Fćrsluflokkur: Menning og listir

Bítlasynir taka höndum saman

  Ţađ hefur ýmsa kosti ađ eiga frćga og dáđa foreldra.  Ţví miđur hefur ţađ einnig ókosti.  Međal kosta er ađ börnin eiga greiđan ađgang ađ fjölmiđum.  Kastljósiđ er á ţeim.  Af ókostum má nefna ađ barniđ verđur alltaf boriđ saman viđ ţađ allra besta sem eftir foreldra liggur.  Ţetta hafa synir Bítlanna sannreynt.  

  Til samans hafa synirnir spilađ og sungiđ inn á um tvo tugi platna.  Ţćr standast ekki samanburđ viđ Bítlana.  Og ţó.  Sonur Ringos,  Zak,  er virkilega góđur trommari.  Hann hefur međal annars spilađ međ Oasis og Who.  

  Nú feta Sean Lennon og James McCartney nýja leiđ.  James hefur sent frá sér lag, "Primrose Hill", sem hann samdi og flytur međ Sean.  Lagiđ er Bítla-Lennon-legt.  Ţađ hefđi veriđ bođlegt sem B-hliđ á Bítlasmáskífu en varla ratađ inn á stóra Bítlaplötu.  Ţví síđur toppađ vinsćldalista. Hinsvegar hefđi sterk laglína og flottur texti hjálpađ.   

  


Örstutt og snaggaralegt leikrit um handriđ

  Persónur og leikendur: 

Miđaldra kvenforstjóri

Álappalegur unglingspiltur

----------------------------------------------------------------------------------

Forstjórinn (horfir í forundran á piltinn baslast viđ ađ koma stóru handriđi inn á gólf)  Hvađ er í gangi?

Piltur:  Ég fann gott handriđ!

Forstjórinn:  Til hvers?

Piltur:  Ţú sagđir á föstudaginn ađ okkur vanti gott handriđ.  Ég leitađi ađ svoleiđis alla helgina og fann ţetta í nćstu götu.

Forstjórinn:  Ég hef aldrei talađ um handriđ.

Piltur:  Jú. ţú sagđir ađ okkur vanti gott handriđ til ađ taka ţátt í jólabókaflóđinu í haust.

Forstjórinn:  Ég sagđi handrit;  ađ okkur vanti gott handrit!

Tjaldiđ fellur.

handriđ

 

 


Kennaramorđ

  Sex ára frćnka mín hóf nám í grunnskólanum.  Hún hefur sterkt og afskaplega ríkt hugmyndaflug.  Í hennar huga stćkka hlutirnir og verđa sveipađir ótrúlegasta ćvintýraljóma.  

  Í ađdraganda skólagöngunnar viđurkenndi pabbi hennar ađ hann hafi stundum veriđ óţekkur í skólanum.  Hann hafi lent í útistöđum viđ kennarann.  Stelpan rak upp stór augu.  Svo kom skólasystir hennar í heimsókn.  Ţćr spjölluđu um skólann.  Pabbanum var illa brugđiđ er hann heyrđi dótturina einlćga og alvörugefna segja:  "Pabbi var rosalega óţekkur í skóla.  Hann steindrap kennarann!" 

 

   


Ánćgjuleg kvikmynd

  -  Titill:  BOB MARLEY: One Love

  -  Einkunn:  **** (af 5)

  Bob Marley ólst upp í mikilli fátćkt á Jamaica.  Hann vann sig upp í ađ verđa skćrasta,  stćrsta og í raun eina ofurtónlistarstjarna ţriđja heimsins.  Súperstjarna ofarlega á lista yfir merkustu tónlistarmenn sögunnar. Kvikmynd um 36 ára ćvi hans var fyrir löngu tímabćr.

  Kvikmyndin stendur undir vćntingum.  Í og međ vegna ţess ađ músíkin er yndisleg.  Hljóđheimur (sánd) Kringlubíós er frábćr.  Sérlega skilar hann bassagítar flottum.

  Einstaka sena er allt ađ ţví full róleg.  Ţannig er ţađ međ myndir sem byggja á raunverulegum söguţrćđi.  Enski leikarinn Kingslay Deb-Adir túlkar Marley.  Hann er ágćtur.  Honum tekst ţó ekki fullkomlega ađ fanga sjarma Bobs.  Ţađ er ómöguleiki.     

  Blessunarlega upphefur myndin Bob ekki sem breyska guđlega veru.  Né heldur ofhleđur hana međ rasta-trúarbrögđum hans.  Sem samt voru stór ţáttur í lífi hans.  

  Margt má segja um myndina gott og misgott.  Eftir stendur ađ ág mćli međ henni sem skrepp í kvikmyndahús og upplifa "feel good").

marley     

 


Áfall!

  Ég verđ seint sakađur um ađ horfa of mikiđ og of lengi á sjónvarp.  Síst af öllu ađ horfa á línulaga dagskrá.  Ţess í stađ fletti ég upp á dagskrá Rúv á heimasíđu ţess og hlera hvort ţar hafi veriđ sýnt eitthvađ áhugavert.  Ég er ekki međ neina keypta áskrift.  

    Í gćr fletti ég upp á endursýndri spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur.  Ţađ er fróđlegt og skemmtilegt sjónvarp.  Í kjölfariđ birtist óvćnt Hemmi Gunn á skjánum.  Mér var illa brugđiđ.  Gleđipinninn féll frá fyrir 11 árum.  Ţetta var áfall.  Mér skilst ađ Sjónvarpiđ hafi hvorki varađ ćttingja hans né vini viđ.  Ţetta var svakalegt.

  Viđ nánari könnun kom í ljós ađ um var ađ rćđa endursýningu á gömlum skemmtiţćtti,  Á tali hjá Hemma Gunn. Sem betur fer var tali sjónvarpsstjörnunnar ekki breytt međ gervigreind.  Ţađ var lán í óláni.

  Ég vara viđkvćma viđ ađ "skrolla" lengra niđur ţessa bloggsíđu.  Fyrir neđan eru nefnilega myndir af Hemma.

Hemmi_Gunnhemmi_gunn..


Óvćnt og ferskt stílbragđ Rúv

  Löng hefđ er fyrir ţví ađ viđurkenningarskjöl,  meistarabréf og fleira af ţví tagi séu virđuleg og vegleg.  Einkum er nafn handhafa plaggsins sem glćsilegast.  Oft skrautskrifađ.  Tilefniđ kallar á ađ reisn sé yfir verkinu.  Enda algengt ađ ţađ sé innrammađ og prýđi veggi.  

  Í fésbókarhóp sem kallast Blekbyttur vekur Árni Sigurđsson athygli á nýstárlegri framsetningu Rúv á viđurkenningarskjali.  Ţar eru fréttamenn ársins heiđrađir.  Skjaliđ sem stađfestir titilinn lćtur lítiđ yfir sér - ef frá er taliđ nafn handhafans.  Ţađ stingur í stúf viđ tilefniđ;  er krotađ međ hrafnasparki líkt og eftir smábarn ađ krota međ kúlupenna.

  Međ uppátćkinu fer Rúv inn á nýjar brautir.  Út af fyrir sig er metnađur í ţví.  Einhver kallađi ţennan nýja stíl "pönk".  Munurinn er ţó sá ađ pönk er "kúl".

viđurkenningarskjal

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Frábćr bók

 - Titill:  Born to Run - Sjálfsćvisaga

 - Höfundur:  Bruce Springsteen

 - Ţýđandi:  Magnús Ţór Hafsteinsson

 - Útgefandi:  Ugla

 - Einkunn:  *****

  Bandaríski tónlistarmađurinn Bruce Springsteen er einn af ţeim stćrstu í rokksögunni.  Hann hefur selt 150 milljónir platna;  margsinnis toppađ vinsćldalista um allan heim;  hlotiđ fjölda verđlauna.  Ţar af 20 Grammy.  Um hann hafa veriđ skrifađir tugir bóka.  Ţessi sem hér um rćđir hefur ţá sérstöđu ađ vera sjálfsćvisaga hans.

  Bruce ólst upp viđ fátćkt og basl í New Jersey.  Til ađ mynda var ekki heitt vatn á ćskuheimili hans.  Pabbinn var alki sem hélst illa í vinnu.   

  Bruce er mađur orđsins.  Söngtextar hans eru međ ţeim bestu í dćgurlagaheimi.  Hann er pennafćr.  Skrifar beinskeyttan auđlćsan texta og stutt í ljóđrćnan blć.  Yrkisefniđ er jafnan örlög alţýđufólks.  Ţar á međal jafnaldrana sem hann ólst upp međ.  

  Alţýđurokkarinn reynir hvergi ađ fegra sig.  Hann er hreinn og beinn.  Kann best viđ sig í gallabuxum og vinnuskyrtu.  En á ţađ líka til ađ klćđast fínum fötum og aka um á dýrum bílum.  Hann hefur átt sína táradali jafnt sem hamingjustundir.  Vegna ţess hvađ hann geislar af gleđi á hljómleikum vakti undrun er hann fór ađ tjá sig um ţunglyndi fyrir nokkrum árum.  Ţeim hremmingum gerir hann góđ skil.   

  Lesandinn ţarf ekki ađ ţekkja tónlist Brúsa til ađ njóta bókarinnar.  Fyrir ađdáendur er hún gullnáma,   hnausţykk,  670 ţéttskrifađar blađsíđur međ litlu letri.  Ţađ tók mig nokkra daga ađ lesa hana.  Ţeim var vel variđ.  Jólagjöfin í ár!

  Ţýđing Magnúsar Ţórs Hafsteinssonar er vönduđ og góđ.

bruce


Jólagjöfin í ár!

  Út er komin meiriháttar svakaleg bók,  Born to Run - Sjálfsćvisaga.  Í henni segir rokkgođsögnin Bruce Springsteen sögu sína og hljómsveitarinnar E Street Band.  Ég er kominn međ bókina í hendur og byrjađur ađ lesa.  Ţađ er ekkert áhlaupaverk.  Hún er hnausţykkur dođrantur,  hátt í 700 blađsíđur.  Ţćr eru ţétt skrifađar međ frekar smáu letri.  Ţýđandi er Magnús Ţór Hafsteinsson,  ţekktur fyrir góđar og vandađar ţýđingar.

  Ég sé í hendi mér ađ bókin er ekki lesin á einu kvöldi.  Ţetta er margra daga lestur;  margra daga skemmtun.  Ég geri betur grein fyrir henni ađ lestri loknum. 

bruce

 


Smá smásaga

  Í vor fćddist stór og myndarlegur drengur.  Honum var gefiđ nafniđ Jónas.  Hann var 1,90 á hćđ og ţrekvaxinn eftir ţví.  Stćrđin er ekki hiđ eina einkennilega viđ strákinn.  Aldur hans vekur undrun.  Hann fćddist 27 ára.

  Fćđingar eru svo sem af ýmsu tagi.  Kona nokkur fćddi frosk.  Önnur eignađist eingetiđ barn.  Sumir eiga erfitt međ ađ trúa ţessu.  Jónas fćddisst 2023.  Samt er kennitala hans 080596.  Hann er jafn gamall og Janis Joplin, Jim Morrison,  Jimi Hendrix og Brian Jones voru er ţau féllu frá.  Öll međ J sem upphafsstaf í fornafni eđa eftirnafni.  Eđa hvorutveggja.  Kurt Cobain er undantekning af ţví ađ hann féll fyrir eigin hendi.  Upphafsstafur hans er nćsti stafur á eftir J.

  Jónas hefur lokiđ námi í lögfrćđi.  Prófskírteini hans vottar ţađ.  Einkunnirnar eru frekar lélegar. 

  Ţrátt fyrir stćrđina hefur hann engan skugga.  Sama hvort ljós,  sól eđa önnur birta fellur á hann.  Kannski er hann bara skugginn af sjálfum sér. 

shadow


Furđuvísa

  Í kjölfar Hamraborgarhátíđar,  Menningarnćtur Reykjavíkur og Danskra daga í Stykkishólmi rann á mig ósjálfráđ skáldagyđja.  Áđur en ég vissi af hrökk upp úr mér furđuleg vísa.  Ég botna hvorki upp né niđur í henni.  Inn í bulliđ blandađist óvćnt nafn á 56 ára Bítlalagi af plötunni "Sgt. Peppers...".  Ég kannast ekki viđ bragfrćđina.  Kannski er hún útlend.  Fyrsta orđ í annarri línu í báđum hendingum er ţađ sama.  Líka fyrsta orđ í ţriđju línu.   

  Málhaltir hundar sátu á grindverki.

Ţeir sleiktu í sig sólskiniđ af frímerki.

  Forstjórinn stóđ ţar hjá og glotti viđ fót.

Hann heimtađi ađ fá ađ fara á ţorrablót

í maí

eins og Lucy in the Sky.

 

  Hundarnir ţorđu ekki ađ segja neitt.  

Ţeir fóru út í hött eins og yfirleitt.

  Forstjórinn vissi vel ađ hann fengi sitt.

Jafnvel ţó hann ţyrfti ađ gera hitt

í maí

eins og Lucy in the Sky.  

 


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband