Varhugavert að versla á netinu

 Margir versla á netinu.  Oft með viðunandi útkomu.  En ekki alltaf.  Stundum er varan í raun ekki alveg eins og ljósmyndin af henni.  Einkum á þetta við um fatnað og glingur.  Hér eru nokkur dæmi:

  - Ungur maður hugðist kaupa léttan ermalausan bol.  Þegar til kastanna kom reyndist hann vera kjóll.  

  - Útikór sem bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hannaði (eða lánaði nafn sitt við) njóta vinsælda.  Margir hugðu gott til glóðarinnar;  eftirlíkingar fóru á flug.  En mega ekki vera nákvæmlega eins.  Þessi kaupandi fékk óvænt inniskó þegar hann pantaði eftirlíkingu.  Kannski gott á hann?

  - Hjón hrifust af stóru fjölskylduteppi;  kósí kúruteppi.  Það sem þau fengu var bara garn.  Ekki teppi.  Þeim var ætlað að prjóna teppið sjálf,  Do-It-Yourself (gerið það sjálf)!

  -  Apple-armbandsúr þykja flott og eru dýr.  Einhverjar viðvörunarbjöllur ættu að hringja þegar í boði eru ódýr Apple úr.  Í meðfylgjandi dæmi er er í raun ekki um úr að ræða heldur armband með mynd af epli á skjá.

  - Andlitsmaskar njóta vinsælda meðal kvenna.  Í besta falli eiga þeir að soga óhreinindi úr húðinni og nær húðina af hollefnum.  Kona sem pantaði á netinu slatta af maska fékk þá í stærð sem passar ofursmáum dverg eða dúkku. 

 - Eitt algengnasta svindl í netsölu er að varan er ofursmá.  Til að mynda að sokkar passi ekki á fót heldur tær. 

  - Foreldrar heilluðust af kodda í risaeðlulíki.  Þegar til kom var um að ræða venjulegan kodda með mynd af eðlu. 

 

net - bolur

net - teppinet - skórnet - eplinet - maskarnet - sokkar

net - koddi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Mig dauðlangar í svona tágsokka er búinn að leita af þeim lengi lengi veistu "slóðina"!!

Sigurður I B Guðmundsson, 14.7.2021 kl. 11:31

2 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  góður að vanda!

Jens Guð, 14.7.2021 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband