Útrunninn matur

  Fátt er betra en útrunninn matur.  Nýr og ferskur er maturinn bragđdaufur og óspennandi.  Ţegar fćr ađ slá í hann ţá skerpist góđa bragđiđ og lyktin.  Hangikjöt er til ađ mynda lítiđ annađ en dauft saltbragđ ţangađ til léttgrćn mygluslikja myndast utan á ţví.  Ţá loks er bragđ af kjötinu. 

  Ţegar rjómi súrnar hressilega er ekki ástćđa til ađ hella honum út í kaffi.  Ţađ er betra ađ hella koníaki út í ţađ.  En dragsúran rjóma má ţeyta í hrćrivél.  Hann ţenst ekki út eins og ferskur rjómi heldur fer í netta klessu.  Ţá er lag ađ hafa snöggar hendur,  strá sykri yfir og skella sultu ofan á.  Sultan er til skrauts.  Hún gerir engan mat bragđbetri.  Ţetta má bera fram handa gestum í litlum desertuskálum og ljúga ţví ađ ţetta sé frćgur franskur eftirréttur sem kóngafólk borđar.  Gestunum ţykir ţetta svo gott ađ ţeir sleikja skálarnar ađ innan og biđja um meira.  Ţá er heppilegt ađ segja ađ ţví miđur sé allt búiđ.  Trixiđ er ţetta:  Ţegar gestirnir hafa sleikt skálarnar ţarf ekki ađ vaska upp.            

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband