Verstu plötur rokksögunnar

  Söluhæsta músíkblað heims heitir Rolling Stone.  Það er bandarískt en er einnig gefið út á þýsku og frönsku.  Nú hafa blaðamenn þess tekið saman lista yfir verstu plötur rokksögunnar.  Almenningur fékk að tilnefna plöturnar og mat þeirra vóg til jafns á við blaðamennina.  Einungis plötur þekktra og virtra flytjenda voru gjaldgengar.  Það hefði ekkert þýtt að nefna plötur með Kalla Bjarna eða Leoncie til sögunnar.  Niðurstaðan er þessi: 

Dylan

 1. Bob Dylan, “Down In the Groove”

dirtywork
 2. Rolling Stones, “Dirty Work”

bowie
 3. David Bowie, “Tonight"

van
 4. Van Morrison, “Beautiful Vision”

clash
 5. The Clash, “Cut the Crap”
 6. Neil Young, “Old Ways”
 7. Van Halen, “Diver Down”
 8. The Who, “Face Dances”
 9. Elvis Costello, “Mighty Like A Rose”
10. Red Hot Chili Peppers, “One Hot Minute”
11. Crosby, Stills, Nash & Young, “American Dream”
12. Aerosmith, “Rock in a Hard Place”
13. Lou Reed, “Mistrial”
14. Morrissey, “Kill Uncle”
15. Led Zeppelin, “Presence”


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Viðar

Precence finnst mer frábær. Væri nær að nefna In Through the Out Door.

Haukur Viðar, 15.5.2007 kl. 23:21

2 Smámynd: Jens Guð

  Þessar tvær plötur,  Presence og In Through the Out Door,  eru af flestum taldar sýna að þreytumerki voru komin á Led Zeppelin eftir slatta af frábærum plötum án feilspors. 

Jens Guð, 15.5.2007 kl. 23:31

3 identicon

Þetta er mjög athyglisverður listi fyrir þær sakir, að hann sýnir margar plötur sem hafa valdið aðdáendum viðkomandi listamanna miklum vonbrygðum. Margar af þessum plötum eru virkilega góðar, en teljast samt langt undir þeim miklu væntingum sem voru gerðar til þessara risavöxnu tónlistarmanna sem þarna eru nefndir. Væru þessar plötur gerðar af minni spámönnum, þá væru þær ekki á þessum lista og hefðu vafalaust fengið betri dóma. Þarna má sjá þær plötur með t.d. Bob Dylan, Rolling Stones, Who, David Bowie, Lou Reed, Van Morrison og Led Zeppelin sem heitustu aðdáendur viðkomandi listamanna urðu fyrir vonbrygðum með, en þessar plötur geta hins vegar hljómað sem hið mesta eyrnakonfekt í eyrum annara og þeirra sem kanski hafa lítið hlustað á viðkomandi listamenn. Þar fyrir utan getur engin af ofantöldum plötum talist til meistaraverka og á mörgum þeirra eru mikil þreytumerki hjá listamönnum sem miklar kröfur voru gerðar til. Þeir lentu í listrænum kreppum vegna óhóflegrar vímuefnanotkunar, voru orðnir langþreyttir vegna  óhóflegrar spilamennsku, vanmátu eigin getu og verk eða þá í sumum tilfellum voru þeir hreinlega orðnir veruleikafyrrtir vegna ofur vinsælda.

Stefán   

Stefán (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 09:56

4 identicon

Mér fynst nú skrítið að þeir velji down in the groove sem verstu plötuna.Platan er mjög slæm en dylan hefur gert verri plötur t.d saved og shot of love.

hilmar Garðarsson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 11:10

5 Smámynd: Jens Guð

  Hilmar,  varst þú búinn að hafa samband við Felix van den Berg?  Hann var nefnilega að skrifa mér og biðja mig um aðstoð við að finna íslenska rónlistarmenn til að spila á Nordklang festivali í Sviss eftir áramót.

  Þegar kemur að vali á verstu plötum Dylans er um margar plötur að ræða.  Ég man að ég hristi hausinn af undrun þegar ég setti "Self Portrait" á fóninn á sínum tíma.  Það fór ekki framhjá mér að kallinn var farinn að taka pillur í ýmsum skrautlegum litum.

Jens Guð, 16.5.2007 kl. 11:45

6 identicon

En voru þeir ekki búnir að breyta nafninu á magasíninu í Rolling StoneS til að votta samnefndri hljómsveit virðingu?

Ji, mér finnst eins og ég hafi lesið það fyrir löngu síðan en ég er reyndar Stónsari en þessi plata þeirra á þessum lista... tja, hún á alveg skilið að vera þar :þ 

Ragga (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 01:59

7 Smámynd: Jens Guð

Nei,  nafn tímaritsins er Rolling Stone.  Í ensku þýðir nafnið EKKI rúllandi steinn heldur flækingur.  Nafnið er þó skýrt í höfuðið á hljómsveitinni The Rolling Stones.  En einnig er nafnið tilvísun í lagið sem The Rolling Stones sóttu nafn sitt í,  Like a Rolling Stone,  með Muddy Waters.  Sömuleiðis í samnefnt lag með Bob Dylan sem Stóns hafa "coverað".

Jens Guð, 17.5.2007 kl. 02:20

8 Smámynd: Jens Guð

Kannski heitir lagið með Muddy eitthvað annað (nenni ekki að fletta þvi upp) en allavega syngur Muddy um Rolling Stone í laginu.

Jens Guð, 17.5.2007 kl. 02:26

9 identicon

Nei ég var ekki búinn að hafa samband við hann.ég er að fara til danmerkur í dag þannig að ég mun reyna að hafa samband við hann sem fyrst en getur þú sagt honum frá mér?

hilmar Garðarsson (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 12:48

10 identicon

Red Hot Chilli Peppers, One Hot Minute? Skil þetta ekki alveg...

Maja Solla (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 20:13

11 Smámynd: Jens Guð

  Maja,  þetta með One Hot Minute er útlistað ágætlega á http://www.allmusic.com/cg/amg.dll?p=amg&sql=10:fpfwxq9hldfe

  Eins og Stefán nefnir hér að ofan þá er það samanburðurinn við aðrar plötur viðkomandi sem vega þungt. 

Jens Guð, 18.5.2007 kl. 22:56

12 identicon

OK, skil. Takk fyrir útskýringuna.

Maja Solla (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.