Fćrsluflokkur: Menning og listir

Naflaskraut

  Viđ höfum heyrt út undan okkur ađ töluvert sé um ađ ungar konur fái sér naflaskraut.  Ţetta er svo gott sem tískufyrirbćri.  Jafnan eru ţađ nettir "eyrnalokkar" sem fá ađ prýđa naflann.  Ţeir passa samt ekki öllum.  Ţá er ţetta ráđiđ.

naflaskraut


Dvergur étinn í ógáti

  Ţetta gerđist í Norđur-Taílandi.  Dvergur var međ skemmtiatriđi í sirkuss.  Hann sýndi magnađar listir sínar á trampólíni.  Eitt sinn lenti hann skakkt á trampólíninu úr mikilli hćđ.  Hann ţeyttist langt út í vatn.  Nćsta atriđi á dagskrá var ađ flóđhestur í vatninu átti ađ kokgleypa melónu sem var kastađ til hans úr töluverđri fjarlćgđ.  Viđ skvampiđ frá dvergnum ruglađist flóđhesturinn í ríminu.  Hann gleypti dverginn undir dynjandi lófaklappi 2000 áhorfenda.  Ţeir héldu ađ ţetta vćri hápunktur skemmtunarinnar. 

flóđhestur      


Varasamt ađ lesa fyrir háttinn

  Fátt gleđur meira en góđ bók.  Margur bókaormurinn laumast til ađ taka bók međ sér inn í svefnherbergi á kvöldin.  Ţar skríđur hann undir sćng og les sér sitthvađ til gamans og til gagns.  Ţetta hefur löngum veriđ ađferđ til ađ vinda ofan af erli dagsins í lok dags.  Svífa síđan á bleiku skýi inn í draumaheim. 

  Ţetta getur veriđ varasamt á tćkniöld.  Bćkur eru óđum ađ fćrast af pappír yfir í rafrćnt form.  Vandamáliđ er ađ á skjánum glampar blátt ljós svo lítiđ ber á.  Ţađ ruglar líkamsklukkuna.  Ţetta hefur veriđ rannsakađ.  Sá sem les af skjá er lengur ađ falla í svefn en ţeir sem lesa á pappír.  Svefn ţeirra er grynnri og ađ morgni vakna ţeir síđur úthvíldir.

Tómas Tómasson

 

.

 

 

 

 


Međ 19 skordýrategundir í hári og hársverđi

  Um nokkurt skeiđ hefur tíđindum af líki reggí-konungsins,  Bobs Marleys, veriđ póstađ fram og til baka á samfélagsmiđlum.  Ţar er fullyrt ađ viđ líkskođun hafi fundist í hári hans og hársverđi 19 tegundir af skordýrum.  Ađallega lús en einnig köngulóm og fleira.  Samtals töldust dýrin vera 70. 

  Litlu skiptir ţó ađ vísađ sé til ţess ađ um falsfrétt sé ađ rćđa.  Ekkert lát er á dreifingu fréttarinnar.  Ţannig er ţađ almennt međ falsfréttir.  Miklu meiri áhugi er á ţeim en leiđréttingum.

  Bob Marley dó 1981 eftir erfiđa baráttu viđ krabbamein í heila,  lungum og lifur.  Í krabbameinsmeđferđinni missti hann háriđ,  sína fögru og löngu "dredlokka".  Hann lést međ beran skalla.  Ţess vegna voru engin skordýr á honum.  Síst af öllu lús.  Ţar fyrir utan hafđi hann árum saman ţvegiđ hár og hársvörđ reglulega upp úr olíu.  Bćđi til ađ mýkja "dreddana" og til ađ verjast lús.  Hún lifir ekki í olíubornu hári.

  Til gamans má geta ađ Bob Marley var ekki ađeins frábćr tónlistarmađur.  Hann var líka góđmenni.  Ţegar hann samdi lagiđ "No Woman, No Cry" ţá vissi hann ađ ţađ myndi slá í gegn og lifa sígrćnt til frambúđar.  Hann skráđi fótalausan jamaískan kryppling,  Vincent Ford,  fyrir laginu.  Sá hafđi hvergi komiđ ađ gerđ ţess.  Uppátćkiđ var einungis til ţess ađ krypplingurinn fengi árlega ríflegar höfundargreiđslur.  Bob skráđi einnig konu sína,  Ritu Marley,  fyrir nokkrum lögum af sömu ástćđu.  

      

 


Poppstjörnur á góđum aldri

 

  18. febrúar komst japanska myndlista- og tónlistarkonan Yoko Ono á tírćđisaldur.  Ţá var kveikt á friđarsúlunni í Viđey til ađ samfagna međ henni.  43 ár eru síđan hún varđ ekkja Johns Lennons er hann var myrtur úti á götu í New York. Svona er lífiđ.

  Árlega höfum viđ ástćđu til ađ fagna hverju ári sem gćfan fćrir okkur.  Um leiđ gleđst ég yfir yfir hćkkandi aldri poppstjarna barns- og unglingsára minna.  

  Kántrý-útlaginn Willie Nelson kemst á tírđisaldur í apríl.  Ţessi eiga líka afmćli í ár (aldurinn innan sviga): 

  Tína Turner, Grace Slick (Jefferson Airplane) og Ian Hunter (Mott the Hoople) (84)

  Ringo Starr og Smokey Robinson (83)  

  Bob Dylan, Joan Baez, Eric Burdon (Animals), Paul Simon og Neil Diamond (82) 

  Paul McCartney,  Roger McGuinn (Byrds) og Brian Wilson (Beach Boys) (81)

  Mick Jagger,  Keith Richards, Roger Waters (Pink Floyd) og Steve Miller (80) 

  Rod Stewart,  Ray Davies (Kinks), Roger Daltrey (Who) og Carly Simoon (79)

  John Fogerty (Creedence Clearwater Revival),  Debbie Harry (Blondie),  Robert Wyatt,  Neil Young,  Pete Townshend (Who) og Eric Clapton (78)

  Patti Smith,  Linda Ronstadt, Donovan og Dolly Parton (77)

  Arlo Guthrie,  Elton John,  Carlos Santana,  Emmylou Harris,  Joe Walsh og Iggy Pop (76)

  Rober Plant  (Led Zeppelin),  Stevie Nicks (Fleedwood Mac) og Alice Cooper (75)

  Bruce Springsteen og Hugh Cornwell (Stranglers) (74)

  Peter Gabriel,  Stevie Wonder og Billy Joel (73)

 


Hvernig litu rokkstjörnurnar út í dag?

  Í hvađa átt hefđi tónlist Jimi Hendrix ţróast ef hann vćri á lífi í dag?  En Janis Joplin?  Eđa Kurt Cobain?  Ţessum spurningum hefur áhugafólk um tónlist spurt sig í árarađir.  Ţađ hefur boriđ hugmyndir sínar saman viđ hugmyndir annarra.  Ţetta er vinsćlt umrćđuefni á spjallsíđum netsins.

  Önnur áhugaverđ spurning:  Hvernig liti ţetta fólk út ef ţađ vćri sprelllifandi í dag?  Tyrkneskur listamađur telur sig geta svarađ ţví.  Til ţess notar hann gervigreind.  Útkoman er eftirfarandi.  Ţarna má ţekkja John Lennon,  Janis Joplin,  Jimi Hendrixkurt,  Kurt Cobain,  Tupac,  Freddie Mercury og Elvis Presley.

Johnjanisjimi

                                                                                           

I-havefreddieelvis


Hefur eignast lög sín eftir hálfrar aldar illindi og málaferli

  Forsagan er ţessi:  Á sjöunda áratugnum haslađi bandarískur drengur,  Tom Fogerty,  sér völl sem söngvari.  Til undirleiks fékk hann "instrúmental" tríó yngri bróđur síns,  Johns.  Samstarfiđ gekk svo vel ađ Tom og tríóiđ sameinuđust í nýrri hljómsveit sem hlaut nafniđ Creedence Clearwater Revival. 

  Framan af spilađi hún gamla blússlagara í bland viđ frumsamin lög brćđranna.  Í ljós kom ađ John var betri lagahöfundur en stóri bróđir, betri söngvari og gítarleikari.  Ađ auki var hann međ sterkar skođanir á útsetningum og stjórnsamur.  Frábćr söngvari og gítarleikari.  Frábćr lagahöfundur.  Spilađi líka á hljómborđ og saxafón.  

  Tom hrökklađist úr ţví ađ vera ađalkall í ađ vera "ađeins" rythma gítarleikari á kantinum.  Ekki leiđ á löngu uns hann hćtti í hljómsveitinni og hóf lítilfjörlegan sólóferil.  Á međan dćldi CCR út ofursmellum.  Ađ ţví kom ađ hryn-par (bassi, trommur) hennar bar sig aumlega undan ofurríki Johns og var međ ólund.

  Hann bauđ hryn-parinu ađ afgreiđa sín eigin lög á nćstu plötu CCR,  "Mardi Grass".  Ţađ varđ ţeim til háđungar.  

  Í framhaldinu vildi John hefja sólóferil.  En hann var samningsbundinn plötufyrirtćki sem liđsmađur CCR.  Hann reyndi allra leiđa til ađ rifta samningnum.  Án árangurs.  Hryn-pariđ og Tom stóđu ţétt viđ bak plötufyrirtćkisins.  Seint og síđar meir tókst John ađ öđlast frelsi međ ţví ađ framselja til plötufyrirtćkisins höfundarrétt vegna CCR katalógsins.  Ţar međ átti hann ekki lengur sín vinsćlustu lög.  Allar götur síđan hefur hann barist fyrir ţví ađ eignast lögin sín.  Á dögunum upplýsti hann ađ loksins vćri hann orđinn eigandi allra sinna laga eftir langar og strangar lagaflćkjur.     

          


Drottning sveitasöngvanna hellir sér í rokkiđ

  Dolly Parton er stćrsta nafn kántrý-kvenna.  Hún hefur sungiđ og samiđ fjölda sívinsćlla laga.  Nćgir ađ nefna "Jolene",  "9 to 5" og "I will always love you".  Síđast nefnda lagiđ er ţekktara í flutningi Whitney Houston.  Fyrir bragđiđ vita ekki allir ađ höfundurinn er Dolly.

  Á dögunum fagnađi hún 77 ára fćđingardegi.  Ađ ţví tilefni datt henni í hug ađ söđla óvćnt um og hella sér í rokkiđ.  Ekki seinna vćnna.  Hún ćtlar ađ vanda sig viđ umskiptin.  Gćta ţess ađ verđa ekki ađ athlćgi eins og Pat Boone.  Sá sćtabrauđskall reyndi um áriđ ađ endurheimta fyrri vinsćldir međ ţví ađ skella sér í ţungarokk.  Útkoman varđ hamfarapopp.

  Rokkplata Dollyar verđur ekkert ţungarokk.  Hún verđur léttara rokk í bland viđ kraftballöđur.  Ţetta verđa lög á borđ viđ "Satisfaction" (Rolling Stones),  "Purple Rain" (Prince),  "Stairway to heaven" (Led Zeppelin) og "Free Bird" (Lynyrd Skynyrd). 

  Dolly dreifir ábyrgđ yfir á gestasöngvara.  Ţeir eru:  Paul McCartney, John Fogerty (Creedence Clearwater Revival),  Steven Tyler (Aerosmith),  Pink,  Steve Perry (Journey),  Stevie Nicks (Fleetwood Mac), Cher og Brandi Carlili. 

  Vinnuheiti plötunnar er "Rock star". 

 


Hvađ ef?

  Oft er fullyrt ađ Bítlarnir hafi veriđ réttir menn á réttum stađ á réttum tíma.  Ţađ skýri ofurvinsćldir ţeirra.  Velgengni sem á sér ekki hliđstćđu í tónlistarsögunni.  Enn í dag eru ţeir ráđandi stórveldi og fyrirmynd 60 árum eftir ađ ţeir slógu í gegn og 52 árum eftir ađ hljómsveitin snéri upp tánum. 

  Bítlarnir voru EKKI á réttum stađ ţegar ţeir hösluđu sér völl.  Ţeir voru stađsettir í Liverpool sem á ţeim tíma ţótti hallćrislegasta krummaskuđ.  Ţetta var hafnar- og iđnađarborg;  karlar sóttu pöbbinn á kvöldin, rifust, slógust og konur voru lamdar heimafyrir.  Enskuframburđur ţeirra var hlćgilegur.  Ţađ voru ekki forsendur fyrir ţví ađ Liverpool guttar ćttu möguleika á frćgđ og frama.  John Lennon sagđi ađ ţađ hafi veriđ risapólitík ţegar Bítlarnir ákváđu í árdaga ađ halda Liverpool-framburđinum. 

  Spurning um tímasetninguna.  Hún var Bítlunum í hag.  Ţađ var ládeyđa í rokkinu 1963.  Hinsvegar hefđu Bítlarnir sómt sér vel á hátindi rokksins 1955-1958,  innan um Presley, Chuck Berry,  Little Richard,  Jerry Lee Lewis,  Fats Domino og Buddy Holly.  

  Bítlarnir hefđu líka spjarađ sig vel 1965 eđa síđar međ Beach Boys og The Byrds.  

  Ţađ sem skipti ÖLLU máli var ađ Bítlarnir voru réttir menn.  Og rúmlega ţađ.  Ţeir hefđu komiđ, séđ og sigrađ hvar og hvenćr sem er.


Skemmtisögur

 

  Út er komin sjötta bókin í flokknum Skagfirskar skemmtisögur.  Hún er kyrfilega merkt tölunni 6.  Undirtitill er Fjöriđ heldur áfram.

  Eins og fyrri bćkurnar er ţađ blađamađurinn Björn Jóhann Björnsson sem skráir sögurnar.  Ţćr eru á ţriđja hundrađ.  Ţćr er ljómandi fjölbreyttar.  Sumar međ lokahnykk (pönslćn).  Ađrar eru meira lýsing á spaugilegri stemmningu.  Svo eru ţađ stökurnar,  limrurnar og lengri vísur.   

  Ţrátt fyrir ađ sögurnar séu um nafngreinda Skagfirđinga ţá er ekki ţörf á ađ vera Skagfirđingur til ađ skemmta sér vel viđ lesturinn.  Ég er Skagfirđingur og kannast viđ flesta í bókinni.  Ţó ekki alla.  Ég skemmti mér alveg jafn vel viđ lestur um ţá ókunnugu. 

  Hér eru nokkur sýnishorn:

  Ađ loknu stúdentsprófi í MA fór Baldur í guđfrćđi í Háskóla Íslands og lauk ţađan cand. theol. prófi áriđ 1956.  Á háskólaárunum bjó hann á Nýja stúdentagarđinum.  Ţar var ađeins einn sími til afnota fyrir stúdenta, og ţótti ekki vinsćlt ef menn héldu honum mjög lengi,  einkum á annatíma.

  Eitt sinn hafđi síminn veriđ upptekinn dágóđa stund og voru margir farnir ađ bíđa og huga ađ ţví hver vćri ađ tala.  Reyndist ţađ vera Baldur,  en hann bandađi mönnum frá sér og kvađst vera ađ tala í landsímann.  Vissu menn ţá ađ hann var ađ tala viđ föđur sinn,  Vilhelm símstöđvarstjóra.  Ţurfti Baldur ţví ekki ađ hafa miklar áhyggjur af kostnađi viđ lengd símtalsins.

  Öđru hverju opnuđu samnemendur Baldurs dyrnar á símklefanum,  en heyrđu ađeins mas um einskis verđa hluti og ţar kom ađ einhver spurđi Baldur hvort hann vćri ekki ađ verđa búinn.

  "," svarađi Baldur,  "ég er ađ koma mér ađ efninu."  Og í ţví ađ dyrnar á klefanum lokuđust heyrđist Hofsósingurinn segja:

  "En án gamans, er amma dauđ?"

  Jón Kristjánsson, fv. ráđherra og ţingmađur Framsóknarflokksins,  er alinn upp í Óslandshlíđinni.  Ungur ađ árum,  líklega 16 ára,  var hann ađ koma af balli á félagsheimili ţeirra sveitunga,  Hlíđarhúsinu.  Fékk hann far út á Krók međ Gísla í Ţúfum og Árna Rögnvalds.  Var létt yfir mannskapnum og gekk flaska á milli.  Árni var undir stýri og heyrđi Jón ţá margar sögurnar fjúka milli hans og Gísla.

  Ein sagan hjá Árna var af ónefndum blađamanni sem kom á elliheimili til ađ taka viđtal viđ 100 ára konu.  Var hún m.a. spurđ hvađ hún hefđi veriđ gömul er hún hćtti ađ hafa löngun til karlmanns.  Ţá mun sú gamla hafa svarađ: 

  "Ţú verđur ađ spyrja einhverja eldri en mig!"

  Guddi var alltaf eldsnöggur til svars og ţurfti aldrei ađ hugsa sig um.  Um miđjan áttunda áratuginn kom hann sem oftar í heimsókn í Hrafnhól í Hjaltadal.  Ţetta var ađ vori til.  Guđmundur bóndi var ađ stinga út úr fjárhúsunum.  Guddi greip gaffal og bar hnausana út.  Hann keđjureykti en lét ţađ ekki trufla sig viđ vinnuna,  sígaretturnar löfđu í tannlausum gómnum.  Ungur drengur varđ vitni ađ hamaganginum og spurđi: 

  "Hvers vegna reykir ţú svona mikiđ,  Guddi?"

  Hann svarađi um hćl:

  "Ţeir sem vinna mikiđ ţurfa ađ reykja mikiđ!"

  Eitt sinn bar gest ađ garđi á Silfrastöđum,  sem spurđi Steingrím frétta á bćjarhlađinu.  Hann var ţá međ eitthvađ af vinnufólki,  enda hafa Silfrastađir jafnan veriđ stórbýli. 

  "Ja,  ţađ drapst hér kerling í nótt,"  svarađi Steingrímur viđ gestinn,  og bćtti viđ:  "Og önnur fer bráđum."

  Margir áttu leiđ í Búnađarbankann til Ragnars Pálssonar útibússtjóra,  ţeirra á međal Helgi Dagur Gunnarsson.  Eitt sinn hafđi hann veriđ í gleđskap og ţokkalega vel klćddur mćtti hann í bankann og bađ Ragnar um lán.  Ragnar sagđist ekki sjá ástćđu til ađ lána mönnum,  sem klćddust jakkafötum á vinnudegi!  Helgi sagđi ástćđu fyrir ţví.

  "Sko," sagđi hann,  "ég er svo blankur ađ ég á ekki fyrir gallabuxum og ţetta er ţađ eina sem ég á eftir."

  Ragnar tók ţessa skýringu góđa og gilda.  Helgi fékk lániđ og daginn eftir mćtti hann til Ragnars í gallabuxum sem hann hafđi keypt sér!"

  Mađur einn á Króknum fór í verslunina Gránu í hverri viku og keypti yfirleitt ţađ sama í hvert skipti af helstu nauđsynjum.  Í Gránu voru vörurnar keyptar "yfir borđiđ" og fólk lagđi inn lista eđa sagđi afgreiđslufólkinu hvađ ţađ vanhagađi um.  Sagan segir ađ hér hafi Jón Björnsson veriđ á ferđ,  kallađur Jón kippur,  en ţađ hefur ekki fengist stađfest.  Einn daginn tók afgreiđslukona hjá Kaupfélaginu eftir ţví ađ mađurinn bađ um tvćr klósettrúllur,  en yfirleitt hafđi hann bara beđiđ um eina.  "Stendur eitthvađ til?"  spurđi konan og mađurinn svarađi: 

  "Ég ákvađ ađ gera vel viđ mig í ţetta skiptiđ!" 

 

Skagfirskar-6


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband