Átakanleg frásögn fórnarlambs raðnaugðara

  Hér að neðan er frásögn fórnarlambs sadistans og raðnauðgarans Stefáns Hjaltested Ófeigssonar.  Hæstiréttur var að dæma hann í 2ja ára fangelsi.  Frásögnin er samhljóða frásögn annars fórnarlambs þessa hættulega manns.  Það var einmitt kæra þess fórnarlambs sem varð viðkomandi hvatning til að kæra óþokkann. 

  Miðað við tölfræði kynferðisbrotamála má ætla að fórnarlömb Stefáns séu um tveir tugir.  Blaðamenn DV hafa vitnisburð annarra og sögusagnir benda til þess að svo sé raunin. 

  Fyrir ofbeldið gagnvart viðkomandi konu fékk Stefán 2ja ára dóm.  Það þýðir að hann situr inni í örfáa mánuði.  Hámark 1 ár.  Sennilega afgreiðir hann dóminn að mestum hluta í samfélagsþjónustu.

  Athygli vekur að Stefán kemur vel fyrir.  Konur laðast að honum.  Og þó að það komi ekki fram í frásögninni hér að neðan þá kom það fram fyrir Hæstarétti að konan var ekki fráhverf því að sofa hjá honum.  En hneigð hans gengur út á það að byrla konum minnisleysislyf, niðurlægja þær og beita ofbeldi.

  Hér er frásögn fórnarlambsins:

-------------------------------------------------------

   Hinn 28. desember 2005 lagði A fram kæru hjá lögreglunni í Reykjavík á hendur ákærða fyrir kynferðisbrot, að viðstöddum réttargæslu­­manni sínum. Skýrði hún svo frá að hún hefði farið með B á Hverfisbarinn, aðfaranótt laugardags í lok maí eða í byrjun júní 2004, þar sem þau hefðu hitt ákærða. Þetta hafi verið um klukkan eitt eftir miðnætti. B hefði leiðst og farið heim á undan henni. Hún og ákærði hafi orðið eftir og haldið áfram að spjalla saman. Ákærði hafi svo boðið henni heim og haft á orði að það væri ódýrara að fá sér í glas heima hjá honum. Hún hafi þegið það. Þau hafi síðan gengið eftir Skólavörðustígnum upp á Njálsgötu og í íbúð ákærða í kjallara þar. Sagði hún að ekkert daður eða eitthvað kynferðislegt hefði átt sér stað á milli þeirra á leiðinni þangað og hún hefði ekki ætlað sér að eiga kynferðisleg samskipti við ákærða. Aðspurð kvaðst hún hafa verið búin að drekka tvo bjóra og ekki neytt neinna annarra vímuefna. Hún hefði fundið lítillega til áfengis­áhrifa, en alls ekki verið ofurölvi. Hún sagði að þau hefðu sest í stofuna. Íbúðin hafi samanstaðið af eldhúsi, stofu, svefnherbergi og baðherbergi. Þriggja sæta sófi með tauáklæði var í stofunni. Hana minnti að sjónvarp hafi verið fyrir framan sófann. Í svefnherberginu hafi verið rúm, um 130 cm breitt, sem á var blátt „frotte“ lak. Fannst henni íbúðin hafa verið fremur tómleg. Ákærði hefði farið fram í eldhús og komið með tvær opnar bjórflöskur inn í stofu. Kvaðst hún ekki hafa tekið eftir því þegar hann opnaði bjórflöskurnar. Hún hafi farið á baðherbergið og minntist þess að hafa horft í spegilinn og fundist ákærði vera sætur strákur. Sagði hún að áður en hún fór á baðið hafi hún verið farin að finna fyrir sljóleika, en ekkert spáð sérstaklega í það. Hún minntist þess að hafa síðan farið fram í stofu. Kvaðst hún muna í brotum hvað hefði gerst eftir það, en minni hennar af atburðum væri alls ekki í einni samfellu. Hún hafi rankað við sér í rúminu og verið ber að neðan og í fötum að ofan. Hún hafi legið á maganum í rúminu með mjaðmirnar eitthvað reistar upp og verið með hendur niður með síðum. Ákærði hafi verið að eiga mök við hana aftan frá og slegið hana ítrekað með flötum lófum í báðar mjaðmirnar. Gerði hún sér ekki grein fyrir því hvort hann væri að eiga við hana kynmök um leggöng eða endaþarm. Hún hafi rankað við sér vegna sársaukans þegar hann sló hana. Hún hafi sagt við hann: „Ekki.“ Það hafi verið hálfkæft, enda hafi hún verið orkulaus á þessum tímapunkti. Síðan hljóti hún að hafa dottið út af aftur. Hún hafi rankað við sér aftur í sófanum, en hún hafi legið afkáralega á bakinu. Hún hafi vaknað við að ákærði var að klæða hana úr að ofan. Hann hafi dregið hana upp á sig og þannig hafi þau átt mök. Gerði hún sér ekki grein fyrir því hvort hann hafi átt við hana mök um leggöng eða endaþarm. Hann hafi ítrekað slegið hana í mjaðmirnar og síðan með flötum lófa margsinnis í bæði brjóstin. Hún hafi við þetta fundið fyrir miklum sársauka og ítrekað sagt við hann: „Hættu og nei“, en hann hefði þrátt fyrir mótmæli hennar haldið áfram. Kvaðst hún hafa reynt að grípa í hendur hans á víxl, en hann haldið fast um úlnliði hennar til skiptis og slegið í brjóst hennar með hinni hendinni. Hún minntist þess að hafa sagt við hann „hættu“ á meðan á þessu hafi staðið. Þá minnti hana að hann hefði sagt henni að hún ætti að segja að hún vildi fá það í rassinn, fá það fast o.fl. Hún ætti einnig að segja að hún væri hrein mey o.fl. Svo hefði hún dottið eitthvað út aftur. Hún kvaðst minnast þess að hafa einhvern tímann legið á gólfinu, á milli stofunnar og eldhússins, annað hvort á maganum eða hliðinni. Aðspurð mundi hún ekki hvort ákærði hafi átt við hana mök þá. Það næsta sem hún myndi væri að hún hefði klætt sig í nærbuxurnar og brjóstahaldarann. Hún hafi sagt við hann ítrekað: „Ég verð að fara.“ Hún hafi svo farið í hin fötin og farið út, en hann haldið út á eftir henni. Þau hafi sest við bekk á Njálsgötunni í námunda við söluturninn Drekann og ákærði reynt að telja hana á að koma aftur inn í íbúðina. Hún hafi svo staðið upp og farið. Hann hafi staðið kyrr og öskrað á eftir henni: „Hóra, drusla, komdu hér aftur.“ Hann hafi hreytt til hennar fleiri orðum og hún gengið heim til B að [...]. Taldi hún að þetta hafi verið um sexleytið. Hún hafi fengið að sofa heima hjá B en þau hafi lengi verið mjög góðir vinir. Hún kvaðst hafa vaknað um kl. 11 og hafa verið ofsalega vönkuð og liðið illa á líkama og sál. Hún hafi farið í sturtu og þá veitt athygli stórum marblettum á mjöðmum og brjóstum. Hún hafi verið með marblett á hægri úlnlið og verið rauð á hinum úlnliðnum. Hún hafi komið fram á handklæðinu í „sjokki“ og B séð þessa marbletti. Hefði hún þá greint B frá því að hún héldi að eitthvað hefði komið fyrir, en væri ekki viss um hvað það væri. Kvaðst hún svo hafa farið að vinna í [...] og sagt starfsfélaga sínum, C, frá því að hún hefði vaknað með marbletti um allan líkamann og hún væri að „fríka út“ vegna þess, en lýsti þessu ekki nánar fyrir honum. Þá sagði hún að móðir hennar hefði hringt til hennar í vinnuna. Hún hefði sagt móður sinni að eitthvað hefði komið fyrir og þegar liðið hafi á samtalið hafi hún sagt móður sinni að sér hafi verið nauðgað. Jafnframt kvaðst hún hafa hringt úr vinnunni í D og beðið hann að koma til hennar og faðma hana, henni liði svo illa. Hann hafi komið í vinnuna og hún sýnt honum marblettina inni á salerninu. Hún hafi sagt honum frá því hvað hafi komið fyrir hana um nóttina. Nokkrum dögum síðar hafi hann tekið ljósmyndir af áverkum hennar sem hann vistaði í tölvu sinni. Mánudaginn eða þriðjudaginn eftir þetta hafi hún verið í vinnu í [...]. Hún hafi hágrátið og sagt yfirmanni sínum, E, að hún yrði að fara heim. E hafi þá spurt hana af hverju og hún svarað að það væri persónulegt. E hafi viljað að hún harkaði af sér og samtal þeirra endað með því að hún öskraði á E að henni hefði verið nauðgað. E hafi sagt henni að fara og seinna rekið hana úr vinnunni. Hún kvaðst þá hafa strunsað í gegnum [...] og [...], F, hafi gengið að henni og spurt hana hvort það væri ekki í lagi með hana. Hún hafi lagst í gólfið hágrátandi og sýnt honum marblettina og sagt honum frá því að henni hafi verið nauðgað. Einni eða tveimur vikum eftir atburðinn hafi hún leitað á húð- og kynsjúkdómadeild, en hún hafi verið hrædd um að hafa smitast af alnæmi. Þar hefði hún greint frá því að henni hafi verið nauðgað og gengist undir kvenskoðun. Um ástæðu þess að hún kærir atburðinn svo seint kvaðst hún ekki hafa treyst sér til að leggja fram kæru þar sem henni hafi ekki fundist hún hafa neitt í höndunum, auk þess sem hún hafi verið full sjálfsásökunar þar sem hún hefði farið heim með ákærða. Málið hafi síðan hvolfst yfir hana þegar hún sá fréttaflutning af því að ákærði hefði hlotið dóm fyrir samskonar brot og hún hefði sjálf orðið fyrir. Hún hafi því ákveðið að leggja fram kæru í því skyni að takast á við þetta

--------------------------------------------------------

  Einn hæstaréttardómarinn,  Sandra Baldvinsdóttir,  greiddi sératkvæði.  Hún neitaði að trúa því að þessi geðþekki og huggulegi verkfræðingur sé óþokki.  Hún vildi sýkna hann. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Nokkrar staðreyndavillur hjá þér Jens.

Kynferðisafbrotamenn sitja alltaf lágmark 2/3 af dómnum í afplánun. Þeir fá ekki dóma helmingaða. Þeir fá ekki að gegna samfélagsþjónustu. Dómar voru hertir í þessum málum fyrir rúmum 2 árum og síðan hefur þetta verið svona.

Alltaf skyldi fara varlega í að trúa DV og sögusögnum. Betra að koma fram með beinharðar sannanir og ekki vera með getgátur.

Varðandi sérálitið sem hæstaréttardómarinn Sandra Baldvinsdóttir skilaði, ættirðu að birta á hverju það er byggt en ekki koma með getgátur um það sem hún var að fara með því. Sérálit þýðir ekki endilega krafa um sýknu.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 20.6.2007 kl. 03:00

2 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Svo heitir það semsagt sérálit en ekki sératkvæði þar sem ekki er um atkvæðagreiðslur að ræða í dómsmálum.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 20.6.2007 kl. 03:03

3 identicon

Hræðilegt alveg.

Þetta gefur starfheiti þessa mans nýja merkingu(verkfræðingur) painexpert

DoctorE (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 08:44

4 Smámynd: Hugrún Jónsdóttir

Ég get ekki skilið að menn sem pynta aðrar manneskjur og nauðga þeim fái svona væga dóma hér á landi. Í öðrum löndum fá nauðgarar margfaldan dóm miðað við þennan, sumstaðar lífstíðardóm eða aftöku (ekki það að ég sé að mæla með að aftökur séu teknar upp hér á landi).

Einhverjar breytingar þurfa að eiga sér stað til að þessir menn verði teknir úr umferð til lengri tíma, það er eins og einhverstaðar í kerfinu séu menn ónæmir fyrir því hversu stór glæpur þetta er.

Hugrún Jónsdóttir, 20.6.2007 kl. 11:26

5 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Gott hjá þér að birta skýrslu fórnarlambs, þessa ofbeldis sem auðvitað bendir sterklega til að maðurinn (gerandinn) sé ekki heill á geðsmunum. Á forsíðu DV er mynd af þessum hættulega glæpamanni og satt að segja kemur maðurinn alls ekki illa fyrir, en oft leynist flagð undir fögru skinni, nú er þessi umræddi einstaklingur i topp þjálfun í fangelsinu, líklega eins gott að passa upp á sig og sína þegar svona hryllingur gengur laus en miðað við dóm verður hann laus fljótlega og í fínu formi til að ráðast á önnur fórnarlömb.

Þessi hæstaréttardómari, Sandra Baldvinsdóttir virðist ekki kunna á lögin ef hún dæmir bara eftir útliti mannsins. Kannski liggur þannig í þessum vægu dómum Hæstaréttar að ekki er farið að lögum. Mikið þyngri dómur ætti að liggja við þessu alvarlega kynferðislega broti. En það sem vekur mesta furðu mína er samúð sumra þegar að refsingum kemur, það er sko sannarlega athugunarefni, vægt til orða tekið.

Takk fyrir góða pistla..... Sóldís

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 20.6.2007 kl. 11:30

6 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Þetta er absúrd sérálit.  Þessi Sandra þyrfti að fá að kynna sér hvernig er að reyna að gera sig skiljanlegan þegar maður er undir áhrifum af Rhohipnol eða sambærilegu.  Er ekki auðvelt; sér í lagi í undarlegum og erfiðum kringumstæðum eins og þegar einhver er að nauðga eða beita viðkomandi ofbeldi af einhverju tagi.

Gangi henni vel.

Bragi Þór Thoroddsen, 20.6.2007 kl. 11:40

7 identicon

Jens....ég hef aldrei heyrt um Hæstaréttardómara sem heitir Sandra Baldvinsdóttir og á heimasíðu Hæstaréttar er þetta nafn hvergi að finna sem dómara í þessu máli ????????

Hvaða kona er þetta eiginlega ?

Jon Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 11:54

8 Smámynd: Jens Guð

  Margrét,  takk fyrir upplýsingarnar.  Það er frábært að reglum hafi verið breytt á þann hátt að kynferðisbrotamenn sitji inni 2/3 af dómi.  Ég veit að fyrir bara örfáum vikum var reglum breytt þannig að kynferðisbrotamenn fá ekki lengur að afplána á Vernd (á Vernd þurfa menn bara að mæta í vistun yfir blánóttina) í kjölfar þess að tveir barnaníðingar héldu uppteknum hætti á meðan þeir voru í afplánun. 

  Sératkvæði Söndru Baldvinsdóttur var rökstutt í mjög langri greinargerð.  Ég þjappaði dæmalausum viðhorfum hennar saman í örfá orð.  Greinargerðin endar á orðunum að sýkna beri ákærða.   

Jens Guð, 20.6.2007 kl. 12:12

9 identicon

Miðað við þessa frásögn þá sé ég barasta ekkert sem gæti mögulega verið ástæða fyrir sýknun og er barasta hissa á það hafi verið kynsystir fórnarlambsins sem vildi sýknun... weird

DoctorE (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 12:19

10 Smámynd: Jens Guð

  Jón,  það sló smá saman hjá mér.  Sandra dæmdi málið í Héraðsdómi Reykjavíkur og sératkvæði hennar þar var lagt fram fyrir Hæstarétti.  Niðurstaða Hæstaréttar lýkur á greinargerð Söndru.  Í fljótfærni gekk ég út frá því að hún væri hæstaréttardómari.  Takk fyrir að gera athugasemd við þetta.  Ég þekki ekki nöfn héraðs-  eða hæstaréttardómara þannig að mér varð á fljótfærnisvilla að titla Söndru hæstaréttardómara. 

Jens Guð, 20.6.2007 kl. 12:23

11 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Jens varðandi Vernd, þá er þeir sem klára sína dóma þar háðir ströngum reglum. Þeir verða að hafa fasta vinnu. Þeir eru ekki bara þar yfir blánóttina. Þeir mega fara út eftir kl. 7 virka daga og þurfa alltaf að mæta inn aftur á milli kl. 18 og 19 virka daga. Síðan mega þeir vera úti til kl. 23 virka daga. Á laugardögum mega þeir líka fara út eftir kl. 7 og verða að vera komnir inn kl. 18 og fara ekki út eftir það. Á sunnudögum mega þeir vera úti til kl. 21 og þurfa ekki að mæta í kvöldmat en mega borða þá með fjölskyldu sinni. Það er líka skyldumæting á AA fundi. Ef ekki er farið eftir þessum reglum er litið á það sem strok.

Síðan hefði verið athyglisvert að birta sögu ákærða og einnig sérálit umrædds dómara.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 20.6.2007 kl. 13:34

12 identicon

Skyldumæting á AA fundi... hmmm hvað með krimma sem eru ekki í neinum fíkniefnum

DoctorE (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 14:22

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er mjög hissa á nauðgunardómum yfirleitt og dómum um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.6.2007 kl. 17:51

14 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Djöf...

...gerir mig bara reiðan.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 20.6.2007 kl. 18:01

15 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Doctor: Þeir verða líka að mæta á AA fundi þar sem tólf spora kerfið hafi góð áhrif á alla

Margrét St Hafsteinsdóttir, 20.6.2007 kl. 18:07

16 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég get endalaust furðað mig á því að það skuli ekki vera búið að taka þetta andstyggilega naugðunarlyf af lyfjaskrá. Gerir þessum óþverrum lífið óþolandi auðveldara. 

Heiða B. Heiðars, 20.6.2007 kl. 18:26

17 Smámynd: Jens Guð

  Það er rétt að vistmenn á Vernd verða að hafa eitthvað fyrir stafni,  rétt eins og aðrir í afplánun.  Sumir vinna,  aðrir stunda nám o.s.frv.  Sömuleiðis er það rétt að þeir verða að mæta í kvöldmat nema á sunnudögum. 

  Þetta má ekki hljóma eins og ég sé andvígur Vernd.  Ég er þvert á móti mjög hrifinn af því fyrirbæri fyrir aðra en kynferðisafbrotamenn.  Frjálsræði vistmanna er mikið og nýverið voru tveir barnaníðingar sem dvöldu á Vernd uppvísir með stuttu millibili að hafa misnotað frjálsræðið.  Það gengur ekki að kynferðisbrotamenn hafi möguleika á að halda uppteknum hætti á meðan þeir eiga að vera í afplánun.

  Frásögn Stefáns Hjaltested er samhljóða frásögnum fórnarlamba hans.  Að undanskildu því að hann þvertekur fyrir nauðganir.  Hann skilgreinir þetta sem "fullharkalegt" kynlíf miðað við skyndikynni en barsmíðarnar hafi verið "hluti af leiknum",  sem og "dirty talk".

  Sératkvæði Söndru gekk út á að hún trúði engu illu upp á Stefán Hjaltested en segir:  "Óumdeilt er að ákærði hefur vakið hrifningu hjá henni. Þykir þetta styðja framburð ákærða um að þau hafi haft samræði með vilja hennar."

  Í dag hitti ég fólk sem upplýsti mig um að löngu áður en stelpurnar kærðu Stefán Hjaltested fyrir nauðganir hafi ungar konur sagt reynslusögur af honum á netsíðu sem heitir barnaland.is.  Þetta gerðu konurnar til að vara aðrar konur við að verða einnig fórnarlömb hans.  Á þeim vettvangi gekk hann undir nafninu smjörsýrunauðgarinn. 

Jens Guð, 20.6.2007 kl. 18:40

18 Smámynd: Jens Guð

  Sumir glottu þegar Árni Johnsen var skikkaður til að mæta á AA fundi á meðan hann var á Vernd.  Yfir 90% vistmanna á Vernd hafa framið afbrot í ölvunarástandi eða undir áhrifum annarra vímuefna.  Það einfaldar málið að gera mætingu á AA fund að skyldu.  Þá fer allur hópurinn saman og hlustar á reynslusögur AA fólks í klukkutíma á viku. 

Jens Guð, 20.6.2007 kl. 18:45

19 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Getur ekki verið að nauðgarar svo ekki sé talað um barnaníðina séu haldnir einhverri sjúklegri og jafnvel ólæknandi áráttu?  Ef það er svo eiga þessir aðilar ekki að ganga eftirlitslausir úti í þjóðfélaginu þar sem þeir geta valdið saklausum aðilum, jafnvel börnum ómældum og ævarandi skaða.  Þetta er ekki spurning um refsingu, hatur gegn eða samúð með sjúkum og stórbrengluðum gerendum heldur almannaheill.                    

Sigurður Þórðarson, 21.6.2007 kl. 06:51

20 Smámynd: Ruth

Þetta er ömurlegt,hvað þarf til að fá þessa dómara til að nota allan refsi rammann og dæma harðar í kynferðisbrota málum.

Nú hefur þetta verið gagnrýnt í mörg ár og lítil breyting.

Meðan dómarnir eru svona vægir er líf fórnarlambs gert einskis virði 

Ruth, 21.6.2007 kl. 08:23

21 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Mér þótti þetta átakanleg lesning, en næstum enn átakanlegra fannst mér að sjá Margréti Hafsteinsdóttur reyna að verja þennann skrípadóm illmennisins.

Það finnst mér óskiljanlegt!

-Er hún skyld óþokkanum eða hvaða hvatir liggja að baki hjá konu sem leggur sig niður við að verja dæmdan kynferðisofbeldismann? -Mann sem ítrekað nauðgar og pyndar konur eftir að hafa byrlað þeim eitur til að yfirbuga mótstöðu þeirra og gera sér illverkið léttara?

Ég hreinlega skammast mín fyrir að sjá svona skrif frá annarri konu.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 22.6.2007 kl. 13:14

22 Smámynd: Jens Guð

  Ég deili með þér undrun á afstöðu Margrétar í þessu máli.  Hann stingur í stúf við gáfulegan málflutning hennar í öðrum málum.  Ég geng út frá því sem vísu að um skyldmenni sé að ræða eða hliðstæð tengsl.  Góð þekking hennar á því hvernig afplánun nauðgarans kemur til með að ganga fyrir sig styður þær grunsemdir. 

Jens Guð, 22.6.2007 kl. 14:10

23 identicon

Þessi lesning fyllti mig mikilli reiði og að sama skapi vonleysi. Það er erfitt og stórhættulegt að vera kona í Reykjavík, sérstaklega í miðbænum og alveg óumdeilanlega um helgar. Það er líka sérstaklega erfitt og leitt að við getum ekki notið þeirra grundvallarmannréttinda að ganga öruggar um götur borgarinnar án þess að eiga á hættu áreytni og jafnvel árásir.

Sjálf reyndi ég alloft að ganga heim úr miðbænum um helgar en gafst upp þar sem í tvígang hef ég verið ellt og í annað skiptið munaði það litlu að ég rétt náði að skella útidyrahurðinni á trýnið á manninum.

En getum við nokkuð gert gagnvart svona vanskapnaði í samfélaginu? Ég hef það á tilfinningunni að við séum að há vonlausa baráttu gegn svona fólki.

Anna Karen Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband