13.12.2018 | 14:54
Keith Richards hættur að drekka
Enski gítarleikarinn Keith Richards hefur sett tappann í flöskuna. Hann er best þekktur fyrir að spila í the Rolling Stones. Áratugum saman neytti hann eiturlyfja af öllu tagi ásamt því að vera meira og minna blindfullur í bland.
Keith verður 75 ára núna 18. desember. Fyrir nokkrum árum lagði hann eiturlyfin á hilluna. Ástæðan var sú að þau veittu honum ekki sömu vímu og áður. Hann vildi meina að eiturlyfin í dag séu ómerkileg og blönduð fylliefnum. Áður hafi þau verið hrein og góð og gefið snarpa vímu.
Nú hefur Keith staðfest við bandaríska tímaritið Rolling Stone að hann sé hættur að drekka áfengi. Reyndar sé hann búinn að vera edrú í heilt ár. Hann segir þessa ákvörðun ekki hafa breytt neinu.
Hinn gítarleikari Stóns, Ronny Wood, er á öðru máli. Keith sé miklu ljúfari í dag og jákvæðari gagnvart nýjum hugmyndum. Áður gnísti hann tönnum. Núna tekur hann uppástungum opnum örmum með orðinu: "kúl!"
Keith viðurkennir að þrátt fyrir að hann sé hættur að drekka þá sötri hann bjór og fái sér léttvín.
Flokkur: Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:39 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 44
- Sl. sólarhring: 51
- Sl. viku: 1062
- Frá upphafi: 4111547
Annað
- Innlit í dag: 40
- Innlit sl. viku: 891
- Gestir í dag: 38
- IP-tölur í dag: 36
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Meistari, meistari KEEF, sem þó enn drekkur léttvín og bjór og mun líklega sötra slíka drykki fram í andlátið. Meistarinn sem vissulega drakk og dópaði í vinnunni í áratugi, en tókst þó að vera skapandi og vinsæll skemmtikraftur / listamaður allan tímann. Dáður af ungum og öldnum og eftirsóttur í viðtöl af fjölmiðlafólki, enda bráðskemtilegur. Nánast alltaf fyrirgefin hortugheit og ófyrirleitni gagnvart öðrum listamönnum, því að það er bara hluti af því að vera KEEF. Það má segja að KEEF hafi verið allt að því ,, heiðarleg fyllibytta ", a.m.k í samanburði við íslenskar, ríkisreknar fyllibyttur, sem leiðist í vinnunni og læðast út á bar á fullum launum í vinnutímanum til þess eins að níða og baktala nána vinnufélaga og bágstadda. Já, hvað hafa slík ruddamenni stundað slíkt lengi áður en upp komst ? Allavega er maður ársins fundinn á Íslandi.
Stefán (IP-tala skráð) 13.12.2018 kl. 18:34
Stefán, ég kvitta undir öll þín orð. Til gamans má bæta við að Keith hefur áður hætt að drekka áfengi. Það var - að mig minnir - 2006. Þá klifraði hann upp tré á Fitji, datt úr því og mölbrotnaði. Síðar sagðist hann haf ýkt aðstæður. Raunveruleikinn væri sá að hann hefði þvælst inn í runna, ruglast og lent í áflogum við runnann með þessum afleiðingum. Honum þótti það svo neyðarlegt að hann kenndi tré um til að byrja með. Hann var ekki stórslasaður en þó nóg til að honum var flogið - blindfullum - í þyrlu á sjúkrahús á Nýja-Sjálandi. Læknar þar gáfu ströng fyrirmæli um að þessi sjúklingur mætti ekki fá áfengi á meðan hann væri að ná heilsu á ný. Hann bætti sér það rækilega upp þegar hann var útskrifaður af sjúkrahúsinu.
Jens Guð, 13.12.2018 kl. 21:28
það eru tveir menn sem sem mig hefur langað að fara á fyllerí með Keith Richard og Jack Nicholson er það þá out er Jack kannski edrú líka er ekki að tala bjór eða rauðvínssull bara whisky vodka eða þaðan af betra
Jónas Hauksson (IP-tala skráð) 13.12.2018 kl. 23:26
Ég óttast mest að karlinn deyji fljótlega ef hann heldur út bindindið. Það hefur haldið í honum lífinu að vera vel maríneraður í rotverjandi vökvum og gegnumreyktur að auki.
Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 14.12.2018 kl. 06:41
Mikið er ég heppinn þökk sé Keith, nú get ég sagt að ég sé hættur að drekka!!!1 (Held samt að þetta dugi ekki til að sannfæra mína)!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 14.12.2018 kl. 09:09
Afsakið umdeilda ritvillu. Ég tek þetta (j) til baka. Sorry Keith
Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 14.12.2018 kl. 09:38
Jónas, klárlega er góð skemmtun að djússa með Keith. Hann er svo assgoti skemmtilegur. Þegar ég sé á forsíðu músíktímarita að í blaðinu sé viðtal við Keith þá er ég snöggur að kaupa blaðið. Bregst ekki að hvert gullkornið á fætur öðru einkennir safaríkt viðtalið. Um Jack veit ég fátt.
Jens Guð, 14.12.2018 kl. 19:28
Sigurður Bjarklind, það er rétt hjá þér að sótthreinsandi vökvinn og tóbakið virðast bara hafa gert honum gott. Eitthvað hefur þó valdið því að puttarnir á honum eru allir orðnir eitthvað snúnir. Ég hygg að hann fari rétta leið: Að losa sig fyrst við dópið en drekka stíft í kjölfarið. Hætta svo í sterku drykkjunum en halda sér mjúkum með bjór og hvítvíni. Hann lendir því aldrei í erfiðum fráhvörfum. Ég veit ekki hvort að þetta hefur einhvern snertiflöt við það að á hljómleikaferðum eru Rolling Stones eru læknar með í för. Þeir eru stöðugt að taka púls og mæla hitt og þetta. Mér skilst að það sé þó einkum Mick Jagger sem nýtir sér þjónustu þeirra.
Jens Guð, 14.12.2018 kl. 19:42
Sigurður I B, segðu!
Jens Guð, 14.12.2018 kl. 19:43
Jens Guð, 14.12.2018 kl. 19:52
Hrekkur goðið ekki uppaf ef tappinn er settur í flöskuna ?
Erla Magna Alexandersdóttir, 14.12.2018 kl. 20:58
Erla Magna, það er stóra spurningin.
Jens Guð, 14.12.2018 kl. 21:32
Þetta minnir mig á þegar blaðakonan spurði 90 ára afmælisbarnið hvernig honum hefði tekist að halda svona góðri heilsu?
Fyrst og fremst vegna þess að ég hef aldrei drukkið áfengi, svarar sá gamli.
Nokkru seinna í viðtalinu spyr blaðakonan svo afmælisbarnið, hvaða læti eru þetta á hæðinni hér fyrir ofan?
Þetta er hann pabbi, hann er alltaf fullur.
Richard Þorlákur Úlfarsson, 16.12.2018 kl. 08:41
Richard, þessi er góður! :)
Jens Guð, 16.12.2018 kl. 19:58
Svona á að "hætta að drekka". Ætli þessi aðferð gæti ekki gagnast mun fleirum? Karlinn er óborganlegur!
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 16.12.2018 kl. 21:28
Halldór Egill, þetta virðist að minnsta kosti gagnast Keith hið besta.
Jens Guð, 17.12.2018 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.