Misskilningur

Eftirfarandi las ég á www.hundshaus.blog.is.  Þetta er of fyndið til að fara forgörðum:

 Sátum daglangt á Karólínu ég og Vala á laugardag.  Smátt og smátt fylltist staðurinn af fullu fullorðnu fólki.  "Heyrðu ég þekki þig. Við vorum saman á Kvíabryggju!" heyrðist stundarhátt.  Var þar kominn listamaðurinn Óli G.  Maðurinn sem ávarpið var ætlað var hinn aldni Eyjapeyi Gaui Páls píanóleikari, hann kom af fjöllum enda löghlýðinn maður.  Misskilningurinn var leiðréttur, þeir voru saman á Vogi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

He he he, já....Talandi um Vog.  Eitt sinn (hef þetta eitt sinn frá þér og Júlíu Rós, sagði alltaf einu sinni áður en þið heilaþvoðuð mig með það á Steinsstöðum), já eitt sinn var maður á blússandi fylleríi úti í Þýskalandi.  Fjölskyldan gekk í það að koma honum heim og inn á Vog hvar hann vaknaði upp.  Hann gekk út að glugganum, leit yfir Grafarvoginn og sagði stundarhátt "alltaf er hún nú falleg hún Rín".

Vilborg Traustadóttir, 11.3.2007 kl. 21:54

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hehehe svona getur alltaf komið upp á. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2007 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband