Leigjendur

  Keðjureykjandi óreglupésar með allt niðrum sig eru ekki á leigumarkaði.  Þegar skoðaðar eru auglýsingar frá fólki sem óskar eftir húsnæði á leigu þá er alltaf tekið fram að viðkomandi sé reglusamur,  reyklaus og skilvísum greiðslum heitið.  Aðrir þurfa ekki á leiguhúsnæði að halda.  Þetta eru góðar fréttir fyrir þá sem leigja út herbergi og annað húsnæði.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jamm...ferlega erum við að verða fírkanta og streit.  Sennilega er þetta vegna þess að allir skítbuxarnir strompreykjandi eru með herbergi nú þegar.  Ég þekki um 50 en þeir eru allir í herbergjum.  Kannski eru þeir bara ekki fleiri.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.3.2007 kl. 02:31

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, svona á þetta blogg að vera, húmorinn í hávegum hafður.

Kannski gleymir fólk bara seinnihlutanum: nema úti á svölum eða nema útum gluggann, nú eða þegar enginn sér til.

Sigfús Sigurþórsson., 26.3.2007 kl. 04:59

3 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Bannað að reykja nema undir teppi með ljósin slökkt.;-)

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 26.3.2007 kl. 09:40

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta eru fullkomnir leigendur, endar eru heldur engar slæmar íbúðir til.  Þær eru allar flottar og nýuppgerðar, eða með góðu útrýni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2007 kl. 09:42

5 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Óþolandi þegar er ekki gerður greinarmunur á okkur sem reykjum almennilegar sígarettur (capri sem er með "lítilli" lykt) og hinum (sígó með lykt sest í ALLT) 

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 26.3.2007 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.