Plöturnar sem breyttu heiminum - V

  Undanfarna daga hef ég birt lista yfir áhrifamestu plötur poppsögunnar.  Listinn er tekinn saman af Björk,  Chris Cornell og 98 öđrum ţekktum tónlistarmönnum,  samkvćmt beiđni breska tónlistarblađsins Mojo.  Ég hef birt hćgt og bítandi međ eins til 2ja daga millibili lista yfir 20 áhrifamestu plöturnar.

  Ástćđan fyrir ţví ađ ég birti listann svona í smáskömmtun er ađ mér sjálfum ţykir gott ađ melta hann ţannig.  Velta fyrir sér hverri plötu,  vega og meta rökin ástćđur fyrir veru hennar nákvćmlega ţarna á listanum. 

  Sumt kemur á óvart í fljótu bragđi.  En ţegar betur er ađ gáđ get ég sćtt mig viđ niđurstöđuna og fallist á rökin fyrir henni.  Ég er ekki ađ endurprenta hér rökin fyrir 20 efstu sćtunum.  Ţađ er hćgt ađ fletta upp á ţeim fćrslum hér ađeins neđar.  En svona er Topp 25: 

1.  Little Richard:  Tutti Frutti (1955)

2.  Bítlarnir:  I Want to Hold Your Hands (1963)

3.  Elvis Presley:  Heartbreak Hotel (1956)

4.  Bob Dylan:  The Freeweelin´ Bob Dylan (1963)

5.  Kraftwerk:  Autobahn (1974)

6.  Robert Johnson:  King of the Delta Blues Singers (1961,  löngu eftir fráfall Roberts)

7. The Velvet Underground and Nico:  The Velvet Undrground (1967)

8. Woody Guthrie,  Pete Seeger o.fl.:  Anthology of American Folk Music (1952)

9.  Ray Charles:  What´d I Say (1959)

10.  Sex Psitols:  God Save the Queen  (1977)

11.  Frank Sinatra:  In the Wee Small House (1955)

12.  Chuck Berry:  Johnny B.  Good (1958)

13.  Woody Guthrie:  Dust Bowl Ballads (1940)

14.  Jimi Hendrix:  Purple Haze (1967)

15.  James Brown:  Papa´s got a New Bag (1965)

16.  Bítlarnir:  Sgt. Peppers Hearts Club Band (1967)

17.  Bob Dylan:  Like a Rolling Stone (1965)

18.  Aretha Franklin:  I Never Loved a Man the Way I Loved You (1967)

19.  The Rolling Stones: Satisfaciton (1965)

20.  Led Zeppelin:   IV  (1972)

21.  The Beach Boys:  Pet Sounds (1966)

  Bandarísku sólskinsdrengirnir sem hífđu surf-poppiđ upp í ţađ sem kallast vandađ popp.  Fallegar og bjartar raddanir höfđu áhrif á Bítlana og Hljóma.

22.  Ramones:  Ramones (1976)

  Rokkađasta hljómsveitin af ţeim sem tilheyrđu bandaríska pönkinu áđur en breska pönkbyltingin skall á.  Jafnframt sú bandaríska pönkhljómsveit frá ţessum tíma sem hljómađi líkast ţví sem varđ einkennandi í breska pönkinu.  Enfalt,  hratt,  mjög hrátt og melódísk rokk.

howlinwolf

23.  Howlin´ Wolf:  The Rocking Chair Album (1962)

  Bandarískur blúsisti sem Mojo segir ađ án hans framlags hefđu Led Zeppelin og Captain Beefheart hljómađ öđruvísi en ţeir gerđu.

londoncalling 

24.  The Clash:  London Calling (1979)

  Ţessi plata er stundum sögđ hafa gert ţađ sama fyrir pönkiđ og "Sgt.  Peppers..." međ Bítlunum gerđu fyrir bítlarokkiđ.  Opnađi allar dyr upp á gátt.  Allt varđ leyfilegt.  Platan sem frelsađi pönkiđ frá ţröngsýni 3ja hljóma rokksins.  Platan er grautur af rythma blús,  soul,  djassi,  rockabilly o.s.frv.

blacksabbath

25.  Black Sabbath:  Black Sabbath (1970)

  Ţegar ţungarokkararnir voru komnir í kapphlaup í tćknilegum hljóđfćraleik og flóknum sólóum kom breska hljómsveitin Black Sabbath fram á sjónarsviđiđ međ einfald ţungarokk en ţyngra sánd en áđur hafđi heyrst.  Döđruđu viđ djöfladýrkun og gerđu drunga og myrkur ađ sérkennum ţungarokksins.  Gagnrýnendur slátruđu ţessari fyrstu og einnig nćstu plötu Black Sabbath.  En tíminn vann međ hljómsveitinni.  Í dag er Black Sabbath ein ţeirra ţriggja hljómsveita sem mótuđu ţungarokkiđ til frambúđar.  Hinar eru Led Zeppelin og Deep Purple.     


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Björn Sigurđsson

Í mínum huga ţá hefđir Pet Sounds mátt vera ofar á ţessum ágćta lista.

Ingi Björn Sigurđsson, 9.6.2007 kl. 09:26

2 Smámynd: Jens Guđ

  Pet Sounds er jafnan ofar á lista yfr bestu plötur poppsögunnar.  Mér dettur í hug ađ á ţessum lista hafi háđ Pet Sounds ađ ţetta er 11.  plata Beach Boys.  Sérkenni ţeirra,  röddunin,  var ţví ţegar búin ađ hafa áhrif á ađrar hljómsveitir.  En Pet Sounds er besta plata Beach Boys og sú plata sem heldur nafni hljómsveitarinnar hćst á lofti.  Ţađ er ţví eđlilegt ađ velja hana sem tákn Beach Boys á ţróun poppsins - án ţess ađ hún hafi ein og sér af plötum hljómsveitarinnar breytt heiminum.

  Ţetta er sama vandamáliđ međ IV međ Led Zeppelin.  Hljómsveitin hafđi ţegar gefiđ út 3 plötur sem höfđu gífurleg áhrif á mótun ţungarokksins.  En IV er besta plata Led Zeppelin.

Jens Guđ, 9.6.2007 kl. 12:51

3 identicon

Black Sabbath, Deep Purple og Led Zeppelin eru svona nokkurn veginn hin heilaga ţrenning ţungarokksins vegna ţess ađ ţessar ţrjár snilldar hljómsveitir mótuđu ţađ mest. Black Sabbath var ţó ţeirra mest í grasrótinni, harđastir og ţyngstir. Allir sannir metal-unnendur standa í mikilli ţakkarskuld viđ ţá snillinga.

Stefán  

Stefán (IP-tala skráđ) 11.6.2007 kl. 11:00

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband