Fćrsluflokkur: Menning og listir

Vinsćlustu músíkhóparnir

  Á Facebook held ég úti fjölda músíkhópa;  hátt á ţriđja tug.  Flestir voru stofnađir um svipađ leyti.  Ţess vegna hefur veriđ áhugavert ađ fylgjast međ ţeim vaxa og ţróast mishratt.  Ţessir hópar einskorđast ekki viđ Ísland.  Ţađ er dálítiđ spennandi.  Ţeir sem skrá sig í hópana koma úr öllum heimshornum. 

  Margt sem póstađ er í hópana er áhugavert og kynnir mann fyrir ýmsum tónlistarmönnum.  Faldir fjársjóđir kynntir til leiks.  Stundum fylgja međ fjörlegar og fróđlegar umrćđur í athugasemdakerfinu.  Ég hef kynnst hellingi af skemmtilegri músík í ţessum hópum.  Einnig eignast vini;  tónlistarfólk frá flestum nágrannalöndum.  Sumir eru lítt ţekktir er ţeir stimpluđu sig inn en eru í dag stór nöfn.   

  Af listanum yfir fjölmennustu hópana mína mćtti ćtla ađ ég sé fyrst og fremst kántrý-bolti.  Svo er ekki.  Samt kann ég vel viđ margt kántrý.  Sérstaklega frá fyrri hluta síđustu aldar. Líka americana og roots kántrý, svo ekki sé minnst á cow-pönk.

  Einn hópurinn minn var kominn međ nćstum ţví 60 ţúsund félaga.  Ţá stálu vondir menn honum.  Ţeir virtust vera á Filippseyjum.  Ţeir hökkuđu sig inn í hópinn og yfirtóku hann.  Síđan breyttu ţeir nafni hans og eru eflaust ađ herja á liđsmenn hópsins međ gyllibođum um peningalán og eitthvađ svoleiđis.

  Ţetta eru vinsćlustu hóparnir.  Fyrir aftan er félagafjöldinn.

1.  The best country and western songs ever 19.904

2.  The best international country and western music 1559

3.  Country & western music 1069

4.  Alternative rock jukebox 941

5.  Fćreyskir tónar - Faroese music 832

6.  Blues, jazz 701

7.  Country music, folk, blues 632

8.  Best of Icelandic rock music, jazz, reggae, country   584

9.  Classic rock 544

10. The Byrds family 461

  Félagafjöldinn segir ekki alla söguna.  Í sumun fámennari hópum er ekki síđra líf og fjör.  Í fjölmennustu hópum vill brenna viđ ađ innlegg séu kaffćrđ helst til fljótt af nýrri póstum.

 

 


Smásaga um mann

  Bjössi gengur léttfćttur niđur Skólavörđustíg.  Á miđri götunni mćtir hann manni.  Ţeir heilsast ekki.  Ţeir ţekkjast ekki.  Engir ađrir eru á ferli.  Ekki ţarna.  Samt er klukkan 5 ađ morgni.  

  Bjössi heldur áfram för.  Kominn niđur í Austurstrćti rekst hann á vinnufélaga.  Áreksturinn er svo harkalega ađ ţeir falla í götuna og kútveltast ţar í góđa stund.  Eftir ađ hafa rúllađ fram og til baka bera ţeir kennsl á hvorn annan.  Ţeir brölta á fćtur, fađmast og knúsast.

  Í ţann mund sem ástandiđ er ađ verđa erótískt spyr Bjössi:  "Hvađ er ađ frétta?"   Vinnufélaginn lćtur ekki koma ađ tómum kofa hjá sér.  Hann romsar óđamála: "Húsasmiđjan er međ afslátt á blómum.  Allt upp í 50%.  Verkfćralagerinn er međ opiđ til klukkan 5 á sunnudögum.  Í útlöndum var mađur tekinn af lífi af ţví ađ allir voru orđnir leiđir á honum.  Íslendingar ţurfa ađ skapa 60 ţúsund ný störf nćstu 30 árin.  Ţjóđverjar eru farnir ađ kaupa hús í Fćreyjum.  Einn keypti 3 hús á einu bretti.  Bítillinn og barnagćlan Paul McCartney bregst hinn versti viđ ef einhver kallar Heather stjúpdóttur hans.  Ţá skipar hann höstuglega ađ hún sé kölluđ dóttir hans.  Hún sé jafn mikil dóttir hans og ţćr sem hann hefur eignast í hjónabandi.  Hann ćttleiddi hana er hann tók saman viđ mömmu hennar,  Lindu.  Atvinnuleysi á Íslandi fer lćkkandi.  Skiptar skođanir eru á vindorkurafmagni.  Hafrannsóknarstofa leggur til minni ţorskafla.  Minni ţorskafli var upphaf kvótakerfisins á níunda ártugnum.  Sćlgćtisgerđin Nói Síríus er ósátt viđ ađ yfirvöld mismuni samkeppnisstöđu erlendra og innlendra framleiđenda međ ofurtollum á hráefni.   EZ túpressan er ţarfaţing á öllum heimilum.  Hún fullnýtir allt innihald túpu,  hvort sem er kaviar,  tannkrem, olíulitir eđa annađ. Fyrirhugađ er slitlag á Dettifossveg.  Tónlistarmađurinn Benni Hemm Hemm er frá Hólum í Hjaltadal.  John Lennon var ekki ćttrćkinn.  Enda ekki alinn upp af foreldrum sínum heldur kuldalegri frćnku.  Frćnkunni gaf hann höll.  Líka systrum sínum tveimur.  Í höllinni bjuggu systurnar ásamt fjárhaldsmanni og fleirum.  Ţegar John Lennon var myrtur gerđi ekkjan,  Yoko Ono,   sér lítiđ fyrir og sparkađi systrunum og liđinu í kringum ţćr út úr húsinu.  Bensínsölu í Verslun Haraldar Júl hefur veriđ hćtt á Sauđárkróki.  Nasdaq vísitalan lćkkađi um hálft prósent í gćr."  

  Ţegar hér er komiđ sögu bugast Bjössi undir tíđindunum.  Hann brestur í grát međ miklum hljóđum.  Vinnufélaginn fattar strax ađ stađan er sorgleg.  Hann brestur einnig í grát og grćtur miklu hćrra en Bjössi.  Fćr ađ auki blóđnasir.  Ţeir ganga svo í sitthvora áttina án ţess ađ kveđjast.  Hávćr grátur ţeirra bergmálar um nćstu götur og vekur útlendinga í nálćgum hótelum.     

grátkall              


Dćmalausir fordómar

  Ég veit ekki hvort ég fari rétt međ orđ Andreu Jónsdóttur;  hún sagđi eitthvađ á ţá leiđ ađ fordómar vćru í lagi en ekki miklir fordómar.  Allir hafa fordóma.  Ég hef fordóma gegn skallapoppi,  harmónikkumúsík,  kórsöng og ýmsu öđru músíktengdu.  Ég hugsa til ţess međ hryllingi ađ fara á elliheimili eftir 3 ár og sitja ţar undir sömu músík og vistmenn ţess í dag.  Ekkert Slayer.  Ekkert Dead Kennedys.  Ekkert Pantera.  Ekki einu sinni Skálmöld né Sólstafir. 

  Á elliheimilinu get ég vćntanlega flúiđ inn á mitt herbergi og blastađ í heyrnartólum Sepultura,  Mínusi og I Adapt.  Máliđ er ađ hćg líkamsstarfsemi aldrađra harmónerar ekki viđ hart og hratt rokk.      

  Verri eru fordómar gegn hörundslit, menningarmun, hárlit og appelsínugulum sjálfbrúnkulit.  

  Alltaf er gott ađ viđ sljóir hvítir eldri karlar fái olnbogaörskot og séu vaktir upp af vćrukćrum svefni.  Ritskođun á rasisma er hiđ besta mál.  Sérstaklega ţegar hún beinist gegn styttum.  Ţćr eru út í hött.  Kannski.  Nú hefur gríni Fawlty Towers veriđ úthýst af netveitum ásamst Gone with the Wind (Á hvervandi hveli). 

 


Áhrifarík plata

 - Titill:  Sameinađar sálir

 - Flytjandi:  Guđmundur R. Gíslason

 - Einkunn: ****

  Mér telst til ađ ţetta sé ţriđja sólóplata Guđmundar Rafnkels Gíslasonar.  Hann er einnig ţekktur fyrir ađ hafa veriđ söngvari hljómsveitarinnar Sú Ellen í Norđfirđi. Söngstíll hans er snyrtilegur, mildur og notalegur.  Engin öskur eđa lćti.  Sama má segja um lög hans, sem og Guđmundar Jónssonar og Jóns Ólafssonar.  Ţau eru snotur, söngrćn og hafa eiginleika til ađ lifa lengi (verđa sígild).

  Textar Guđmundar vega ţungt.  Ţeir vekja til umhugsunar.  Eru blúsađir.  Ţeir fjalla margir hverjir um sársaukafullar ađstćđur:  Eiturlyfjafíkn, dauđsföll, alzheimer og ađra erfiđa lífsreynslu.  Margt er ţađ haganlega ort.  Innihalda gullkorn á borđ viđ:

"Ég veit ţú rćđur ekki yfir ţér;

ţú meinar ekki hvert orđ.

 Menn geta drepiđ

ţótt ţeir fremji ekki morđ!"

  Sérkennilegt er ađ á milli laga bregđur fyrir talbútum.  Fyrst hélt ég ađ ţeir myndu eldast illa.  Svo er ţó ekki.  Ţvert á móti.  Ţeir dýpka heildarsvip plötunnar og gera mikiđ fyrir stemmninguna ţegar á reynir.

  Útsetningar eru látlausar og smekklegar.  Músíkin er fjölbreytt nett nýbylgjukennt popp-rokk.   Mestu skiptir ađ platan er öll hin áheyrilegasta.   

Guđm r


Ljúf plata

  Undanfarna daga hefur platan Songbird rúllađ í spilaranum hjá mér.  Á henni syngur Helga Fanney.  Fađir hennar,  Tómas Malmberg,  spilar snyrtilega undir ýmist á píanó eđa kassagítar.  Hann er jafnframt höfundur gullfallegs lokalags plötunnar,  Ţú lífs míns ljós.  Textinn er eftir Ruth Reginalds Moore.  Hin 9 lögin eru kunnar og sívinsćlar ballöđur.  Allar nema ein engilsaxneskar.  Lagavaliđ hefur kosti og galla.  Kostirnir eru međal annars ţeir ađ lögin eru góđ.  Hlustandinn ţekkir lögin strax viđ fyrstu spilun og kann vćntanlega vel viđ ţau flest. 

  Gallinn er sá helstur ađ ţau hafa veriđ sungin af mörgum bestu poppsöngvurum heims.  Söngvarinn er í ţeirri stöđu ađ vera borinn saman viđ ţá.  Ţađ er ekki auđvelt hlutskipti.  Helga Fanney sleppur nokkuđ vel út úr samanburđinum.  Međal annars vegna ţess ađ söngur hennar er einlćgur, tilgerđarlaus og blćbrigđaríkur.  Söngröddin er hljómfögur og raddbeiting ágćt. 

  Flutningurinn er skemmtilega hrár,  hljóđritađur í einni töku.  Gaman hefđi veriđ ađ heyra íslenska texta sem til eru viđ sum lögin.  Til ađ mynda Imagine eftir John Lennon (Ađ hugsa sér kallast ţýđing Ţórarins Eldjárn),  Arms of an angel eftir Söru Mclachian  (Umvafin englum í ţýđingu Valgeirs Skagfjörđ) og Hallelujah eftir Leonard Cohen (íslenskur texti eftir Jóhönnu F. Karlsdóttur, líka eftir Ragnar Geir Brynjólfsson og eftir Val Gunnarsson,  svo og Stefán Gíslason).

  Af öđrum lögum er vert ađ nefna Make you feel my love eftir Bob Dylan og When I think of angels eftir KK. 

  Helga Fanney er ađeins 14 ára í sumum lögunum en hljómar ekki eins og barn.  Hún er eitthvađ eldri í öđrum lögum.  Ég giska á 16 - 17 ára.  Aldursmunurinn heyrist ekki.

  Songbird er notaleg plata.     

Helga Fanney 


Kvikmyndarumsögn

 - Titill:  Klovn the Final

 - Höfundar og helstu leikarar:  Frank Hwam og Casper Cristensen

 - Einkunn: ***1/2

  Dönsku sjónvarpsţćttirnir Klovn eru snilld.  Húmorinn er grófur, ferskur, ófyrirséđur og bráđfyndinn. 2010 kom á markađ kvikmyndin Klown.  Hún var sprengja.  Í henni var gengiđ lengra í groddadagangi og húmorinn tekinn fram á ystu nöf.  Vinsćldum hennar var fylgt eftir međ myndinni Klown Forever 2015.  Henni háđi ađ vćntingar áhorfandans voru miklar.  Jafnframt var hann orđinn brynjađur fyrir senum sem annars hefđu gengiđ fram af honum.  Engu ađ síđur  slagađi hún upp í fyrri myndina á öllum sviđum.

  Nú er veriđ ađ sýna ţriđju myndina,  Klovn the Final.  Hún er sögđ vera lokamyndin í ţríleiknum.  Ţađ er skynsamleg niđurstađa.  Hún stendur fyrri myndunum örlítiđ ađ baki.  Samt er hún bráđskemmtileg.  Salurinn hló oft og mikiđ.  Líka ég.  Hún hefur sérstakt gildi fyrir Íslendinga.  Söguţráđurinn snýst um ferđlag kumpánanna til Íslands.  Ef ekki vćri vegna kórona-vírusins vćri myndin góđ auglýsing fyrir Íslands.  Ţađ getur svo sem skilađ sér síđar.   

  Einhverra hluta vegna hefur myndin veriđ illa auglýst hérlendis.  Kannski gerir ţađ ekki til vegna samkomubannsins.  Ţá er bara ađ ná henni í sjónvarpi eđa einhverjum netveitum. 

  Vegna međfylgjandi sýnishorna skal tekiđ fram ađ í íslenskum kvikmyndahúsum er myndin textuđ á íslensku. 

    


Bestu trommuleikarar sögunnar

  Kanadíska tímaritiđ Drumeo hefur tekiđ saman áhugaverđan lista yfir bestu trommuleikara allra tíma.  Ţeim er rađađ í sćti.   Eflaust geta veriđ skiptar skođanir um sćtaröđina.  En tćplega um ţá sem eru á listanum.

  Svona listi er ekki heilagur sannleikur.  Til ađ mynda einblínir hann á engilsaxneska trommuleikara.  Ţetta er fyrst og fremst skemmtilegur samkvćmisleikur.  Í leiđinni vekur hann athygli á trommuleikurum sem áhugasamir eiga mögulega eftir ađ kynna sér.  Ţessir rađast í efstu sćtin:

1  Buddy Rich

  Hann er ţekktur fyrir kraft, orku, ótrúlegan hrađa, fullkomna tćkni og ýmsar brellur.  Auk ţess ađ vera hljómsveitarstjóri eigin hljómsveitar ţá spilađi hann međ bandarískum samlöndum sínum,  svo sem Louis Armstrong, Ellu Fitzgerald,  Charlie Parker, Frank Sinatra, Count Basie,  Harry James og mörgum fleiri.    

2  Neil Peart

Kanadískur trommari prog-hljómsveitarinnar Rush.  Trommusóló hans voru jafnan hápunktur á hljómleikum tríósins. 

3  John Bonham

Enskur trommuleikari Led Zeppelin.  Besti rokktrommuleikarinn.  Hann var ţó undir miklum áhrifum frá djasstrommuleikurum á borđ viđ Buddy Rich, Max Roach og Elvin Jones.  Ađalsmerki hans var tilfinningahiti,  "grúv" og hrađur bassatrommusláttur međ einu fótstigi.

4  Vinnie Colaiuta

Bandarískt kameljón.  Hóf feril međ Frank Zappa.  Hefur síđan spilađ međ svo ólíkum tónlistarmönnum sem Noruh Jones,  Megadeath,  Sting,  Steely Dan,  Bill Evans,  Ray Charles,  Chick Corea,  Joni Mitchelle og mörgum fleiri. 

5  Tony Williams

Bandaríkjamađur sem vakti 17 ára gamall athygli í hljómsveit Miles Davis.  Hann spilađi af tilraunagleđi og var einn af frumkvöđlum í ađ brćđa saman tónlistarstíla.  Auk ţess ađ halda úti eigin tríói ţá spilađi hann međ Sonny Rollins,  Herbie Hancock,  Ron Carter,  Stanley Clarke,  Chet Baker,  Winton Marsalis og Eric Dolphy.

6  Steve Gadd

Bandarískur djassisti.  Hefur spilađ međ Chick Corea,  Jaco Pastorius,  Steely Dan,  Steve Khan,  Paul Simon,  Paul McCartney,  Frank Sinatra og Weather Report.

7  Ringo Starr

Breskur Bítill.  Hann spilađi ólíkt ţví sem áđur ţekktist.  Hann hlóđ einstaklega vel undir tónlistina og gerđi hana ţannig ađ sterku vörumerki.

8  Billy Cobham

Fćddur í Panama en flutti á barnsaldri til Bandaríkjanna.  Á stóran ţátt í mótun nútíma trommuleiks.  Var frumkvöđull í ađ nota af árásargjörnum krafti tvćr bassatrommur og spila brćđing (fusion). 

9  Max Roach

Bandarískur djassisti.  Spilađi međal annars međ Dizzy Gillespie.  Miles Davis,  Sonny Rollins,  Duke Ellington,  Chet Baker,  Clifford Brown og Charlie Parker.

10 Stewart Copeland

Fćddur í Bandaríkjunum en fjölskyldan flutti til Miđ-Austurlanda ţegar hann var ađeins nokkurra mánađa.  12 ára hóf hann trommunám í Englandi.  Hann er ţekktur fyrir reggískotinn trommuleik međ breska tríóinu The Police. 

Af ofantöldum trommurum eru á lífi ađeins Vinnie Colaiuta,  Steve Gadd,  Ringo Starr,  Billy Cobham og Stewart Copeland. 


Ţegar Harrison hrekkti Phil Collins

 

  Ýmsir tónlistarmenn líta á Phil Collins sem fígúru.  Eđa hafa ađ öđru leyti lítiđ álit á persónunni.  Til ađ mynda Liam Callagher.  Bítlarnir Paul McCartney, Ringo Starr og George Harrison líka.  

  1970 fékk sá síđastnefndi Phil til ađ spila á bongótrommur í laginu "Art of dying" fyrir plötuna flottu "All things must pass".  Hann var ţá í hljómsveitinni Flaming Youth.  Ţetta var nokkru fyrir daga Brand X og Genesis. 

  Ţegar platan kom út var bongótrommuleikur Phils fjarri góđu gamni.  Ţađ var áfall fyrir unga manninn sem dýrkađi Bítlana og hafđi stúderađ trommuleik Ringos út í hörgul.  Hann kunni ekki viđ ađ leita skýringar fyrr en mörgum árum síđar.  Ţá var hann orđinn frćgur og kominn međ sjálfstraust til ţess.

  George brá á leik.  Hann var alltaf stríđinn og hrekkjóttur.  Hann fékk Ray Cooder til ađ koma í hljóđver og spila afar illa og klaufalega á bongótrommur undir lagiđ.  Svo skemmtilega vildi til ađ í lok upphaflegu hljóđritunarinnar á laginu heyrist George kalla:  "Phil,  viđ hljóđritum ţetta aftur og nú án bongótrommuleiks."  

  Ţessa upptöku međ lélega bongóleiknum spilađi George fyrir Phil.  Honum var verulega brugđiđ; miđur sín yfir ţví hvađ bongótrommuleikur "hans" var ömurlegur.  Einnig viđ ađ heyra George í raun reka hann.  

  Phil sá sem George ávarpađi í upptökunni var ekki Collins heldur upptökustjórinn, Phil Spector.   Mörgum árum síđar sagđi George kauđa frá hrekknum.  Ţungu fargi var af honum létt. 


Heilsuátak Stónsara

  Óregluiđnađurinn hefur átt um sárt ađ binda síđustu árin.  Ţetta byrjađi međ ţví ađ gítarleikari The Rolling Stones,  Keith Richards,  hćtti á gamals aldri ađ nota eiturlyf.  Áđur var hann stórtćkur neytandi ţeirra í hálfa öld.  Hann hélt sig ekki viđ eitthvert eitt eiturlyfiđ heldur hellti ţeim öllum í sig sem hann komst yfir.

  Keith gafst upp á dópinu vegna ţess ađ honum ţótti eiturlyfin sem eru í bođi í dag vera léleg.  Útţynnt drasl.

  Ţessu nćst fékk whisky-iđnađurinn kjaftshögg er hann hćtti ađ ţamba daglegan skammt. Hann hćtti ađ drekka áfengi,  ađ eigin sögn.  Hefur síđan ađeins drukkiđ hvítvín og bjór.  Nú er ţađ sígarettuiđnađurinn sem fćr höggiđ.  Í október hćtti hann ađ reykja búđarsígarettur.  Segist vera hćttur ađ nenna ţví.  Ekki hefur komiđ fram hvort eđa hvađ hann reykir í stađinn.  

  Í fréttum er haldiđ fram ađ hann hafi reykt 19 pakka á dag.  Ţađ stenst ekki skođun.  Mestu strompar ná ekki ađ reykja nema 4 eđa 5 pakka á dag.  Hver sem rétt tala er ţá finnur sígarettuiđnađurinn fyrir heilsuátaki Keiths.  Hann segir ađ mun auđveldara hafa veriđ ađ leggja heróínneyslu á hilluna en retturnar.   

 


Ódýrt flug til Kína

 

  Ţađ er margt um ađ vera í Kína ţessa dagana.  Nú er lag ađ skella sér ţangađ - áđur en landiđ verđur of vestrćnt.  Reyndar er gott fyrir íbúa landsins ađ ţađ verđi vestrćnt.  Hinsvegar er ekkert gaman fyrir vestrćna ferđamenn í Kína ađ rölta á milli McDonalds og Burger King.  Ţađ geta ţeir gert heima hjá sér.  Nema á Íslandi.  Íslendingar taka ţorramat framyfir.

  Seint á síđustu öld hélt breska hljómsveitin Wham! hljómleika í Kína.  Skömmu síđar fylgdu Stuđmenn í kjölfariđ - undir dulnefninu Strax.  Ţetta voru fyrstu kynni Kínverja af vestrćnni poppmúsík.  

  Til gamans má geta ađ nokkru áđur komst kínverskur barnakór yfir lag eftir Gísla Helgason.  Barnakórinn fór međ lagiđ inn á Topp 10 kínverska vinsćldalistann.  Svo illa vildi til ađ á ţeim tímapunkti höfđu Kínverjar ekki gengiđ til liđs viđ alţjóđleg höfundarréttarsamtök.  Annars vćri Gísli auđmađur.  Ađeins munađi örfáum árum.

  Í dag tröllríđur vestrćn dćgurmúsík Kína.  Rapp, teknó, píkupopp,  alt-rokk og bara nefndu ţađ. 

  Svo skemmtilega vill til ađ um ţessar mundir er verđ á flugi til og frá Kína í lágmarki.  Hćgt er ađ skjótast ţangađ í menningarreisu fyrir ađeins 88 ţúsund kall (flug fram og til baka) og gćđa sér á djúpsteiktum rottum. 


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband