4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá

  Íslendingar eru ekki áberandi trygglyndir.  Allir þekkja marga sem hafa haldið framhjá maka sínum.  Munur á konum og körlum er óverulegur á þessu sviði.  Í flestum tilfellum er sá kokkálaði grunlaus.  Enda er framhjáhaldarinn lúmskur og hugmyndaríkur.  Ef vel er að gáð þá kemur ýmis hegðun upp um dömu sem er að halda framhjá.  

   Dæmi 1:  Sími hennar hringir.  Hún hleypur með hann inn á baðherbergi.  Þaðan berast hláturskellir í góðan tíma.  Að því loknu kemur hún flissandi út úr herberginu og segir að þetta hafi bara verið vitlaust símanúmer.  Þetta endurtekur sig dag eftir dag.  Rautt flagg:  Símasamband á baðherberginu er afleitt.     

  Dæmi 2:  Hún segist þurfa að skreppa til útlanda í tveggja vikna vinnuferð.  Rautt flagg:  Hún er ekki í neinni vinnu.

  Dæmi 3:  Hún segist vera ólétt.  Rautt flagg:  Þið hafið ekki sofið saman í tvö ár.   

  Dæmi 4:  Hún kemur heim með ungan mann;  segir hann hafa ofkælst í frosthörku í strætóskýli í næstu götu.  Hún verði að hátta hann í hvelli ofan í rúmið ykkar og halda á honum hita.  Rautt flagg:  Eina veður þessa dagana er steikjandi sól.  Ekkert strætóskýli er í næstu götum.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Úps, ég er lukkunnar pamfíll að þurfa ekki að hafa áhyggjur af þessu......... wink

Jóhann Elíasson, 29.10.2024 kl. 11:19

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Svo vitnað sé í Bibbuna, fólk er lýgið og svikult og líður best þegar það er kvalið.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 29.10.2024 kl. 11:24

3 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  heppinn!

Jens Guð, 29.10.2024 kl. 11:39

4 Smámynd: Jens Guð

Guðjón,  það er margt til í því!

Jens Guð, 29.10.2024 kl. 11:40

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þetta minnir mig á þegar tveir íslenskir nemar í Kaupen voru á kvöldgöngu. Þá segir annar: Ég er svo graður núna að ég verð að fá mér mellu. Þeir skunduðu í Ístengaden (frb) og vinurinn hljóp inn í melluhús en hinn beið fyrir utan. Svo líður smá stund þá kemurinn vinurinn út alveg brjálaður. Hvað gerðist spurði vinur hans? Jú, helvít.. mellan byrjaði að fitla við lillan á mér og ég missti úr honum og þá sagði hún að þetta væri búið og rak mig út.!!!(þú hendir þessu bara út ef þetta er of gróft!)

Sigurður I B Guðmundsson, 29.10.2024 kl. 17:08

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  svona fyndinni skemmtisögu hendi ég ekki út!

Jens Guð, 29.10.2024 kl. 20:26

7 identicon

Mikið  djöf sem þetta er flott lag með Jerry Lee Lewis og Náru Jóns!

Sigurður Þórólfsson (IP-tala skráð) 3.11.2024 kl. 13:08

8 Smámynd: Jens Guð

Sigurður Þ,  heldur betur!

Jens Guð, 4.11.2024 kl. 07:01

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband