Einsleitur hópur á framhjáhaldssíðu

  Sem kunnugt er brutust vondir kallar inn í framhjáhaldssíðuna Ashley Madison.  Ekki nóg með það.  Þeir hafa opinberað skráða notendur síðunnar.  Fjölmiðlar hafa komist yfir gögnin.  Í þeim má finna nöfn nafntogaðra manna í mörgum löndum.  Þetta eru stjórnmálamenn,  prestar og aðrar fyrirmyndir almúgans.

  Við athugun kom í ljós að framhjáhaldssíðan er stórt svindl.  Það var ekki upphaflega uppskriftin.  Vandamálið er að konur halda ekki framhjá í gegnum framhjáhaldssíðu.  Aðstandendur síðunnar brugðu á það ráð að dæla inn á hana fölskum prófílum af konum.  Tilbúningi.  

  Karltuskurnar sem skráðu sig inn á síðuna höfðu ekki hugmynd um að þeir voru að borga fyrir aðgang að síðu sem samanstóð nánast alfarið af öðrum körlum.  Menn með mönnum.  Það er dáldið vandræðalegt fyrir viðkomandi;  að hafa borgað fyrir aðgang að kvenmannslausri framhjáhaldssíðu.  

  Í dag geta þeir hrósað happi.  Kvenmannslaus framhjáhaldssíða gat ekki leitt til trúnaðarbrots.  Hversu mjög sem ásetningur var einbeittur.  Eða öllu heldur hvernig forvitni rak grandalausa einfeldninga á villigötur.  

bill monica-lewinsky-  


mbl.is Guðfræðingur og átta barna faðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvað með það þó að íslenskur ráðherra sé í ævintýraleit ?  Sumir eltast við villt ljón í Afríku, aðrir við villtar kerlingar út um allan heim og fá nú ekki að vera í friði við það, ekki frekar en færeyingar að eltast við grindina.   

Stefán (IP-tala skráð) 2.9.2015 kl. 08:15

2 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  það er um að gera að leyfa ráðherrum að sletta úr klaufunum.

Jens Guð, 2.9.2015 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.