Frelsarinn

  Svo bar til að drengur fæddist fyrir austan fjall og vestan mána. Fuglar himins sungu sinn fegursta söng.  Allt upp í þrír stórir og fagurlitir regnbogar birtust samtímis við sjónarrönd.  Himinn varð heiður og sólin - sú skæra stjarna - vakti allt með kossi.  Þvert á veðurspá sem varaði við jarðskjálfta,  norðangarra og ófærð á heiðum.

  Drengurinn óx og dafnaði.  Þegar hann gekk í leikskóla var nesti viðvarandi vandamál.  Rúgbrauðssneið með smjöri og kæfu vildi klístrast og festast í loki nestisboxins.  Þá fann drengurinn upp samlokuna.  Með því að skella brauðsneið ofan á viðbitið var vandamálið úr sögunni. Þessa uppfinningu þróaði hann yfir í hamborgara. Einskonar samloku með kjötbollu á milli.  Í framhjáhlaupi fann hann upp hjólið.  Það kom sér vel fyrir dekkjaframleiðendur. Fram að því var lítil sala í dekkjum.  Síðar gladdi hann þá enn frekar með því að finna upp varadekkið.

  Því næst stofnaði hann Bítlana, The Rolling Stones og Bob Dylan.  Um leið fann hann upp á því að kalla heita vatnið heita vatnið.  Eitthvað varð heita vatnið að heita. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er bara einn maður sem getur hafa afrekað allt þetta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.5.2016 kl. 20:22

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

...og meira til!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.5.2016 kl. 20:29

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég fann upp afturhjólið Axel, svo ég er nú ekki alveg ónýtur.innocent

Jósef Smári Ásmundsson, 1.5.2016 kl. 20:57

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Og ég fann upp að hafa ekkert nestisbrauð og éta bara á kvöldin, enda rándýr.

Hrólfur Þ Hraundal, 1.5.2016 kl. 21:15

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Fann hann ekki líka upp geislabauginn!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 1.5.2016 kl. 22:10

6 identicon

Erum við ekki að tala um Kára Stefánsson, sem vill frelsa þjóðina frá gjaldþroti heilsunnar, þvert á vilja Framsóknarflokksins.

Stefán (IP-tala skráð) 2.5.2016 kl. 08:07

7 Smámynd: Jens Guð

Axel Jóhann,  einn er nóg.  Meira en nóg.

Jens Guð, 2.5.2016 kl. 08:33

8 Smámynd: Jens Guð

Jósef Smári,  það munar um minna!

Jens Guð, 2.5.2016 kl. 08:33

9 Smámynd: Jens Guð

Hrólfur,  það var tímamóta uppfinning.

Jens Guð, 2.5.2016 kl. 08:34

10 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B, að minnsta kosti fylgir geislabaugurinn honum hvert sem er.  

Jens Guð, 2.5.2016 kl. 08:36

11 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  eða Kim Jong eitthvað.

Jens Guð, 2.5.2016 kl. 08:38

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið erum við heppin íslendingar að eiga svona glæpsamlega frábæran einstakling.  Nei tveir væru of mikið.....smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.5.2016 kl. 18:43

13 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það þarf færan grasalækni til að greina vandann.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.5.2016 kl. 23:42

14 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil,  lukkan leikur við okkur.

Jens Guð, 3.5.2016 kl. 07:08

15 Smámynd: Jens Guð

Anna Sigríður,  til þess eru einmitt grasalæknar.  

Jens Guð, 3.5.2016 kl. 07:09

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já svo sannarlega við erum lukkunnar pamfílar, ekkim eð fílabein samt kiss

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.5.2016 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband