Hláleg mistök

  Konu í Vestmannaeyjum,  Gíslínu Magnúsdóttur,  var töluvert brugðið á dögunum.  Hún var að prjóna peysu og vantaði tölur til að sauma á hana.  Tölurnar pantaði hún úr verslun í Reykjavík.  Nokkru síðar kemur sending frá versluninni.  En það voru engar tölur í henni.  Bara hellingur af seðlum.  Fullt af 5000 köllum,  1000 köllum og nokkrum 500 köllum.  Einnig einhverjar nótur.

  Ína,  eins og Gíslína er kölluð,  brást hin versta við.  Hana vantaði tölur en ekki peninga.  Hún hringdi í búðina og hellti sér yfir starfsfólkið.  Heimtaði tölur og engar refjar.  Peningadraslið sagði hún að búðin fengi aftur í hausinn því að Vestmanneyingar séu ekki vanir að henda peningum í ruslið. 

  Fát kom á viðmælandann í búðinni.  Þegar málið var betur skoðað kom í ljós að nýr starfsmaður hafði tekið á móti pöntuninni á tölunum.  Sá hélt að Ína væri að biðja um tölur yfir uppgjör dagsins.  Sendi henni þess vegna þær tölur ásamt uppgjörinu. 

  Til að fyrirbyggja að svona mistök endurtaki sig var samið við Ínu um að hún biðji næst um hnappa en ekki tölur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Þetta er góð saga og greinilega töluverður misskilningur þarna á ferð.

Kær kveðja frá Kall Tomm.

Karl Tómasson, 14.4.2007 kl. 01:02

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Alveg stórkostlegt Jens he he.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.4.2007 kl. 02:22

3 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

 Góð endursögn !

Þorsteinn Gunnarsson, 14.4.2007 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.