Plöturnar sem breyttu heiminum - III

 Í fyrradag birti ég lista yfir 5 áhrifamestu plötur poppsögunnar.  Listinn er tekinn saman af Björk,  Chris Cornell og 98 öðrum þekktum tónlistarmönnum,  samkvæmt beiðni breska tónlistarblaðsins Mojo.  Í gær bætti ég næstu 5 plötum við.  Þar með vorum við komin með 10 áhrifamestu plöturnar.  Nú bæti ég öðrum 5 við.  Þá erum við komin með Topp 15. 

  Ástæðan fyrir því að ég birti listann svona í smáskömmtun er að mér sjálfum þykir gott að melta hann þannig.  Velta fyrir sér hverri plötu,  vega og meta rökin ástæður fyrir veru hennar nákvæmlega þarna á listanum. 

  Sumt kemur á óvart í fljótu bragði.  En þegar betur er að gáð get ég sætt mig við niðurstöðuna og fallist á rökin fyrir henni.  Ég er ekki að endurprenta hér rökin fyrir 10 efstu sætunum.  Það er hægt að fletta upp á þeim færslum hér aðeins neðar.  En svona er Topp 15: 

1.  Little Richard:  Tutti Frutti (1955)

2.  Bítlarnir:  I Want to Hold Your Hands (1963)

3.  Elvis Presley:  Heartbreak Hotel (1956)

4.  Bob Dylan:  The Freeweelin´ Bob Dylan (1963)

5.  Kraftwerk:  Autobahn (1974)

6.  Robert Johnson:  King of the Delta Blues Singers (1961,  löngu eftir fráfall Roberts)

7. The Velvet Underground and Nico:  The Velvet Undrground (1967)

8. Woody Guthrie,  Pete Seeger o.fl.:  Anthology of American Folk Music (1952)

9.  Ray Charles:  What´d I Say (1959)

10.  Sex Psitols:  God Save the Queen  (1977)

11.  Frank Sinatra:  In the Wee Small House (1955)

    Sinatra er í Mojo sagður vera ekki aðeins syngjandi söngvari heldur ER hann sönglagið og leikur sér með hvert orð.  Ástarsöngvarnir á plötunni rista dýpra en allt sem síðar hefur verið samið.  Eftir þetta hafa ástarsöngvar bara verið léttvægt táningahjal eða slagorðaglamur um bíla og skartgripi.

  Sinatra er sagður hafa haft áhrif á söngvara allt frá Presleys til Jims Morrinsons (The Doors) og Ians Curtis (Joy Division).  Sem sagt kynslóð eftir kynslóð.  Það má bæta Geir Ólafs við - þó að hann taki kvenrödd á dæmið.

  Fyrir mér er Sinatra fínn raulari.  En ég hlusta ekki á plöturnar hans.  Þykir flest leiðinlegt sem ég hef heyrt með honum. 

chuck

12.  Chuck Berry:  Johnny B.  Good (1958)

  Ég hefði viljað sjá Chuck Berry inn á Topp 5.  Í mínum huga á hann að vera í sama flokki og Little Richard og Elvis Presley.  Þetta er maðurinn sem hannaði rokkgítarleikinn og hefur verið "coveraður" af fleirum en nokkur annar rokkari. 

  Mojo lýsir framlagi Chucks á poppsöguna þannig:  "Hillbilly + rythma-blús + vandræðagemsi = byltingarkenndur músíkstíll.  Án Chucks Berrys væri enginn John Lennon,  Rolling Stones,  MC5,  Beach Boys eða frumgerð rokks og róls." 

woody guthrie

13.  Woody Guthrie:  Dust Bowl Ballads (1940)

  Fyrir nokkrum dögum setti ég inn færslu um lagið "House of the Rising Sun".  Þar kom Woody Guthrie verulega við sögu.  Woody var þó merkari fyrir margt annað en innlegg í sögu þessa lags.  Hann náði tökum á að semja svo grípandi lög og texta að hljóðfæraleikurum og söngvurum nægði að heyra upphaf söngva hans til að syngja og spila með. 

  Áður en Bob Dylan fór að semja söngva var hann "Woody Guthrie djúkbox",  eins og hann orðaði það.  Brúsi Sprengjusteinn stúderaði aðferð Woodys við söngvagerð áður en hann samdi plötuna "River".  U2 gerðu það sama áður en þeir sömdu plötuna "Joshua Tree".  Glöggt má heyra hvernig söngvasmíðar Brúsa og U2 breyttust við kynni af söngvum kappans.  Fyrir utan að bæði Brúsi og U2 hafa síðar "coverað" lög Woodys bæði á hljómleikum og á plötum.

  Bubbi Morthens,  Megas,  Mikki Pollock,  KK og margir fleiri hafa sömuleiðis stúderað plötur Woodys.  Það er sterkur Woody Guthrie keimur í músík Lay Low.  Ég þekki ekki hennar bakgrunn í músík en eitt lag með henni er nánast "You Ain´t Got No Home" eftir Woody.

hendrix

14.  Jimi Hendrix:  Purple Haze (1967)

  Jimi Hendrix breytti afstöðu rokkara til hlutverks gítarsins.  Hann braut allar reglur og hefðir.  Hann færði gítarinn úr þjónustuhlutverki við laglínu og undirleik í að vera í sjálfstæðu aðalhlutverki.  Gítarurg og sarg í spuna að hætti blásturshljóðfæra framsækins djass.  Mojo segir:  "Án Jimi Hendrix hefði þungarokkið ekki orðið til."  Kannski fullsterkt til orða tekið.  En þungarokkið hefði að minnsta kosti ekki orðið eins og það varð án byltingarkennds gítarstíls gítarhetjunnar.  Gummi Péturs hefur verið kallaður Gummi "Hendrix" af þeim sem muna innkomu Gumma í rokkið. 

15.  James Brown:  Papa´s got a New Bag (1965)

  Þarna varð fönkið til. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög sátt við að sjá Robert Johnson þarna á listanum.

Maja Solla (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 11:03

2 identicon

Að mínu mati hefði Jeff Beck alveg eins átt að vera þarna númer 14 eins og Jimy Hendrix. Jeff Beck gjörsamlega fríkaði út sem gítarleikari með hljómsveitinni Yardbirds. Var þar búinn að gera marga hluti sem Jimi Hendrix gerði svo síðar, eða víkkaði út enn frekar. Ég er auðvitað alls ekki að reyna að rýra áhrif Hendrix nokkuð sem ótrúlegs gítarleikara, en hvet fólk til að verða sér út um diska með Jeff Beck tímabili Yardbirds og hlusta á hvað Jeff Beck var ótrúlegur þar. Hann var að spila allt öðruvísi enn nokkur annar hafði gert fram að því.

Stefán  

Stefán (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband