Klaufskur smyglari

  Króatískir tollverðir gripu mann nokkurn glóðvolgan er hann reyndi að smygla inn í landið 175 kameljónum.  Maðurinn brást hinn versti við og ásakaði þann sem seldi honum kameljónin um óheiðarleika.  Sá hafði fullyrt að kameljónin skipti um lit til samræmis við umhverfið.  Þess vegna væri óhætt að fylla tösku af þeim og þegar tollverðir myndu kíkja ofan í töskuna sæju þeir ekki kameljónin þar sem þau væru orðin samlit töskunni. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Augun hafa sennilega komið upp um þau. 350 augu í tómri tösku eru grunsamleg.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.4.2007 kl. 17:13

2 Smámynd: Jens Guð

Maðurinn reyndi smyglið um miðja nótt gagngert til að kameljónin væru sofandi með lokuð augu. 

Jens Guð, 15.4.2007 kl. 17:42

3 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Hehehehe... snilldarsaga. Gæti hann hafa verið búinn að fá sér of margar Camel)-Jónur,,, ;) ???

Jón Þór Bjarnason, 15.4.2007 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband