Skrýtin lög

  Nígería gæti verið ríkasta land Afríku.  Olía kraumar og vellur þar upp úr öllum holum.  Staðreyndin er aftur á móti sú að 140 milljónir íbúa Nígeríu eru í hópi þeirra fátækustu í heiminum.  Ég veit ekki hvert olíuauðurinn rennur.  Á eftir að kanna það.

  Ýmislegt er bannað í Nígeríu.  Meðal þess sem bannað er að flytja inn til Nígeríu eru lifandi blóm,  gerviblóm,  ljósmyndir af blómum og málverk af blómum.  Einnig er innflutningur á tannkremi stranglega bannaður að viðlögðum þungum refsingum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það hafa leitað til okkar mektarmenn á borð við fyrrverandi hershöfðingja í kröggum.  Þeir hafa fengið lánaða hjá okkur bankareikninga til að leggja inn á okkur upp á 30% hlutdeild.  Í gær bað einn mig um að hýsa 78 milljónir dollara í nokkra daga og lofaði mér 280 milljónum íslenskra króna fyrir greiðann. Mér fannst það ótrúlega rausnarlegt.  Ég er ennað hugleiða málið.  Þarf víst að borga honum einhverja tryggingu upp á 3-4 milljónir því það er ekkert sjálfsagt að treysta bláókunnugum manni fyrir svona fúlgum án þess að hann sýni traustverðugleika sinn í verki.  Ég á ekki svona mikinn pening, en lýsi eftir hjálp ef einhver á eitthvað aflögu.  Þetta skilur á milli feigs og ófeigs fyrir aumingja manninn og maður getur ekki verið þekktur fyrir annað en að reyna að verða honum að liði.  Mér hefur dottið í hug að bjóða honum skreið.  Það er víst gjaldgenur miðill þarna niðurfrá.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.4.2007 kl. 14:38

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þarna á ég við Nígeríska mektarmenn.  Ég vann líka milljón pund um daginn í lottói, sem ég spilaði ekki í og milljón dollara í öðru.  Ég bíð í ofvæni eftir þessum ávísunum. Þá get ég kannski haft ráð á að svar þessum neyðarköllum frá Nígeríu.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.4.2007 kl. 15:43

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Það er málið!

Í Nígeríu er gjörspillt landsstjórn og allur þjóðarauðurinn fer úr landi.

Á dögum íslensku skreiðarverslunarinnar á sínum tíma urðu íslenskir skreiðarkaupmenn að múta embættismönnum allríflega til að fá leyfi að skreiðarskipin gætu lagst að bryggju. Svo varð að múta öðrum embættismönnum til að fá leyfi að afferma skipið. 

Ef þetta var ekki gert þá mátti reikna með að allfjörugt og gróskumikið skordýralíf æti upp skreiðarbirgðirnar í skipunum!

Því miður hefur þetta ekki breyst og nú eru liðnir nær 4 áratugir.

Mosi

alias Guðjón Jensson 

Guðjón Sigþór Jensson, 13.4.2007 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband