Stríð hefur aldrei verið háð vegna trúarbragða

Mark_Davies

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Virtur og vinsæll enskur biskup,  Mark Davies,  hefur vakið athygli fyrir þá skemmtilegu kenningu / fullyrðingu að stríð hafi aldrei verið háð vegna trúarbragða.  Rót stríðs sé alltaf syndir mannsins.  Aldrei trúarbrögð.  

  Það má alveg vera rétt.  Kveikjan að kenningu biskupsins er fordæming hans á sönglagi Johns Lennons,  Imagine.  Í snoturlega ljóðrænum texta sönglagsins telur John Lennon upp helstu ástæður fyrir styrjöldum:  Landamæri,  græðgi,  hungur og trúarbrögð.  

  Biskupinn sakar John Lennon um að falsa söguna með því að kenna trúarbrögðum um stríð.  

  Til gamans má geta að Alheimskirkjuráðið fór á sínum tíma formlega fram á það að fá að nota sönglagið Imagine sem einkennissöng.  Reyndar með ósk um að fá að breyta "no religion" í "one religion".  Kjaftfori bítilinn hafnaði því með ókurteisu svari um að Alheimskirkjuráðið væri ekki að fatta uppskrift textans.  

  Imagine er jafnan ofarlega á lista yfir bestu söngva dægurlagasögunnar.  Þetta dægurlag var útgefið 1971 og hefur stimplað sig rækilega inn sem sívinsælt.  Árlega krákar (cover song) fjöldi tónlistarmanna það inn á plötu.  Sömuleiðis er það ítrekað spilað í útvarpi ár hvert.

  Breska járnfrúin Margrét Thatcher notaði það sem einkennislag í kosningabaráttu eitt árið. Rök hennar fyrir valinu voru þau að í eina skiptið á ævinni sem Lennon kaus í þingkosningum þá kaus hann Íhaldsflokkinn (nýrík Bítla-rokkstjarna).   

  Eftir morðið á Lennon gaf Yoko Ono mannréttindasamtökunum Amnesty International sönglagið Imagine.  Allar höfundargreiðslur af laginu renna óskiptar til Amnesty International.  Þær eru svo háar árlega að þær toppa öll önnur fjárframlög til Amnesty International.  

  Ég veit ekki hvort að ég kann söguna rétt.  Mig minnir að popparinn George Michael eigi hvíta píanóið sem Lennon spilaði á.  Gítarleikarinn Þorleifur Ásgeirsson hafi svo dvalið á Lennon-svítunni í Liverpool og Sverrir Stormsker spilað á það heila nótt.  Það var einhvernveginn þannig.  

  Óháð því hvar nákvæmlega lagið er staðsett á lista yfir bestu sönglög síðustu aldara þá ætla ég að nánast allir,  hversu gamlir sem þeir eru,  þekki þennan sívinsæla slagara.   

 

 

 


mbl.is Fær ekki að vera við jarðarförina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég held að flest stríð séu einmitt háð í nafni trúarbragða.  Því miður og það er örugglega hægt að færa fyrir því mörg rök og sýna fram á sögulegar staðreyndir því til sönnunar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.1.2015 kl. 23:30

2 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  ég er ekki að kaupa málflutning enska biskupsins.  Þau vöktu þó mikla athygli í bresku og írsku pressunni um jólin.  Kannski í og með vegna þess að Lennon var mjög gagnrýinn á framgöngu Breta gegn Írum. Samanber:  https://www.youtube.com/watch?v=3qHYFwWK1Dk 

Jens Guð, 14.1.2015 kl. 00:10

3 Smámynd: Jens Guð

  Reyndar var bassaleikari Bítlanna,  Paul McCartney,  óvænt fyrri til að gagnrýna framferði Breta gagnvart Írum:  https://www.youtube.com/watch?v=V5il1gXFmEY

Jens Guð, 14.1.2015 kl. 00:12

4 Smámynd: Elsabet Sigurðardóttir

Samfélagsgildin menningaheima við trúarbrögðin eiga ýmis sameiginleg gildi og í mörgum trúarbrögðum sjáum við hliðstæð boðorð sem snúast um að forðast hið illa, svo sem að deyða ekki, stela ekki, ljúga ekki eða svíkja. Þess vegna er það mín skoðun að vald öflin vega þyngra

Elsabet Sigurðardóttir, 14.1.2015 kl. 01:18

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hver ætli hafi fundið upp trúarbrögð? Var sá eða sú, maður eða Guð? Ætli mannskepnan sé ekki sjálfri sér verst, nú um stundir, sem endranær? Svo mikið er víst að trú getur trauðla talist orsök styrjalda. Þar á mannskepnan og mannskepnan ein, alla sök.

Halldór Egill Guðnason, 14.1.2015 kl. 01:50

6 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Jens, ég er sammála fyrirsögninni hjá þér þótt ég styðji ekki röksemdir biskupsins.

Það er mikill og algengur misskilningur að stríð séu háð vegna trúarbragða, eða að trúarbrögð séu orsök stríðsreksturs. Ástæður stríðsrekstur eru hins vegar alltaf pólitísks eðlis. Enginn styrjaldarrekstur sem ég hef kynnt mér á upptök sín í trúarbrögðum, hvorki krossferðirnar né 30 ára stríðið.

En trúarbrögð eru oftar en ekki notuð til að réttlæta stríðsrekstur stjórnvalda og æsa almenning til þátttöku. Sérstaklega mikilvægt í því sambandi er sú tilhneygjing stjórnvalda frá 5. öld að telja, að gera trúariðkun að einsleitri ríkisstrú.

Ekki að ég sé hrifinn af trúarbrögðum, þau mega alveg hverfa mín vegna!

Brynjólfur Þorvarðsson, 14.1.2015 kl. 06:27

7 identicon

,, Trúin er ópíum fólksins ", en hvað er þá pólitík ? Í mínum huga snýst þetta allt um peninga og völd, hvort sem um trú eða pólitík er að ræða. Miklu frekar en einhverjar hugsjónir. Valdagræðgi og peningagræðgi verða að stríðum og svo allir öfganir og brjálsemin sem kallast trúarofstæki, en er í raun bara illska.

Stefán (IP-tala skráð) 14.1.2015 kl. 08:43

8 identicon

En Brynjólfur, skipulögð trúarbrögð eru pólitík

DoctorE (IP-tala skráð) 14.1.2015 kl. 09:03

9 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

DoctorE, ég er sammála þér. Skipulögð trúarbrögð hafa alltaf verið pólítískt. Á 5. öld gerðist sú breyting að ríkisvaldið sameinaðist skipulögðum trúarbrögðum, þetta gerðist fyrst með Kristni í Rómarveldi, þá Zoroastrianisma í Persíu, loks Íslam í hinu nýja veldi Araba (sem varð fyrst múslímskt eftir hina miklu sigra á 7. öld).

Allur styrjaldarrekstur snýst um yfirráð yfir auðlindum (landi, fólki osfrv.) en trúarbrögð eru öflug sameiningartæki. Þegar ríkisheildin kennir sig við ákveðin trúarbrögð þá er auðveldara að stunda stríðsrekstur gegn þeim ríkjum sem kenna sig við önnur trúarbrögð. En það er ekki trúin sem slík, og heldur ekki hin skipulögðu trúarbrögð, sem valda stríðum, nema þar sem hin skipulögðu trúarbrögð eru orðin þátttakendur í hefðbundnum auðlindaátökum (þetta á auðvitað helst við um kaþólsku kirkjuna í sögulegu samhengi).

Kannski ér ástæða hinnar lífseigu skoðunar að styrjaldir séu vegna trúarbragða einmitt vegna þess að valdapólítísar grípa til trúarbragða sem réttlætingu fyrir stríðsrekstri. Þetta er enn að gerast í dag, greinilega í Miðausturlöndum en einnig í sívaxandi mæli meðal "kristinna" þjóða.

Brynjólfur Þorvarðsson, 14.1.2015 kl. 10:05

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta með hvert upphaf trúarbragða er eða upphaf kerfisbudina trúar í samfélögum o.s.frv., þá hefur slíkt verið reynt að rannsaka meðal þess sem kallað er frumstæðir ættbálkar o.þ.h.  Var etv. auðveldara fyrr á tímum meðan ættbálkar voru ekki í eins mikilli snertingu við umheiminn og nú er víðast orðið.

Í stuttu máli, þá virðast trú sprottin uppúr þeirri hugsun, að bak við jarðneskt líf eða hefðbundið líf sé eitthvað meira og æðra en maðurinn.  Að við jarðneskan dauða haldi menn áfram að lifa með einhverjum hætti etc. 

Gegnum gangandi tendens er, að meðal ættbálka fær fólk þessa vitneskju gegnum Launhelgar, sem kallað er.  Það er einhver serimonía sett í gang, oft þegar einstaklingar koma á það sem talið er fullorðinsaldur en það er um fermingaraldur í Vestrænu samhengi.

En það eru ekki allir sem fá aðgang að sælunni.  Stundum eru það aðeins karlmennirnir.  Konurnar fá ekkert að vita.  Eru álitnar lægra settar.  Síðan þróast þetta sumsstaðar í flóknari Launhelgar þar sem aðeins sumir karlmenn fá að vita um helgidóminn o.s.frv.

Oft eru þessar serimoníur afar harkalegar, kynfæraskurður, pyntingar, einangrun tímabundið og so videre.

Um það hvað skeður í Launhelgunum er síðan stranglega bannað að tala og ekki má segja konum og þeim sem utan Launhelga eru nokkurn hlut.

Ofansagt er allt í afar stuttu máli því umrætt getur verið flókið og átt ýmsar hliðar.  Margt er líka umdeilt í rannsóknum á þessu efni í byrjun 20.aldar því sumir vilja meina að rannsekendur hafi ekki þekkt ættbálkana nægilega vel til að koma með miklar fullyrðingar um efnið og sumir vilja jafnvel meina að frumstæðir ættbálkar hafi í raun stundum platað Vestrænu rannsekendurna.  Því trú er oft mikið leyndarmál meðal frumstæðra sem má ekki tala um við óinnvígða.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.1.2015 kl. 11:14

11 identicon

All Wars Are Bankers' Wars - FULL version

https://www.youtube.com/watch?v=p-0BPMwgKNA

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 14.1.2015 kl. 11:28

12 identicon

Albert Pike & The 3 World Wars

https://www.youtube.com/watch?v=CY3tlL944ZY

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 14.1.2015 kl. 11:46

13 Smámynd: Mofi

Ég og Brynjólfur sammála... jæja :)

Hérna er aðeins fjallað um þetta: http://carm.org/religion-cause-war

Það er til bók sem fer yfir flest öll stríð sögunnar og þeir sagnfræðingar sem gerðu þá bók flokkuðu örfá stríð sem trúarleg stríð.  Mér finnst þessi mantra vera fundin upp til að ala á fordómum gegn trúarbrögðum.

Mofi, 14.1.2015 kl. 13:44

14 Smámynd: Jens Guð

  Elísabet,  það er áreiðanlega töluvert til í þessu hjá þér.

Jens Guð, 15.1.2015 kl. 13:14

15 Smámynd: Jens Guð

  Halldór,  lðíkast til voru það mennirnir sem fundu upp trúarbrögð.  Og líka styrjaldir.

Jens Guð, 15.1.2015 kl. 13:15

16 Smámynd: Jens Guð

  Brynjólfur (#6),  ég hef ekki kynnt mér þetta.  Treysti á að þetta sé rétt hjá þér.

Jens Guð, 15.1.2015 kl. 13:17

17 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Þakka traustið, Jens! Mofi, það er eins og með hvítu hrafnana ...

Mig grunar að þessi þjóðsaga um að trúarbrögð séu orsakir styrjalda eigi uppruna sinn í því að þeir sem vilja efla til stríðs hafa svo oft notað trúarbrögð til að réttlæta stríðsrekstur sinn.

Brynjólfur Þorvarðsson, 15.1.2015 kl. 15:54

18 Smámynd: Jens Guð

 Stefán,  já,  líklega snýst þetta allt um peninga og völd.  

Jens Guð, 15.1.2015 kl. 18:55

19 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE,  skipulögð trúarbrögð eru einhverskonar pólitík í víðtækum skilningi.  

Jens Guð, 15.1.2015 kl. 19:01

20 Smámynd: Jens Guð

 Ómar Bjarki,  takk fyrir fróðleikinn.  

Jens Guð, 17.1.2015 kl. 22:01

21 Smámynd: Jens Guð

  Helgi,  takk fyrir myndböndin.

Jens Guð, 17.1.2015 kl. 22:02

22 Smámynd: Jens Guð

Mofi,  takk fyrir ábendinguna.

Jens Guð, 17.1.2015 kl. 22:02

23 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Leiðindarvæll, en ágætis boðskapur..

Siggi Lee Lewis, 24.1.2015 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband