Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Metnaðarleysi

  Einhver allsherjar doði liggur yfir Íslendingum þessa dagana.  Meðal annars birtist það í áhugaleysi fyrir komandi forsetakosningum.  Innan við sjötíu manns eru byrjaðir að safna meðmælendum.  Það er lágt hlutfall hjá þjóð sem telur nálægt fjögur hundruð þúsund manns.  Að vísu þrengir stöðuna að frambjóðandi verður að vera 35 ára eða eldri.  Einnig þurfa kjósendur að vera 18 ára eða eldri.  Samt. 

kórona

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Steinunn Ólína byrjuð að safna undirskriftum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bónusgreiðslur og Bónuskort

  Í kjölfar bankahrunsins 2008 uppgötvaðist að bankarnir gengu á bónuskerfi.  Starfsmenn smöluðu gömlu fólki eins og rollum í réttir.  Smöluðu því af öruggum bankabókum yfir í Sjóð 9 og hvað þeir hétu allir þessir sjóðir.

  Bónuskerfið virkaði svo vel að Samkeppniseftirlitið og Skatturinn hafa tekið það upp.  Fleiri mætti virkja með bónuskerfi.  Til að mynda bílastæðisverði.  Það yrði handagangur í öskjunni ef vörðurinn fengi 1000 kall og Bónuskort fyrir hvern bíl sem hann sektar.  Hann myndi sleppa matar- og kaffihléi til að ná bónusnum upp.

  Hvað með lögguna?  Hvað ef hún fengi 10.000 kall og Bónuskort fyrir hverja handtöku?  Ekki má gleyma dómurum.  Þeir mættu fá vænan bónus og Bónuskort fyrir hver óskilorðsbundinn dóm.

kort

 

   


Hvar er mesta atvinnuþátttaka og minnsta?

  Mikil atvinnuþátttaka bendir til velsældar.  Að sama skapi er dræm atvinnuþátttaka vísbending um vesaldóm.  Á meðfylgjandi skjali má sjá yfirgripsmikla samantekt á þessu.  Ef smellt er á skjalið þá stækkar það til muna og verður læsilegra.

  Listinn spannar aldursbilið 15 - 74ra ára.  Hvar sem borið er niður skara Færeyingar framúr.  Sama hvort einstakir aldurshópar eru skoðaðir eða aðrir tilteknir hópar.  Til að mynda atvinnuþátttaka kvenna.  Allt flottast í Færeyjum! 

vinnuþáttaka

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gleðilegan Þorra!

 


Það getur bjargað lífi ykkar og limum að vita þetta

  Við lifum á spennandi tímum.  Því miður í neikvæðri merkingu.  Við vitum ekkert hvernig mál eru að þróast.  Er Úkraínuher að rúlla rússneska hernum upp?  Eða eru Rússar með yfirhöndina?  Vopnaframleiðsla heimsbyggðarinnar er á flugi.  Vopnasala hefur sjaldan blómstrað meir.  Eru klasasprengjur komnar í gagnið?  Verður kjarnorkuvopnum beitt?  Í hafinu umhverfis Ísland er að verða krökkt af kafbátum.  

  Hvað með loftlagsvána?  Skógarelda?  hryðjuverk?  Flóð?  Hnífaburð ungmenna? 

  Hvar er öruggur staður til að vera á?  Ég veit það.  Hann er á Bíldshöfða 6.  Þar er bílasala.  Í auglýsingu frá henni segir:  "Brimborg,  öruggur staður til að vera á".

 

her     


Maður sem hatar landsbyggðina

  Kunningi minn er um áttrætt.  Hann hefur andúð á landsbyggðinni;  öllu utan höfuðborgarsvæðisins.  Hann er fæddur og uppalinn í miðbæ Reykjavíkur.  Foreldrar hans ráku þar litla matvöruverslun.  Það var hokur. Ungur byrjaði hann að hjálpa til.  Honum þótti það skemmtilegt.  

  Fjölskyldan tók aldrei sumarfrí.  Stráksi stækkaði og tók bílpróf þegar aldurinn leyfði.  1974 var hringvegurinn opnaður.  Yfir því ríkti mikill ævintýraljómi.  Þá keypti hann ódýran bíl og fékk samþykki foreldranna til að taka stutt frí og aka hringinn.

  Hringvegurinn var einbreiður malarvegur,  alsettur holum og "þvottabrettum".  Ökuþórinn fékk hræðslukast af áhyggjum yfir heilsu bílsins.  Auk þess fylltist óþéttur bíllinn af ryki.  Ekki bætti úr skák að framboð á gistirými var lítið en rándýrt.  Sama var með veitingasölu.

  Okkar maður kom hvergi auga á hið rómaða landslag sem hann hafði heyrt af.  Fjöll voru hvert öðru líkt og ekki samkeppnishæf við Esjuna.  Út um allt mátti sjó óspennandi tún, beljur og annað. 

  Á leið frá Skagafirði til Akureyrar hvellsprakk dekk undir bílnum.  Varadekk og önnur dekk voru í bágu ásigkomulagi.  Þetta var um helgi.  Ökuþórinn leitaði uppi eigendur dekkjaverkstæða.  Enginn var til í að opna verkstæði fyrr en á mánudeginum.  Hann sannfærðist um að óliðlegheitin væru vegna þess að hann var utanbæjarmaður. 

  Til að spara pening svaf hann í rykugum bílnum.  Eftir að gert var við dekk hætti hann við við hringferð.  Hann brunaði aftur til Reykjavíkur og sór þess eið að fara aldrei aftur út á land.  Í kjölfar óx andúðin á "sveitavarginum".  Hann liggur ekki á skoðun sinni um að landsbyggðin sé afæta á samfélaginu.  Hann snöggreiðist undir fréttum af fyrirhugaðri gangagerð eða öðrum samgönguúrbótum.

  Eitt sinn var Hagkaupum synjað um innflutning á hollenskum kartöflum.  Kallinn hætti alfarið að borða kartöflur.  Þannig mótmælti hann "ofríki bændamafíunnar".  Síðan borðar hann bara hrísgrjón,  spagettí eða brauð með mat.

  Hann hætti líka að borða mjólkurvörur.  Smyr sitt brauð með smjörlíki og setur útlent mjólkurduft út á kaffið.

reiður      


Skipti um andlit og fann ástina

  2018 sat Joe DiMeo í bíl í New Jersey í Bandaríkjum Norður-Ameríku.  Þetta var ungur og hraustur drengur,  24 ára.  Þá lenti hann í hroðalegu bílslysi.  Á augabragði breyttist bíllinn í skíðlogandi eldhaf.  Joe brenndist illa.  80% líkamans hlaut 3ja stigs bruna.  Andlitið varð ein klessa og læknar þurftu að fjarlægja nokkra fingur.

  Læknar reyndu hvað þeir gátu að lagfæra andlitið.  Þeir sóttu húð, bandvefi og fleira en varð lítið ágengt í 20 tíma aðgerð.  Nokkrum árum síðar var afráðið að taka andlit af nýdánum manni og græða á Joe.  140 manns tóku þátt í 23ja tíma aðgerð.  Þetta voru skurðlæknar,  hjúkrunarfræðingar og allskonar. 

  Aðgerðin tókst eins og bjartsýnustu menn þorðu að vona.  Að vísu er nýja andlitið of stórt og af 48 ára manni.  Joe þykir þetta skrýtið.  En það venst.  Mestu skiptir að vera kominn með andlit.  

  32 ára hjúkrunarfræðingur í Kaliforniu,  Jessy Koby, frétti af aðgerðinni.  Starfandi á sjúkrahúsi heillaðist hún af uppátækinu.  Til að fá nánari vitneskju af þessu setti hún sig í samband við Joe.  Eftir því sem þau kynntust betur kviknuð tilfinningar í garð hvors annars.   

  Nú er hún flutt inn til hans og ástin blómstrar.         

nýtt andlitný ásjóna


Tímafrekt að rekast á ölvaðan mann

  Það var föstudagskvöld.  Að venju ekkert að gera hjá lögregluþjónunum tveim í Klakksvík,  höfuðborg norðureyjanna í Færeyjum.  Einskonar Akureyri þeirra.  Um miðnætti var farið í eftirlitsferð um bæinn.  Þá rákust þeir á ungan mann vel við skál.  Hann var með nýtt smávægilega blóðrisa fleiður.  Enga skýringu kunni hann á tilurð þess.  Kom af fjöllum. 

  Lögum samkvæmt verður læknir að gefa út vottorð um að óhætt sé að láta mann með áverka í fangaklefa. Lög eru lög.  Lögreglan ráðfærði sig við neyðarlínuna.  Úr varð að ekið var með manninn í neyðarvakt sjúkrahússins í Klakksvík.  Vakthafandi læknir treysti sér ekki til að skrifa upp á vottorð á meðan engar upplýsingar væru um tilurð fleiðursins. 

  Lögreglan ók þá með manninn sem leið lá til Þórshafnar,  höfuðborgar Færeyja.  Vegna veðurs og slæms skyggnis tók ferðin fjóra tíma.  Maðurinn var skráður inn á bráðamóttöku borgarspítalans.  Vakthafandi læknir gaf þegar í stað út vottorð um að óhætt væri að hýsa manninn í fangaklefa.  Hann hvatti jafnframt til þess að maðurinn fengi að sofa úr sér vímuna í Þórshöfn. Gott væri að gefa honum kaffibolla.  Var hann því næst sendur með leigubíl frá borgarspítalanum með fyrirmæli um að leggja sig í fangaklefa hjá Þórshafnarlögreglunni.   

  Lögregluþjónarnir snéru aftur til Klakksvíkur.  Sælir eftir óvenju erilssama nótt.  Upp var runninn sólbjartur morgunn.  

      


Best í Færeyjum

  Flestallt er best í Færeyjum.  Ekki aðeins í samanburði við Ísland.  Líka í samanburði við önnur norræn lönd sem og þau helstu önnur lönd sem við erum duglegust að bera okkur saman við.  Nægir að nefna að meðalævilengd er hæst í Færeyjum;  atvinnuleysi minnst;  atvinnuþátttaka mest;  hjónaskilnaðir fæstir;  fátækt minnst og jöfnuður mestur;  sjálfsvíg fæst;  krabbameinstilfelli fæst;  glæpir fæstir;  barneignir flestar;  fóstureyðingar fæstar;  hamingja mest;  heilbrigði mest og pönkrokkið flottast.  Bara svo örfá atriði séu tiltekin.

  Ekki nóg með það heldur eru færeyskar kindur frjósamastar.  Hérlendis og víðast eignast kindur aðallega eitt til tvö lömb í einu.  Færeyskar kindur eru meira í því að bera þremur lömbum og allt upp í sjö!  Það er heimsmet.  

kindur

 


Skemmtileg bók

 - Titill:  Glaðlega leikur skugginn í sólskininu

 - Höfundur:  Steinn Kárason

  Sögusviðið er Skagafjörður á sjöunda áratugnum.  Segir þar frá ungum dreng -  10 - 11 ára - á Sauðárkróki.  Bakgrunnurinn er sjórinn,  sjómennska og sveitin í þroskasögunni.  Inn í hana blandast kaldastríðið,  Kúbudeilan og Bítlarnir.  Steinn kemur andrúmslofti þessara ára vel til skila.  

  Ég ætla að stór hluti sögunnar byggi á raunverulegri upplifun höfundar.  Ég kannast við suma atburði sem sagt er frá.  Ég var barn í Skagafirði á þessum tíma.  Fyrir bragðið var sérlega gaman fyrir mig að rifja upp bernskubrekin.  Bókin er þar fyrir utan líka skemmtileg og fróðleg fyrir fólk sem veit ekki einu sinni hvar Skagafjörður er.  Mörg brosleg atvik eru dregin fram.  En það skiptast á skin og skúrir.  Ógeðfelldir atburðir henda sem og mannlegur breyskleiki í ýmsum myndum.

  Þetta er stór og mikil bók.  Hún spannar 238 blaðsíður.  Káputeikning Hlífar Unu Bárudóttur er flott.

  Steinn Kárason er þekktur fyrir fræðibækur,  blaðagreinar,  tónlist og dagskrárgerð í ljósvakamiðlum.   

GladlegaLeikurSkugginn


Hryllingur

  Ég mæli ekki með dvöl í rússnesku fangelsi.  Það er ekkert gaman þar.  Fangaverðir og stjórnendur fangelsanna eru ekkert að dekra við fangana.  Það geta úkraínskir stríðsfangar staðfest. 

  Á dögunum skiptust Rússar og Úkraínumenn á stríðsföngum.  215 úkraínskir fangar fengu frelsi og 55 rússneskir.  Hér eru ljósmyndir af einum úkraínskum.  Hann var tekinn til fanga í Maríupól ftrir nihhrun vikun,.  Þannig leit hann þá út.  Á hægri myndinni sést hvernig fangelsisdvölin fór með hann.  

Russ-Fangi


mbl.is Erna Ýr ekki allslaus í Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband