31.5.2007 | 01:13
Plöturnar sem breyttu heiminum
Fyrir nokkrum dögum birti ég lista yfir dægurlögin sem breyttu poppsögunni. Listinn var unninn af blaðamönnum bandaríska tímaritsins Rolling Stone. Svo skemmtilega vill til að í nýjasta hefti breska tímaritið Mojo er listi yfir poppplöturnar sem breyttu heiminum.
Hjá Rolling Stone var lögunum raðað eftir aldri (sjá http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/217318/ ). Í Mojo er þeim raðað eftir vægi þess hve þær breyttu miklu í þróun poppsögunnar. Í dómnefnd hjá Mojo eru Björk, Chris Cornell, Patti Smith, Brian Wilson, Tom Waits, Pete Seeger og 94 aðrir popparar sem sjálfir hafa markað djúp spor í söguna.
Þó að aldursröðin ráði ekki för í niðurstöðum Mojo er sterkt samband þarna á milli. Í þessari færslu ætla ég einungis að birta 5 áhrifamestu plöturnar. Ég er nefnilega sjálfur ennþá að melta útkomuna. Hún kemur að sumu leyti á óvart. En þó ekki svo mjög þegar öllu er á botninn hvolft. Án þess að stigafjöldi sé gefinn upp þá ætla ég að óreyndu að plöturnar í 3 efstu sætunum vegi salt hver á móti annarri.
1. Little Richard: Tutti Frutti (1955)
Með þessu vali fylgja í Mojo 2 greinagerðir. Önnur upp á 5 blaðsíður. Þar segir að Little Richard hafi með þessari plötu sparkað niður dyrum að inngangi nýrrar menningar. Þar hafi hann vísað til sætis stemmningu sem einkenndi síðan rokk og ról. Elvis Presley, Keith Richards, Bob Dylan, Paul McCartney og David Bowie hafi verið stungið í samband og veröldin verði aldrei söm og áður.´Án Little Richard væri ekkert rokk.
Sígaretta hefur fótósjoppuð burt úr lúku Pauls McCartneys
2. Bítlarnir: I Want To Hold Your Hand (1963)
Að óreyndu hefði ég giskað á að plata með annað hvort Presley eða Bítlunum yrði í efsta sæti. Í staðinn eru þær í næstu sætum. Tom Petty segir um þessa plötu að Bítlunum sé hampað sem bestu hljómsveit allra tíma. En í raun séu þeir betri en það.
Blaðamaður Mojo bætir við að án Bítlanna hefðu ekki orðið til hljómsveitir sem gerðu út á frumsamið efni.
3. Elvis Presley: Heartbreak Hotel (1956)
Mojo tiltekur að þetta sé ekki platan sem kynnti rokkið til sögunnar heldur platan sem gerði rokkið að alþjóðlegu fyrirbæri. Öll vinsælu lög ársins 1956 standi í skugga af þessari plötu. Það sé ekki síður merkilegt að lagið sé samið af konu, May Boren Axton. Án þessarar plötu hefði rokkið verið "bara" blökkumannamúsík.
4. Bob Dylan: Freewheelin´ Bob Dylan (1963)
Ljóðrænn bandarískur vísnasöngur. Án þessarar plötu hefðu hvorki orðið til The Byrds né platan Rubber Soul með Bítlunum.
5. Kraftwerk: Autobahn (1974)
Þessi plata svona ofarlega. Ja, tölvupopp er svo sem stór hluti af poppi. Kannski réttmætt mat á stöðunni. Hvað finnst ykkur?
Flokkur: Tónlist | Breytt s.d. kl. 02:01 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Sér heiminn í gegnum tönn
- Dularfulla kexið
- Ókeypis utanlandsferð
- Hlálegt
- Undarlegar nágrannaerjur
- Rökfastur krakki
- Ástarsvik eða?
- Grillsvindlið mikla
- Einn að misskilja!
- Ógeðfelld grilluppskrift
- Þessi vitneskja getur bjargað lífi
- Sparnaðarráð sem munar um!
- Smásaga um hlýjan mann
- Sparnaðarráð
- Smásaga um týnda sæng
Nýjustu athugasemdir
- Sér heiminn í gegnum tönn: Sigurður I B, nú hló ég hátt! jensgud 15.8.2025
- Sér heiminn í gegnum tönn: Við skulum vona að hún fái ekki tannpínu!! sigurdurig 15.8.2025
- Sér heiminn í gegnum tönn: Jóhann, það er frábært að þetta sé hægt! jensgud 15.8.2025
- Sér heiminn í gegnum tönn: "Horfðu á björtu hliðarnar" söng Sverrir Stormsker hérna um ári... johanneliasson 15.8.2025
- Sér heiminn í gegnum tönn: Stefán, heimurinn er orðinn ansi snúinn! jensgud 15.8.2025
- Sér heiminn í gegnum tönn: ,, Beinbrot fyrir beinbrot, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn ,,... Stefán 15.8.2025
- Dularfulla kexið: Axel Þór, heldur betur! jensgud 9.8.2025
- Dularfulla kexið: "Af hverju ertu að gera mér þetta? Af því að þú leyfir mér það"... axeltor 8.8.2025
- Dularfulla kexið: Ein helsta arfleyfð Katrínar, eða hvað annað ? Stefán 8.8.2025
- Dularfulla kexið: Stefán, ég held að kexrugluðu glæpagengin séu fleiri. jensgud 8.8.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 4
- Sl. sólarhring: 38
- Sl. viku: 816
- Frá upphafi: 4154283
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 653
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
axeltor
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
komediuleikhusid
-
elfarlogi
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Athugasemdir
Það er ekki hægt með nokkru móti að mótmæla þessum lista. allt merkilegir frumkvöðlar þarna. Handan við hornið hljóta að vera plötur með Ray Charles, Velvet Underground, Zeppelin/Sabbath, David Bowie, Sex Pistols, Nirvana og svo SGT Peppers Bílanna sem breytti svo gríðarlega miklu í tónlistarheiminum.
Stefán
Stefán (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 10:12
Tölvupopp og margt annað sem tilheyrir 80´s finnst mér bara hreinlega ekki eiga heima í tónlistarsögunni.
En það er bara mín skoðun...
Maja Solla (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 10:19
Tjah ég gæti nú haldið að Autobahn sé í svona ofarlegu sæti því hún markaði upphaf tölvutónlistar, reifa, techno, house og bara name it, í þessu horni tónlistar..
bara smá pæling.
Emmi (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 17:01
Hér vanta meistara plötu David Bowie Ziggy Stardast
Hlynur Jón Michelsen, 31.5.2007 kl. 21:24
Það er eitt sem maður verður að passa sig á þegar réttmæti svona lista er vegið og metið: Það er að láta ekki eigin músíksmekk mistúlka niðurstöðuna. Ég er yfirhöfuð lítið hrifinn af því sem almennt er skilgreint sem tölvupopp. En Emmi kemur þarna með óhrekjanleg rök fyrir því að Kraftwerk höfðu djúpstæð áhrif á þróunina. Ruddu braut fyrir marga stíla sem urðu og hafa verið áberandi í popps0gunni.
Jens Guð, 31.5.2007 kl. 22:54
Jamm, enda tók ég fram að þetta væri mín skoðun.
Maja Solla (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 10:14
Vel hægt að taka undir þetta val so far.
Finst blaðamaður Mojo taka ansi djúpt í árina að segja að án Bítlana hefðu ekki orðið til hljómsveitir sem gerðu út á eigið efni. Þó að þeir hafi verið magnaðir þá held ég nú að þess hefði nú ekki verið lengi að bíða að einhverjir aðrir hefðu gert út á það, þó að þróunin hefði kannski tafist smástund ef þeir hefðu ekki komið fram og náð þessum geggjuðu vinsældum. Svipað og heyra stækan íhaldsmann halda því fram í fullri alvöru að ef Davíð Oddsson hefði ekki komið fram á sínum tíma, þá væri hér allt við það sama og fyrir 15- 20 árum og litlar framfarir orðið á Íslandi í efnahagsmálum.
Georg P Sveinbjörnsson, 1.6.2007 kl. 18:14
Það er alveg líklegt að án Bítlana hafi hlutir síðar þróast í þá átt að hljómsveitir semdu sína músík sjálfar. Hinsvegar má hafa í huga að almennur skilningur innan hljómplötufyrirtækja var sá að hljómsveitir væru flytjendur. Það var hlutverk plötufyrirtækjanna að láta semja fyrir þær lög.
Bítlarnir þurftu virkilega að berjast fyrir því að spila frumsamda músík. Forráðamenn EMI þótti hugmyndin svo fráleit að þeir neyddu Bítlana til að hljóðrita "cover" lög. Bítlarnir beittu bragði. Þeir spiluðu "cover" lögin viljandi undir getu en lögðu sig alla fram í að hafa frumsömdu lögin sem best flutt.
Jens Guð, 1.6.2007 kl. 20:57
Snallt bragð hjá þeim
Georg P Sveinbjörnsson, 2.6.2007 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.