"Pick up" línum slátrað

  Á skemmtistöðum slá menn stundum um sig með svokölluðum "pick up" línum.  Karlar reyna við fagrar konur sem þeir rekast á og reyna að stytta sér leið með sniðugum "pick up" línum.  Stundum eru þær skotnar í kaf með góðum tilsvörum.  Dæmi:

Karlinn:   Hef ég ekki séð þig einhversstaðar áður?
Hún:  Jú,  ætli það ekki.  Það er sennilega þess vegna sem ég hætti að fara þangað.
.
Karlinn:   Eigum við að kíkja heim til mín eða þín?
Konan:  Kíkjum á báða staðina.  Þú kíkir heim til þín og ég kíki heim til mín.
Karlinn:   Ég ætla að laga enskan morgunverð í fyrramálið.  Hvernig vilt þú hafa eggin þín?
Hún:  Ófrjóvguð.
. 
Karlinn:  Vá hvað þú ert sæt.  Fyrir þig er ég tilbúinn að ganga á enda veraldar.
Hún:   Frábært!  Og ertu til í að vera bara þar?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Stingur puttanum ofan í bjórglasið hjá fórnarlambinu og skvettir svo nokkrum dropum á peysuna/bolinn: "Best að við komum þér heim og úr þessum blautu fötum!" Gets'em every time

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 20.4.2007 kl. 08:39

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jens. Eru þetta sannar sögur af sjálfum þér

Jóna Á. Gísladóttir, 20.4.2007 kl. 10:45

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Í mínu ungdæmi voru ekki til neinar "pick up" línur enda var oft svo mikill hávaði á böllum að samræður voru nánast vonlausar. "Ha, ég heyri ekki hvað þú segir", "er hvað...", ....sagðirðu glas?", "ha", "...núna".

Benedikt Halldórsson, 20.4.2007 kl. 12:12

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ooo. Þarna blottaði Jónína línuna mína.  Þessi finnst mér alltaf góð: "Er pabbi þinn þjófur?"   Stelpa: "Nei, það held ég ekki."  Hann: "Víst hann hefur stolið öllum stjörnum himinsins og sett í augun á þér."  

Jón Steinar Ragnarsson, 20.4.2007 kl. 12:14

5 identicon

Ég nota alltaf: (hendi í þær tuttugu krónum) "Hérna, hringdu í pabba þinn og segðu honum að þú komir ekki heim í kvöld" Og vitimenn, það virkar alltaf!

Janus Proppe (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 12:30

6 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Sástu einhverntímann 12 grýlna jakkan hans PK   -   

svo voru það stuttu samtölin ...  hvaðan ertu?  að austan.

Pálmi Gunnarsson, 20.4.2007 kl. 12:37

7 Smámynd: Jens Guð

Jóna,  bæði já og nei:  Já,  sögurnar eru af mér.  Nei,  þær eru ekki sannar.

Pálmi,  ójá,  ég sá 12 grýlna jakkann.  Hann var "pick up" út af fyrir sig. 

Jens Guð, 20.4.2007 kl. 13:16

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það stóð allavega ekki á boðunum þegar 12 grýlna jakkinn var á svæðinu, fengu færri en vildu minnir mig

Ásdís Sigurðardóttir, 20.4.2007 kl. 13:25

9 Smámynd: Helga Sigrún Harðardóttir

Fyrir þá sem aldrei sáu jakkann en hafa heyrt af honum þjóðsögur... var hann ekki 18 grýlna? Eða var það seinni tíma viðbót Sálarinnar?

Helga Sigrún Harðardóttir, 20.4.2007 kl. 16:31

10 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

hæ Helga - jú einn af þeim en mér fannst þessi 12 grýlna alltaf flottastur ..

Pálmi Gunnarsson, 20.4.2007 kl. 19:15

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er ekki bara best og vinsælast "viltu vera mem? virkaði í barnæsku minni

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.4.2007 kl. 19:44

12 identicon

Gaman að segja þér að færslurnar þínar eiga það til að leka inn á barnaland án þess að þér sé gefið kredit. Það er samt tekið fram þegar eftir því er tekið af öðrum lesendum. Þetta er alltaf sama nikkið og reyndar nikk sem allir þekkja :) Annars er ég ekkert að kvarta snilldar penni á ferð (þú þá)

kveðja. M. Johannsdottir (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 23:11

13 Smámynd: Jens Guð

  M. Johannsdóttir,  ég veit ekki hvað barnaland er.  Hljómar eins og vettvangur fyrir upplýsingar um börn og uppeldi.  En hvað,  er þar verið að copy/paste af minni bloggsíðu? 

  Jóna Ingibjörg,  hefði ekkert orðið úr þessu hjá ykkur ef þú hefðir verið að norðan?  

Jens Guð, 20.4.2007 kl. 23:30

14 Smámynd: Jens Guð

  M. Johannsdóttir,  takk fyrir að benda mér á þetta.  Ég fann þetta barnaland.is og umskrifaðar færslur eftir mig þar.  Svo sem ágætt að fólk hafi gaman af en mér þykir þó verra að ekki sé getið hvaðan þetta er tekið.  Þakka fyrir að það sé upplýst.

  Þetta er eins og að í þrígang hef ég komist að því að skrautskriftarkennarar ljósrita fyrir sína nemendur forskriftarbækur sem ég hef skrifað.  -  Án þess að nemendur séu upplýstir um hver vann forskriftirnar.  Hinsvegar hef ég gefið grænt ljós á það þegar kennarar hafa beðið mig um leyfi fyrir því að nota mínar forskriftarbækur til kennslu og tekið fram að þeir upplýsi hvaðan gögnin eru. 

Jens Guð, 20.4.2007 kl. 23:43

15 identicon

Eftirminnilegasta pikköpp lína sem ég hef heyrt er: "Hvar keyptirðu þessa skó? Ég hef aldrei séð þetta módel áður." Þetta var sagt í biðsalnum fyrir ferjuna frá Rönne til Kaupmannahafnar í ágúst 2005. Þessi orð breyttu lífi mínu á margan hátt en þó ekki á þann hátt sem hér er fjallað um að ofan.

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 23:48

16 Smámynd: Steingrímur Helgason

Fyrir mér hafa aldrei dona 'pikköpplínur' í ætt við,,,

Fyrirgefðu .. hvað er klukkan? Hún: 10:30

Þú: Ahaa ... 21. júlí 1997 .. klukkan 10:30 .. ég vil bara leggja stundina á minnið þegar ég hitti fallegustu konu í heimi.

Eða, ertu til í að klípa mig? Hún: Afhverju? Þú: Ég vil bara vera viss um að mig sé ekki að dreyma.

Hvað þá, Áááá ... mig verkjar í tennurnar.

 Hún: Afhverju?

Þú: Þú ert svo sæt ...

Dona virkar ekki á íslenskar konur yfirleitt.

Þær eru nú þrátt fyrir allt vanari, hey þú, ég kaubaði í glasið, við núna heima að ríða.

Þeir sem að halda því fram að það segi eitthvað um íslenska karlmenn, ættu dáldið að athuga áunninn kynjamismun.

Jens, ég geri í framtíðinni ráð fyrir því að þú gangir lífsgötuna einsamall, þar til að þú uppfræðir mig betur, ef þú villt. 

S.

Steingrímur Helgason, 21.4.2007 kl. 01:08

17 Smámynd: Jens Guð

  Steingrímur,  ég skildi fyrir 7 árum eftir næstum því aldarfjórðungs langt hjónaband.  Það hefur verið alltof gaman síðan til að fara aftur í fasta sambúð. 

Jens Guð, 21.4.2007 kl. 01:30

18 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég tel mig uppfræddari orðinn, takk fyrir það.

S.

Steingrímur Helgason, 21.4.2007 kl. 01:31

19 identicon

Þetta ætti að segja okkur karlmönnunum að tala bara frá hjartanu og sleppa þessum blessuðu pikk-öpp-línum. Mikið er ég feginn að vera ekki kona, ég gæti ekki setið undir svona setningum án þess að valda manntjóni.

Egill Harðar (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 02:07

20 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Mín mest successful pickuplína fram til þessa;

 "Hvað segiru um að koma heim, slátra nokkrum öllurum, reykja eitthvað mislöglegt og láta ríða þér í hönk?"

Hefur virkað vel fram til þessa enda fer mér mun betur að vera bara heiðarlegur og crass heldur en sub-rosa og á einhverjum bleikum vænmisnótum.

Annars eru aðrar skemmtilegri eins og;

 'Er pabbi þinn þjófur?'

: Nei:

'Viltu þá biðja hann um að skila mér veskinu mínu!'

Sem og;

'Má ég hólka þig ef ég þykist vera rómó...?

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 21.4.2007 kl. 06:54

21 Smámynd: Ragnheiður

Þetta er nú afar fróðlegur lestur,gaman að þessu. En í alvöru virkar nokkuð af þessu ?

Ragnheiður , 21.4.2007 kl. 13:23

22 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ein sem virkar og er ástæðahérvistar minnar.  Afi gamli nálgaðist hana ömmu mína, feimna yngsmær, dró kynþokkafullt í brýrnar og tók aðra flettuna hennar í lófann og sagði: "Má ég eiga þessa flettu?"  Amma mín stokkroðnaði og horfði á tærnar á sér teikna hringi í moldina og svaraði á innsoginu: "Já."

Pikköpplínur eru semsagt ekki nýtt fyrirbrigði. 

Jón Steinar Ragnarsson, 21.4.2007 kl. 13:35

23 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Ef þið haldið svona áfram styttist í endalokin, var reyndar ekki á áætlun að geyspa golunni úr hlátri  - guði sé lof fyrir grínið

Pálmi Gunnarsson, 21.4.2007 kl. 13:49

24 identicon

 Ég er að velta fyrir mér.. NOTIÐ ÞIÐ FULLORÐNA FÓLKIÐ PICK-UP LÍNUR?!?!?!?!?! Þetta hlýtur að vera djók?

Björg F (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 22:27

25 Smámynd: Jens Guð

  Ég held satt að segja að enginn noti "pick up" línur í alvörunni.  Nema afi hans Jóns Steinars.  Snilldar saga.  Jú,  og reyndar man ég eftir því fyrir mörgum árum að ég sat á skemmtistað ásamt ungum kunningja.  Við vorum að hlusta á grænlenska hljómsveit.  Hann varð ástfanginn af söngkonunni.  Eftir hljómleikana tjáir hann stúlkunni hrifningu sína og klikkir út með þessum orðum:  "Handa svona fallegri konu væri ég tilbúinn að láta byggja sumarbústað."

  Sú grænlenska vissi ekki um hvað hann var að tala.  Það eru engir sumarbústaðir þar í landi.  En hún benti honum á að hún ætti kærasta.  Þá sagði kunninginn - en það svo sem virkaði ekki heldur:  "Ef það breytir einhverju þá væri ég til í að byggja handa þér 2 sumarbústaði."

Jens Guð, 21.4.2007 kl. 22:50

26 identicon

Sæl og blessuð.. pick up línur er oft skemmtilegar til þess að brjóta upp "stífið" .. Vil benda á að ég var út í búð og gleymdi að skrá mig út.. í millitíðinni komst dóttir mín í tölvuna, skrifaði athugasemd hér fyrir ofan en fattaði ekki að mamma sín var skráð inn..

Björg F (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 22:55

27 Smámynd: Jens Guð

Hehehe!  Skemmtileg dóttir.  Gott að hún skrifaði ekkert meira krassandi en þetta í þínu nafni.  Ég varð pínulítið hissa.  Minnir að ég hafi einhversstaðar á blogginu séð að þú ert hátt á fertugsaldri.  Fór að hugsa:  Þó að ég sé á sextugsaldri þá eru flestir sem hafa "kommenterað" nær þér í aldri.  Þannig að,  já,  innlegg dóttur þinnar var einhvern veginn ekki alveg að passa.  En bara skemmtilegt. 

Jens Guð, 21.4.2007 kl. 23:06

28 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ég lennti eitt sinn með tveimur félögum mínum inná Hverfisbarinn í Víkinni, og þeir félagar mínir sem eru töluvert yngri en ég sögðu að það væri staðurinn með stóru essi.

Eftir að hafa dvalið þar inni nokkra stund þá datt mér í hug ein lína sem ég er ekki viss um að myndi gagnast nokkrum en sökum aldursmunar á mér og flestum sem þar inni voru hefði hún eiginlega verið sú eina rétta:

"Vorum ég og pabbi þinn ekki saman á Eiðum "88??"

Tek það fram til að koma í veg fyrir misskilning að við hjónin erum búin að vera í vígðri sambúð í hart nær 15 ár og ekki stendur til að breyta því neitt, en línan fékk 11 af 10 mögulegum hjá félögum mínum...

Eiður Ragnarsson, 22.4.2007 kl. 06:06

29 identicon

hem hem ... hátt í fertugsaldur?.. hérna ég er nýorðin 35.. hjá mér heitir það "rétt rúmlega" 30..

Björg F (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband