djákna og útilokun þeirra frá því að sinna starfi sínu. Allt ber þetta að sama brunni,“ sagði Karl en hann telur að með þessu sé vegið að rótum trúar, siðar og hefðar.
""sál"gaesla" og "samfylgd" vid syrgjendur" Hvad er sálgaesla og hver er munurinn á sálgaeslu og samfylgd? Og hver er thessi "rót" trúar, sidar og hefdar?
„Það hefur verið gott að sjá að fjölmargir foreldrar og skólmenn hafa andmælt þessum hugmyndum. Guði sé lof fyrir það fólk sem heldur vöku sinni. Það er vegið að rótum trúar, siðar og hefðar. Við þurfum síst á því að halda á háskatímum,“ sagði Karl sem kvað kirkjuna hafa átt farsælt samstarf við skóla.
„Þjóðkirkjan virðir skólann og forsendur hans og hefur átt gott samstarf við skólann um kristna fræðslu, sálgæslu, forvarnir og lífsleikni. Samstarf kirkju og skóla er mikilvægt í grenndarsamfélaginu því báðar þessar stofnanir vilja hag barna og unglinga sem bestan og vilja leggja grunn að hinu góða samfélagi, hinu góða lífi. Á grundvelli hollra gilda.“
Enn og aftur...hverjar eru thessar raetur trúar, sidar og hefdar?
"Thjódkirkjan virdir skólann og forsendur hans" Ef hún gerdi thad thá kaemi hún ekki nálaegt skólum.
Holl gildi byggjast ekki á lygum.
HVÍLÍKT BULL OG KJAFTAEDI
"....Við þurfum síst á því að halda á háskatímum,“ sagði Karl"
Thad sem vid thurfum síst á ad halda á háskatímum eru trúarruglukollar sem ekkert gengur til annad en ad verja ótharfar, skadlegar og oflaunadar stödur sínar og réttlaeta thad med innihaldslausu bulli eins og Kalli biskup.
Gjagg (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 17:55
af hverju er það svo að þeir sem eru á móti því að börn fái að læra óáreytt í skólum landsins, eru ekki að skilja í sundur þessa tvö þætti.
a) trúboð (heimsóknum frá aðilum trúfélaga, nýja testaments gjafir, o.s.frv.)
b) fræðilega kennslu á sögu trúarbragða (sem mun koma í veg fyrir að fólk fatti ekki þátt trúarbragða í heiminum, shakespear, listaverk fyrri tíma o.s.frv.)
hvorki börn né fullorðrnir þurfa á einhverjum "dýpri" skilning á trú (þ.e. að upplifa hana innanfrá) til að vita hvað talað er um þegar minnst er á guð eða jesú í gömlum leikritum, skáldverkum eða öðrum tjáningum listamanna.
Egill, 24.10.2010 kl. 22:02
Gjagg, þetta er ágæt pæling.
Jens Guð, 24.10.2010 kl. 23:28
Egill, einmitt.
Jens Guð, 24.10.2010 kl. 23:29
Kæri Egill. Ef þú lest aldrei Nýja Testamentið, sem er hluti af Heimsbókmenntunum svokölluðu, þá geturðu aldrei myndað þér þínar eigin skoðanir á því. Að gera slíkt gegnum linsu "sérfræðinga" skapar samskonar samfélag og Þriðja ríkið eða hinar myrku miðaldir þegar múgurinn tók bara trúanlegt allt sem páfinn sagði. Þýðing Nýja Testamentisins og að það væri í almenningseign var mikilvægur hluti af Upplýsingaöldinni, í óþökk kirkjulegra yfirvalda á þeim tíma. Það er enn mikilvægara fyrir innflytjendabörn að þekkja slíkar bókmenntir. Ef þín börn ælust upp í einhverjum Islömsku ríki og þekktu ekki til Kóransins, eða byggju í ríki þar sem meirihlutinn væri Búddhistar eða Hindúar án þess að hafa sjálf lesið rit þessara trúarbragða, yrðu þau aldrei fullkomlega læs á menninguna í kringum sig, gætu ekki myndað sér sjálfstæðar skoðanir á þeim..........og þar af leiðandi hefðu þau líka minni aðgang að þeim listum þar í landi sem drægju innblástur sinn frá þeim..........og yrðu því aldrei annað en annars flokks þegnar af lægra menningarstigi, sama hversu kristin, annarrar trúar eða trúlaus sem þau yrðu, ...sem kemur málinu ekkert við. Þú verður ekki kristinn af því einu að lesa Nýja Testamentið frekar en fara í óperuna. Aftur á móti ertu ekki meðtekinn í samfélagi hámenntaðs fólks ef þú lest ekki heimsbókmenntirnar, og því fyrr sem þú byrjar, því betra.
G (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 17:04
Bókmenntagjafir af hvaða stórvirkjum bókmenntanna sem er ættu að sjálfsögðu að vera velkomnar í skólana. Einungis menntastofnanir sem vilja stuðla að fáfræði þegna sinn afsaka slíkar gjafir. Og aðeins vondir foreldrar vilja meina börnum sínum aðgang að þeim. Bókabrennur og önnur andmenning stuðla bara að menningarlegri hnignun þjóðarinnar. Ef við förum að banna það að vissar bækur komist í hendur barna, erum við orðnir skoðanabræður nazista, kommúnista á tímum Stalíns og fólksins sem stundaði bókabrennur á miðöldum. Niður með fasisma! Og sérstaklega niður með fasisma sem marserar undir helgislepjulegri hulu og hæðist þannig að alvöru mannréttindum, og grefur undan þeim um leið.
Y (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 17:10
Ég ólst upp erlendis og vil bara segja að það er ennþá mikilvægara fyrir innflytjendabörn en önnur börn að kynnast sem allra best menningu landsins sem þau búa í og sögu þess. Að taka af þeim Nýja Testamentið er því bara hreinræktuð glæpastarfsemi, og hefur sama "mannréttindalega" gildi eins og að meina þeim að lesa Halldór Kiljan Laxnes sökum uppruna síns eða skoðana foreldra þeirra, og ég tek bara undir að það minni á bókabrennur...Það er staðreynd á Íslandi í dag að flest innflytjendabörn enda í láglaunastörfum og gott dæmi um hræðilega þróunn í innflytjendamálum og aukinni stéttaskiptingu hér á landi er að hlutfallslega hafa mun færri innflytjendabörn lokið framhaldsskóla en önnur börn, og eru þær tölur sláandi og óhuggulegar. Við stefnum í átt að samfélagi sundrungar og mikillar stéttaskiptingar ef við förum að meina börnum aðgengi að upplýsingum sem nýtast þeim til aukins skilnings á eigin samfélagi bara út af trúarskoðunum foreldra þeirra.
Jón (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 17:19
Ef þetta væri rökrétt og eðlilegt, ætti þá ekki að banna kennslu á Eddubókunum í skóla, og að fara fram á að nemendur í íslensku 203 lesi þær, ef foreldrar þeirra eru til dæmis í róttækari kristnum söfnuðum, og telja þetta kannski hættulegar bókmenntir, eins og margt slíkt fólk gerir??? Afhverju eiga múslimskir foreldrar að geta bannað börnum sínum að lesa Nýja Testamentið þegar heittrúaður kristinn einstaklingur á ekkert að geta sagt um þau VERÐI að lesa Eddubækurnar og læra, ellegar verða aldrei stúdentar? Síðan hvenær er Nýja Testamentið hættulegra en Eddubækurnar? Gídeónfélagið er bara að gera fólki greiða og spara því peninga við að upplýsa börnin sín, og ættu Ásatrúarfélagið og aðrir slíkir að taka þá sér til fyrirmyndar frekar en stunda bókabrennur.
19 (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 17:23
Thad er eins og 16, 17, 18 og 19 hafi verid pantad. HAHAHAHAHAHHAH HAHAHAHAHHA
Gjagg (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 17:38
Y (#17), af hverju skrifar þú eina athugasemd undir stafnum Y og aðra undir stafnum G?
Jens Guð, 25.10.2010 kl. 17:39
Jón (#18), af hverju skrifar þú eina athugasemd undir nafninu Jón, aðra undir stafnum Y og þá þriðju undir stafnum G?
Jens Guð, 25.10.2010 kl. 17:40
19, af hverju skrifar þú margar athiugasemdir undir mismunandi nöfnum?
Jens Guð, 25.10.2010 kl. 17:41
Gjagg, ég fatta ekki hvað er í gangi. Þetta er sami náunginn sem skrifar allar þessar athugasemdir undir mismunandi nöfnum.
Jens Guð, 25.10.2010 kl. 17:42
Afhverju ekki?
21 (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 17:43
Og hvað með það?
Ó (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 17:45
Hann vill láta fólk halda að það séu margir sömu skoðunar og hann - eða hún.
Bjarni FJ, 25.10.2010 kl. 17:59
Og þótt hann, eða hún, skrifi undir mörgum nöfnum verða rök hans, eða hennar, ekki að rökleysu. Og reyndar er það svo að sennilega er yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar á sömu skoðun og hann, eða hún.
Og ætli Jenskrguð hafi orðið að verri manni fyrir að vera alinn upp á Hrafnhóli af velkristnum foreldrum. Amk er ég þess fullviss að þegar hann fór í myndlistaskólann í denn hafði hann talsverðan grunn til að byggja á í listasögunni, þótt sennilega hafi nú svosem skort nokkuð upp á að í Hjaltadalnum hafi múslímskum fræðum verið gert verulega hátt undir höfði. En á móti því hefur komið að kirkjusögu hefur hann verið vel að sér í og sömuleiðis hversu hringja skyldi klukkum í dómkirkju af mikilli kúnst.
Tobbi (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 20:05
21, það er venja að fólk "kommenti" undir einu nafni. Þetta er nýlunda.
Jens Guð, 26.10.2010 kl. 00:21
Ó, en mín vegna er þetta í fínu lagi. Mér þykir samt rétt að upplýsa að um sama mann sé að ræða - því að aðrir lesendur en ég hafa ekki tök á að fletta upp á IP tölunni þinni.
Jens Guð, 26.10.2010 kl. 00:23
Bjarni, kannski hittir þú þarna naglann á höfuðið.
Jens Guð, 26.10.2010 kl. 00:23
Tobbi, þegar ég fór í Myndlista- og handíðaskólann þá kom í ljós að ég var með fullkominn skilning á myndlist. Ég sótti námið til málamynda til að fá skírteini. Nú átta ég mig á hvað var í gangi. Ég var búinn að lesa Nýja testamentið. Oft. Og líka Gamla testamentið og Litlu gulu hænuna.
Jens Guð, 26.10.2010 kl. 00:26
Menntun á Íslandi er ekki á háu stigi, ekki listmenntun heldur. Sama hversu háu stigi menntunin væri á kemur hún ekki í staðinn fyrir menninguna sem þarf að vera til staðar heima, nema hjá einum og einum afburðarmanni. Þetta gildir um alla menntun en alveg sérstaklega um listmenntun. Það er ekki hægt að reka plebbisman úr fólki með að sikka það til að taka próf, ef það er plebbar að upplagi. Sama hvað hann grenjar kannski samt yfir fallegu lagi, þá er plebbi er alltaf bara plebbi.
Guðmundur Jónsson (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 08:44
Uppskriftin að skápa-plebba:
"Alvitringur" (Know-it-all) . Skilur ekki "Stóra samhengið" (The Big Picture). Básúnar fáfræði sína af stollti. Algjörlega fáfróður um eigin fáfræði. Dómharður. Ólæknandi.
Guðmundur Jónsson (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 08:49
Dimmalaetting:
Gott hjá Helenu Dam!
Gjagg (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 00:17
Guðmundur, ertu með fordóma gagnvart plebbum?
Jens Guð, 27.10.2010 kl. 11:05
Gjagg, sko Helenu!
Jens Guð, 27.10.2010 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.