20.3.2007 | 02:46
Rykmaurar
Rykmaurar eru útbreiddustu húsdýr heims. Það eru til 2 tegundir af rykmaurum. Önnur er tvöfalt stærri en hin. Báðar eru vinalegar og sauðmeinlausar. Hugsa ekki um neitt annað en kynlíf og að fá sér eitthvað gott að borða þess á milli. Til að hafa orku í næstu törn. Þetta eru einfeldningar sem velta sér ekki upp úr vaxtaokri bankanna eða hvort Íslendingar eigi að taka upp evru.
Reyndar eru á fáum byggðum bólum jafn fáir rykmaurar og í íslenskum rúmum. Erlendis eru yfirleitt milljónir rykmaura í einu rúmi. Hérlendis eru bara nokkrir tugir í hverju rúmi þegar best lætur. Í sumum rúmum engir. Þurru og köldu veðurfari er kennt um.
Til að losna algjörlega við rykmaura af sínu heimili er best að kaupa frystikistu. Það er hægt að fá þær á 10.000 kall í Góða hirðinum. Síðan er fyrsta verk þegar heimilisfólkið er komið á fætur að stinga öllum rúmfötum í frystikistuna.
Um kvöldið, þegar gengið er til náða, eru rúmfötin tekin brakandi fersk úr frystikistunni. Allir rykmaurar steindauðir úr kuldahrolli. Það er hressileg útilykt af rúmfötunum þegar maður leggst á svalan koddann og breiðir grjótharða sængina upp að höku, sæll og glaður vitandi að það séu engir maurar með dónaskap í rúmfötunum þá nóttina. Þetta ráð má kalla kulda gegn klámi.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:21 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 24
- Sl. sólarhring: 37
- Sl. viku: 1048
- Frá upphafi: 4111573
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 879
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 18
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Ég heyrði rödd Örnólfs Thorlasíus undir þessum lestri. Hávísindalegt og fróðlegt.
Annað er með þetta vaxtaokur og verðtryggingu. Erum við algerirsauðir að láta þetta yfir okkur ganga? Fyrir 10 milljón króna lán í 40 ár þurfum við út með 56 milljónir. Ef við tökum lánið til jafns í jenum og svissnenskum frönkum, borgum við 18 milljónir. Við erum því að þræla út hundraðþúsundkalli á mánuði í 40 ár til að koma okkur sómasamlegu þaki yfir höfuðið. Segjum frá tvítugu til sextugs! Sé tekið tillit til launa og okurs á öllum sviðum erum við í raun í ánauð eins og þrælar fyrir þessa glæpona. Hvernig væri að farna að gera uppreisn gegn þessu? Ef ekki þá erum við ekkert annað en rollur og eigum skilið slíka meðferð fyrir heimskuna. Er engin leið að opna augu fólks fyrir þessu og bindast samtökum gegn þessu? Eigum við að halda áfram að tuldra ofan í bringuna á okkur á meðan við hlustum á hagnaðartölur stórfyrirtækja og banka og arðgreiðslur þeirra til hinna fáu útvöldu?
Jón Steinar Ragnarsson, 20.3.2007 kl. 03:00
Ef rykmaurarnir eru óþarfir, þá hefur Guð gert mistök, ef við gerum ráð fyrir að almættið geri ekki mistök þá hljóta maurarnir að hafa einhvern tilgang með tilveru sinni. Nærast þeir ekki á dauðum húðfrumum ?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.3.2007 kl. 08:33
Íslendingar eru hjarðdýr. Láta bankana teyma sig eins og lömb til slátrunar. 90% lán, 100% lán. Svo bara reddast þetta.
Rykmaurar eru óþarfir. Þó að þeirra uppáhaldsmatur séu dauðar húðfrumur þá skilja þeir eftir jafn mikið af "ryki" í formi saurs og dauðra maura. Það er saurinn úr þeim sem veldur rykofnæmi hjá mörgum. Guðirnir voru bara að grallarast þegar þeir hönnuðu þessar 2 tegundir rykmaura.
Jens Guð, 20.3.2007 kl. 09:26
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.3.2007 kl. 10:31
Sennilega urðu sömu hönnunarmistökin við gerð rykmaura og Framsóknarmanna. Rykmaurar eru þó öllu meinlausari, en eiga það þó sameiginlegt með Framsóknarmönnum að þola illa dagsljósið.
Stefán
Stefán (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.