Fćrsluflokkur: Tónlist

Grillsvindliđ mikla

  Fjöldamargir - bćđi Íslendingar og útlendingar - standa í ţeirri bjargföstu trú ađ matur matreiddur utandyra sé ađ öllu jafna grillmatur.  Fyrir bragđiđ trođast ţeir hver um annan ţveran - eins og rollur í rétt - viđ ađ kaupa fćranlegar gaseldavélar á hjólum til ađ "grilla" utandyra.  Raunveruleikinn er sá ađ matur eldađur á gaseldavél er ekki grillmatur.  Skiptir ţar engu máli hvort heldur sem hann er matreiddur utandyra eđa innan. 

  Gaseldavélar á hjólum eru framleiddar fyrir fólk sem býr í hjólhýsi og eldar einungis utandyra.  Ţćr verđa ekki grill ţó ţćr séu kallađar gasgrill. 

  Alvöru grillmatur fćr sitt góđa alvöru grillbragđ vegna grillkola eđa trjákurls.  Annađ er ósvífin blekking.  Svei attan!  

grill

 


Einn ađ misskilja!

  Bono Vox.  söngvari írsku rokkhljómsveitarinnar U2,  blandar iđulega inn í hljómleikadagskrá hljómsveitarinnar hugleiđingum um trúmál,  stríđ og friđ,  fátćkt,  hungur,  mengun og svo framvegis.

  Svo bar til ađ U2 hélt hljómleika í Skotlandi.  Á miđjum hljómleikum stöđvađi Bono tónlistina og bađ áheyrendur um algjöra ţögn.  Síđan byrjađi hann ađ klappa saman höndum.  Hćgt en taktfast.  Í salnum ríkti ţögn í langan tíma á međan.  Loks tók Bono til máls og tilkynnti međ ţunga í röddinni:  "Í hvert sinn sem ég klappa saman höndum ţá deyr barn í afríku."

  Mjóróma rödd framarlega í salnum hrópađi reiđilega á móti međ sterkum skoskum hreim: "Hćttu ţá ađ klappa, óţokkinn ţinn!"     


Sparnađarráđ sem munar um!

  Sumt fólk fćr gesti af og til.  Oft má gleđja gest međ ţví ađ fćra honum kaldan bjór.  Ađrir gestir eru uppvartađir međ tebolla og međlćti.  Til ađ mynda kökum eđa nammi.  Mesti höfđingjabragur er ađ bjóđa upp á konfekt.  Vandamáliđ er ađ konfekt er rándýrt.  Ţá er til ráđ:  Í stórmörkuđum fást stórir pokar af hundafóđri.  2ja eđa ţriggja kílóa pokar kosta álíka og minnstu konfektkassar.

  Galdurinn er ađ brćđa hjúpsúkkulađi og dýfa hundafóđursmolunum ofan í ţađ.  Viđ ţađ verđa til ódýrir konfektmolar í mismunandi lögun og mislitri "fyllingu".  Til ađ skerpa á fjölbreytni er upplagt ađ strá sykurkosnum yfir suma molana og smá kókosmjöli yfir ađra. 

  Ţarna eru orđnar til margra ára byrgđir af hollu konfekti á spottprís.  Ţađ inniheldur steinefni,  vítamín,  trefjar og fleira sem hundar ţurfa á ađ halda.    

hundafóđur


Sérkennilegur vinsćldalisti

 

  Fyrir nokkrum árum - nánar tiltekiđ fyrir 61 ári - gerđist undarlegur hlutur vestur í Bandaríkjum Norđur-Ameríku.  Ţetta var á vordögum 1964.  Ensk unglingahljómsveit naut óvćnt vinsćlda og virđingar ţarna vesturfrá.  Slíkt hafđi aldrei áđur gerst.  Ţótti óhugsandi. Bandaríski vinsćldalistinn varđ ólíkur ţví sem tónlistarunnendur áttu ađ venjast.  Skođum hvađa lög röđuđu sér í 5 efstu sćti vinsćldalistans:

  Í 1. sćtinu var lagiđ "Can´t Buy Ne Love" međ Bítlunum (The Beatles).  Lagiđ kom fyrst inn á vinsćldalistann í marslok og klifrađi síđan hratt upp í toppsćtiđ.

  Í 2. sćtinu var "Twist And Shout" međ Bítlunum.  Ţađ fór í 2. sćtiđ í tveimur stökkum.

  Í 3. sćti var "She Loves You" međ Bítlunum.  Lagiđ var áđur í 1. sćti.

  Í 4. sćti var "I Want To Hold Your Hand" međ Bítlunum.  Ţađ var áđur í 1. sćti.

  Í 5. sćti var "Please Please Me" međ Bítlunum.  Ţađ náđi hćst í 3. sćti - vegna ţess ađ sćti 1 og 2 voru blokkeruđ af öđrum Bítlalögum. 

  Samtals áttu Bítlarnir 12 lög samtímis á bandaríska vinsćldalistanum um ţessar mundir.  Nokkuđ sérstakt vegna ţess ađ hljómsveitin hafđi ađeins sent frá sér 2 plötur.  Ţetta vakti heimsathygli.   


4 lög međ Bítlunum sem ţú hefur aldrei heyrt

  Flestir hafa heyrt flest lög bresku Bítlanna.  Flestir kveikja á perunni ţegar ţeir heyra í fyrsta skipti einhver önnur Bítlalög.  Söngstíllinn og fleiri sérkenni svipta hulunni af ţeim.  En ţađ eru til lög međ Bítlunum sem ţú hefur aldrei heyrt.  Lög sem eru aldrei spiluđ í útvarpi.   

  Undarlegasta lagiđ heitir Revolution 9.  Ţađ er eftir John Lennon.  Uppskriftin er sú ađ ekki sé hćgt ađ tralla međ laginu né slá takt međ ţví.  Ekki nóg međ ţađ heldur er ţetta lengsta lagiđ á Hvíta albúminu.  Ţađ spannar á níundu mínútu. 

  Annađ lag heitir The Inner Light.  Ţađ er eftir George Harrison og var gefiđ út á B-hliđ smáskífunnar Lady Madonna.

  Svo er ţađ Good Night á Hvíta albúminu.  Ţađ er eftir John Lennon en sungiđ af Ringo. 

   Upphaflega ćtlađi John Lennon ađ hafa You Know My Name á Hvíta albúminu.  Hann hćtti viđ ţađ og ćtlađi ađ gefa ţađ út á smáskífu međ hljómsveit sinni Plastic Ono Band.  Lagiđ endađi hinsvegar sem B-hliđ Bítlasmáskífunnar Let It Be.  Paul hefur upplýst ađ hann hafi aldrei skemmt sér betur viđ hljóđritun Bítlalags en á ţessu lagi. 


Stórhćttulegar Fćreyjar

  Í huga margra eru Fćreyjarnar átján litlar sćtar og saklausar krúttlegar smáeyjar.  Jú,  ţćr eru reyndar litlar sćtar og krúttlegar smáeyjar.  Samt geta ţćr veriđ óvönum varasamar.  Einkum ţeim sem ţekkja lítiđ annađ landslag en flatlendi. 

  Útlend kona,  ferđamađur,  komst í hann krappan er hún rölti upp fyrir ţorpiđ Trongisvogur í Suđurey í Fćreyjum.  Ţjóđerni hennar er ekki gefiđ upp.  Hún var ekki komin langt upp hagann er henni varđ litiđ aftur fyrir sig.  Ţá sundlađi hana og hún var gripin ofsahrćđslu.  Í kringum hana skokkuđu léttfćttar kindur.  Hún óttađist hrap og dauđsfall og hringdi í ofbođi í Neyđarlínuna.   

  Lögregluţjóninum sem tók símtaliđ tókst ađ róa konuna og bjóđast til ađ lóđsa hana niđur í ţorp.  Sem hann og gerđi.  

Trongisvogur 

 

 

 

 

 

 

 

        


Frábćr kvikmynd

 - Titill: The Complete Unknown

 - Lengd:  141 mín

 - Einkunn:**** (af 5)

  Myndin lýsir ţví ţegar 19 ára söngvaskáldiđ Bob Dylan kemur til New York 1961.  Hann var fćddur og uppalinn í Minnesota.  Fyrirmyndir hans voru vísnasöngvararnir í New York.  Ţar á međal ađal idoliđ, Woody Guthrie. 

  Blessunarlega eru leikararnir í myndinni ekki látnir herma nákvćmlega eftir fyrirmyndunum.  Helstu sérkenni er ţó stuđst viđ.  Eđlilega reynir mest á hćfileika Timothée Chalamet.  Hann leikur Dylan listilega vel;  hvort heldur sem er í gítarleik,  munnhörpublćstri,  tali eđa töktum.  Hann er ađdáanlega jafnvígur á öllum ţessum sviđum.  

  Monica Barbaro er eiginlega senuţjófur í hlutverki Joan Baez.  Hún fćr ţađ erfiđa verkefni ađ túlka ofurflotta söngrödd Baez.  Útkoman er óađfinnanleg.  

  Ađrir leikarar eru hver öđrum betri.  Tónlistar- og ţroskaferli Dylans er fylgt eftir fram til ársins 1965.  Kauđi er breyskur eins og flestir.  Hann rćđur illa viđ skyndilega ofurfrćgđ.  Á ţađ til ađ vera önugur,  ótrygglyndur,  vita ekki hver eru nćstu skref og er í stöđugri vörn gagnvart samferđafólki sem setur fram ýmsar kröfur um framhaldiđ.

  Myndin er áhugaverđ í alla stađi.  Ekki bara fyrir ađdaendur Dylans.  Líka ţá sem eru ađ kynnast honum í fyrsta sinn.  Tónlistin er ađ sjálfsögđur fyrirferđamikil og skemmtileg.  Lögin mörg hver fá ađ njóta til enda.  Fyrir bragđiđ er myndin löng.  Sem er gott.  Enda meiriháttar lög og ennţá glćsilegri og safaríkari textar. 

  Ég hvet fólk til ađ drífa sig í bíó og njóta skemmtunarinnar í hćstu hljómgćđum. 

 


Af hverju hagar fólk sér svona?

  Sú var tíđ ađ ég bjó í lítilli risíbúđ.  Á hćđinni fyrir neđan bjó ungt barnlaust par.  Viđ deildum sameiginlegri forstofu.  Samskipti voru lítil sem engin.  Iđulega um kvöld og helgar mátti heyra hávćrt rifrildi.  Ţađ var öskrađ,  lamiđ í borđ,  hurđum skellt og leirtau brotiđ. 

  Rifrildiđ stóđ sjaldan lengi yfir.  Hinsvegar gat ţađ blossađ upp ađ nýju eftir hlé.  Auđheyranleg var ágreiningur um fjármál.  Mađurinn sakađi konuna um ađ vera heimska eyđslukló og bruđlara.  Konan kallađi hann nirfil og svíđing. 

  Einn daginn bankađi mađurinn á dyr hjá mér og spurđi:

  -  Átt ţú eitthvađ vantalađ viđ mig?

  -  Nei, af hverju spyrđu?

  Hann dró fram stórt spjald.  Á ţví stóđ:  "Farđu til helvítis,  nískupúki!"  Hann benti á spjaldiđ og spurđi:

  -  Er ţetta ekki frá ţér?

  -  Nei,  alls ekki.

  -  Ef ţú átt eitthvađ vantalađ viđ mig ţá vil ég ađ ţú talir viđ mig fremur en hengja svona á hurđina hjá mér!" 

  Međ ţađ fór hann vandrćđalegur.

  Utan húss höguđu hann og frúin sér í ósamrćmi viđ rifrildin.  Ţau leiddust,  föđmuđust,  hlógu og hamingjan geislađi af ţeim.  Frćnka mín vann á sama vinnustađ og ţau.  Ţar á bć voru ţau álitin vera ástfangnasta par í heimi;  stöđugt ađ fađmast og hlćja.    

risfist


Ţegar Paul McCartney yfirtók frćgustu hljómsveit heims

  9. október 1956 fagnađi ungur drengur í Liverpool í Englandi 16 ára afmćli.  Hann hét John Lennon.  Nokkrum dögum síđar stofnađi hann hljómsveit,  The Quarrymen.  Hún spilađi svokallađa skiffle tónlist.  John söng og spilađi á gítar.  Hljómsveitin fékk nóg ađ gera.

  Um sumariđ gekk 15 ára piltur,  Paul McCartney, til fundar viđ John.  Hann langađi í hljómsveitina.  John dáđist ađ tónlistarhćfileikum hans og bauđ hann velkominn um borđ.

  Skólabróđir Pauls,  George Harrison,  var lipur gítarleikari.  Hann var ađeins 14 ára.  Á ţessum aldri munar miklu um hvert ár.  John hugnađist ekki ađ verđa barnapía.  Paul suđađi og fékk ađ leyfa George ađ djamma međ hljómsveitinni.  Hann náđi ađ heilla John.

  Eftir nokkrar mannabreytingar endurnefndi John hljómsveitina The Beatles,  kölluđ Bítlarnir á Íslandi.  1962 tók Ringo Starr viđ trommukjuđunum.  Ţar međ var hljómsveitin komin í sitt endanlega horf.  Hún var alla tíđ hljómsveit Johns.  Hann réđi ferđinni,  samdi og söng flest lögin.  Hann lagđi ţó ríka áherslu á ađ Bítlarnir vćru hljómsveit jafningja.  Hún lagđi undir sig heimsmarkađinn svo rćkilega ađ aldrei verđur saman jafnađ.

  Adam var ekki lengi í Paradís.  Vinsćldirnar og frćgđin fóru ađ ţjaka John.  Hann varđ óhamingjusamur.  Hann varđ fađir án áhuga á ţví hlutverki.  Hann var í ástlausu hjónabandi.  Honum ţótti Bítlarnir vera sirkusatriđi.  Hvorki öskrandi áheyrendur né Bítlarnir sjálfir heyrđu hvađ fór fram á sviđinu.  Ađ auki hafđi hann ekki unniđ úr ótal áföllum ćskuáranna.  Foreldrarnir stungu drenginn af og hann hitti ţau ekki fyrr en á fullorđinsárum.  Ströng og snobbuđ frćnka hans ól hann upp.  Hún var ekkert fyrir ađ fađma eđa knúsa barn.  Mađur hennar var hressari.  Hann dó er John var 12 ára.  Ţegar hann á unglingsárum hitti mömmu sína var hún drepin af ölvuđum bílstjóra.  Áfram mćtti lengi telja.

  1966 féllst umbođsmađur Bítlanna,  Brian Epstein,  á ađ hljómsveitin hćtti hljómleikahaldi.  Ári síđar dó hann.  Ţađ var enn eitt áfalliđ.  Hann hafđi leitt hljómsveitina frá fyrstu skrefum og í gegnum ofurvinsćldirnar.  Viđbrögđ Johns voru ađ hella sér út í harđa eiturlyfjaneyslu.  Upp frá ţví var hann hálfur út úr heimi,  áhugalítill og latur.  

  Viđbrögđ Pauls voru ólík.  Hann var og er mjög ofvirkur en líka stjórnsamur.  Hann tók eiginlega viđ af Brian Epstein.  Bókađi hljómsveitina í hin ýmsu verkefni međ misjöfnum árangri.  Verra var ađ ofríki hans pirrađi George og Ringo.  Báđir hćttu í hljómsveitinni um tíma.  Hinsvegar var Paul diplómatískari í samskiptum viđ John,  vitandi ađ hann léti ekki ađ stjórn.  Á síđustu Bítlaplötunum semur Paul, syngur og útsetur flest lög.

  Án ofvirkni Pauls og eftirrekstrar hefđu plötur Bítlanna orđiđ tveimur fćrri eđa rúmlega ţađ.


Til minningar um gleđigjafa

  Tónlistarmađurinn og gleđigjafinn Brynjar Klemensson féll frá 24. nóvember.  Hann var ađeins 67 ára.  Í vina og kunningjahópi gekk hann undir nafninu Billy Start.  Ástćđan var sú ađ hann var einskonar fylgihnöttur hljómsveitarinnar Start.  Forsöngvarinn,  Pétur heitinn Kristjánsson,  var hans stóra fyrirmynd.

  Billy átti auđvelt međ ađ finna broslegar hliđar á mönnum og málefnum.  Allt í góđlátlegri frásögn.  Hann sagđi skemmtilega frá.  Ţegar hann mćtti á svćđiđ tilkynnti hann jafnan viđstöddum:  "Billy Start mćttur á kantinn!"  Ţetta var ávísun á fjörlegar samrćđur og mikiđ hlegiđ. 

  Billy var smá prakkari.  Eitt sinn mćtti hann á skemmtistađ í Ármúla.  "Ósköp er rólegt í kvöld.  Ekkert fyrir dyravörđinn ađ gera," sagđi hann.  Ég samsinnti ţví.  Sagđi ađ dyravörđur vćri óţarfur ţetta kvöldiđ.  

   Úti á miđju gólfi stóđ ókunnugur miđaldra mađur.  Hann góndi á boltaleik á sjónvarpsskjá.  Billy rölti til dyravarđarins og skrökvađi:  "Sérđu manninn ţarna?  Ţetta er alrćmdur vandrćđapési.  Ţú ţarft ađ fylgjast vel međ honum.  Hann á eftir ađ hleypa öllu í bál og brand."  

  Hrekklaus dyravörđurinn lét ekki segja sér ţađ tvisvar.  Hann lćddist aftan ađ manninum,  stökk svo á hann međ dyravarđafangbragđi.  Mađurinn var í skrúfstykki.  Dyravörđurinn dró hann út á stétt og flýtti sér síđan ađ skella í lás.  Mađurinn var alveg ringlađur.  Hann bankađi - án árangurs - á dyrnar.  Svo náđi hann á leigubíl og fór.   Ţá opnađi dyravörđurinn dyrnar og allt féll í ljúfa löđ.  

  Billy hrósađi dyraverđinum fyrir snöfurleg vinnubrögđ.  Viđ mig sagđi hann:  "Nú getur hann skráđ í dagbók stađarins ađ honum hafi međ lagni tekist ađ afstýra heilmiklu veseni!"

 

billy start


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.