Af hverju hagar fólk sér svona?

  Sú var tíð að ég bjó í lítilli risíbúð.  Á hæðinni fyrir neðan bjó ungt barnlaust par.  Við deildum sameiginlegri forstofu.  Samskipti voru lítil sem engin.  Iðulega um kvöld og helgar mátti heyra hávært rifrildi.  Það var öskrað,  lamið í borð,  hurðum skellt og leirtau brotið. 

  Rifrildið stóð sjaldan lengi yfir.  Hinsvegar gat það blossað upp að nýju eftir hlé.  Auðheyranleg var ágreiningur um fjármál.  Maðurinn sakaði konuna um að vera heimska eyðslukló og bruðlara.  Konan kallaði hann nirfil og svíðing. 

  Einn daginn bankaði maðurinn á dyr hjá mér og spurði:

  -  Átt þú eitthvað vantalað við mig?

  -  Nei, af hverju spyrðu?

  Hann dró fram stórt spjald.  Á því stóð:  "Farðu til helvítis,  nískupúki!"  Hann benti á spjaldið og spurði:

  -  Er þetta ekki frá þér?

  -  Nei,  alls ekki.

  -  Ef þú átt eitthvað vantalað við mig þá vil ég að þú talir við mig fremur en hengja svona á hurðina hjá mér!" 

  Með það fór hann vandræðalegur.

  Utan húss höguðu hann og frúin sér í ósamræmi við rifrildin.  Þau leiddust,  föðmuðust,  hlógu og hamingjan geislaði af þeim.  Frænka mín vann á sama vinnustað og þau.  Þar á bæ voru þau álitin vera ástfangnasta par í heimi;  stöðugt að faðmast og hlæja.    

risfist


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þetta er ágæt saga um mannlegan breyzkleika, svona hagar fólk sér oft. Spjaldið hefur konan greinilega skrifað, en tilhneigingin er oft að kenna öðrum um þótt sökudólgurinn sé oft nærstaddur. Þessi saga er svo sönn og góð því hún lýsir líka sandkassaleiknum í pólitíkinni, og þörfinni að rífa niður en ekki byggja upp.

Já, svo vaknar spurningin, getur verið að þegar yfirborðið er of fullkomið sé það merki um of mikla fullkomnun? 

En myndin er líka mjög fyndin með - í sálfræðinni er kennt að leita innávið, byrja á sjálfum sér! Augljóst er af myndinni að hvorugt þeirra gerir það! 

Ingólfur Sigurðsson, 29.1.2025 kl. 11:55

2 Smámynd: Jens Guð

Ingólfur,  takk fyrir þínar ágætu og áhugaverðu vangaveltur.

Jens Guð, 29.1.2025 kl. 12:26

3 identicon

Þetta minnir mig á átök innan stjórnmálaflokka þar sem hatur og illska blossa innanhús, en brosin skína skært utanhúss og opinberlega. Ég hef kynnst þessu mjög vel þegar hringt er í mig frá ólíkum frambjóðendum fyrrum stærsta flokksins. 

,, ...... Allar nætur, alla daga er eðli þeirra og saga að líkjast rottunum með löngu skottunum og naga og naga ,,.

   Davíð Stefánsson 

Stefán (IP-tala skráð) 29.1.2025 kl. 13:12

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Getur verið  að þetta unga par hafi kynnst í "KLÚBBNUM" og skemmt sér vel, byrjað fljótlega að búa saman og svo hafi "veruleikin" fljótlega bankað upp á og þá hafi þau rekið sig á að lífið er ekki bara "dans á rósum?????????????

Jóhann Elíasson, 29.1.2025 kl. 14:17

5 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  góður!

Jens Guð, 29.1.2025 kl. 14:27

6 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  ég veit ekki hvar þau kynntust.  Þín ágiskun er alveg líkleg.

Jens Guð, 29.1.2025 kl. 14:29

7 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þetta minnir mig á.... Hjónin eyddu um efni fram og maðurinn sagið við hana ef hún kynni að elda þá gætu þau látið kokkinn fara. En ef þú gætir eitthvað í rúminu þá gætum við látið garðyrkjumanninn fjúka. 

Sigurður I B Guðmundsson, 29.1.2025 kl. 15:02

8 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  snilld!

Jens Guð, 29.1.2025 kl. 18:19

9 identicon

Þau hõguðu sér allstaðar vel nema heima hjá sér.

Viss um hávær rifrildi?

Kannske um hávært og õflugt kynlíf að ræða með misskilningi um að hvõss orðræða hafi hvatt bæði til einstakrar fullnægjingar?

Er hægt að leika hlutverkið svo vel?

Eru þau saman í dag?

L (IP-tala skráð) 31.1.2025 kl. 02:12

10 Smámynd: Jens Guð

L,  ég veit ekki hvort parið sé saman í dag. 

Jens Guð, 31.1.2025 kl. 09:06

11 identicon

... og smá framhaldssaga hér um hættulega illa þjálfaða hunda ... Var að horfa á frétt um ljóta árás Rottveiler hunds á konu á Akureyri. Les eftirfarandi á fagsíðu um hunda ,, Hundarnir spegla oft persónuleika eigandans. Ef farið er rangt með þjálfun á Rottweiler hundum geta hundarnir orðið stórhættulegir ,,. 

Stefán (IP-tala skráð) 31.1.2025 kl. 19:51

12 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  takk fyrir þennan fróðleiksmola.

Jens Guð, 1.2.2025 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband