Sama platan keypt aftur og aftur

  Ţegar ég dett um plötusafniđ mitt tek ég stundum óvćnt eftir ţví ađ sama platan hefur veriđ keypt aftur og aftur.  Eintökin eru ekki í öllum tilfellum alveg eins.  Ferli margkeyptustu (nýyrđi sem nćr vonandi ekki útbreiđslu) platnanna getur veriđ eftirfarandi:

78 snúninga plötur.  Fyrstu plöturnar sem ég kynntist voru 75 snúninga.  Ţćr voru úr hörđu plasti og brothćttar.  Enda brotnuđu ţćr allar áđur en ég náđi fullorđinsaldri. 

Smáskífur.  Hitađ var upp fyrir útgáfu stórra platna,  Lp,  međ ţví ađ gefa út á 2ja - 4ra laga plötum útvarpsvćnstu lögin.  Ţetta var lengi regla.  Ţađ eimir enn eftir af henni.  Stundum voru gefnar út allt upp í 6 smáskífur međ lögum sem síđan enduđu öll á einni stórri plötu.  Ástćđan fyrir ţví ađ fólk keypti smáskífurnar vitandi ađ lögin kćmu fljótlega út á stórri plötu var bćđi óţolinmćđi og ţó ennţá frekar hitt;  ađ aukalög á smáskífu voru oftast uppfyllingarefni sem aldrei kom út á stórri plötu.  Ađdáendur flytjandans vildu samt heyra og eiga aukalögin.

Lp mono.  Lengi vel voru allar plötur,  litlar sem stórar,  einóma (mono). 

Lp steríó.  Um og upp úr miđjum sjöunda áratugnum var fariđ ađ gefa út tvíóma (steríó) plötur.  Ţađ voru mikil viđbrigđi ađ hlusta á músík í steríó,  samanboriđ viđ mono.  Margar vinsćlar eldri plötur voru ţá endurútgefnar í steríó.

Amerískar útgáfur.  Fram eftir sjöunda áratugnum var algengt ađ plötur vćru gefnar út í evrópskri útgáfu annarsvegar og amerískri hinsvegar.  Ţetta gerist ennţá en var nánast regla á sínum tíma.  Ólíkur músíksmekkur var ástćđan.  Lögunum var rađađ ólíkt upp.  Oft var ekki um öll sömu lög ađ rćđa.  Stundum var umslagshönnunin ólík.  Fyrst komu plöturnar út í Evrópu.  Síđan í Ameríku.  Löngu síđar fengust amerísku útgáfurnar í Evrópu.  Alvöru Bítla-ađdáandi,  svo ađ dćmi sé tekiđ,  varđ ađ eiga báđar útgáfurnar. 

Surrounding quadraphonic.  Ţegar leiđ á hippaárin var fariđ ađ gefa út víđóma (surrounding quadraphonic) plötur.  Hátalarar ţurftu ţá ađ vera 4 í stađ 2ja.  Ţađ var áhrifamikiđ ađ hlusta á Pink Floyd plöturnar í ţessu kerfi. 

8 rása segulbönd.  Á fyrri hluta áttunda áratugarins var enginn mađur međ mönnum nema vera međ 8 rása segulbandstćki í bílnum.  Hljómurinn í 8 rása segulböndum var töluvert betri en í litlu kassettunni.  Gallinn viđ 8 rása segulböndin var ađ ekki var ekki hćgt ađ taka músík upp á ţau,  öfugt viđ litlu kassettutćkin.  Ţegar heilu kvöldin og helgarnar fóru í ađ rúnta um á Ford Torino GT Super Sport var ekki hjá ţví komist ađ kaupa uppáhalds plöturnar í 8 rása segulbandsforminu.   

Remasterađ.  Ţegar leiđ á áttunda áratuginn var fariđ ađ endurhljóđblanda helstu plötur rokksögunnar.  Ný "half-speed" hljóđblöndunar ađferđ bćtti hljóminn verulega.

DAT.  Um miđjan níunda áratuginn kom á markađ hiđ byltingarkennda stafrćna segulband,  Digital Audio Tape.  Spólurnar áttu ađ endast óbreyttar um aldur og ćfi.  Hljómgćđin voru fín.  DAT var bannađ međ lögum í Bannríkjum Norđur-Ameríku.  Ţar í landi óttuđust menn ađ frelsi á ţessu sviđi kćmi niđur á plötubransanum.  DAT náđi sér á skriđ í Evrópu en vék snögglega fyrir nćstu bylgju. 

Geisladiskar.  Í kjölfar DAT kom geisladiskurinn á markađ.  Japanska hljómtćkjafyrirtćkiđ Sony keypti ţá bandaríska plöturisann CBS.  Kom ţannig í veg fyrir geisladiskurinn yrđi líka bannađur í BNA.  Ţó tókst ađ hindra ađ geisladiskar kćmust inn á bandarískan markađ í 2 ár. 

ADD geisladiskar.  Fyrstu árin voru geisladiskar hráar afritanir af vinylplötum (AAD).  Síđar var fariđ ađ yfirfćra á stafrćnt form grunnuptökur af segulböndum og hljóđblanda starfrćnt (ADD).  Viđ ţađ bötnuđu hljómgćđi. 

Digital Remasterađ.  Ţađ sem kallast digital remasterađ í dag er miklu betur unniđ en ţađ sem á sínum tíma var skráđ ADD.  Allt hljóđ er dauđhreinsađ af öllu segulbandshljóđi og hver einasti tónn skođađur međ hliđsjón af fullkomnustu hljómgćđum.  Margar ţessara digital remasteruđu platna eru DDD (stafrćnt unnar frá A - Ö).

Endurútgáfa međ aukalögum.  Gamla Lp-platan gat ekki međ góđu móti rúmađ mikiđ meira en 45 mínútna efni.  Geisladiskurinn er í stöđugri framţróun.  Í dag hýsir hann léttilega 80 mínútur.   Nú er venja ađ bćta aukalögum á geisladiska ţegar ţeir eru endurútgefnir.  Oft eru ţađ B-lög af smáskífum,  eitt og eitt lag í hljómleikaútgáfu og eđa "remixađar" útgáfur af vinsćlum lögum. 

Pakki.  Nýjasta bylgjan í margsölu á sömu plötu er ađ 2 - 3 plötutitlum međ sama flytjanda er smalađ saman í pakka ásamt DVD diski.  Oftast fylgir ţá greinargóđur og yfirgripsmikill bćklingur međ.

  Ţetta allt saman er til fyrirmyndar.  Virkilega gaman ađ markađsstjórar plötufyrirtćkja vinna fyrir kaupinu sínu.  Ţađ er líka gaman ađ hlusta á plötu sem mađur hefur keypt mörgum sinnum áđur en vera samt međ eitthvađ nýtt í höndunum.  Ţetta er pínulítiđ eins og ađ sofa eftir margra ára hlé hjá gamalli kćrustu. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef ţú svo bćtir MP3 viđ ţá getur ţú eignast allt plötusafniđ ţitt upp á nýtt :)

Egill Harđar (IP-tala skráđ) 18.4.2007 kl. 16:49

2 Smámynd: Tómas Ţóroddsson

Jens, ţú hefur svo mikinn áhuga á tónlist, tjekkađu á ţessu. Algjör snilld.

Tómas Ţóroddsson, 18.4.2007 kl. 18:59

3 Smámynd: Jens Guđ

  Á spilaranum á síđunni ţinni stendur "Playlist not found".  Ég tékka aftur síđar til ađ vita hvort spilarinn hjá ţér hrekkur í gang. 

Jens Guđ, 18.4.2007 kl. 19:08

4 identicon

Torino GT, ekki leiðinlegur rúntari. Klikkaði ekki í Festi í den og ekki var hann heldur ónýtur í afmælinu ógurlega  sem við héldum í smáíbúðarkverfinu þegar Siggi sofnaði á þakinu. Það var nú eitthvað annað en "gettaway car" Citroen drusla pabba þíns.

viđar (IP-tala skráđ) 18.4.2007 kl. 22:02

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Smáinnsuđ, ţví ađ mig grunar ađ ţú viljir vera nákvćmur í sagnfrćđinni.

Mike Oldfield platan Tubular Bells var fyrsta platan sem fékk frćgđ fyrir ađ vera gerđ fyrir fólk međ fjögur eyru, (quadraphonic).

Ég átti 8-track heimatćki međ upptöku, ţannig ađ doleiđis var víst til & brúkađist fínt ţó svo ađ bíltćkin vćru ekki međ upptöku, frekar en kassettubíltćkin.

12" sínglar voru líka vinsćlir á diskótímanum & eiga ađ fá ađ vera međ.

DigitalAudioTape er enn notađ í hljóđverum víđa ţó ađ máske séu fleiri slík tćki notuđ til aftritunar tövlugagna enda snilldargrćja í slíkt.

En yndisleg sagnfrćđi ađ lesa, rifjađi upp skemmtilegar minningar um ţessa öru ţróun sem ađ bara hefur átt sér stađ á okkar mannsaldri, & viđ báđir ungir enn.

S.

E.s.  Ţađ er heldur ekkert ađ ţví ađ falla stundum í gamla góđa fariđ, "ţví ađ ef ađ fariđ er fćrt, ţá er fćrt ađ fara..."

Steingrímur Helgason, 18.4.2007 kl. 22:30

6 Smámynd: Jens Guđ

Ég er sammála ţér,  Viđar,  ađ Torinoinn minn var flottari en Citroen-inn hans pabba.   Ég er ekki frá ţví ađ Torinoinn hafi veriđ međ allra glćsilegustu bílum landsins ţarna á fyrri hluta áttunda áratugarins.

Siggi var ekki kröfuharđur varđandi svefnstađi.  Hann sofnađi ekki ađeins ofan á bílum heldur man ég eftir ađ hann svaf eina nótt á húsţakinu í Heiđargerđi.  Var ţađ ţó nokkuđ bratt og Siggi blindfullur. 

Steingrímur,  ég ţakka fróđlegt innlegg.  Ég stóđ ranglega í ţeirri trú ađ 8 rása tćkin hafi alfariđ veriđ bílatćki. 

Ég man vel eftir 12" singlunum.  Ţeir innihéldu yfirleitt extra langar útgáfur af danslögum.  Ég seldi í pönkbúđinni Stuđ reiđinnar bísn af "Blue Monday" međ New Order á 12".  Ég held ađ allir plötusnúđar landsins hafi keypt hana.      

Jens Guđ, 19.4.2007 kl. 20:55

7 Smámynd: Jón Ţór Bjarnason

Stórskemmtileg upprifjun, mađur fer alveg á nostalgíusnúning... en voru ekki ţessar glerhörđu gömlu 78 snúninga, frekar en 75? Ţegar ég flutti á Freyjugötuna á Króknum sem gutti var fullt af ţessum plötum í kassa á háaloftinu. Ţađ var hćgt ađ nota ţćr sem frisby (hafđi aldrei séđ svoleiđis ţá) og ţćr smölluđust skemmtilega í grjótinu niđrí fjöru. Um haustiđ var kassinn tómur. 

Jón Ţór Bjarnason, 19.4.2007 kl. 21:40

8 Smámynd: Jens Guđ

Ţađ er rétt hjá ţér,  Jón Ţór,  ađ glerhörđu plöturnar voru 78 snúninga.  Takk fyrir ađ benda mér á ţađ.  Ég ćtla ađ leiđrétta ţađ í fćrslunni svo ađ ţessi villa verđi ekki útbreidd.  45 snúninga plöturnar voru klárlega ađ rugla mig. 

Ţađ var áreiđanlega ekki tjón ţó ţú smassađir ţessum plötum í fjörunni.  Ţćr áttu ekki möguleika í samkeppni viđ vinylplötur.  Hljómgćđin voru afar léleg.   

Jens Guđ, 19.4.2007 kl. 22:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband