Fćrsluflokkur: Tónlist

Bestu lagahöfundarnir

  Bandaríska söngvaskáldiđ Paul Simon er í hópi bestu lagahöfunda síđustu aldar.  Af ţekktum lögum hans má nefna Bridge over trouble water,  The sound of silence,  Mrs Robinson,  Mother and child reunion.  Lengi mćtti áfram telja.  Ţegar ţáverandi forseti Bandaríkjanna,  Richard M. Nixon,  heimsótti Mao formann í Kína ţá fćrđi hann honum plötuna Bridge over trouble water međ Paul Simon og Garfunkel,  sem hápunktinn í bandarískri tónlist.  

  Paul Simon hefur sterkar skođanir á lagasmíđum.  Ţessa telur hann vera bestu lagahöfundar liđinnar aldar:  Gershwin,  Berlin og Hank Williams.  Hann telur ađ Paul McCartney megi hugsanlega vera í hópnum.  Richard Rodgers og Lorenz Hart geta ţá veriđ međ líka.

  Í annađ sćti setur hann John Lennon,  Bob Dylan,  Bob Marley og Stephen Soundheim.  Hann telur ekki fráleitt ađ sjálfur megi hann vera međ í öđru sćtinu. 

 

 


Dónalega fólkiđ

  Örlög beggja voru ráđin ţegar prúđi unglingurinn í Liverpool á Englandi,  Paul McCartney, kynnti sig fyrir bćjarvillingnum,  John Lennon.  Eftir ţađ heimsóttu ţeir hvorn annan á hverjum degi.  Ýmist til ađ syngja og spila saman uppáhaldslög eđa semja sína eigin söngva eđa hlusta á nýjar rokkplötur. 

  Ţegar John gekk til og frá heimili Pauls fór hann framhjá hópi fólks sem stóđ úti í garđi.  Í hvert einasta skipti í öllum veđrum.  Hann kastađi ćtíđ á ţađ kveđju.  Fólkiđ var svo dónalegt ađ endurgjalda hana aldrei.

  John sagđi Paul frá ţessu dónalega fólki.  Hann varđ forvitinn.  Stormađi međ John ađ fólkinu.  Kom ţá í ljós ađ ţetta var garđskreyting sem sýndi fćđingu Jesúbarnsins.  Fólkiđ var Jósef smiđur,  María mey og vitfirringarnir ţrír frá Austurlöndum. 

  Misskilningurinn lá í ţví ađ John var afar sjóndapur.  Mun sjóndaprari en hann gerđi sér sjálfur grein fyrir.  Hann var í afneitun.  Hélt ađ allir ađrir hefđu samskonar sjón. Hann sá allt í ţoku en hafđi engan áhuga á gleraugum.  Ekki fyrr en mörgum árum síđar. 

 


Varhugavert ađ versla á netinu

 Margir versla á netinu.  Oft međ viđunandi útkomu.  En ekki alltaf.  Stundum er varan í raun ekki alveg eins og ljósmyndin af henni.  Einkum á ţetta viđ um fatnađ og glingur.  Hér eru nokkur dćmi:

  - Ungur mađur hugđist kaupa léttan ermalausan bol.  Ţegar til kastanna kom reyndist hann vera kjóll.  

  - Útikór sem bandaríski tónlistarmađurinn Kanye West hannađi (eđa lánađi nafn sitt viđ) njóta vinsćlda.  Margir hugđu gott til glóđarinnar;  eftirlíkingar fóru á flug.  En mega ekki vera nákvćmlega eins.  Ţessi kaupandi fékk óvćnt inniskó ţegar hann pantađi eftirlíkingu.  Kannski gott á hann?

  - Hjón hrifust af stóru fjölskylduteppi;  kósí kúruteppi.  Ţađ sem ţau fengu var bara garn.  Ekki teppi.  Ţeim var ćtlađ ađ prjóna teppiđ sjálf,  Do-It-Yourself (geriđ ţađ sjálf)!

  -  Apple-armbandsúr ţykja flott og eru dýr.  Einhverjar viđvörunarbjöllur ćttu ađ hringja ţegar í bođi eru ódýr Apple úr.  Í međfylgjandi dćmi er er í raun ekki um úr ađ rćđa heldur armband međ mynd af epli á skjá.

  - Andlitsmaskar njóta vinsćlda međal kvenna.  Í besta falli eiga ţeir ađ soga óhreinindi úr húđinni og nćr húđina af hollefnum.  Kona sem pantađi á netinu slatta af maska fékk ţá í stćrđ sem passar ofursmáum dverg eđa dúkku. 

 - Eitt algengnasta svindl í netsölu er ađ varan er ofursmá.  Til ađ mynda ađ sokkar passi ekki á fót heldur tćr. 

  - Foreldrar heilluđust af kodda í risaeđlulíki.  Ţegar til kom var um ađ rćđa venjulegan kodda međ mynd af eđlu. 

 

net - bolur

net - teppinet - skórnet - eplinet - maskarnet - sokkar

net - koddi


Hver er uppáhalds Bítlaplatan?

  Hér til vinstri á bloggsíđunni hef ég stillt upp nýrri skođanakönnun.  Hún mun standa ţangađ til 1000 atkvćđi hafa skilađ sér í hús.  Reynslan hefur ţó kennt ađ línur skýrast strax međ fyrstu 100 - 200 atkvćđum.  Samt.  1000 atkvćđi eru trúverđugri.

  Varast ber ađ taka svona skođanakönnun of hátíđlega.  Ţetta er fyrst og fremst skemmtilegur samkvćmisleikur.  Úrslitin  mćla ekki smekk ţverskurđar af ţjóđfélaginu.  Ţau túlka einungis smekk lesenda bloggsíđunnar.  Ţeir eru ađ uppistöđu til karlmenn komnir af léttasta skeiđi og nokkrar konur á sama aldri.  

  Takiđ endilega ţátt í könnuninni.  Spurt er um uppáhalds Bítlaplötu.  Ekki bestu Bítlaplötu.  Á ţessu er munur.  Pavarotti er betri söngvari en Megas.  Megas er skemmtilegri.   

 

 

 


Hvađ ef...?

  Ef John, Paul,  George og Ringo hefđu aldrei hist vćri margt öđruvísi en ţađ er í dag.  Ekki ađeins tónlistin.  Ţessir fjórmenningar frá Liverpool breyttu mörgu öđru.  Allt frá hártísku til almennra viđhorfa til svo margs.  Sprengikrafturinn lá í liđsheild kvartettsins.  Hvađ hefđi orđiđ um einstaklingana ef ţeir hefđu aldrei hist?

  Fyrsta ályktum um John Lennon gćti veriđ ađ hann hefđi orđiđ myndlistamađur.  Hann var í myndlistaskóla.  Fyrri eiginkona hans og barnsmóđir,  Cynthia,  var skólasystir hans í myndlistaskólanum.  John var efnilegur myndlistamađur.  Hinsvegar lauk hann aldrei námi í skólanum.  Hann var rekinn úr honum fyrir ítrekuđ agabrot og árekstra viđ bćđi kennara og samnemendur.  Ţađ einkenndi einnig grunnskólagöngu hans.  Hann átti erfitt međ ađ fylgja reglum,  hafđi ekki reiđistjóornun og var ofbeldismađur.  Ţađ ţurfti sérstakar manngerđir til ađ umbera skapofsaköst hans og ofbeldishneigđ.

  Líklegra er ađ John hefđi orđiđ rithöfundur.  Hann skrifađi frábćrlega fyndnar og frumlegar smásögur sem voru gefnar út í bókarformi.  Ţorsteinn Eggertsson ţýddi sumar ţeirra og birti í dagblađinu Tímanum.  Mikiđ vćri gaman ef hann ţýddi ţćr allar og gćfi út á íslensku í heilu lagi.  

  Sem tónlistarmađur hefđi John ekki náđ langt án Pauls,  Georges og Ringos.  Hann stofnađi hljómsveitina The Quarrymen sem varđ undanfari Bítlanna.  Ţó ađ ţetta vćri hans hljómsveit,  sem söngvara og allsráđandi,  ţá tókst ekki betur til en svo ađ hann spilađi banjóhljóma á gítarinn.   Báđir foreldrar hans voru banjóleikarar og spiluđu ađ auki á ukoleli.  Mamma hans var einnig píanóleikari.  Pabbi hans var söngvari og lagahöfundur.  John var međ tónlistargen í blóđinu.  Án Pauls hefđu ţau gen ađeins gert John ađ glamrara og gutlara í hljóđfćraleik og söng.  Eins og foreldrana.  

  Hljómsveitin The Quarrymen er starfandi enn í dag.  En er ekki ađ skora hátt.  Fjarri ţví góđ hljómsveit.  Nćstum 70 árum síđar stenst hún ekki samanburđ viđ frumútgáfu af Bítlunum međ John,  Paul og George innanborđs.  Ţađ er hrópandi munur á "karakterunum" í músíkinni.

.  Vegna skapofsa Johns og ofbeldishneigđar er lílegt ađ hann hefđi skrifađ sínar frábćru smásögur í fangelsi. 

   Ţegar Paul kynntist John var hann á leiđ í háskólanám í lćknisfrćđi og ensku.  John stillti honum upp viđ vegg:  Annađ hvort velur ţú skólann eđa The Quarrymen.  Ţađ er ekkert bćđi.  Bara annađ hvort.  Paul valdi rétt.  Ef hann hefđi valiđ annađ hefđi hann orđiđ gutlari á pöbbum eins og pabbi sinn.  

  George var byrjađur ađ spila međ Bítlunum ţegar hann skráđi sig í nám sem ratvirki.  George drepleiddist námiđ.  Kolféll á fyrsta prófi. Erfitt er ađ reikna út hvađ hann hefđi tekiđ sér fyrir hendur án Bítlanna.  Sjálfur giskađi hann á garđyrkju eđa grćnmetisveitingastađ.  Veitingastađurinn hefđi ekki komiđ til fyrr en á seinni feril Bítlanna.          

    John Lennon sagđi eitt sinn ađ Ringo vćri eini Bítillinn sem hefđi "meikađ ţađ" án Bítlanna.  Hann hefđi gert ţađ gott sem trommari en ennfremur orđiđ góđur kvikmyndaleikari.  Hann var í góđum málum sem trommari í vinsćlli hljómsveit í Liverpool,  áđur en hann gekk til liđs viđ Bítlana.  Hann tók niđur fyrir sig međ ţví.  En honum ţótti Bítlarnir svo brjálćđislega skemmtilegir ađ hann lét slag standa.  Sá aldrei eftir ţví.  Hann var eini Bítillinn sem John lamdi aldrei.  Eru ţá fyrsti bassalerikari Bítlanna,  Stu,  og trommuleikari The Quarrymen međtaldir,  svo og Cynthia. 

 


Fyndin dýr

  Mörg dýr hafa persónuleika.  Ekki síđur en mannfólkiđ.  Hér eru ljósmyndir sem sanna ţađ. 

fyndin dýr sfyndin dýr bfyndin dýr cfyndin dýr dfyndin dýr ffyndin dýr gfyndin dýr ifyndin dýr jfyndin dýr kfyndin dýr lfyndin dýr mfyndin dýr nfyndin dýr ofyndin dýr pfyndin dýr q


Uppáhalds tónlistarstílar

Fyrir nokkru efndi ég á ţessum vettvangi - minni bloggsíđu - til skođanakönnunar um uppáhalds tónlistarstíla lesenda.  Ţetta er ekki skođanakönnun sem mćlir músíksmekk almennings - vel ađ merkja.  Einungis músíksmekk lesenda bloggsíđunnar.  Niđurstađan speglar ađ lesendur séu komnir af léttasta skeiđi eđa ţar í grennd.  Ţađ gerir könnunina áhugaverđari fyrir minn smekk.  Mér kemur ekkert viđ hvađa músík börn og unglingar ađhyllast. 

  Nú hafa 1000 atkvćđi skilađ sér í hús.  Stöđuna má sjá hér til vinstri á síđunni.  Niđurstađan kemur ađ mörgu leyti á óvart.  Og ţó.  Hún er ţessi:

1. Ţungarokk 16.1%

2. Djass 15.5%

3. Pönk/nýbylgja 15%

4.  Reggae (world music)  13,2%

5.  Ţjóđlagatónlist (órafmögnuđ)  10,8%

6.  Blús  7,6%

 

7  Rapp/hipp-hopp  6,2%

8  Skallapopp/píkupopp  6,1%

9  Sítt ađ aftan/80´s  5,8%

10  Kántrý  3,8%

  


Reglur eru reglur

  Stundum á ég erindi í pósthús.  Oftast vegna ţess ađ ég er ađ senda eitthvađ áhugavert út á land.  Landsbyggđin ţarf á mörgu ađ halda.  Ég styđ ţjónustu viđ hana.  Enda er ég dreifbýlistútta úr Skagafirđi.  Margt ţykir mér skrýtiđ,  svo skilningssljór sem ég er.  Ekki síst ţegar eitthvađ hefur međ tölvur ađ gera. 

  Ţegar pakki er sendur út á land ţarf ađ fylla út í tölvu fylgibréf.  Ţar ţarf í tvígang ađ skrá inn póstnúmer sendanda og póstnúmer viđtakanda.  Ţegar allt hefur veriđ skráđ samviskusamlega ţarf ađ prenta ţađ út á pappír,  klippa hann niđur og líma yfir međ ţykku límbandi.  Ódýrara og handhćgara vćri ađ prenta ţađ út á límmiđa.  

  Á dögunum var ég ađ senda vörur til verslunarkeđju út á landi.  Ég kann kennitölu ţess utanbókar.  En í ţetta sinn komu elliglöp í veg fyrir ađ ég myndi kennitöluna.  Ég bađ afgreiđslumann um ađ fletta kennitölunni upp fyrir mig.  Hann neitađi.  Sagđi sér vera óheimilt ađ gefa upp kennitölur.  Ţađ vćri brot á persónuvernd. 

  Viđ hliđ hans var tölva sem ég hafđi ađgang ađ til ađ fylla út fylgibréf.  Sem ég og gerđi.  Ţetta var spurning um hálfa mínútu eđa svo.  Ég spurđi hver vćri munurinn á ţví ađ ég fletti upp fyrir framan hann kennitölu eđa hann gerđi ţađ.  Svariđ var:  Ţú ert í rétti til ţess en ekki ég. 

  Já,  reglur eru reglur. 


Hártískan

  Tískan er harđur húsbóndi.  Ekki síst hártískan.  Oft veldur lítil ţúfa ţungu hlassi.  Eins og ţegar fjórir guttar í Liverpool tóku upp á ţví ađ greiđa háriđ fram á enni og láta ţađ vaxa yfir eyrun á fyrri hluta sjöunda áratugarins (6-unni).  Ţetta kallađist bítlahár.  Ţađ fór eins og eldur um sinu um heimsbyggđina.  Svo leyfđu ţeir hárinu ađ síkka.  Síđa háriđ varđ einkenni ungra manna.  Svo sítt ađ ţađ óx niđur á bak og var skipt í miđju. 

  Löngu síđar komu til sögunnar ađrar hártískur.  Svo sem pönkara hanakambur og ţar á eftir "sítt ađ aftan". 

  Margt af ţví sem um hríđ ţótti flottast í hártísku hefur elst mis vel.  Skođum nokkur dćmi:

hártískan 1hártískan 2hártískan 3hártískan 4 sítt ađ aftanhártískan 5 heysátahártískan 6 uppsett frá ennihártískan 8 - kústur      


Söluhrun - tekjutap

 

 Sala á geisladiskum hefur hruniđ,  bćđi hérlendis og erlendis.  Sala á geisladiskum hérlendis var 2019 ađeins 3,5% af sölunni tíu árum áđur.   Sala á tónlist hefur ţó ekki dalađ.  Hún hefur ađ stćrstum hluta fćrst yfir á netiđ.  

  98% af streymdri músík á Íslandi kemur frá sćnska netfyrirtćkinu Spotify.  Alveg merkilegt hvađ litla fámenna 10 milljón manna ţorp,  Svíţjóđ,  er stórtćkt á heimsmarkađi í tónlist.

  Tćpur ţriđjungur Íslendinga er međ áskrift ađ Spotify.  Ţar fyrir utan er hćgt ađ spila músík ókeypis á Spotify.  Ţá er hún í lélegri hljómgćđum.  Jafnframt trufluđ međ auglýsingum. 

  Annar stór vettvangur til ađ spila ókeypis tónlist á netinu er youtube.com.  Ţar eru hljómgćđi allavega.    

  Höfundargreiđslur til rétthafa eru rýrar.  Ţađ er ókostur.  Ţetta ţarf ađ laga.  

  Ókeypis músík hefur lengst af veriđ stórt dćmi.  Ég var í barnaskóla á Hólum í Hjaltadal á sjöunda áratugnum (6-unni).  Ţar var líka Bćndaskóli.  Nemendur í honum áttu svokölluđ real-to-real segulbandstćki.  Einn keypti plötu og hinir kóperuđu hana yfir á segulbandiđ sitt.

  Nokkru síđar komu á markađ lítiđ kassettusegulbandstćki.  Flest ungmenni eignuđust svoleiđis.   Einn kosturinn viđ ţau var ađ hćgt var ađ hljóđrita ókeypis músík úr útvarpinu.  Ţađ gerđu ungmenni grimmt.  

  Međ kassettunni varđ til fyrirbćriđ "blandspólan".  Ástríđufullir músíkunnendur skiptust á safnspólum.  Ţannig kynntu ţeir fyrir hver öđrum nýja spennandi músík.  Síđar tóku skrifađir geisladiskar viđ ţví hlutverki. 

  Sumir rétthafar tónlistar skilgreina ókeypis tónlistarspilun sem tekjumissi.  Ţađ er rétt ađ sumu leyti.  Ekki öllu.   Ţegar ég heyrđi nemendur Bćndaskólans á Hólum blasta Bítlaplötum ţá blossađi upp löngun í Bítlaplötur.  Sem ég síđar keypti.  Allar.  Fyrst á vinyl.  Svo á geisla. 

  Ég veit ekki hvađ litla kassettutćkiđ sem hljóđritađi lög úr útvarpinu skilađi kaupum á mörgum plötum.  Ţćr voru margar.  Sem og blandspólurnar. 

  Stór hluti ţeirra sem spilar músík á Spotify og youtube.com kynnist ţar músík sem síđar leiđir til plötukaupa.  Eđa mćtingu á hljómleika flytjenda.  Á móti kemur ađ mörg lög sem menn spila á Spotify og youtube.com hefđi hlustandinn aldrei keypt á plötu.  Fólk tékkar á ótal lögum og flytjendum án ţess ađ heillast af öllu.  Ţess vegna er rangt ađ reiknađ tap á höfundargreiđslum sé alfariđ vegna spilunar á öllum lögum.   

  Netveiturnar hafa ekki drepiđ tónlist í föstu formi.  Vinyllinn er í stórsókn.  Svo brattri ađ hérlendis hefur sala á honum átjánfaldast á níu árum.  Sér ţar hvergi lát á. 

rpm    

   


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband