Lestrarkunnátta Trumps

  Blíđmenniđ Dóni Trump hefur góđa tilfinningu fyrir ţví sem hvítir kjósendur í Bandaríkjum Norđur-Ameríku vilja heyra forsetaframbjóđanda segja. Hann er sömuleiđis nćmur á ađ tala í einföldum texta sem smellpassar í fyrirsagnir dagblađa, netmiđla og sem fyrsta frétt í fréttatímum ljósvakamiđla. 

  Ţetta er ástćđan fyrir ţví ađ hann vantar ekki nema tvćr milljónir atkvćđa til ađ komast upp ađ hliđ Hildiríđar Clinton,  keppinautar hans um embćtti forseta Bandaríkja Norđur-Ameríku.  Hugsanlega hjálpuđu rússneskir tölvuhakkarar og Julian Assange. Ţađ er sama hvađan góđur liđsauki berst.  Menn geta alltaf á sig blómum bćtt.

  Hitt er verra ađ Dóni Trump er ólćs á tónlistardeildina.  Ţar á bć nýtur hann ţví sem nćst einskis stuđnings.  Jú, reyndar studdi rapparinn Kenya West frambođ hans.  En hafđi ekki rćnu á ađ kjósa hann.  Fárveikur andlega.  

  Frá fyrstu kosningafundum Trumps varđ honum fótaskortur á vali á baráttusöngvum frambođsins.  Fram til ţessa dags hefur hann neyđst til ađ skipta út baráttusöngvum vegna mótmćla höfunda og flytjenda.  Ţrátt fyrir ađ margir ţeirra hafi veriđ í hans vinahópi.  En reyndar flestir ekki í hans vinahópi.  Frekar í hópi andstćđinga hans.

  Međal ţeirra sem mótmćltu notkun Trumps á söngvum ţeirra má nefna Njál Unga,  R.E.M.,  The Rolling Stones,  Aerosmith,  Queen,  Adela...Ég er ađ gleyma mörgum.  Eins og gengur. Ótal fleiri heimsfrćgir tónlistarmenn önduđu og anda köldu ađ Dóna.  Allt frá Páli McCartney til Madonnu.  

  Ţegar nýr forseti er settur formlega í embćtti Bandaríkjaforseta ţá er mikiđ húllumhć.  Tónlist skipar hćsta sess í hátíđarhöldunum.  Ţetta eru jafnan meiriháttar hljómleikar međ mörgum stćrstu tónlistarnöfnum heims.  Spurning er hvernig Dóni afgreiđir dćmiđ. Fyrsta nafn sem opinberađ var viđ innsetningarhátíđ hans var breska tónlistarmannsins Eltons Johns.  Ţađ átti ađ undirstrika jákvćđ viđhorf Dóna til samkynhneigđra.  Elton var snöggur ađ "beila". Hann vill ekkert međ Dóna ađ gera.

  Hvađ međ hćgri-jađar-frjálshyggjurokkarann Mojo Nixon?

   


mbl.is Elton John mun ekki spila fyrir Trump
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir góđan pistil. Og flott tilvísun í Sex Pistols hjá Mojo Nixon ţarna í lokin.

Wilhelm Emilsson, 25.11.2016 kl. 01:18

2 Smámynd: Jens Guđ

Takk fyrir ţađ.  Mojo er bráđskemmtilegur róttćkur hćgri-mađur,  frjálshyggjufantur sem gengur langt í gríni.  Stundum allt ađ ţví yfir strik,  svo sem í lagi um trommuleikara kántrýpoppsveitarinnar Eagles,  "Don Henley must die".  

Jens Guđ, 27.11.2016 kl. 22:45

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

„Frjálshyggjufantur." Ha ha.

Ég heyrđi einmitt fyrst um Mojo Nixon vegna lagsins um Don Henley. Mér fannst best hvernig Don Henley brást viđ. Hann mćtti á klúbb ţar sem Mojo var ađ spila og tók lagiđ međ honum. Hér er lýsing á ţví:

http://www.austinchronicle.com/music/2014-06-20/don-henley-must-die/

Wilhelm Emilsson, 28.11.2016 kl. 03:45

4 Smámynd: Jens Guđ

Wilhelm,  ţađ er eiginlega ekki hćgt fyrir neinn ađ móđgast ţó ađ Mojo spaugi á hans kostnađ.  Hann er búinn ađ sprella svo lengi og er assgoti fyndinn.  Ég á nokkrar plötur međ honum.  Ţar á međal dúett-plötu hans og Jellos Biafra (söngvari Dead Kennedys).  Ţar spauga ţeir međ allt frá Jesú til fóstureyđinga.  Gríniđ hrökk ofan í einhverja sem lömdu Jello í spađ. 

Jens Guđ, 30.11.2016 kl. 15:35

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Karakterar eins og Mojo Nixon og Jello Biafra eru nauđsynlegir fyrir tónlistarflóruna! 

Wilhelm Emilsson, 2.12.2016 kl. 19:30

6 Smámynd: Jens Guđ

Ég tek undir ţađ.  Á allar plötur međ Jello - nema "Spoken Words" plöturnar.

Jens Guđ, 3.12.2016 kl. 09:25

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ég bý ekki svo vel, ţví miđur. En ég man alltaf eftir ţví ţegar Dead Kennedy's voru spilađi í útvarpsţćttinum Áföngum. Mér fannst alltaf jafn skemmtilegt ađ heyra hinn virđulega og settlega Ásmund kynna hljómsveitina: „Og hér er hljómsveitin Dead Kennedy's međ lagiđ „Too Drunk Too Fuck."  

Wilhelm Emilsson, 4.12.2016 kl. 00:45

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Dead Kennedys átti ţetta ađ vera auđvitađ.

Wilhelm Emilsson, 4.12.2016 kl. 00:47

9 Smámynd: Jens Guđ

  Dead Kennedys urđu aldrei eins ţekktir í Bandaríkjunum og í Evrópu.  Um 1980 skrapp frćndi minn til New York.  Í plötubúđ skimađi hann eftir plötum međ Dead Kennedys.  Án árangurs.  Hann snéri sér ađ miđaldra afgreiđslumanni sem leit út eins og Vítisengill.  stór og ţrekinn,  fúlskeggjađur niđur á bringu, alsettur húđflúrum af hauskúpum og sverđum og einhverju álíka.  

  Frćndi spurđi hvort ađ hann ćtti ekkert međ Dead Kenndys.  Gaurinn snöggreiddist,  setti upp hnefa og öskrađi:  "Hvađa brandara ertu ađ reyna ađ segja um Kennedys fjölskylduna?"

  Frćndi hrökk viđ.  Tókst ađ stynja upp ađ hann vćri ađ spyrja um hljómsveit.  Hinn kannađist ekki viđ hana.  

  Nokkrum árum síđar var ég í Flórida.  Keypti ţar í plötubúđ plötu međ Dead Kennedys.  Ungur afgreiđslumađur spurđi hvort ađ ég viti ađ á ţessari plötu sé ruddalegt sóđaorđalag.  Ég svarađi ţví til í galsa ađ sú vćri einmitt ástćđan fyrir ţví ađ mig langađi í plötuna.

  Hann sagđi ábúđafullar ađ hann vćri búinn ađ vara mig viđ.  Eftir ţađ vćri platan á mína ábyrgđ.

Jens Guđ, 4.12.2016 kl. 17:27

10 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ha ha. Ameríkanar eru gleđigjafar! Stundum.

Wilhelm Emilsson, 6.12.2016 kl. 04:39

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband