4.4.2007 | 01:52
Rífandi stemmning hjá Íslandshreyfingunni
Íslandshreyfingin hægri grænir snú hélt framboðsfund á Bláu könnunni á Akureyri. Fjórir fulltrúar léku á alls oddi. Tveir gestir mættu. Annar var útlendingur frá Gambíu sem að hélt að hann væri að mæta á íslenskunámskeið. Sennilega ruglaði nafn Íslandshreyfingarinnar hann í ríminu. Hann stendur ennþá í þeirri trú að hann hafi verið á íslenskunámskeiði. Honum þótti kennslugögnin léleg. En lætur gott heita vegna þess að námskeiðið var ókeypis. Hann lærði líka íslenska orðið grænt. Veit að vísu ekki hvað það þýðir. En getur borið það fram.
Hinn gesturinn er alsæmerssjúklingur sem man ekki eftir að hafa mætt á fundinn. Og veit ekki hvernig á því stóð að hann mætti á fundinn. En fundurinn tókst vel. Það skiptir mestu máli.
Verra þykir mér að Íslandshreyfingin hefur fellt út baráttumál varðandi lánshæfi námsmanna eftir að í ljós kom að það mál komst í höfn fyrir hálfu öðru ári. En samt. Menn eiga að standa á sínu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:51 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 1
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 809
- Frá upphafi: 4111620
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 658
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
En leiðinlegt að heyra.. þeim gengur vonandi betur í næsta bæjarfélagi.. áfram Ómar
Björg F (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 02:22
Nei, Björg mín. Þetta var sko ekkert leiðinlegt. Ég er sjálfur bæði ljósgrænn og dökkgrænn út og suður og fagna því, sem gervigrasafræðingur, öllum grænum framboðum gangi sem best. Nema Framsókn.
Jens Guð, 4.4.2007 kl. 02:30
..já og íhaldið.. er búin að fá alveg nóg af þeim núna í smástund..
mennirnir sem þykjast kunna að stjórna efnahagslífi þessa lands.. það var enginn sem stóð upp og mótmælti álverinu.. nema Davíð svona korter fyrr.. hnuss hnuss og hneykslan..
ætla að skella mér í róandi bað núna og hugsa eitthvað fallegt.. ég er búin að æsa mig svo yfir þá á síðunni minni í dag.. veitir ekki af slökun..
Björg F (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 02:37
Þetta hefur sennilega verið á Bláu KÖNNUNNI, Jens. GRÆNI hatturinn er svo á hæðinni undir kaffihúsinu og er tónleikastaður. Tveir flokkast varla undir fjölmenni en mér skilst á Margréti Sverris að fundurinn hafi verið góður :) Bestu kveðjur frá Akureyri,
Hlynur Hallsson, 4.4.2007 kl. 07:43
Það er frábært, ef Margréti duga tveir á þessum stað og er ánægð. það er svo mikill munur þegar ekki er verið með einhverja frekju s.br. máltækið "lítið gleður ........." og allt það.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 4.4.2007 kl. 08:19
Magga í sagga situr ein í bragga.
Georg Eiður Arnarson, 4.4.2007 kl. 08:31
Ég spái því að fyrir kosningar verði fólk búið að sjá í gegn um það, að þarna er um grínframboð að ræða hjá Ómari grínara og Margréti ,, prinsessu ", sem fór í mikla egofýlu þegar enginn vildi leika lengur.
Stefán
Stefán (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 10:21
Henni gekk allavega betur á Akranesi, þangað komu a.m.k. fjórir. Veit ekki hvort það voru alsheimer sjúklingar eða Gambíumenn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2007 kl. 10:29
Þau gætu gert eins og kratarnir á Sigló forðum. Héldu fundi sína í símaklefanum á torginu. Nema nú er leitun á símaklefum.......
Vilborg Traustadóttir, 4.4.2007 kl. 10:33
Svona saga gæti allt eins gert út af við framgang hreyfingarinnar, enda húmor sterkt vopn. Ef þeir ná að kroppa í fylgi Vg er það gott mál. Mjög gott mál. En heldur virðist þeim ganga illa í upphafi en best að bíða dóms þar til næsta skoðanakönnun birtist. Yfirlýsingar um andvana fæðingu verða því að bíða enn um sinn.
Ólafur Als, 4.4.2007 kl. 10:47
Magga var svo ánægð með með fundinn að hún stakk af og fór í fermingarveislu. Þar voru betri veitingar á boðstólum. Það telur þegar hungrið sverfur að.
Fjórir gestir á Akranesi. Það er glæsilegt að tvöfalda aðsókn á milli funda.
Takk fyrir, Hlynur, að leiðrétta nafnið á fundarstaðnum. Ég laga það í færslunni.
Jens Guð, 4.4.2007 kl. 11:18
Fyndið. Ó-Mar hlýtur að hafa húmor fyrir þessu. Þau héldu fund og það mættu báðir!
Magnús Þór Hafsteinsson, 4.4.2007 kl. 14:27
Ef annar var útlendingur en hinn með heilabilun, hver bar þá söguna í þig?
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 4.4.2007 kl. 15:04
Þorsteinn, gáðu að því að starfsfólk Bláu könnunnar var fjölmannara en fundargestir. Ó-Mar-grét & co eiga líka kunningja sem þau tala við. Ekki marga reyndar. En nokkra. Þannig að ég fékk ekki aðeins söguna úr einni átt heldur staðfesta úr annarri átt.
Jens Guð, 4.4.2007 kl. 15:18
Kanski finnst 'O-Mari-þetta eki fyndið lengur,þá er það 'O-Mar-grét (grætur)
Rannveig H, 4.4.2007 kl. 16:27
Ekki átti það að vera ,Jen ég er búin að hafa samband vi hjólakappann í ræreyum .Takk
Rannveig H, 4.4.2007 kl. 16:29
dem það er einhvað lyklaborðinu nú er ég hætt
Rannveig H, 4.4.2007 kl. 16:30
Fínt fyrir okkur sem eigum þetta eftir að fá svona upplýsingar Jens. Maður passar sig bara á því að taka fundargestina með sér í svona túra til vonar og vara!
Haukur Nikulásson, 4.4.2007 kl. 18:25
Ég frétti að Ómar vildi frekar störf handa tölvunördum en álvitum.
Björn Heiðdal, 4.4.2007 kl. 18:28
Já, nú verða hænurnar að fjöðrum hjá sögumönnum, - en í gamla daga urðu fjaðrirnar að hænum. Íslandshreyfingin var með húsfylli á Sauðárkróki í gær í rífandi stemningu og mælist með 5,9 prósent í 800 manna úrtaki Félagsvísindastofnunar í Norðausturkjördæmi, - næstum helming af fylgi sjálfrar Framsóknar í besta kjördæmi hennar.
Íslandshreyfingin mælist með 40 prósent meira fylgi en Frjálslyndir í kjördæminu í þessari könnun. Miðað við þau fylgishlutföll fáum við kannski bráðum að heyra sögur af því að 1,3 heilabilaður útlendingur hafi komið á fund hjá frjálslyndum. En er ekki hægt að lyfta þessari umræðu upp á örlítið hærra plan?
Ómar Ragnarsson, 4.4.2007 kl. 20:46
)Biðst afsökunar á að hafa tekið skakkt eftir (ekki trúað) fylgistölu frjálslyndra í Norðausturkjördæmi sem er 2,1 prósent eða rúm 30 prósent af fylgi Íslandshreyfingarinnar. Þá gæti sagan af fundi frjálslyndra hljóðað upp á 0,7 heilabilaðan útlending.
Ómar Ragnarsson, 4.4.2007 kl. 21:03
Í sögunni var hvorki útlendingurinn heilabilaður né sá heilabilaði útlendingur.
Daníel (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 21:12
Ómar ætlið þið í Framtíðarlandinu ekki að svar mínum spurningum sem beint var til ykkar um skörun á Framtíðarlandinu og Íslandshreyfingunni ? og þeim spurningum sem ég spurði. Ég vil fá svör, og þau skýr og það eru fleiri sem vilja fá svör. Vinsamlegast svarið þið þeim spurningum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2007 kl. 23:07
Ómar; I love you
Björg F (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 23:10
Hvenær opnaði Jens "einkamáladálk" hér?
Vilborg Traustadóttir, 4.4.2007 kl. 23:27
Eftir því sem mér skilst var Gambíumaðurinn bara ferðalangur sem millilenti á Akureyri á leið frá Afríku til Ameríku. Og þótti heldur en ekki ævintýri að komast á íslenskunámskeið á meðan verið var að dæla bensíni á flugvélina hans.
Jens Guð, 5.4.2007 kl. 00:41
Kannski ætti Íslandshreyfingin að skella sér til Kanarí, mér skilst að meir að segja Framsókn hefði náð 10-15 manns á kosningafundi þar.
Guðmundur (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 07:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.