Fćrsluflokkur: Menning og listir

Fréttablađiđ er ađ standa sig

  Ég var ađ hlusta á útvarp.  Ţar var nýr frambođslisti Sjálfstćđisflokksins í Reykjavík skilgreindur sem rauđsokkulisti.  Ég veit ekkert um réttmćti ţess.  Vel liđnum núverandi borgarfulltrúum er sparkađ út í hafsauga.  Ţakkađ góđ störf međ ţví ađ vera hent í rusliđ.

  Í stađ ţeirra er rađađ á frambođslistann konum sem fáir vita deili á.  Ţeirri sem stillt er upp í 2. sćti er sögđ vera frambjóđandi Jóns Ásgeirs/Baugs/365 miđla.  Dóttir eđa tengdadóttir ritstjóra Fréttablađsins.

  Kannski er ţađ sterkur leikur ađ bjóđa fram í 1. sćti frambjóđanda Morgunblađsins og í 2. sćti frambjóđanda Baugsmiđla.  Ţađ er skotheld uppskrift á góđri fjölmiđlaumfjöllun stćrstu fjölmiđla landsins.  Munar um minna.  

  Fréttablađiđ er komiđ á flug.  Nýveriđ hleypti ţađ af stokkum nýrri og ferskri netsíđu.  Hún mćtir sterk til leiks.  Birtir allt ađra áhugaverđa punkta en rata í prentútgáfu Fréttablađsins.  Ţar á međal HÉR

   

    


Kvartađ undan píkupoppi

  Írska hljómsveitin U2 er stöđugt undir smásjá.  Ekki skrýtiđ.  Ţetta er og hefur veriđ eitt allra stćrsta hljómsveitarnafn heims til hátt í fjögurra áratuga.  Fékk meira ađ segja ađ fara í hljómleikaferđ um Bandaríkin međ Sykurmolunum á níunda áratugnum.  Ađ auki hefur söngvari hljómsveitarinnar,  Bono,  veriđ duglegur viđ ađ tjá sig um ýmis hitamál.  Til ađ mynda barist gegn fátćkt og skuldum í 3ja heiminum,  tekiđ virkan ţátt í forsetakosningum í Bandaríkjunum og veriđ upptekinn af trúmálum.

  U2 hefur veriđ mörgum hljómsveitum víđa um heim fyrirmynd í tónlist.  Hérlendis heyrist ţađ einna best í tónlist Gildrunnar.

  Nú liggur Bono undir ţungum ásökunum um karlrembu og kvenfyrirlitningu.  Í viđtali viđ bandaríska tímaritiđ Rolling Stone kvartar hann undan ţví ađ músíkiđnađurinn í dag sé ofurseldur píkupoppi (very girly music).  Hann segist áhyggjufullur yfir ţví ađ lítiđ svigrúm sé fyrir unga rokkara til ađ fá útrás fyrir reiđi.  Hipp-hopp sé eini vettvangur ungra reiđra drengja.  Ţađ sé ekki nógu gott.  

  "Hvađ er rokk?" spyr hann og svarar sjálfur:  "Reiđi er hjarta rokksins."  Ýmsir hafa komiđ Bono til varnar.  Bent m.a. á ađ vinsćlustu karlpoppararnir í dag spili kvenlćga músík,  svo sem Ed Sheeran og Sam Smith.  Ađrir eru ósáttir.  Sumir fordćma ađ ţessi nú meinta karlremba hafi veriđ tilnefnd "Mađur ársins 2016" af glanstímaritinu Glamour.   


Alţjóđlegi Clash dagurinn

  5. febrúar 2013 brá bandaríska útvarpsstöđin KEXP á leik;  Hún spilađi einungis lög međ bresku hljómsveitinni the Clash ţann daginn.  Ţetta varđ the Clash dagurinn.  Dagskráin vakti mikla athygli og gríđarmikla hrifningu hlustenda.  Hlustun á ţessa vinsćlu útvarpsstöđ margfaldađist.  Fyrr en varđi endurtóku ađrar útvarpsstöđvar leikinn.  5. febrúar varđ formlegi Clash dagurinn.  Í fyrra og í ár er hann reyndar 7. febrúar.  Ţađ hefur eitthvađ međ ţađ ađ gera ađ hann beri ekki upp á frídag.  Međal annars vegna ţess ađ 15 ríki og stórborgir halda í dag Clash daginn hátíđlegan sem frídag.  

  Bandaríska Seattle-borg var fyrst til ađ gera Clash daginn ađ opinberum hátíđisdegi.  Svo bćttist viđ Washington ríki sem hýsir Seattle-borg. Einnig Washington DC ríki.  Toronto-borg í Kanada er komin međ í leikinn.

  Á annađ hundrađ útvarpsstöđvar víđa um heim halda Clash-daginn hátíđlegan; spila einungis the Clash lög.  Ţćr eru ekki ađeins í Bandaríkjunum heldur einnig í Póllandi, Argentínu,  Kanada,  Írlandi,  Spáni og Japan. 

  Fyrir nokkrum árum hitti ég poppskríbent frá Seattle.  Hann sagđi mér ađ ímynd útlensks rokks ţar á borg sé fyrst og fremst Bítlarnir og the Clash.

   The Clash var önnur tveggja hljómsveita sem leiddi bresku (og alţjóđlegu) pönkbyltinguna 1976/77 (hin var Sex Pistols)  Hún varđ eina breska pönksveitin sem náđi ofurvinsćldum í Amiríku.  Ekki síst í Bandarkjum Norđur-Ameríku - ţrátt fyrir ađ útgáfufyrirtćki hennar, CBS,  hafi ţráskallast viđ ađ selja jómfrúarplötu hennar ţar.  Enn í dag á fyrsta plata the Clash met í sölu á plötu í póstkröfu til Bandaríkjanna:  Hátt í hálfa milljón eintaka.  CBS hélt áfram ađ bregđa fćti fyrir the Clash fram á síđasta dag.  Til ađ mynda gaf CBS út á smáskífu lagiđ "Remote control" - gegn áköfum mótmćlum liđsmanna the Clash sem skilgreindu lagiđ sem lélegasta uppfyllingarlag jómfrúarplötunnar.  Síđar harđneitađi móđurfyrirtćki CBS í Bretlandi ađ gefa út lagiđ "Bankrobber".  Eftir illvígar deilur náđist lending um ađ útibú CBS í Ţýskalandi gćfi lagiđ út án afskipta breska móđurfyrirtćkisins (sem sá ekki einu sinni um heildsöludreifingu á ţví í Bretlandi).  Ljóst er ađ the Clash hefđi orđiđ mun stćrra nafn á ferlinum ef hljómsveitin hefđi notiđ myndarlegs stuđnings CBS í stađ ítrekađra leiđinda í bland viđ afskiptaleysi.       

  Ađ Bítlunum frátöldum hefur engin hljómsveit ţróađ sína tónlist jafn hratt og í allar áttir frá fyrstu plötum og the Clash. Eftir ađ hljómsveitin brotlenti illa um miđjan níunda áratuginn og leystist upp hefur vegur hennar vaxiđ jafnt og ţétt.  Til ađ mynda kraumađi lagiđ "Should I Stay or Should I Go" á vinsćldalistum til margra ára uns ţađ náđi 1. sćti breska vinsćldalistans 1991. Stćrsta tónlistartímarit heims,  bandaríska Rolling Stone, útnefndi "London Calling" sem bestu plötu níunda áratugarins.  Í Bandaríkjunum varđ the Clash risa "statium" band.  Spilađi fyrir allt ađ 140.000 manns á stökum hljómleikum.     

  Vinsćldir the Clash eru ofurmiklar í spćnskumćlandi löndum.  Ţar gera ótal hljómsveitir út á lög the Clash.  Ýmsir fleiri hafa gert ţađ gott út á tónlist hljómsveitarinnar.  Til ađ mynda er margverđlaunađ lag M.I.A. "Paper Planes" í kvikmyndinni "Slumdog Millionar" byggt á lagi the Clash "Straight to Hell".  Ađrir hafa gert ţađ gott út á the Clash lagiđ "Guns of Brixton".  Lengi mćtti áfram telja.  

               


Önnur plata fyrrverandi borgarstjóra

 

  Ţađ er skammt stórra högga á milli.  Haustiđ 2016 spratt fram á völl nýr en fullskapađur tónlistarmađur á sjötugsaldri.  Ţar var kominn heimilislćknirinn,  fjallgöngugarpurinn,  umhverfisverndarkappinn og besti borgarstjóri Reykjavíkur,  Ólafur F.  Magnússon,  međ hljómplötuna "Ég elska lífiđ".  Bćttust ţá viđ á hann titlarnir lagahöfundur, ljóđskáld og söngvari.

  Í lok liđins árs hristi Ólafur fram úr erminni ađra plötu.  Sú heitir "Vinátta" eftir opnulaginu.  Ljóđiđ er heilrćđisvísa; eins og fleiri á plötunni.  Önnur yrkisefni eru m.a. Tyrkjarániđ sem svo er kallađ (Viđ Rćningjatanga) og ţjóđhátíđarljóđ Vestmannaeyja 1932 (Heimaey).  Höfundur ţess síđarnefnda er Magnús Jónsson, langafi Ólafs.  Ađrir textar eru eftir ÓLaf.  Hann er sömuleiđis höfundur allra laga.  Međhöfundur tveggja er Vilhjálmur Guđjónsson.  Sá snillingur sér jafnframt um útsetningar og hljóđfćraleik.  Í tveimur lögum í samvinnu viđ Gunnar Ţórđarson.  Gunni afgreiđir einn útsetningu og kassagítarplokk í laginu "Viđ Rćningjatanga".

  "Vinátta" er jafnbetri/heilsteyptari plata en "Ég elska lífiđ".  Er "Ég elska lífiđ" ţó ljómandi góđ.  Ţar syngur Ólafur ađeins helming laga.  Á nýju plötunni syngur hann öll lög nema eitt.  Í lokalaginu, "Lítiđ vögguljóđ",  syngur Guđlaug Dröfn Ólafsdóttur á móti honum.  Hún hefur afar fagra, hljómţýđa og agađa söngrödd sem fellur einstaklega vel ađ söngrödd Ólafs.  Hann er prýđilegur dćgurlagasöngvari.  Syngur af einlćgni og innlifun međ notalegri söngrödd.

  Lög hans eru söngrćn, snotur og hlýleg.  Ljóđin eru haganlega ort og innihaldsrík međ stuđlum og höfuđstöfum.  Standa keik hvort heldur sem er án eđa međ tónlistinni.           

  Tónlistin ber ţess merki ađ Ólafur lifir og hrćrist í klassískri tónlist.  Útsetningar eru hátíđlegar,  lágstemmdar og sálmakenndar.  Eitt lagiđ heitir meira ađ segja "Skírnarsálmur".  Annađ er barokk (Ţú landiđ kćra vernda vilt).  Hiđ ţriđja er nettur vals (Ísafold).  Ţannig má áfram telja.

  Eitt lag sker sig frá öđrum hvađ varđar útsetningu, flutning og áferđ.  Ţađ er "Bláhvíti fáninn".  Ţar syngur óperusöngvarinn Elmar Gilbertsson um gamla íslenska fánann.  Hann er rosalega góđur og ţróttmikill söngvari.  Ţenur sig kröftuglega.  Kannski ţekktastur fyrir hlutverk Dađa í óperunni um Ragnheiđi Brynjólfsdóttur.   "Bláhvíti fáninn" er sterkur og hástemmdur ćttjarđaróđur sem leysir "Öxar viđ ána" af međ glćsibrag.  

  Ég óska Ólafi til hamingju međ virkilega góđa plötu,  "Vináttu". Hún fćst í verslun 12 Tóna á Skólavörđustíg. 

 


Oasis-brćđur

  Dagblöđin í Manchester á Englandi skrifa um sína frćgustu syni,  Oasis-brćđur,  Liam og Noel Gallgher,  á hverjum einasta degi.  Líka önnur bresk dagblöđ.  Ađ vísu er ég ekki alveg međ ţađ á hreinu hvort ađ alltaf sé á landsvísu ađ rćđa vegna ţess ađ sum bresk dagblöđ eru međ sér-Manchester útgáfur.  En Oasis-brćđur eru yfirlýsingaglađir og gott fréttaefni.  Einkum Liam.  Tísta (twitter) daglega.  Gefa Dóna Trump ekkert eftir.

  Gítarleikarinn Noel Gallagher gerir út á Oasis-lög á hljómleikum. Liam tístir ađ ţađ sé sama hvađ Noel rembist á hljómleikum ţá muni hann,  Liam, alltaf vera tíu sinnum betri söngvari.  Sem reyndar er allt ađ ţví rétt.

  Ţrátt fyrir stöđugar pillur á milli brćđranna vakti athygli ađ Liam sendi Noel hlýjar jólakveđjur.  Sem sá endurgalt ekki. 

  Noel lýsti ţví yfir um jólin ađ um leiđ og Brexit taki gildi (útganga úr Evrópusambandinu) ţá flytji hann frá Manchester til Írlands.  Brexit muni - ađ hans sögn - kosta enska tónlistarmenn meiriháttar vandamál og einangrun.  Vegabréfavandrćđi,  atvinnuleyfavandrćđi og ţess háttar. 

  Ţetta var boriđ undir Liam.  Hann svarađi ţví til ađ bróđir sinn sé heimskur ađ taka mark á landamćrum.  Landamćri séu uppfinning djöfulsins. 

 


Bestu plötur ársins 2017

lorde-lp-cover-ss.png

 

 

 

 

 

 

 

 

  Ţegar ég fer til útlanda ţá kúpla ég mig algjörlega frá Íslandi.  Tek hvorki međ mér tölvu né síma.  Ţađ er góđ hvíld í ţví.  Staddur í Manchester á Englandi yfir jól og áramót veit ég ekkert hvernig íslenskir fjölmiđlar afgreiddu uppgjör á bestu plötum ársins 2017.  

  Ég fylgdist grannt međ uppgjöri bresku dagblađanna.  Hér fyrir neđan er niđurstađa götublađsins the Sun.  Ég er einna sáttastur viđ ţeirra uppgjör.  Í fremri sviga er stađa sömu plötu hjá the Independet.  Ţađ setti plötu Loyle Carner "Yesterday´s Gone" í 1. sćtiđ.  Sú plata átti ekki upp á pallborđiđ hjá öđrum fjölmiđlum.  Í seinni sviga er stađa sömu plötu hjá the Gardian.  

  Á árum áđur voru áramótauppgjör fjölmiđla mun samstilltari en nú.  Ţađ er einhver losarabragur á ţessu öllu.  Kannski vegna ţess ađ aldursbil plötugagnrýnenda er breiđara en á síđustu öld.  Kannski vegna ţess ađ músíkstílum fjölgar stöđugt.  Kannski vegna ţess ađ músíkmötun kemur úr fleiri áttum en áđur međ tilkomu netsins og fjölgun útvarps- og sjónvarpsstöđva.

1 (2)(4) LORDE - Melodrama (einnig í 1. sćti hjá tónlistarblađinu NME)

2 (-)(-) LIAM GALLAGHER - As You Were

3 (-)(14) THE HORRORS - V

4 (-)(-) ROBERT PLANT - Carry Fire

5 (-)(-) MARGO PRICE - All American Made

6 (17)(-) QUEENS OF THE STONE AGE - Vilains

7 (-)(-) U2 - Songs of Experience

8 (21)(-) LANA DEL REY - Lust for Life

9 (-)(16) FATHER JOHN MISTY - Pure Comedy (gaurinn úr Fleet Foxes)

10 (-)(2) KENDRICK LAMAR - Damn

11 (-)(6) LCD SOUNDSYSTEM - American Dream

12 (28)(7) THE WAR ON DRUGS - A Deeper Understanding

13 (13)(18) STORMZY - Gong Sign & Prayer

14 (-)(36) RHIANNON GIDDENS - Freedom Highway

15 (-)(-) GORILLAZ - Humanz

16 (-)(-) FOO FIGHTERS - Concrete & Gold

17 ((-)(-) BECK - Colors

18 (-)(-) ED SHEERAN - Divide

19 (-)(12) WOLF ALICE - Visions of Life

20 (-)(-) THE FLAMING LIPS - Oczy Mlody

21 (4)(5) PERFUME GENIUS - No Shape

22 (14)(1) ST VINCENT - Masseduction

23 (-)(-) ELBOW - Little Fiction

24 (12)(-) KING KRULE - The Oaz

25 (-)(-) BJÖRK - Utopia

  Plata Bjarkar kom út "of seint" á árinu (í nóvemberlok).  Plötugagnrýnendur voru flestir ađ skila inn sínum lista ţegar hún kom út - og áttu ţar međ eftir ađ hlusta á hana. Ţumalputtareglan er sú ađ plata ţurfi ađ koma út í síđasta lagi í fyrri hluta október til ađ komast inn í áramótauppgjör.

VERSTU PLÖTUR ÁRSINS

  Tímaritiđ Entertainment Weekly valdi verstu plöturnar.  Auđvelt er ađ vera sammála niđurstöđunni:

1.  CHRIS BROWN - Heartbreak on a Full Moon

2.  KID ROCK - Sweat Southern Sugar

3.  THE CHAINSMOKERS - Memories...Do Not Open

  Annađ úr annarri átt:  Í sjónvarpsţćttinum Útsvari var tiltekiđ lag sagt vera eftir the Hollies.  Hiđ rétta er ađ lagiđ er eftir Albert Hammond.   


Íslendingar mćttu taka sér Manchester til fyrirmyndar

  Nýkominn heim frá Manchester bloggađi ég á ţessum vettvangi um blómlegt tónlistarlíf ţar í borg.  Um ţađ má lesa hér fyrir neđan.  Heimamenn gera sér grein fyrir ţessu.  Og gera sér mat úr ţví.  Veggir stigagangs gistiheimilis er hýsti mig eru skreyttir stórum ljósmyndum af heimsţekktum poppstjörnum frá Manchester. 

  Ég álpađist inn í plötubúđ, Fopp.  Ég hef víđar séđ plötubúđir undir ţessu nafni.  Nema ađ ţarna í miđborg Manchester blasa viđ á miđju gólfi tveir veglegir plöturekkar.  Ţeir eru pakkađir af plötum međ Manchester-tónlist.  Einungis Manchester-tónlist.  Viđ hliđ rekkanna eru jafnframt staflar af bókum um Manchester-poppara, sem og stórar veggmyndir af ţeim. 

  Ţetta er til fyrirmyndar.  Ég hef löngum gagnrýnt sinnuleysi Íslendinga gagnvart heimsfrćgđ íslenskra tónlistarmanna.  Ef vel vćri ađ verki stađiđ vćri flugstöđin í Sandgerđi undirlögđ risastórum veggmyndum af Björk, Sigur Rós, Of Monsters and Men, Kaleo,  Emilíönu Torríni,  Hilmari Erni Hilmarssyni og svo framvegis.  Götur og torg vćru jafnframt kennd viđ ţessar sömu poppstjörnur.  Framsóknarflokkurinn hefur viđrađ hugmynd um ađ reisa styttu af Björk fyrir utan Hörpu.  Gott innlegg í umrćđuna - ţó ég setji spurnarmerki viđ styttur bćjarins (sem enginn nennir ađ horfa á).  


Frćgir í Manchester

  Fyrr á ţessari öld vandi ég mig á ađ fagna jólum og áramótum í útlöndum.  Einhver verđur ađ gera ţađ.  Ţetta hentar mér vel.  Einkum ađ taka frí frá snjó og frosti.  Líka ađ komast ađ ţví hvernig útlendingar fagna vetrarsólstöđum og nýju ári.  Ađ ţessu sinni varđ Manchester á Englandi fyrir valinu.  Notaleg borg.  Hlýtt alla daga á ţessum árstíma.  Smá rigning á nćstum ţví hverjum degi.  Samt ekki svo ađ ţurft hafi ađ spenna upp regnhlíf.

  Ég veit ekkert um boltaleiki.  Öfugt viđ Manchesterbúa.  Ég komst ekki hjá ţví ađ heyra í útvarpinu ţeirra eitthvađ um velgengi í boltabrölti.  Hitt veit ég ađ Manchester er stórveldi á heimsmćlikvarđa í tónlist.  Eiga ţađ sameiginlegt međ Íslendingum.  Okkar 340 ţúsund manna ţjóđ státar af ótrúlega mörgum heimsfrćgum tónlistarnöfnum.  Hćst bera Björk, Sigur Rós, Of Monsters and Men og Kaleo.  Fleiri Íslendingar hafa náđ góđri stöđu á heimsmarkađi - en á afmarkađri markađi og teljast ţví ekki beinlínis heimsfrćgir.  Sólstafir hafa tröllriđiđ vinsćldalistum í Finnlandi og Ţýskalandi.  Skálmöld er ţekkt í evrópsku ţungarokkssenunni.  Jóhann Jóhannsson er ţekktur í kvikmyndatónlist.  Líka Hilmar Örn Hilmarsson og fleiri.  Til viđbótar eru međ ágćta stöđu á í tilteknum löndum nöfn eins og Emilíana Torrini,  FM Belfast, Múm, Steed lord...

  Ánćgjulegur árangur íslenskra tónlistarmanna á heimsmarkađi hefur vakiđ undrun heimspressunnar. Hefur sömuleiđis skilađ drjúgum skerf í ábatasaman ferđamannaiđnađ hérlendis.  Takk fyrir ţađ.  Hátt í 600 ţúsund milljónir á síđasta ári.

  Til samanburđar hefur Manchester mun sterkari stöđu í tónlist.  Líka ţó ađ miđađ sé viđ höfđatölu.  Íbúar Manchester eru rösklega 540 ţúsund.  59% fleiri en Íslendingar.  Heimsfrćg tónlistarnöfn Manchester eru um margir tugir.  Ţar af mörg af ţeim stćrstu.  Í fljótu bragđi man ég eftir ţessum Manchester-guttum:  

    Oasis, Noel Gallaghers High Flying Birds, The Smiths, Morrissey, Joy Division, New Order, Buzzcocks, The Stone Roses, The Fall, 10cc, Godley & Creme, The Verve, Elbow, Doves, The Hollies, The Charlatans, M People, Simply Red, The 1975, Take That, Everything Everything, Bee Gees, The Outfield, Happy Mondays, Ren Harvieu, Inspiral Carpets, James, The Chemical Brothers, The Courteeners, Hermans Hermits og Davy Jones söngvari Monkees.


Hátíđ ljóss og friđar

  Heims um ból halda menn jól;

heiđingjar, kristnir og Tjallar.

  Uppi í stól stendur í kjól

stuttklipptur prestur og trallar.

 


Hlý og notaleg plata

   - Titill:  White Lotus

  - Flytjandi:  Hilmar Garđarsson

  - Höfundur laga og texta:  Hilmar Garđarsson

  - Einkunn: ****

  Ađ ţví er ég best veit er "White Lotus" önnur plata Hilmars Garđarssonr.  Hún er lágstemmdari og fábrotnari en "Pleased to Leave You" sem kom út 2004.  Núna er kassagítar eina hljóđfćriđ.  Ýmist lipurlega plokkađur eđa nett "strömmađur".  Engir stćlar.  Allt eins og beint af kúnni.  Ţađ er líkast ţví ađ mađur sé staddur á ljúfum tónleikum heima í stofu hjá Hilmari.  Söngröddin er dökk og ţćgileg; afslöppuđ, vögguvísuleg (í jákvćđustu merkingu) og ţíđ.

  Viđ fyrstu spilanir runnu lögin dálítiđ saman.  Öll hćg og vinaleg; söngur og undirleikur í svipuđum gír.  Ég hugsađi:  "Gott vćri ađ lauma lágvćru orgeli undir eitt lag og snyrtilegum munnhörpuleik undir annađ".  Viđ frekari hlustun féll ég frá ţessari hugleiđingu.  Eftir ţví sem ég kynntist lögunum betur og sérkennum ţeirra ţá vil ég hafa ţau eins og ţau eru.  Platan er heilsteypt eins og hún er; alúđleg og ljúf.  Sterkasta lagiđ er hiđ gullfallega "Miss You".  Fast á hćla ţess er lokalagiđ, "Nótt".

  

hilmar_gardarsson.jpg         


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband