Skemmtileg firmanöfn

  Það eru fleiri sem leggja metnað upp úr skemmtilegum nöfnum en MS og VR.  Fyrirtæki sem býður upp á háþrýstiþvott heitir Allt af.  Fyrir nokkrum árum var starfandi skiltagerðarfyrirtæki sem hét Undur og stór merki

  Skrýtnari voru nöfn sem auglýsingastofur tóku upp þegar kapphlaup hófst á milli þeirra um að bjóða upp á hraðþjónustu.  Fyrst í þessari röð var stofan Eftir korter.  Næst kom stofan Eftir augnablik.  Síðan var það Rétt strax.  Því næst stofan Núna strax.  Sú síðasta í þessari röð trompaði hinar með nafninu Strax í gær.      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er með tillögur að nafni á lágvöruverslanir:  Skítur og kanell eða Skítur á priki.  

Gæludýrabúðin: Dýrabúðin myndi sennilega ekki fá hljómgrunn.  Það er þó fátt sem jafnast á við VR og MS. 

Jón Steinar Ragnarsson, 27.3.2007 kl. 17:50

2 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Enda held ég að auglýsingastofan "Komdu á morgun" hafi tekið þessar stofur til fyrirmyndar :-)

Kristján Kristjánsson, 27.3.2007 kl. 18:16

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eða frystihús sem kallaði sig " Éttu það sem úti frýs" hehehehehe..

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2007 kl. 18:59

4 Smámynd: Jens Guð

Ég gleymdi auglýsingastofunni Komdu á morgun.  Takk fyrir að minna mig á hana.  Það var hún sem var fyrsta hraðþjónustan.  Síðan kom í samkeppni við hana stofan Eftir korter

Jens Guð, 27.3.2007 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband