Útrunninn matur

  Fátt er betra en útrunninn matur.  Nýr og ferskur er maturinn bragðdaufur og óspennandi.  Þegar fær að slá í hann þá skerpist góða bragðið og lyktin.  Hangikjöt er til að mynda lítið annað en dauft saltbragð þangað til léttgræn mygluslikja myndast utan á því.  Þá loks er bragð af kjötinu. 

  Þegar rjómi súrnar hressilega er ekki ástæða til að hella honum út í kaffi.  Það er betra að hella koníaki út í það.  En dragsúran rjóma má þeyta í hrærivél.  Hann þenst ekki út eins og ferskur rjómi heldur fer í netta klessu.  Þá er lag að hafa snöggar hendur,  strá sykri yfir og skella sultu ofan á.  Sultan er til skrauts.  Hún gerir engan mat bragðbetri.  Þetta má bera fram handa gestum í litlum desertuskálum og ljúga því að þetta sé frægur franskur eftirréttur sem kóngafólk borðar.  Gestunum þykir þetta svo gott að þeir sleikja skálarnar að innan og biðja um meira.  Þá er heppilegt að segja að því miður sé allt búið.  Trixið er þetta:  Þegar gestirnir hafa sleikt skálarnar þarf ekki að vaska upp.            

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.