Fćrsluflokkur: Tónlist

Bráđskemmtileg bók

 

  Út var ađ koma bókin "Hann hefur engu gleymt... nema textunum!"  Undirtitillinn er "Gamansögur úr íslenska tónlistarheiminum".  Höfundur er Guđjón Ingi Eiríksson.  Undirtitillinn lýsir bókinni.  Gamansögunum fylgja áhugaverđir fróđleiksmolar um tónlistarmenn og heilmikil sagnfrćđi.

  Sögurnar eru fjölbreyttar og skemmtilegar.  Spanna marga áratugi og ná til margra músíkstíla. Örfá dćmi:

  "Hljómsveitin Upplyfting á sér langa sögu og merka og hafa margir velt ţví fyrir sér hvernig best vćri ađ ţýđa nafn hennar,  ef hún ákvćđi nú ađ herja á útlönd.  Hinir sömu hafa vćntanlega allir komist ađ sömu niđurstöđunni,  nefnilega... Viagra!

  Karlakórinn Fóstbrćđur fór í söngferđ til Algeirsborgar í Alsír fyrir margt löngu síđan.  Ţegar kórinn kom aftur heim varđ Bjarna Benediktssyni,  ţáverandi forsćtisráđherra, ađ orđi:  "Ţá er Tyrkjaránsins hefnt!"

  Nokkrum árum eftir ađ Megas hafđi búiđ á Siglufirđi,  eins og fyrr greinir,  hélt hann tónleika ţar.  Opnunarorđ hans voru:  "Mér er sagt ađ ég hafi einhvern tímann búiđ hérna." 

  Hann hefur engui

 


Bráđskemmtilegt "Laugardagskvöld međ Matta".

  Ég var ađ hlusta á skemmtilegan útvarpsţátt,  "Laugardagskvöld međ Matta",  á Rás 2.  Gestur ţáttarins var Logi Einarsson,  formađur Samfylkingarinnar og Skriđjökull.  Hann kynnti fyrir hlustendum uppáhaldslögi sín.  Ţar ratađi hver gullmolinn á fćtur öđrum.  Gaman var á ađ hlýđa.  Líka vegna ţess ađ fróđleiksmolar flutu međ. 

  Snemma í ţćttinum upplýsti Logi undanbragđalaust ađ hans uppáhald sé bítillinn Paul McCartney.  "Minn mađur," sagđi hann.  Ekki vissi hann af hverju.  Hinsvegar ţykir honum vćnt um ađ dóttir hans hefur erft ađdáun á Paul.  Svo spilađi Logi uppáhaldslag sitt međ Paul.  Ţađ var "Come Together",  opnulag plötunnar "Abbey Road".

  Er lagi lauk gerđi Matti athugasemd.  Hann sagđi:  "Ţetta er Lennon-legt lag en Paul á ţađ, eđa hvađ?"   Logi svarađi:  "Ég veit ţađ ekki.  Ég hef aldrei kafađ ţađ djúpt í ţetta."

  Hiđ rétta er ađ lagiđ er samiđ og sungiđ af John.  Höfundareinkenni Johns eru sterk.  Bćđi í söng og blúsađri laglinu.

  Í frekara spjalli um "Abbey Road" upplýsti Logi ađ John og Paul hafi átt óvenju fá lög á plötunni.  Hún vćri eiginlega plata George Harrisons.  Hann eigi ţessi fínu lög eins og "Here Comes the Sun" og "Strawberry Fields"

  Hiđ rétta er ađ Lennon-McCartney eiga 14 af 17 lögum plötunnar.  Ringo á 1 og George 2.  Vissulega eru lög George virkilega góđ og ađ mati mínu og Lennons bestu lög plötunnar.  Logi nefndi réttilega "Here Comes the Sun" en hitt lag George á plötunni er "Something".  Ekki "Strawberry Fields".  Ţađ er Lennon-lag sem kom einungis út á smáskífu en löngu síđar á geisladiski međ "Sgt. Peppers...".  

  Tekiđ skal fram ađ međ ţessum pósti er ég ekki ađ reyna ađ gera lítiđ úr stjórnmálamanninum Loga Einarssyni.  Stjórnmálamenn ţurfa ekki ađ vera međ sögu Bítlanna á hreinu.  Sú hljómsveit starfađi stutt.  Plötuupptökur hennar spönnuđu ađeins 6 ár,  1963-1969.  Ţeim mun merkilegra og skemmtilegra er ađ fólk sé ađ hlusta á Bítlana 2019.  Hvađ varđ um allar hinar hljómsveitirnar sem tröllriđu markađnum á sama tíma og Bítlarnir: Love,  Iron Butterfly,  Crazy World of Arthur Brown,  Soft Machine,  Them,  Strawbs...?

      


Stórtíđindi af breskri plötusölu

  Ţćr eru óvćntar sviptingarnar í plötusölu í Bretlsndi ţessa dagana.  Og ţó.  Einhverjir voru búnir ađ spá ţví ađ mögulega gćti ţessi stađa komiđ upp.  Formlegt heiti breska plötusölulistans er Official Album Chart Top 100.  Hann mćlir plötusölu í öllu formi,  hvort heldur sem er vinyl,  geisladiskar, niđurhal eđa streymi.

  Ţetta eru söluhćstu plöturnar í dag:

1.   Abbey Road međ Bítlunum

2.   Wy Me Why Not međ Liam Gallagher

3.   Divinlely Uninspired To A Hellish Extent međ Levis Capaldi

  Aldrei áđur hefur hálfrar aldar gömul plata snúiđ aftur á vinsćldalistann og endurheimt 1. sćtiđ.  Ţetta er met.  Á sínum tíma var platan í 13 vikur á listanum.

  Í 28. sćti er Bítlaplatan 1.  Hún hefur veriđ á listanum í 230 vikur.   Ţar af hćst í 1. sćti.

  Í 69. sćti er Bítlaplatan Sgt Peppers Lonely Hearts Club Band.  Hún hefur veriđ á listanum í 274 vikur.  Ţar af hćst í 1. sćti.

  Í 72. sćti er Bítlasafnplatan 1967-1970.  Hún hefur veriđ í 41 viku á listanum.  Ţar af hćst í 4. sćti.

  Í 94. sćti er Bítlaplatan Hvíta albúmiđ.  Hún hefur veriđ í 37 vikur á listanum.  Ţar af hćst í 1. sćti.

 


Bítlalögin sem unga fólkiđ hlustar á

  Síđasta platan sem Bítlarnir hljóđrituđu var "Abbey Road".  Hún kom út undir lok september 1969.   Ţess vegna er hún hálfrar aldar gömul.  Meiriháttar plata.  Hún hefur elst vel.  Hún gćti hafa komiđ út í ár án ţess ađ hljóma gamaldags.  

  Svo merkilegt sem ţađ er ţá hlustar ungt fólk í dag á Bítlana.  Bćđi börn og unglingar.  Í minni fjölskyldu og í mínum vinahópi eru Bítlarnir í hávegum hjá fjölda barna og unglinga.  Lokaritgerđ frćnku minnar í útskrift úr framhaldsskóla var um Bítlana.  Mjög góđ ritgerđ.  Fyrir nokkrum árum hitti ég 14 ára dóttur vinafólks mín.  Hún var svo fróđ um Bítlana ađ ég hafđi ekki rođ viđ henni um smáatriđi tengd Bítlatónlist.  Tel ég mig ţó vera nokkuđ fróđan um Bítlana.   

  Spilanir á músíkveitunni Spotify stađfesta ađ ţetta sama má segja um börn og unglinga út um allan heim.  

  Ţessi Bítlalög eru mest spiluđ af börnum og unglingum upp ađ 18 ára aldri.

1.  Here Comes The Sun

2.  Let It Be

3.  Hey Jude

4.  Come together

5.  Twist And Shout

Ţessi lög eru mest spiluđ af aldurshópnum 18 - 24 ára:

1.  I Want To Hold Your Hand

2.  Here Comes The Sun

3.  Come Together

4.  Penny Lane

5.  You Never Give Me Your Money 

   


Plötuumsögn

 

 - Titill: Punch

 - Flytjandi: GG blús

 - Einkunn: ****1/2 (af 5)

  GG blús er dúett skipađur Guđmundunum Jónssyni og Gunnlaugssyni.  Sá fyrrnefndi spilar á gítar og er einn lunknasti smellasmiđur landsins; ţekktastur fyrir störf sín međ Sálinni, Pelican, Vestanáttinni, Nykri og Kikki.  Hinn síđarnefndi er best kunnur fyrir trommuleik međ Kentári, X-izt og Sixties.  Báđir voru í Jötunuxum.  Báđir eru ágćtir söngvarar og raddir ţeirra liggja vel saman. 

  Töluverđa fćrni og útsjónasemi ţarf til ađ gítar/trommur dúó hljómi sannfćrandi; ađ hlustandinn sakni ekki drynjandi bassalínu.  Hljómsveitum eins og White Stripes, Black Keys og dauđapönksveitinni Gyllinćđ hefur tekist ţetta. Líka GG blús - og ţađ međ glćsibrag!  

  GG blús spilar kraftmikinn og harđan rokk-blús.  Platan er bćrilega fjölbreytt.  Sum laganna eru mýkt međ rólegum kafla.  Hluti af söng í sumum lögum er keyrđur í gegnum "effekt" sem lćtur hann hljóma í humátt ađ gjallarhorni.  Sjö af tíu lögum plötunnar eru frumsamin.  Öll af Guđmundi Jónssyni.  Ţar af ţrjú samin međ nafna hans.  Í hinu KK-lega "Lost and Found" er Mike Pollock međhöfundur nafnanna og gestasöngvari.  Ađkomulögin eru "Money" eftir Roger Waters, "Cradle" eftir Rory Gallagher og "Spoonful" eftir Willie Dixon, best ţekkt í flutningi Howlin´ Wolf.  

  Flutningur GG blús á "Money" er ólíkur frumútgáfunni međ Pink Floyd.  Framan af er ekki auđheyrt hvađa lag um rćđir.  Sigurđur Sigurđsson - iđulega kenndur viđ Kentár - skreytir lagiđ listavel međ munnhörpublćstri.  Hiđ sama gerir Jens Hansson međ saxófónspili í "Spoonful".  Blessunarlega er platan laus viđ hefđbundin rokk- og blúsgítarsóló, ef frá er taliđ progađ titillag.  Í ţví er sitthvađ sem kallar Audioslave upp í hugann.  Rétt eins og í "Touching the Void".    

 Yrkisefniđ er töluvert blúsađ.  Sungiđ er um allskonar krísur og deilt á misskiptingu auđs og fégrćđgi.  Allt á ensku.  Sýna má ţví umburđarlyndi vegna útlendu laganna.

  Hljómur á plötunni er sérdeilis hreinn og góđur.  Eiginlega er allt viđ plötuna afskaplega vel heppnađ.  Ţađ á einnig viđ um umslagshönnun Ólafar Erlu Einarsdóttur. 

  Skemmtileg og flott plata!

GG blús


Bítlalögin sem John Lennon hatađi

".  .

  Bítillinn John Lennon var óvenju opinskár og hreinskiptinn.  Hann sagđi undanbragđalaust skođun sína á öllu og öllum.  Hann var gagnrýninn á sjálfan sig ekki síđur en ađra.  Ekki síst lög sín.  Hann hafđi óbeit á mörgum lögum Bítlanna - ţó hann hafi sćtt sig viđ ađ ţau vćru gefin út á sínum tíma vegna ţrýstings frá útgefandanum, EMI.  Bítlarnir voru samningsbundnir honum til ađ senda frá sér tvćr plötur á ári og einhverjar smáskífur.  Til ađ uppfylla samninginn leyfđu Bítlarnir lögum ađ fljóta međ sem voru uppfyllingarefni - ađ ţeirra mati.

  Ađ sögn gítarleikarans George Harrison litu ţeir Ringo og Paul alltaf á John sem leiđtoga hljómsveitarinnar - ţrátt fyrir ađ stjórnsami og ofvirki bassaleikari Paul McCartney hafi ađ mörgu leyti stýrt Bítlunum síđustu árin eftir ađ umbođsmađurinn Brian Epstein dó.   

  Paul sýndi George og trommuleikaranum Ringo ofríki ţegar ţar var komiđ sögu.  En bar lotningarfulla virđingu fyrir John.  Stofnađi ekki til ágreings viđ hann.  Ţeir skiptust á tillögum og ábendingum um sitthvađ sem mátti betur fara.  Báđir tóku ţví vel og fagnandi.  Ţeir voru fóstbrćđur. 

  Ţó komu upp nokkur dćmi ţar sem Paul mótmćlti John.  Fyrst var ţađ ţegar John dúkkađi upp međ lagiđ "She said, she said" á plötunni Revolver.  Paul ţótti ţađ vera óbođleg djöflasýra.  John fagnađi ţví viđhorfi vegna ţess ađ hann ćtlađi laginu einmitt ađ túlka sýrutripp.  Í stađ ţess ađ rífast um lagiđ stormađi Paul úr hljóverinu og lét ekki ná á sér viđ hljóđritun ţess.  Lagiđ var hljóđritađ án hans.  George spilađi bassalínuna í hans stađ.  Síđar tók Paul lagiđ í sátt og sagđi ţađ vera flott.  

  Í annađ sinn lagđist Paul - ásamt George og Ringo - gegn furđulagi Johns "Revolution #9".  En John fékk sínu fram.  Lagiđ kom út á "Hvíta albúminu".  Hann var sá sem réđi.  Samt ţannig ađ hann umbar öll ţau lög Pauls sem honum ţóttu léleg.

  Eftirtalin Bítlalög hafđi John óbeit á.  Fyrir aftan eru rökin fyrir ţví og tilvitnanir í hann. 

1   It´s Only Love (á plötunni Help) - "Einn af söngvum mínum sem ég hata.  Glatađur texti."

2   Yes it Is (smáskífa 1965) - "Ţarna reyndi ég ađ endurtaka leikinn međ lagiđ This Boy.  En mistókst.

3   Run For Your Life (á Rubber Soul).  - "Uppfyllingarlag.  Enn eitt sem mér líkađi aldrei.  George hefur hinsvegar alltaf haldiđ upp á ţetta lag."

  And Your Bird Can Sing (á Revolver).  - "Enn ein hörmung.  Enn eitt uppfyllingarlagiđ."

5   When I m Sixty-Four (á Sgt. Peppers...) - "Afalag Pauls.  Ég gćti aldrei hugsađ mér ađ semja svona lag." 

6   Glass Onion (á Hvíta albúminu) - "Ţetta er ég ađ semja uppfyllingarlag"

7   Lovely Rita (á Sgt. Peppers...) - "Ég kćri mig ekki um ađ semja lag um fólk á ţennan hátt."

8   I ll Get You (á 4ra laga smáskífu 1963) - "Viđ Paul sömdum ţetta saman en lagiđ var ekki ađ gera sig."

9   Hey Bulldog (á smáskífu 1967) - "Góđ hljómgćđi á merkingarlausu lagi."

10  Good Morning, Good Morning (á Sgt. Peppers...) - "Einskonar bull en samt falleg orđ.  Uppfyllingarlag."

11  Hello, Goodbye - John var mjög ósáttur ţegar EMI gaf ţetta lag út á smáskífu.  Honum ţótti ţađ ekki ţess virđi.

12  Lady Madonna (á smáskífu 1968) - "Gott píanóspil sem nćr ţó aldrei flugi."

13  Ob-La-Di Ob-La-Da (á Hvíta albúminu) - Paul vildi ólmur ađ ţetta lag yrđi gefiđ út á smáskífu.  John tók ţađ ekki í mál.   

14  Maxwells Silver Hammer (á Abbey Road) - John leiddist ţetta lag svo mikiđ ađ hann harđneitađi ađ taka ţátt í hljóđritn ţess.  Engu ađ síđur sagđi hann ţađ vera ágćtt fyrir hljómsveitina ađ hafa svona léttmeti međ í bland.  Ţannig nćđu plöturnar til fleiri.     

15  Martha My Dear (á Hvíta albúminu) - John leiddist ţetta lag.  Samt ekki meira en svo ađ hann spilar á bassa í ţví.

16  Rocky Racoon (á Hvíta albúminu) - "Vandrćđalegt!"

17  Birtday (á Hvíta albúminu) - "Drasl!"

18  Cry Baby Cry (á Hvíta albúminu) - "Rusl!"

19  Sun King (á Abbey Road) - "Sorp!"

20  Mean Mr. Mustard (á Abbey Road) - "Óţverri sem ég samdi í Indlandsdvölinni."

21  Dig a Pony (á Let it be) - "Enn ein vitleysan.  Ég var í orđaleik og ţetta er bókstaflega rugl."

22  Let It Be (á Let it be) - "Ţetta lag hefur ekkert međ Bítlana ađ gera.  Ég skil ekki hvađ Paul var ađ pćla međ ţessu lagi."  

  Rétt er ađ taka fram ađ John skipti oft um skođun á flestum hlutum.  Líka á Bítlalögum.  Til ađ mynda er til upptaka ţar sem hann hrósar Let It Be sem glćsilegu lagi.  Ţetta fór dálítiđ eftir dagsforminu;  hvernig lá á honum hverju sinni.   

   


Hvađ ef John og Paul hefđu aldrei kynnst?

  1956 var litla enska hafnarborgin Liverpool "slömm".  Margir Englendingar neituđu ađ viđurkenna Liverpool sem hluta af Englandi.  Ţetta ár bankađi 14 ára gutti,  Paul McCartney, hjá 16 ára bćjarvillingnum John Lennon.  Bauđ sig fram sem gítarleikara, söngvara og lagahöfund í hljómsveit Johns,  The Querrymen.  Ţarna varđ til öflugasta tvíeyki sögunnar. Frábćrt söngvapar,  hugmyndaríkir flytjendur og djarfir tilraunakenndir útsetjarar sem toguđu og teygđu tónlist lengra og víđar en áđur ţekktist.

  The Querrymen breyttust í The Beatles.  Á íslensku alltaf kallađir Bítlarnir.  Bítlarnir frá Liverpool rúlluđu heimsbyggđinni upp eins og strimlagardínu.  Allt í einu urđu Liverpool og England ráđandi forysta í dćgurlagamarkađi heimsins. 

  Pabbi Johns,  Freddie Lennon,  var söngvari,  söngvaskáld og banjoleikari.  Mamma Johns var líka banjoleikari og píanóleikari.  John ólst ekki upp hjá ţeim en erfđi frá ţeim tónlistarhćfileika.  Ţegar plötufyrirtćkiđ EMI gerđi útgáfusamnning viđ Bítlana var ţađ munnhörpuleikur Johns sem heillađi upptökustjórann,  George Martin, umfram annađ. 

  Pabbi Pauls lagđi hart ađ honum ađ fara í markvisst tónlistarnám.  Rökin voru:  "Annars endar ţú eins og ég;  ađ spila sem láglaunamađur á pöbbum."  En Paul valdi ađ lćra sjálfur ađ spila á gítar og píanó. 

  Foreldrar George Harrison eru sagđir hafa veriđ góđir söngvarar.  Mamma hans er skráđ međhöfundur "Piggies" á Hvíta albúminu.

  Ringó Starr ólst upp á tónlistarheimili.  Ţar var allt fullt af hljóđfćrum af öllu tagi.  Hann hélt sig viđ trommur en getur gutlađ á píanó og gítar.

  Synir allra Bítlanna hafa haslađ sér völl sem tónlistarmenn.  Zak Starkey,  sonur trommuleikarans Ringos,  hefur vegnađ vel sem trommuleikari The Who og Oasis.  Eldri sonur Johns,  Julian,  kom bratt inn á markađ 1984 međ laufléttu alltof ofunnu reggí-lagi um pabba sinn,  "Too Late for goodbyes".  Ţetta var á skjön viđ vinnubrögđ Johns sem gengu út á hráleika.  Síđan hefur hvorki gengiđ né rekiđ hjá Julian - fremur en hjá öđrum sonum Bítlanna ađ Zak undanskildum.  Vegna frćgđar Bítlanna hafa synir ţeirra forskot á ađra í tónlistarheimi.  Ţrátt fyrir ađ ţeir séu alveg frambćrilegir tónlistarmenn ţá vantar upp á ađ tónlist ţeirra ađ heilli nógu marga til ađ skila lögum ţeirra og plötum inn á vinsćldalista. 

  Niđurstađan er sú ađ ef John og Paul hefđu ekki kynnst ţá hefđu ţeir ekki náđ árangri út fyrir Liverpool-slömmiđ.  Lykillinn ađ yfirburđum ţeirra á tónlistarsviđinu lá í samstarfi ţeirra.  Hvernig ţeir mögnuđu upp hćfileika hvors annars.

  John var spurđur út í samanburđ á Bítlunum og The Rolling Stones.  Hann svarđi eitthvađ á ţá leiđ ađ Rollingarnir vćru betri tćknilega.  Ţeir vćru skólađir.  Bítlarnir vćru amatörar.  Sjálflćrđir leikmenn.  En spjöruđu sig.  Svo bćtti hann viđ:  Ţegar heildarútgáfa á flutningi á Bítlalögum er borin saman viđ flutning annarra ţá hallar ekki á Bítlana.


Spaugilegt

  Um miđjan sjöunda ártuginn fór bandaríska hljómsveitin The Byrds međ himinskautum á vinsćldalistum međ lagiđ "Turn, Turn, Turn".  Líftími lagsins er langur.  Ţađ lifir enn í dag góđu lífi.  Er sívinsćlt (klassík).  Fjöldi ţekktra tónlistarmanna hafa krákađ lagiđ.  Allt frá Mary Hopkins og The Seekers til Dolly Parton og Judy Collins.  Ađ auki hljómar lagiđ í mörgum sjónvarpsţáttum og kvikmyndum,  Til ađ mynda í "Forrest Gump".

  Flestir vita ađ texti lagsins er úr Biblíunni.  Samt ekki allir.  Á föstudaginn póstađi náungi laginu í músíkhópinn "Ţrumur í ţokunni" á Fésbók.  Svaný Sif skrifađi "komment".  Sagđist vera nýbúin ađ uppgötva ţetta međ textann.  Hún var ađ horfa á trúarlegt myndband.  Presturinn las upp textann úr Biblíunni.  Svaný skildi hvorki upp né niđur í ţví hvers vegna presturinn vćri ađ ţylja upp dćgurlagatexta međ The Byrds.      

 


Samband Johns og Pauls

 

  John Lennon og Paul McCartney voru fóstbrćđur.  Ţeir kynntust á unglingsárum á sjötta áratugnum og urđu samloka.  Vörđu öllum frítímum saman viđ ađ semja lög og hlusta á rokkmúsík.  John gerđi út hljómsveitina Querrymen.  Hún er ennţá starfandi.  Reyndar án Johns.  John var stofnandi hljómsveitarinnar og forsprakki;  söngvari, gítarleikari og söngvahöfundur.

  Paul segir ađ á ţessum tíma hafi allir unglingar í Liverpool vitađ af John. Hann var fyrirferđamikill ofurtöffari. Svalasti gaurinn í Liverpool, ađ sögn Pauls.  Liverpool er hafnarbćr.  Íbúar á sjötta áratugnum kannski 200 eđa 300 ţúsund eđa ţar í grennd.  John var kjaftfor og reif stólpakjaft viđ alla,  slóst á börum eins og enginn vćri morgundagurinn,  ţambađi sterk vín, reykti og svaf hjá stelpum.   Hann var dáldiđ geggjađur.  Eins og mamma hans. 

  Paul sá í hendi sér ađ frami sinn í Liverpool vćri fólginn í ţví ađ vingast viđ John.  Hann bankađi upp hjá John.  Kynnti sig og spilađi fyrir hann nokkur lög til ađ sanna hćfileika í hljóđfćraleik og söng.  Jafnframt sagđist Paul vera lagahöfundur. 

 John angađi eins og bruggverksmiđja ţegar ţeir hittust.  Koníak gutlađi í honum.  Eftir ađ Paul spilađi og söng fyrir John hugsađi hann eitthvađ á ţessa leiđ:  Ég get auđveldlega orđiđ ađal rokkstjarnan í Liverpool.  En međ Paul mér viđ hliđ get ég sigrađ heiminn.  Ég verđ ađ gefa eftir forystuhlutverkiđ.  Deila ţví međ Paul.  Viđ getum sigrađ heiminn saman. Ţetta varđ niđurstađan.  Ţetta var langsótt niđurstađa á ţessum tíma.  Varđandi heimsfrćgđ.  Liverpool var útkjálki og ţótti "slömm". 

  John var um margt afar erfiđur í umgengni.  Hann tók skapofsaköst.  Hann var "bully";  árásagjarn til orđs og ćđis.  Hann lamdi fyrri konu sína. Hann lamdi Paul og fleiri í hljómsveitinni Querrymen.  

  Paul var og er mjög stjórnsamur og ofvirkur.  Í Bítlunum sýndi hann George og Ringo ofríki.  En forđađist árekstra viđ John.  Ţegar John gekk fram af honum međ gríđarlegri eiturlyfjaneyslu og flaut í sýrumóki viđ hljóđritun á laginu "She said, she said" 1966 ţá ofbauđ Paul.  Hann stormađi út úr hljóđverinu, tók ekki ţátt í hljóđritun lagsins og lét ekki ná á sér.  George Harrison spilar bassalínu lagsins.  Í bókinni góđu "Beatlesongs" er Paul ranglega skráđur bassaleikarinn.  Lagiđ hljómar í dag ósköp venjulegt.  1969 var ţetta brengluđ sýra. 

  Annađ dćmi er lagiđ "Come together" á Abbey Road plötunni.  Síđustu hljóđversplötu Bítlanna.  Framan af ferli Bítlanna sungu Paul og John flest lög saman.  Ađ mörgu leyti var ţađ einkenni Bítlanna og gaf hljómsveitinni forskot á ađrar hljómsveitir.  Undir lok ferils Bítlanna dró mjög úr dúettsöngnum.  Meira varđ um ţríröddun ţeirra Pauls, Johns og Georges.  Líka sólósöngs ţeirra hvers fyrir sig.  Paul saknađi tvíröddunarinnar.  Ţeir John,  Paul og George voru allir afar flinkir í ađ radda og sniđgengu iđulega viđurkennda tónfrćđi.  

  Er John kynnti til sögunnar "Come Together" bađ Paul um ađ fá ađ radda lagiđ međ honum.  Paul sárnađi mjög er John svarađi:  "Ég grćja ţađ sjálfur."  Sem hann reyndar gerđi ekki.  Paul laumađist í skjóli nćtur til ađ radda međ í laginu.  John heyrđi ekki ţá útfćrslu fyrr en platan kom út.          


Af hverju túra Paul og Ringo ekki saman?

  Paul McCartney og Ringo Starr eru einu eftirlifandi Bítlarnir.  Ţeir eru mjög góđir vinir.  Á hljómleikum gera báđir út á gömlu Bítlalögin.  Paul á ţađ til ađ fá Ringo sem gest á hljómleika sína.  Ţá trommar kappinn í nokkrum Bítlalögum.  

  Af hverju túra ţeir aldrei saman?  Vćri ţađ ekki stórkostleg upplifun fyrir Bítlaađdáendur?  Jú,  vissulega.  Hćngur er á.  Illilega myndi halla á Ringo.  Hann er frábćr trommari,  orđheppinn og bráđfyndinn.  Hinsvegar hefur hann ekki úr mörgum frumsömdum lögum ađ mođa.  Ţví síđur mörgum bitastćđum.  Ţar fyrir utan er hann ekki góđur söngvari.  Öfugt viđ Paul sem er einn besti og fjölhćfasti söngvari rokksögunnar.  Ţeir John Lennon voru ótrúlaga frábćrir söngvarar - og Paul er ennţá.   Paul hefur úr ađ velja frumsömdum lögum sem eru mörg hver bestu lög rokksögunnar.  Á hljómleikum stekkur Paul á milli ţess ađ spila á píanó,  orgel, gítar, bassa og allskonar.  Meira ađ segja ukulele.  Frábćr trommuleikur Ringos býđur ekki upp á sömu fjölbreytni.   

  Bćđi Paul og Ringo átta sig á ţví ađ tilraun til ađ endurskapa anga af Bítladćmi sé dćmt til ađ mistakast.  Ţađ var ekki einu sinni hćgt á međan George Harrison var á lífi.  Eins og Geroge sagđi:  "Bítlarnir verđa ekki aftur til á međan John er dáinn."  Ég set spurngamerki viđ "á međan".   

      


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband