Færsluflokkur: Tónlist

Vönduð og metnaðarfull plata

 - Titill:  Oddaflug

 - Flytjandi:  Kalli Tomm

 - Einkunn:  ****

  Lengst af var Karl Tómasson þekktur sem trommuleikari Gildrunnar.  Fyrir fjórum árum eða svo hóf hann farsælan sólóferil;  sendi frá sér plötuna Örlagagaldur.  Þar kom hann fram sem hörkugóður söngvari og prýðilegt söngvaskáld.  Örlagagaldur varð ein söluhæsta plata þess árs.   Nokkuð óvænt vegna þess að ekkert einstakst lag af henni varð stórsmellur.  Þess í stað var það platan í heild sem hlaut svona vænar viðtökur.

  Oddaflug er önnur sólóplata Kalla.  Eðlilega sver hún sig í ætt við Örlagagaldur.  Tónlistin er í humátt að norrænum vísnasöng í bland við rokkaða spretti.  Þetta fléttast skarpast saman í opnulaginu,  Kyrrþeyrinn andar.  Fyrri hlutinn er ljúfur og áferðarfagur óður til náttúrunnar.  Um miðbik skellur óvænt á kröftugur rokkkafli.  Í niðurlagi taka rólegheitin aftur við.  Útkoman er hið ágætasta prog. 

  Þrátt fyrir rafmagnaða rokktakta er heildarsvipur plötunnar lágstemmdur,  yfirvegaður og hátíðlegur.  Sjö lög af tíu eru frumsamin.  Þar af eitt samið með Tryggva Hubner og annað með Guðmundi Jónssyni.  Hann á að auki annað lag og texta.  Tvö eru eftir Jóhann Helgason. 

  Textarnir hafa innihald og geta staðið sjálfstæðir sem ljóð.  Fjórir eru ortir af Bjarka Bjarnasyni - einn ásamt Guðmundi Jónssyni.  Hjördís Kvaran Einarsdóttir er höfundur tveggja.  Jón úr Vör,  Jón Óskar og Líney Ólafsdóttir eiga sinn textann hvert.  Margir þeirra bera sameiginlegan trega og söknuð,  kasta fram spurningum um óvissa framtíð en boða þó von og trú á ástina.  

  Jóhann Helgason, Íris Hólm og Ingibjörg Hólm Einarsdóttir syngja á móti Kalla í sitthverju laginu.  Þau eru einnig í bakröddum ásamt Kalla sjálfum og fleirum.

  Gítarleikur er í höndum Kalla, Tryggva Hubner,  Guðmundar Jónssonar,  Þráins Árna Baldvinssonar og Sigurgeirs Sigmundssonar.  Hljómborðsleik afgreiða Kjartan Valdimarsson, Jón Ólafsson og Jakob Frímann Magnússon.  Bassa plokka Jóhann Ásmundsson,  Jón Ólafsson og Þórður Högnason.  Ásmundur Jóhannsson trommar og Sigurður Flosason blær í sax.  Þetta er skothelt lið.

  Umslagshönnun Péturs Baldvinssonar setur punktinn yfir i-ið;  glæsilegt listaverk.

  Vert er að taka fram að platan er frekar seintekin.  Þó hún hljómi vel við fyrstu spilun þá þarf hún að rúlla í gegn nokkrum sinnum áður en fegurð tónlistarinnar skilar sér í fullum skrúða.

oddaflug

 

 


Frétta- og fróðleiksþyrstir Kanadabúar

  Í Toronto er gefið út alvörugefið dagblað sem heitir Toronto Star.  Prentútgáfan selst í 319 þúsund eintökum að meðaltali.  Á laugardögum hoppar salan upp í 420 þús.  Merkilega góð sala í 6 milljón manna borg.  Að vísu reikna ég með að sala blaðsins nái út fyrir staðbundna borgina.  Þannig er það í Bandaríkjunum.  Dagblöð eins og New York Times og Washington Post eru seld víða um Bandaríkin.  Jafnvel utan Bandaríkjanna.  Til að mynda hefur verið hægt að kaupa þau í íslenskum ritfangaverslunum.

  Íbúar Bandaríkjanna eru 326 milljónir.  3ja fjölmennasta þjóð heims.  Til samanburðar er Kanada smáþjóð.  Íbúar 37 milljónir.  Þeim mun athyglisverðara er að söluhæsta bandaríska dagblaðið,  USA Today, selst "aðeins" í 957 þúsund eintökum.  

  Annað söluhæsta bandaríska dagblaðið,  New York Times,  selst í 572 þúsund eintökum aðra daga en sunnudaga.  Þá er salan 1,088 millj. 

  Söluhæsta dagblað Kanada heitir The Globe and Mail.  Salan á því er 337 þúsund eintök að meðaltali.  Þar af er laugardagsblaðið í 355 eintökum.  Rösklega fimmtungur kanadísku þjóðarinnar talar frönsku að móðurmáli.  Munar mestu um að í 8 milljón manna kanadíska fylkinu Quebec er franska ráðandi.  Dagblöð með frönskum texta seljast eins og heitar lummur.  Le Journal de Montreol selst í 233 þúsund eintökum að meðaltali.  Á laugardögum er salan 242 þús. 

  Eflaust segja sölutölur á kanadískum og bandarískum dagblöðum heilmikið um þjóðirnar.  Rétt er þó að undirstrika að hér er lagt út af prentmiðlum.  Öll dagblöðin eru einnig á netinu.  Þar eru þau seld í áskrift.  Einnig fá netsíður þeirra heimsóknir frá öðrum.  Útreikningar eru snúnir.  Talað er um þumalputtareglu:  Fyrir vestan haf megi margfalda heimsóknir á netsíður daglaða með 2,5 á prentað upplag til að fá út heildarneyslu dagblaðsins.. 

  Þetta er samt flóknara.  Við getum borið saman visir.is og mbl.is.  Þessar síður fá álíka mörg innlit.  Munurinn er sá að ýmist efni á mbl.is er aðeins aðgengilegt áskrifendum.  Þar fyrir utan er mikill munur á útbreiðslu prentmiðlanna.  Fréttablaðið nær til meira en tvöfalt fleiri en Morgunblaðið.

   Pappírsbrot kanadísku dagblaðanna er þannig að þau eru álíka breið og íslensk dagblöð.  En um þriðjungi hærri.  Efnisval er aðgreint í lausum "kálfum".  Það er þægilegt.  Þá er hægt að byrja á því að henda kálfunum "Sport" og "Business".   

 


Gleðileg jól!

Heims um ból

halda menn jól;

heiðingjar, kristnir og Tjallar.

Uppi á stól

stendur í kjól

stuttklipptur prestur og trallar.


Keith Richards hættur að drekka

  Enski gítarleikarinn Keith Richards hefur sett tappann í flöskuna.  Hann er best þekktur fyrir að spila í the Rolling Stones.  Áratugum saman neytti hann eiturlyfja af öllu tagi ásamt því að vera meira og minna blindfullur í bland.

  Keith verður 75 ára núna 18. desember.  Fyrir nokkrum árum lagði hann eiturlyfin á hilluna.  Ástæðan var sú að þau veittu honum ekki sömu vímu og áður.  Hann vildi meina að eiturlyfin í dag séu ómerkileg og blönduð fylliefnum.  Áður hafi þau verið hrein og góð og gefið snarpa vímu.

  Nú hefur Keith staðfest við bandaríska tímaritið Rolling Stone að hann sé hættur að drekka áfengi.  Reyndar sé hann búinn að vera edrú í heilt ár.  Hann segir þessa ákvörðun ekki hafa breytt neinu.

  Hinn gítarleikari Stóns,  Ronny Wood, er á öðru máli.  Keith sé miklu ljúfari í dag og jákvæðari gagnvart nýjum hugmyndum.  Áður gnísti hann tönnum.  Núna tekur hann uppástungum opnum örmum með orðinu:  "kúl!"  

  Keith viðurkennir að þrátt fyrir að hann sé hættur að drekka þá sötri hann bjór og fái sér léttvín. 

keith 


Flottar augabrúnir - eða þannig

  Fagurlega mótaðar augabrúnir eru höfuðprýði.  Þetta vita konur - umfram karlmenn (þeir taka yfirleitt ekki eftir augabrúnum).  Á síðustu árum hefur færst í vöxt að konur skerpi á lit augabrúnanna.  Jafnvel með því að láta húðflúra þær á sig.  Sumar nota tækifærið og breyta lögun þeirra og/eða færa þær úr stað.  

  Hér eru nokkur skemmtileg dæmi:

augabrúnir haugabrúnir gaugabrúnir faugabrúnir e    


Smásaga um hjón

  Jón og Gunna höfðu verið gift í átta ár.  Þau voru barnlaus.  Sem var í góðu lagi.  Þau söfnuðu peningum í staðinn.  Það kostar ekkert að vera barnlaus.  Að því kom að þau langaði til að gera eitthvað skemmtilegt.  Formlegur fjölskyldufundur var settur og farið yfir málið.  Eða öllu heldur hjónafundur. 

  Gunna hafði lært fundarsköp á námskeiði.  Hún var því sjálfkrafa ritari fundarins.  Jón var einróma kjörinn formaður. 

  Svo vildi til að Jón og Gunna höfðu fyrir sið að borða á veitingastað fyrsta sunnudag hvers mánaðar.  Eftir að skauta á milli fjölbreyttra veitingastaða varð að sið að snæða á asískum stað.  Jón uppgötvaði að asískur matur var og er hans uppáhald.  Í lok hverrar máltíðar á asískum veitingastað byrjaði hann að hlakka til næstu heimsóknar á asískan veitingastað.  Var friðlaus.  Nagaði eldspýtur og tannstöngla til að slá á tilhlökkunina.  Eitt sinn nagaði hann skóreim. 

  Hjónafundurinn skilaði niðurstöðu.  Hálfsmánaðarlangri ferð til Peking í Kína.  Jón kumraði við hverja máltíð þar.  Hótelið sem þau bjuggu á var vel staðsett.  Sitt hvoru megin við það voru veitingastaðir og fjöldi verslana af öllu tagi.  Þarna uppgötvaðist að Gunna hefur lítið áttaskyn.  Ítrekað villtist hún þegar hún skrapp í næstu búð eftir gosdrykk eða súkkulaði.  Týndist jafnvel klukkutímum saman.  Alveg áttavillt.   

  Svo skemmtilega vildi til að skömmu eftir heimkomu til Íslands uppgötvaðist að Gunna var ólétt.  Hún fæddi barn sléttum 9 mánuðum síðar.  

  Jóni var verulega brugðið er hann sá barnið.  Það bar sterk útlitseinkenni kínversks barns.  Fyrstu viðbrögð voru að snöggreiðsast.  Hann hrópaði hamslaus af reiði á Gunnu:  "Hvað er í gangi?  Af hverju er barnið kínverskt?"  Hann hefði lagt hendur á Gunnu ef hann hefði ekki í æsingnum runnið til á gólfmottu og skollið flatur á bakið á gólfið. 

  Ókurteisin lagðist illa í Gunnu.  Hún sló til Jóns með inniskó - frekar ljótum - og svaraði:  "Við hverju bjóst þú eiginlega?  Étandi kínverskan mat í öll mál?  Vitaskuld ber barn okkar einkenni þess!

  Jón áttaði sig þegar í stað á því að þetta var rétt.  Hann varð skömmustulegur,  niðurlútur og sagði - skríðandi á fjórum fótum:  "Gunna mín,  ég biðst innilega fyrirgefningar á framkomu minni.  Þetta er rétt hjá þér.  Ég mun refsa mér fyrir ruddaskapinn með því að klæða mig úr öllum fötum og velta mér nakinn upp úr snjóskafli."  Það gerði hann.  Nágrönnum til töluverðrar undrunar.

kínverska barnið

           

 

   


Magnaðar styttur

  Á áttunda áratugnum söng hljómsveitin Spilverk þjóðanna um "styttur bæjarins sem enginn nennir að horfa á."  Hitti þar naglann á höfuðið eins og oft fyrr og síðar.  Íslenskar styttur eru svo ljótar og óspennandi að fólk nennir ekki að horfa á þær. 

  Í útlöndum er að finna styttur sem gleðja augað.  Hér eru nokkur dæmi.  Ef þú smellir á myndirnar þá stækka þær og staðsetning birtist.

Stytta SkotlandiStytta Nýja-Sjálandi

 

Stytta  BrooklynStytta BrusselStytta ChileStytta DallasStytta DúbaiStytta EnglandiStytta Írlandi


Hvað segir músíksmekkurinn um þig?

  Margt mótar tónlistarsmekk.  Þar á meðal menningarheimurinn sem manneskjan elst upp í,   kunningjahópurinn og aldur.  Líkamsstarfsemin spilar stórt hlutverk.  Einkum hormón á borð við testósteron og estrógen.  Þetta hefur verið rannsakað í bak og fyrir.  Niðurstaðan er ekki algild fyrir alla.  Margir laðast að mörgum ólíkum músíkstílum.  Grófa samspilið er þannig:

  - Ef þú laðast að meginstraums vinsældalistapoppi (Rihanna, Justin Bieber...) er líklegt að þú sért félagslynd manneskja, einlæg og ósköp venjuleg í flesta staði.  Dugleg til vinnu og með ágætt sjálfsálit.  En dálítið eirðarlaus og lítið fyrir skapandi greinar. 

  - Rappheimurinn hefur ímynd ofbeldis og árásarhneigðar.  Engu að síður leiða rannsóknir í ljós að rappunnendur eru ekki ofbeldisfyllri eða ruddalegri en annað fólk.  Hinsvegar hafa þeir mikið sjálfsálit og eru opinskáir. 

  - Kántrýboltar eru dugnaðarforkar,  íhaldssamir,  félagslyndir og í góðu tilfinningalegu jafnvægi. 

  - Þungarokksunnendur eru blíðir,  friðsamir,  skapandi,  lokaðir og með frekar lítið sjálfsálit. 

  - Þeir sem sækja í nýskapandi og framsækna tónlist (alternative, indie...) eru að sjálfsögðu leitandi og opnir fyrir nýsköpun,  klárir,  dálítið latir,  kuldalegir og með lítið sjálfsálit.   

  -  Unnendur harðrar dansmúsíkur eru félagslyndir og áreiðanlegir.

  -  Unnendum klassískrar tónlistar líður vel í eigin skinni og eru sáttir við heiminn,  íhaldssamir,  skapandi og með gott sjálfsálit. 

  -  Djassgeggjarar,  blúsarar og sálarunnendur (soul) eiga það sameiginlegt að vera íhaldssamir,  klárir,  mjög skapandi með mikið sjálfstraust og sáttir við guði og menn.

 

 


Vilt þú syngja á jólatónleikum?

Norska söngkonan Sissel Kyrkjebø verður með jólatónleika í Reykjavík núna fyrir jólin (af hverju eru aldrei jólatónleikar eftir jól?). Hún leitar að íslenskri söngkonu sem er til í að syngja dúett með henni. Skiptir engu máli hvort viðkomandi er þekkt eða óþekkt. Ert þú til? Afritaðu þá á eftirfarandi slóð copy/paste:   http://sissel.net/singwithsissel/ 


Hvetja til sniðgöngu

  Ég er ekki andvígur Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva,  Evrusjón.  Þannig lagað.  Hugmyndin með keppninni er góðra gjalda verð:  Að heila sundraðar Evrópuþjóðir í kjölfar seinni heimstyrjaldarinnar.  Fá þær til að hvíla sig frá pólitík og daglegu amstri.  Taka þess í stað höndum saman og skemmta sér saman yfir léttum samkvæmisleik.  Kynnast léttri dægurlagamúsík hvers annars.

  Þetta hefur að mestu gengið eftir.  Mörgum þykir gaman að léttpoppinu.  Líka að fylgjast með klæðnaði þátttakenda,  hárgreiðslu og sviðsframkomu.  Söngvakeppnin er jól og páskar hommasamfélagsins.    

  Nú bregður svo við að fjöldi þekktra tónlistarmanna og fyrrum þátttakenda í Söngvakeppninni hvetur til þess að hún verði sniðgengin á næsta ári.  Ég fylgist aldrei með keppninni og þekki því fá nöfn á listanum hér fyrir neðan.  Þar má sjá nöfn Íslendinga,  Daða Freys og Hildar Kristínar.  Einnig nöfn fólks sem hefur aldrei nálægt keppninni komið,  svo sem Roger Waters (Pink Floyd),  Brian Eno,  Leon Russelson,  samísku Marie Boine og írska vísnasöngvarans Christy Moore.

L-FRESH The LION, musician, Eurovision 2018 national judge (Australia)

Helen Razer, broadcaster, writer (Australia)

Candy Bowers, actor, writer, theatre director (Australia)

Blak Douglas, artist (Australia)

Nick Seymour, musician, producer (Australia)

DAAN, musician, songwriter (Belgium)

Daan Hugaert, actor (Belgium)

Alain Platel, choreographer, theatre director (Belgium)

Marijke Pinoy, actor (Belgium)

Code Rouge, band (Belgium)

DJ Murdock, DJ (Belgium)

Helmut Lotti, singer (Belgium)

Raymond Van het Groenewoud, musician (Belgium)

Stef Kamil Carlens, musician, composer (Belgium)

Charles Ducal, poet, writer (Belgium)

Fikry El Azzouzi, novelist, playwright (Belgium)

Erik Vlaminck, novelist, playwright (Belgium)

Rachida Lamrabet, writer (Belgium)

Slongs Dievanongs, musician (Belgium)

Chokri Ben Chikha, actor, theatre director (Belgium)

Yann Martel, novelist (Canada)

Karina Willumsen, musician, composer (Denmark)

Kirsten Thorup, novelist, poet (Denmark)

Arne Würgler, musician (Denmark)

Jesper Christensen, actor (Denmark)

Tove Bornhoeft, actor, theatre director (Denmark)

Anne Marie Helger, actor (Denmark)

Tina Enghoff, visual artist (Denmark)

Nassim Al Dogom, musician (Denmark)

Patchanka, band (Denmark)

Raske Penge, songwriter, singer (Denmark)

Oktoberkoret, choir (Denmark)

Nils Vest, film director (Denmark)

Britta Lillesoe, actor (Denmark)

Kaija Kärkinen, singer, Eurovision 1991 finalist (Finland)

Kyösti Laihi, musician, Eurovision 1988 finalist (Finland)

Kimmo Pohjonen, musician (Finland)

Paleface, musician (Finland)

Manuela Bosco, actor, novelist, artist (Finland)

Noora Dadu, actor (Finland)

Pirjo Honkasalo, film-maker (Finland)

Ria Kataja, actor (Finland)

Tommi Korpela, actor (Finland)

Krista Kosonen, actor (Finland)

Elsa Saisio, actor (Finland)

Martti Suosalo, actor, singer (Finland)

Virpi Suutari, film director (Finland)

Aki Kaurismäki, film director, screenwriter (Finland)

Pekka Strang, actor, artistic director (Finland)

HK, singer (France)

Dominique Grange, singer (France)

Imhotep, DJ, producer (France)

Francesca Solleville, singer (France)

Elli Medeiros, singer, actor (France)

Mouss & Hakim, band (France)

Alain Guiraudie, film director, screenwriter (France)

Tardi, comics artist (France)

Gérard Mordillat, novelist, filmmaker (France)

Eyal Sivan, film-maker (France)

Rémo Gary, singer (France)

Dominique Delahaye, novelist, musician (France)

Philippe Delaigue, author, theatre director (France)

Michel Kemper, online newspaper editor-in-chief (France)

Michèle Bernard, singer-songwriter (France)

Gérard Morel, theatre actor, director, singer (France)

Daði Freyr, musician, Eurovision 2017 national selection finalist (Iceland)

Hildur Kristín Stefánsdóttir, musician, Eurovision 2017 national selection finalist (Iceland)

Mike Murphy, broadcaster, eight-time Eurovision commentator (Ireland)

Mary Black, singer (Ireland)

Christy Moore, singer, musician (Ireland)

Charlie McGettigan, musician, songwriter, Eurovision 1994 winner (Ireland)

Mary Coughlan, singer (Ireland)

Luka Bloom, singer (Ireland)

Robert Ballagh, artist, Riverdance set designer (Ireland)

Aviad Albert, musician (Israel)

Michal Sapir, musician, writer (Israel)

Ohal Grietzer, musician (Israel)

Yonatan Shapira, musician (Israel)

Danielle Ravitzki, musician, visual artist (Israel)

David Opp, artist (Israel)

Assalti Frontali, band (Italy)

Radiodervish, band (Italy)

Moni Ovadia, actor, singer, playwright (Italy)

Vauro, journalist, cartoonist (Italy)

Pinko Toma Partisan Choir, choir (Italy)

Jorit, street artist (Italy)

Marthe Valle, singer (Norway)

Mari Boine, musician, composer (Norway)

Aslak Heika Hætta Bjørn, singer (Norway)

Nils Petter Molvær, musician, composer (Norway)

Moddi, singer (Norway)

Jørn Simen Øverli, singer (Norway)

Nosizwe, musician, actor (Norway)

Bugge Wesseltoft, musician, composer (Norway)

Lars Klevstrand, musician, composer, actor (Norway)

Trond Ingebretsen, musician (Norway)

José Mário Branco, musician, composer (Portugal)

Francisco Fanhais, singer (Portugal)

Tiago Rodrigues, artistic director, Portuguese national theatre (Portugal)

Patrícia Portela, playwright, author (Portugal)

Chullage, musician (Portugal)

António Pedro Vasconcelos, film director (Portugal)

José Luis Peixoto, novelist (Portugal)

N’toko, musician (Slovenia)

ŽPZ Kombinat, choir (Slovenia)

Lluís Llach, composer, singer-songwriter (Spanish state)

Marinah, singer (Spanish state)

Riot Propaganda, band (Spanish state)

Fermin Muguruza, musician (Spanish state)

Kase.O, musician (Spanish state)

Soweto, band (Spanish state)

Itaca Band, band (Spanish state)

Tremenda Jauría, band (Spanish state)

Teresa Aranguren, journalist (Spanish state)

Julio Perez del Campo, film director (Spanish state)

Nicky Triphook, singer (Spanish state)

Pau Alabajos, singer-songwriter (Spanish state)

Mafalda, band (Spanish state)

Zoo, band (Spanish state)

Smoking Souls, band (Spanish state)

Olof Dreijer, DJ, producer (Sweden)

Karin Dreijer, singer, producer (Sweden)

Dror Feiler, musician, composer (Sweden)

Michel Bühler, singer, playwright, novelist (Switzerland)

Wolf Alice, band (UK)

Carmen Callil, publisher, writer (UK)

Julie Christie, actor (UK)

Caryl Churchill, playwright (UK)

Brian Eno, composer, producer (UK)

AL Kennedy, writer (UK)

Peter Kosminsky, writer, film director (UK)

Paul Laverty, scriptwriter (UK)

Mike Leigh, writer, film and theatre director (UK)

Ken Loach, film director (UK)

Alexei Sayle, writer, comedian (UK)

Roger Waters, musician (UK)

Penny Woolcock, film-maker, opera director (UK)

Leon Rosselson, songwriter (UK)

Sabrina Mahfouz, writer, poet (UK)

Eve Ensler, playwright (US)

Alia Shawkat, actor (US)


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.