Fćrsluflokkur: Menning og listir

Ánćgjuleg kvikmynd

  -  Titill:  BOB MARLEY: One Love

  -  Einkunn:  **** (af 5)

  Bob Marley ólst upp í mikilli fátćkt á Jamaica.  Hann vann sig upp í ađ verđa skćrasta,  stćrsta og í raun eina ofurtónlistarstjarna ţriđja heimsins.  Súperstjarna ofarlega á lista yfir merkustu tónlistarmenn sögunnar. Kvikmynd um 36 ára ćvi hans var fyrir löngu tímabćr.

  Kvikmyndin stendur undir vćntingum.  Í og međ vegna ţess ađ músíkin er yndisleg.  Hljóđheimur (sánd) Kringlubíós er frábćr.  Sérlega skilar hann bassagítar flottum.

  Einstaka sena er allt ađ ţví full róleg.  Ţannig er ţađ međ myndir sem byggja á raunverulegum söguţrćđi.  Enski leikarinn Kingslay Deb-Adir túlkar Marley.  Hann er ágćtur.  Honum tekst ţó ekki fullkomlega ađ fanga sjarma Bobs.  Ţađ er ómöguleiki.     

  Blessunarlega upphefur myndin Bob ekki sem breyska guđlega veru.  Né heldur ofhleđur hana međ rasta-trúarbrögđum hans.  Sem samt voru stór ţáttur í lífi hans.  

  Margt má segja um myndisna gott og misgott.  Eftir stendur ađ ág mćli međ henni sem skrepp í kvikmyndahús og upplifa "feel good").

marley     

 


Áfall!

  Ég verđ seint sakađur um ađ horfa of mikiđ og of lengi á sjónvarp.  Síst af öllu ađ horfa á línulaga dagskrá.  Ţess í stađ fletti ég upp á dagskrá Rúv á heimasíđu ţess og hlera hvort ţar hafi veriđ sýnt eitthvađ áhugavert.  Ég er ekki međ neina keypta áskrift.  

    Í gćr fletti ég upp á endursýndri spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur.  Ţađ er fróđlegt og skemmtilegt sjónvarp.  Í kjölfariđ birtist óvćnt Hemmi Gunn á skjánum.  Mér var illa brugđiđ.  Gleđipinninn féll frá fyrir 11 árum.  Ţetta var áfall.  Mér skilst ađ Sjónvarpiđ hafi hvorki varađ ćttingja hans né vini viđ.  Ţetta var svakalegt.

  Viđ nánari könnun kom í ljós ađ um var ađ rćđa endursýningu á gömlum skemmtiţćtti,  Á tali hjá Hemma Gunn. Sem betur fer var tali sjónvarpsstjörnunnar ekki breytt međ gervigreind.  Ţađ var lán í óláni.

  Ég vara viđkvćma viđ ađ "skrolla" lengra niđur ţessa bloggsíđu.  Fyrir neđan eru nefnilega myndir af Hemma.

Hemmi_Gunnhemmi_gunn..


Óvćnt og ferskt stílbragđ Rúv

  Löng hefđ er fyrir ţví ađ viđurkenningarskjöl,  meistarabréf og fleira af ţví tagi séu virđuleg og vegleg.  Einkum er nafn handhafa plaggsins sem glćsilegast.  Oft skrautskrifađ.  Tilefniđ kallar á ađ reisn sé yfir verkinu.  Enda algengt ađ ţađ sé innrammađ og prýđi veggi.  

  Í fésbókarhóp sem kallast Blekbyttur vekur Árni Sigurđsson athygli á nýstárlegri framsetningu Rúv á viđurkenningarskjali.  Ţar eru fréttamenn ársins heiđrađir.  Skjaliđ sem stađfestir titilinn lćtur lítiđ yfir sér - ef frá er taliđ nafn handhafans.  Ţađ stingur í stúf viđ tilefniđ;  er krotađ međ hrafnasparki líkt og eftir smábarn ađ krota međ kúlupenna.

  Međ uppátćkinu fer Rúv inn á nýjar brautir.  Út af fyrir sig er metnađur í ţví.  Einhver kallađi ţennan nýja stíl "pönk".  Munurinn er ţó sá ađ pönk er "kúl".

viđurkenningarskjal

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Frábćr bók

 - Titill:  Born to Run - Sjálfsćvisaga

 - Höfundur:  Bruce Springsteen

 - Ţýđandi:  Magnús Ţór Hafsteinsson

 - Útgefandi:  Ugla

 - Einkunn:  *****

  Bandaríski tónlistarmađurinn Bruce Springsteen er einn af ţeim stćrstu í rokksögunni.  Hann hefur selt 150 milljónir platna;  margsinnis toppađ vinsćldalista um allan heim;  hlotiđ fjölda verđlauna.  Ţar af 20 Grammy.  Um hann hafa veriđ skrifađir tugir bóka.  Ţessi sem hér um rćđir hefur ţá sérstöđu ađ vera sjálfsćvisaga hans.

  Bruce ólst upp viđ fátćkt og basl í New Jersey.  Til ađ mynda var ekki heitt vatn á ćskuheimili hans.  Pabbinn var alki sem hélst illa í vinnu.   

  Bruce er mađur orđsins.  Söngtextar hans eru međ ţeim bestu í dćgurlagaheimi.  Hann er pennafćr.  Skrifar beinskeyttan auđlćsan texta og stutt í ljóđrćnan blć.  Yrkisefniđ er jafnan örlög alţýđufólks.  Ţar á međal jafnaldrana sem hann ólst upp međ.  

  Alţýđurokkarinn reynir hvergi ađ fegra sig.  Hann er hreinn og beinn.  Kann best viđ sig í gallabuxum og vinnuskyrtu.  En á ţađ líka til ađ klćđast fínum fötum og aka um á dýrum bílum.  Hann hefur átt sína táradali jafnt sem hamingjustundir.  Vegna ţess hvađ hann geislar af gleđi á hljómleikum vakti undrun er hann fór ađ tjá sig um ţunglyndi fyrir nokkrum árum.  Ţeim hremmingum gerir hann góđ skil.   

  Lesandinn ţarf ekki ađ ţekkja tónlist Brúsa til ađ njóta bókarinnar.  Fyrir ađdáendur er hún gullnáma,   hnausţykk,  670 ţéttskrifađar blađsíđur međ litlu letri.  Ţađ tók mig nokkra daga ađ lesa hana.  Ţeim var vel variđ.  Jólagjöfin í ár!

  Ţýđing Magnúsar Ţórs Hafsteinssonar er vönduđ og góđ.

bruce


Jólagjöfin í ár!

  Út er komin meiriháttar svakaleg bók,  Born to Run - Sjálfsćvisaga.  Í henni segir rokkgođsögnin Bruce Springsteen sögu sína og hljómsveitarinnar E Street Band.  Ég er kominn međ bókina í hendur og byrjađur ađ lesa.  Ţađ er ekkert áhlaupaverk.  Hún er hnausţykkur dođrantur,  hátt í 700 blađsíđur.  Ţćr eru ţétt skrifađar međ frekar smáu letri.  Ţýđandi er Magnús Ţór Hafsteinsson,  ţekktur fyrir góđar og vandađar ţýđingar.

  Ég sé í hendi mér ađ bókin er ekki lesin á einu kvöldi.  Ţetta er margra daga lestur;  margra daga skemmtun.  Ég geri betur grein fyrir henni ađ lestri loknum. 

bruce

 


Smá smásaga

  Í vor fćddist stór og myndarlegur drengur.  Honum var gefiđ nafniđ Jónas.  Hann var 1,90 á hćđ og ţrekvaxinn eftir ţví.  Stćrđin er ekki hiđ eina einkennilega viđ strákinn.  Aldur hans vekur undrun.  Hann fćddist 27 ára.

  Fćđingar eru svo sem af ýmsu tagi.  Kona nokkur fćddi frosk.  Önnur eignađist eingetiđ barn.  Sumir eiga erfitt međ ađ trúa ţessu.  Jónas fćddisst 2023.  Samt er kennitala hans 080596.  Hann er jafn gamall og Janis Joplin, Jim Morrison,  Jimi Hendrix og Brian Jones voru er ţau féllu frá.  Öll međ J sem upphafsstaf í fornafni eđa eftirnafni.  Eđa hvorutveggja.  Kurt Cobain er undantekning af ţví ađ hann féll fyrir eigin hendi.  Upphafsstafur hans er nćsti stafur á eftir J.

  Jónas hefur lokiđ námi í lögfrćđi.  Prófskírteini hans vottar ţađ.  Einkunnirnar eru frekar lélegar. 

  Ţrátt fyrir stćrđina hefur hann engan skugga.  Sama hvort ljós,  sól eđa önnur birta fellur á hann.  Kannski er hann bara skugginn af sjálfum sér. 

shadow


Furđuvísa

  Í kjölfar Hamraborgarhátíđar,  Menningarnćtur Reykjavíkur og Danskra daga í Stykkishólmi rann á mig ósjálfráđ skáldagyđja.  Áđur en ég vissi af hrökk upp úr mér furđuleg vísa.  Ég botna hvorki upp né niđur í henni.  Inn í bulliđ blandađist óvćnt nafn á 56 ára Bítlalagi af plötunni "Sgt. Peppers...".  Ég kannast ekki viđ bragfrćđina.  Kannski er hún útlend.  Fyrsta orđ í annarri línu í báđum hendingum er ţađ sama.  Líka fyrsta orđ í ţriđju línu.   

  Málhaltir hundar sátu á grindverki.

Ţeir sleiktu í sig sólskiniđ af frímerki.

  Forstjórinn stóđ ţar hjá og glotti viđ fót.

Hann heimtađi ađ fá ađ fara á ţorrablót

í maí

eins og Lucy in the Sky.

 

  Hundarnir ţorđu ekki ađ segja neitt.  

Ţeir fóru út í hött eins og yfirleitt.

  Forstjórinn vissi vel ađ hann fengi sitt.

Jafnvel ţó hann ţyrfti ađ gera hitt

í maí

eins og Lucy in the Sky.  

 


Bestu vísnasöngvarnir

  Singersroom er bandarískt málgagn R&B og sálartónlistar (soul).  Ţar á bć er ţó líka fjallađ um ađra tónlistarstíla.  Til ađ mynda birtist ţar á dögunum áhugaverđur listi yfir bestu vísnasöngva sögunnar (folk songs).  Listinn ber ţess merki ađ vera tekinn saman af Bandaríkjamönnum.  Ţó slćđast ţarna međ lög međ sćnsk-enska Cat Stevens og enska Nick Drake. 

  Hvađ svo sem segja má um listann ţá eiga öll lögin heima á honum.

 

1.  This Land Is Your Land - Woody Guthrie

2.  Irene - Leadbelly (líka ţekkt sem Goodnight Irene)

3.  Little Boxes - Melvina Reynolds (Ţekkt hérlendis sem Litlir kasssar í flutningi Ţokkabótar)

4.  If I Were A Carpinter - Tim Hardin

5.  500 Miles - Hedy West

6.  The Big Rock Candy Mountain - Harry McClintock

7.  Blues Run The Game - Jackson C, Frank

8.  Wild World - Cat Stevens

9.  If I Had A Hammer (Hammer Song) - Pete Seeger

10. Freight Train - Elizabeth Cotten

11. The Times They Are A-Changin´ - Bob Dylan

12. Blue Moon Of Kentucky - Bill Monroe

13. Candy Man - Mississippy John Hurt

14. Deep River Blues - Doc Watson

15. Pink Moon - Nick Drake


Galdrar Bítlanna

 

  Breska hljómsveitin Bítlarnir (The Beatles) átti skamman feril á sjöunda áratugnum.  Plötuferill hennar spannađi sex ár.  Á ţeim tíma sló hún hvert metiđ á fćtur öđru.  Svo rćkilega ađ um tíma átti hún samtímis sex vinsćlustu lög á bandaríska vinsćldalistanum.

  Hljómsveitin hafđi á ađ skipa tveimur bestu lagah0fundum sögunnar.  Áđur en yfir lauk var sá ţriđji kominn í hópinn.  Allir ágćtir textahöfundar.  Ţar af einn sá allra besti,  John Lennon.  Ţarna voru líka saman komnir tveir af bestu rokksöngvurum sögunnar.

  Bítlarnir voru leikmenn;  sjálflćrđir amatörar.  Ţeir kunnu ekki tónfrćđi né nótnalestur.  Samt stóđust ţeir samanburđ viđ hvađa hljómsveitir sem var. Eđa réttara sagt:  skákuđu öllum hljómsveitum.

  Ţó ađ enginn Bítill hafi lćrt á hljóđfćri ţá léku ţau í höndum ţeirra.  Allir spiluđu ţeir á gítar,  hljómborđ,  trommur og allskonar.  Einn spilađi listavel á munnhörpu.  Annar á indverskan sítar.  Ţannig mćtti áfram telja.  

  Upptökustjóri Bítlanna,  George Martin,  var sprenglćrđur í klassískri tónlist.  Af og til benti hann Bítlunum á ađ eitthvađ sem ţeir voru ađ gera stangađist á viđ tónfrćđina.  Jafnóđum varđ hann ađ bakka ţví ţađ sem Bítlarnir gerđu "rangt" hljómađi betur.  

  Einn af mörgum kostum Bítlanna var ađ ţeir ţekktu hvern annan svo vel ađ ţeir gátu gengiđ í hlutverk hvers annars.  Til ađ mynda ţegar John Lennon spilađi gítarsóló í laginu "Get Back" ţá fór hann í hlutverkaleik.  Ţóttist vera George Harrison.  Síđar sagđi George ađ hann hefđi spilađ sólóiđ alveg eins og John.  

  Hér fyrir ofan er síđasta lag sem Bítlarnir spiluđu saman,  "The End" á plötunni Abbey Road.  Í lokakafla lagsins taka John,  Paul og George gítarsóló.  Ţetta er óćfđur spuni.  Eitt rennsli og dćmiđ steinlá.  

  Fyrir neđan eru gítarsólóin ađgreind:  Paul til vinstri,  George til Hćgri,  John fyrir neđan. 


Íslendingar verđlaunađir í Ameríku

  Woody Guthrie (1912-1967) er stundum kallađur fađir bandarísku ţjóđlagatónlistarinnar (folk music).  Hann var trúbador,  flakkari, söngvari og söngvaskáld.  Hans hljóđfćri voru kassagítar og munnharpa.  Eftir hann liggja mörg hundruđ söngvar.  Mörg lög er gleymd.  Ađeins niđurskrifađir textar standa eftir.      

  Fjöldi rokkstjarna skilgreinir sig sem lćrisveina Woodys og hafa hljóđritađ lög hans.  Allt frá Bob Dylan og Bruce Springsteen til U2 og Wilco.  Hann söng um lítilmagnann og baráttu gegn fasisma.  Í seinni heimsstyrjöldinni barđist hann međ bandaríska hernum gegn Hitler,  Mussolini og ţeirra kónum.  Um ţađ orti hann ófáa söngva.  Á gítarinn var letrađ stórum stöfum "Ţetta tól drepur fasista".

  Í Oklahoma er myndarlegt Woody Guthrie safn.  Árlega heiđrar ţađ - verđlaunar - einhverja sem starfa í anda Woodys.  Á dögunum var Íslendingum og stöllum ţeirra í kvennapönksveitinni Pussy Riot afhentur verđlaunagripurinn 2023 sem er smćkkuđ eftirgerđ af gítar Woodys á stalli.  Pussy Riot einbeitir sér ađ afhjúpun á fasistatilburđum Putins.  Fyrir ţađ hafa stelpurnar veriđ fangelsađar í Rússlandi og sćtt harđneskjulegri ţrćlkun.

pussy-riot-woody-guthrie-award


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband