Frjósemi Bítlanna

  Frjósemi vesturlandabúa hefur aldrei verið jafn bágborin og nú.  Að meðaltali eignast evrópskar konur innan við tvö börn hver um sig.  Nema í Færeyjum.  Þar býr hamingjusamasta þjóð heims.  Og ástríkasta.  Færeysk kona eignast að meðaltali hálft þriðja barn.  

  Frjósemi Bítlanna skiptist í tvö horn.  Sólógítarleikarinn,  George heitinn Harrison,  eignaðist aðeins eitt barn,  gítarleikarann Dhani Harrison.  Dhani er hálffimmtugur.  Eða því sem næst. Hann var til fjögurra ára giftur íslenskri konu,  Sólu Káradóttur (Stefánssonar).  Þau eignuðust ekki barn.  Ef Dhani fer ekki að drífa sig deyja gen George Harrison út með honum.  Sú staða virðist eiginlega blasa við.  Hvers vegna?

  Ekkja Georges,  Olivia,  er jafnan mætt í Viðey þegar kveikt er á friðarsúlunni. 

  Forsprakki Bítlanna,  John heitinn Lennon,  var tvígiftur.  Hann eignaðist soninn Julian Lennon,  með fyrri konu sinni,  Cyntheu,  og Sean Lennon með Yoko Ono.  Þau síðarnefndu eru dugleg að heimsækja Ísland.  

  Julian og Sean eiga engin börn.  Einhverjir sálfræðingar rekja barnleysi Julians til þess að John var ekki góður pabbi.  Hann vanrækti sambandið við soninn.

  Eins og staðan er í dag má ætla að gen Johns og George berist ekki til næstu kynslóða.    

  Trommuleikarinn Ringo Starr eignaðist 3 syni með fyrri konu sinni,  Maurice.  Litlu munaði að George barnaði hana líka.

  Besta barnagæla Bítlanna var og er Paul McCartney.  Julian segir hann hafa verið miklu meiri pabba sinn en John.  Ótal ljósmyndir staðfesta það.

  Paul McCartney á fimm börn.  Hann er ekki líffræðilegur faðir elstu dótturinnar,  Heather.  Hann bregst hinn versti við ef einhver kallar hana stjúpdóttur eða fósturdóttur.  "Hún er jafn mikil dóttir mín og hin börn mín,"  segir hann.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2020 voru færeyskar konur í 87. sæti í heiminum hvað frjósemi snertir með 2,3 börn að meðaltali og því undir heimsmeðaltalinu, sem er 2,4 börn, samkvæmt Alþjóðabankanum (World Bank).

Íslenskar konur voru hins vegar í 138. sæti með 1,72 börn að meðaltali.

Fátækustu þjóðir heimsins eiga flest börn og þar er barnadauðinn einnig mestur.

List of sovereign states and dependencies by total fertility rate

Þorsteinn Briem, 9.10.2022 kl. 00:32

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeim sem búa hér á Íslandi myndi því fækka mikið ef ekki væru miklir fólksflutningar hingað frá til að mynda Póllandi og útlendingar skapa hér gríðarmiklar gjaldeyristekjur í til dæmis sjávarútvegi og ferðaþjónustu, hvað allir athugi. cool

Þorsteinn Briem, 9.10.2022 kl. 00:56

3 identicon

Lennon, sá frábæri tónlistamaður, virðist ekki hafa verið jafn frábær manneskja, lélegur eiginmaður og faðir.

Hvort skyldi vera mikilvægara?

Bjarni (IP-tala skráð) 9.10.2022 kl. 06:58

4 Smámynd: Jens Guð

Þorsteinn,  takk fyrir fróðleikinn. 

Jens Guð, 9.10.2022 kl. 07:59

5 Smámynd: Jens Guð

Bjarni,  Lennon var uppfullur af óleystum vandamálum.  Sem barn og unglingur var hann þjakaður af áfallastreituröskun.  5 ára var honum gert að velja á milli pabba síns nog mömmu.  Hann valdi pabbann.  En þegar hann horfði á eftir mömmu sinni ganga á braut skipti hann um skoðun.  Mamman hinsvegar var ekki reiðubúin að taka soninn að sér.  Hún kom honum í fóstur hjá barnlausri systur sinni,  Mimi.  Sú var harðbrjósta og kaldur persónuleiki. Eiginlega grimm að sumu leyti.  John kallaði hana aldrei mömmu heldur Mimi frænku.  Einhverra hluta vegna sleit mamman öllu sambandi við John.  Hann var kominn á fermingaraldur er hann komst að því að mamman bjó í næstu götu.  Þá bankaði hann upp hjá henni.  Þar bjó hún með tveimur systrum hans og eiginmanni.  Kella tók honum fagnandi og kenndi honum að spila á basnjo og píanó.  Farsæl kynni þeirra stóðu ekki lengi.  Fullur lögregluþjónn ók hana niður og hún dó.  Nokkru áður dó eiginmaður Mimi frænku úr hjartaáfalli.  Þeim köllunum kom vel saman.  Skömmu áður en kallinn dó gaf hann John munnhörpu.  John spilaði á hana í nokkrum fyrstu lögum Bítlanna.  Hann var glettilega góður munnhörpuleikari.  

  John var alla tíð uppfullur af reiði. Á unglingsárum stundaði hann pöbba til að slást.  Hann lamdi Paul.  Hann lamdi George.  Hann lamdi fyrsta trommuleikara sinn.  Hann lamdi fyrsta bassaleikara sinn.  Hann sló fyrri konu sína utan undir.  Í síðasta skipti sem hann lúbarði George var hann 28 ára.  Síðar sagði George eitthvað á þessa leið:  "John átti sér margar hliðar.  Hann var hlýr persónuleiki,  mjög fyndinn og skemmtilegur.  Hann hafði áru dýrlings."   Fleiri hafa sagt að John hefði auðveldlega geta orðið költ-leiðtogi.  Hann var bráðgáfaður og orðsins maður.  En hann vildi ekki vera foringi.  Frá fyrstu tíð hamraði hann stöðugt á að Bítlarnir væru hljómsveit.  Ekki John og hljómsveit.  Framan af samdi hann flest Bítlalöfin.  En fram að síðustu vildi hann að Paul fengi að njóta sín.  Hann eiginlega afhenti Paul á silfurfati forystuhlutverkið í Bítlunum.       

Jens Guð, 9.10.2022 kl. 08:31

6 identicon

Dóttir Kára Stef. heitir Sólveig, eftir ömmu sinni. Líklega hefur hún kallað sig Sólu meðan hún var með D.Harrison. Íslensk nöfn eru jú svo erfið f. enskumælandi fólk.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 9.10.2022 kl. 12:44

7 Smámynd: Jens Guð

Ingibjörg,  takk fyrir ábendinguna. 

Jens Guð, 9.10.2022 kl. 13:09

8 identicon

Að mínu mati skaut hinn annars ágæti útvarpsmaður Andri Freyr Viðarsson LANGT yfir markið í Rokklandi áðan, þegar hann líkti Sonic Youth við The Beatles hvað áhrif á tónlist varðar. Með fullri virðingu við tónlist og áhrif Sonic Youth, þá stenst þessi fullyrðing Andra Freys bara enga skoðun. 

Stefán (IP-tala skráð) 9.10.2022 kl. 18:00

9 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  gott að þú minntir mig á Rokkland á Rás 2.  Aldeilis frábær þáttur í dag.  Ég þekki aðra hverja manneskju sem þar kom við sögu.  Þó ekki Sonic Youth persónulega.  En á flottar plötur með hljómsveitinni.  Andri Freyr er alltaf frábær.  Líka þegar hann ofmetur Sonic Youth.  Samt er Sonic Youth meiriháttar.  

Jens Guð, 9.10.2022 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband