Kona lenti í áflogum við klósett

 hnífsdalurbrennurmeirahnífsdalurhnifsdalur-91-18117

  Hvað er í vatninu sem rennur úr krönum í dal Hnífs?  Íbúar eru ekki nema rúmlega 200 manns.  Samt er mannlífið álíka viðburðarríkt og í erlendri stórborg.  Ekki nóg með að einn hress Hnífsdælingurinn tæki upp á því að skjóta úr haglabyssu í andlit konu sinnar um helgina heldur var verið að dæma nágranna þeirra hjóna,  ansi spræka konu,  í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að lemja konu hnefahöggi í andlit og bíta aðra konu í fingur.  Jafnframt lenti hún í áflogum við klósett félagsheimilis Hnífsdælinga með þeim afleiðingum að klósettið mölbrotnaði.  Einnig átti hún í útistöðum við salernishurðina.  Sá leikur endaði með því að hurðin gekk af hjörum og fór í mask.  Konan játaði að hafa átt upptökin af öllum slagsmálunum. 

  Ef smellt er á myndina lengst til hægri nýtur hún sín miklu betur og þorpið kemur í ljós. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Fjör þarna í Hrífsdal. Hvaða rúta fer þangað

Halla Rut , 12.6.2007 kl. 00:56

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég bý í álíka stórri mannabyggð í frítíma mínum.  Munurinn er að í því smáþorpi er ennþá verið að tala um það þegar löggan frá næsta kaupstað lagði konu nágranna míns máske í einelti þegar hún labbaði ein heim til sín úr partíi fyrir mörgum árum síðan.  Flestir flokka slíkt nú meira undir náúngakærleik & umhyggjusemi að fylgjast vel með samborgurum sínum.

Riffillinn var nú máske haglabyssa, en hvort heldur sem var þá eru þetta líklega einhverjar nýaldarlegar fegrunaraðgerðir sem að viðkomandi kona hefur líklega ekki óskað eftir að fyrra bragði.  Líklega er viðkomandi aðkomumaður, svo ég sletti nú eins & agureiríngur.

Ég þekki nú bara eina konu sem að býr á Hnífsdal, svo að ég viti best til, & er hún mannblíða hin mesta & ekkert fyrir að slá eða snæða nágrannakonur sínar sér til dundurs.

Ég er viss um að bæði klósettið  & salernishurðin eru ættuð frá nágrannabyggðinni Ísafirði.  Það er verulega Ísfirskt í eðli að sá eigi að vægja sem að vitið hafi meira eins & sést til dæmis á ástandinu í fiskvinnslunni þar.

Steingrímur Helgason, 12.6.2007 kl. 01:07

3 Smámynd: Halla Rut

Ég skrifaði Hrífsdal hahahah...Þetta átti að vera Hnífsdal. En kannski á hitt betur við núna.hahahah

Halla Rut , 12.6.2007 kl. 01:24

4 Smámynd: Jens Guð

 Eða Hnífsblað?  Mér skilst að engar rútur þori til Hnífsdals lengur.  Og því síður fólk á einkabílum.  Víkingasveit lögreglunnar eru einu aðkomumenn sem hafa þorað þangað síðustu daga. 

Jens Guð, 12.6.2007 kl. 01:38

5 Smámynd: Rannveig H

Jens minn góður,það  sosem ekkert að vatninu,mér varð allavega ekki meint af á mínum uppvaxtarárum.Þetta með byssumanninn er hinn mesti harmleikur Hitt málið ja eigum við ekki bara að seigja að alkahólið er jafn slæmt þeim fyrir vestan og annastaðar,allavega þeim sem ekki kunna að nota það.

blíðar  heilsanir

Rannveig H, 12.6.2007 kl. 02:24

6 Smámynd: Halla Rut

Sástu Víkinga sveitina í TV. Ha ah þetta var svo fyndið. En samt dauðalvarlegt mál.

Þeir virkilega nutu sín.

Ég fer með skjöld í rútuna.

Halla Rut , 12.6.2007 kl. 03:19

7 identicon

Djöfull ætla ég að flytja í Hnífsdals. Það er ekki bitið nóg af fólki í puttann í Reykjavík, svo eru klósettin frekar rólegar í höfuðborginni - eða svo er mér sagt.

Daníel. (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 06:43

8 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Skammist ykkar , veifandi broskörlum og haha-um í svona alvarlegu máli.  Þetta er alvöru fólk sem á alvöru ættingja.  Ef þið væruð börn eða aðrir nánir ættingjar þessa fólks létuð þið ekki svona.  Ef víkingasveitin hefði legið í götunni ykkar létuð þið ekki svona, sumt setur maður einfaldlega ekki á prent. 

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 12.6.2007 kl. 08:23

9 Smámynd: Jens Guð

  Svona,  svona,  Matthildur.  Öllu gamni fylgir einhver alvara og öfugt.  Allir eiga nána ættingja sem hafa gengið berserksgang eða komist í kast við lög á annan hátt.  Sjálfur hef ég nú gert eitt og annað í gegnum tíðina sem ekki allt er til fyrirmyndar.  Það er óþarfa viðkvæmni að ætlast til þess að allir sameinist í grátkór þegar einhver skandaleserar og fyrirmuni sér að sjá broslega hlið á ölvunarlátum.  Hvort sem slegist er við klósett eða keyrt á ljósastar. 

  Það þarf ekki að fletta þínu bloggi lengi þangað til maður rekst á eftirfarandi:

"Ónefndur maður ákvað að kaupa sér jeppa eftir að hafa séð aulýsingu á hinum vinsæla vef mbl.is Ekki vildi betur til en svo að stuttu síðar lenti sá ónefndi í því ólani að aka á fólksbíl ónefndrar konu.  Konan dó og má rekja dauða hennar til þeirrar miklu athygli sem vefur Morgunblaðsins hefur fengið.  Svei."

  ????????

Jens Guð, 12.6.2007 kl. 11:41

10 Smámynd: Halla Rut

Góður punktur Jens. Flestir brandarar eru nú af óförum annarra. Þannig er það nú bara. Auðvitað er þetta háalvarlegt mál fyrir þá sem standa nærri.

Víkingasveitin var nú einu sinni í götunni minni. Faldi sig á bakvið bílskúrinn hjá mér og fleira. Kallinn á móti var búin að fá sér aðeins of marga og stóð á nærfötunum með loftbyssu úti á svölum og hreytti ónotum í þá sem gengu framhjá.  Ég var bara 15 ára þá og fannst þetta þvílíkt spennandi. Ekki var talað um annað í margar vikur á eftir bæði í gamni og alvöru.

Halla Rut , 12.6.2007 kl. 13:30

11 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Flottar myndir frá áflogastaðnum, ég hef nú verið á svæðinu en upplifði ekkert svona krassandi. En kannski hafa þeir bætt einhverju í vatnið. Ég er mest að hugsa um eftir lestur á kommentunum að skrifa undir dulnefni, það er svo æsandi.

Ein sem elskar Víkingasveitina.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 12.6.2007 kl. 14:53

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott myndin af Hnífsdal Jens minn.  Jamm ætli það sé nú nokkuð að vatninu í Hnífsdal, við drekkum nefnilega sama vatn  og þau, og erum mestu friðsemdarskinn. 

En þetta er nú fullmikil auglýsing fyrir þetta litla þorp.  En svo er sagt að allt er þá þrennt er, og fullreynt í fjórða.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.6.2007 kl. 15:20

13 identicon

Gott að fólk skuli hafa skopskyn. Einstaklega skemmtileg skrif hjá Jens Guði! Varðandi vatnið í Hnífsdal, þá eru litlar líkur á því að konan sem flaugst á við klósettið, barði og beit, sbr. ákaflega þarfa upprifjun Jens Guðs hér, hafi drukkið vatn í umræddri heimsókn sinni í Hnífsdal. Heimsókn, segi ég, vegna orða Jens Guðs hér um að hún sé eða hafi verið nágranni tiltekinna hjóna ...

Hlynur Þór Magnússon (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband